Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ferðalög
Þjónusta
Klúbbar og félagasamtök
Skipuleggjum sérferðir til Barcelona,
Bayern, Búdapest, Ítalíu, London,
Rínardals, Skotlands, Slóveníu,
Svartaskógar og Utah. Hjólaferðir,
hallargistingar, gönguferðir, golf,
vínsmökkun, skíðaferðir, jólamarkaðir
og bjórmenning - bara gaman!
Nánar á www.isafoldtravel.is.
Ferðaskrifstofan Ísafold,
sími 544-8866.
Nýjar vörur í Maddömunum
Nýtt í búðinni frá Danmörku og
Svíþjóð, m.a. íkon frá Rússlandi -
dúkkuvagn - dúkkur - Rosenborg o.fl.
o.fl. www.maddomurnar.com.
Langur laugardagur 1. des.
Antík
Sumarhús
Hlutur í 41 feta skútu á Majorku
Til sölu 1/6 eignarhluti í seglskútu,
Perlan 2496,sem liggur í Alcudia á
Majorku. Þetta er Dehler 41CR
byggður 2001 og með öllum tækjum
og búnaði.Samhentur eigendahópur.
Hagstæð erlend lán geta fylgt.
Upplýsingar veittar í síma 822 1201
eða tölvupósti sigurdur@svth.is
Námskeið
Bátar
PMC Silfurleir
Búið til módelskartgripi úr silfri –
Grunnnám helgina 8 og 9 des.-
Tilvalin jólagjöf, falleg gjafakort í
öskju. Skráning hafin fyrir janúar og
febrúar. Uppl. í síma 6950405 og
www.listnam.is
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Hanna og smíða stiga.
Fást á ýmsum byggingarstigum.
Sérlausnir í þrengslum. 25 ára
reynsla. Upplýsingar í síma 894 0431.
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Smáauglýsingar
MIKIÐ verður um að vera í
Jólaþorpinu í Hafnarfirði um
helgina. Á laugardag verður
maraþonsöngur frá morgni
til kvölds í Hafnarborg á
Syngjandi jólum en þar koma
fram nær allir kórar og söng-
hópar í Hafnarfirði.
Í litlu jólahúsunum verður
boðið upp á fjölbreyttan
varning og á jólasviðinu á
laugardaginn skemmta m.a.
Birgitta Haukdal, Regína
Ósk og Kvennakór Hafn-
arfjarðar auk þess sem boðið
er upp á glænýtt jólaleikrit
og Grýla kemur í heimsókn.
Á sunnudaginn sjá Gunni
og Felix um að slá upp jóla-
balli. Þar verður dansað í
kringum jólatréð og gestir
geta hrist í sig hita við hressi-
legan hókí pókí. Ljósin verða
tendruð á jólatrénu við
Flensborgarhöfnina á sunnu-
dag og hefst sú dagskrá kl.
16. Eftir að tendrað hefur
verið á trénu, sem er gjöf frá
vinabæ Hafnarfjarðar
Cuxhaven, mun leikskólakór
Víðivalla syngja og Tóti tann-
álfur ásamt Hurðaskelli
skemmta börnum, segir í
fréttatilkynningu.
Jólaþorp í
Hafnarfirði
MAC, snyrtivörufyrirtæki,
mun afhenda Íslensku alnæm-
issamtökunum ávísun í MAC
Debenhams – Smáralind laug-
ardaginn 1. desember.
Í fréttatilkynningu segir
m.a. að þjóðþekktir Íslend-
ingar muni mæta á svæðið á
milli kl. 15 og 17 til þess að
leggja málefninu lið. Þau
munu safna pening á staðnum
til styrktar Íslensku alnæm-
issamtökunum með því að
selja rauða borðann og taka á
móti frjálsum framlögum ein-
staklinga.
Kl. 16.30 mun Björg Al-
freðsdóttir, verslunarstjóri
MAC Debenhams, afhenda
Birnu Þórðardóttur, fráfar-
andi framkvæmdastjóra sam-
takanna og núverandi verk-
efnastjóra hjá
Alnæmissamtökunum, ávísun
að upphæð 600.000 kr.
Íslensku alnæmissamtökin
hafa hlotið styrk frá MAC
undanfarin ár og hefur sá
styrkur verið eyrnamerktur
Forvarnarverkefni félagsins
þar sem fræðsla hefur farið
fram í öllum grunnskólum
landsins.
Styrkir
Alnæmis-
samtökin
JÓLAHÁTÍÐ verður á
Hálsatorgi í Kópavogi og í
nærliggjandi menning-
arstofnunum laugardaginn
1. desember. Hátíðin hefst kl.
13 og stendur til kl. 17.
Tendrað verður á jólatrénu
kl. 16.
Kópavogsbúum og öðrum
gestum er meðal annars boð-
ið að taka þátt í laufa-
brauðsbakstri í Gjábakka kl.
13, hlusta á jólasöngva, fræð-
ast um jólaköttinn og tendra
á jólaljósunum á vinabæj-
arjólatré Kópavogsbúa.
Skólakór Kársness býður
gestum og gangandi upp á
syngjandi kakó og pip-
arkökur.
Gerðarsafn verður opið kl.
11-17. Nánari upplýsingar á
vefnum www.gerdarsafn.is.
Í Salnum verða Tíbrár-
tónleikar: Söngtónleikar –
Sönglög Jóns Ásgeirssonar,
nánar á vefnum www.sal-
urinn.is.
Jólahátíð
í Kópavogi
BASARINN, nytjamarkaður
Kristniboðssambandsins,
verður opnaður laugardaginn
1. desember á Grensásvegi 7,
2. hæð. Þar verða til sölu vel
með farnar og vandaðar
vörur, bæði nýjar og notaðar,
s.s. bækur, búsáhöld, skraut-
munir, lítil húsgögn og leik-
föng.
Einnig verða til sölu bæk-
ur Salts og fleiri kristilegar
bækur og geisladiskar, bæði
íslenskir og erlendir. Góð til-
boð verða í gangi fyrir jólin.
Afríkuhorn verður á mark-
aðnum með hálsfestar, slæð-
ur, skálar o.fl. frá Afríku.
Jólavörur, jólapappír og jóla-
kort verða einnig fáanleg.
Allur ágóði af markaðnum
rennur til kristniboðs og þró-
unar- og hjálparstarfs í Afr-
íku þar sem Kristniboðs-
sambandið starfar.
Skrifstofur Kristniboðs-
sambandsins verða á sama
stað. Basarinn verður opinn
mán.-föst. kl. 12-18 og laug-
ardaga kl. 12-16. Á sama tíma
verður tekið á móti vörum á
markaðinn ef einhver vill
gefa vandaða hluti til að selja.
Síminn er 533-4900.
Nytjamarkaður
Kristniboðs-
sambandsins
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá Eðalvörum:
„Vegna kæru Neytenda-
samtakanna á vörusvikum
varðandi sölu á rauðu gin-
sengi vilja Eðalvörur taka eft-
irfarandi fram: Eðalvörur
hafa í yfir 20 ár haft með
höndum innflutning og sölu á
rauðu eðalginsengi frá Kóreu
og verða því að teljast meðal
brautryðjenda á þessu sviði.
Allan þennan tíma hefur var-
an notið einstakrar velvildar
tryggra neytenda og vilja Eð-
alvörur nota þetta tækifæri til
að þakka það. En ósvikið rautt
ginseng í hæsta gæðaflokki er
dýrt og því má, því miður, allt-
af búast við því að óprúttnir
aðilar reyni að næla sér í
skjótfenginn gróða með svik-
inni vöru. Upphaf þessa máls
má rekja til þess að gamalgró-
in heildsala lét hanna umbúðir
með rautt eðalginseng sem
fyrirmynd og afritaði nánast
innihaldslýsingu vörunnar
þótt vara sú sem hún hugðist
selja væri annars eðlis, þ.e.
hvítt ginseng í hylkjum.
Þetta endaði 27. mars sl.
með því að fyrirtækinu var
bannað af Neytendastofu að
líkja eftir umbúðum rauðs eð-
alginsengs, sjá: http://
www.neytendastofa.is.
Þar sem úrskurðinum var
ekki áfrýjað breytti heildsal-
an umbúðunum en hélt áfram
með innihaldslýsingu sem að
mestu var fengin að láni af
umbúðum rauðs eðalgin-
sengs. Ekkert eftirlit er með
innihaldi fæðubótarefna á Ís-
landi að öðru leyti en því að
lesa á umbúðir og treysta á
heiðarleik framleiðenda og
innflytjenda enda yrði annað
óviðráðanlegt fjárhagslega.
Eðalvörur fagna lofsverðu
frumkvæði Neytendasamtak-
anna, www.ns.is Ljóst er að
frjáls félagasamtök hafa ekki
bolmagn til að halda uppi
virku eftirliti en í svona að-
gerð felst fælingarmáttur sem
ekki var til staðar. Eðalvörur
vilja að lokum hvetja fyrir-
tæki og neytendur til að efla
Neytendasamtökin til að þau
geti staðið vörð um heilbrigða
viðskiptahætti.“
Yfirlýsing
frá Eðalvörum
JÓLASÝNING Árbæjarsafns
verður sunnudagana 2. og 9.
desember kl. 13-17, en sýn-
ingin hefur notið mikilla vin-
sælda undanfarin ár og hlotið
fastan sess í menningarlífi
höfuðborgarinnar á aðvent-
unni, segir í fréttatilkynningu.
Kl. 14 verður guðsþjónusta
í safnkirkjunni. Prestur er
séra Kristinn Ágúst Frið-
finnsson og organisti er Sig-
rún Steingrímsdóttir.
Kl. 15 hefst jólatrés-
skemmtun á torginu. Þar
verða sungin jólalög og dans-
að í kringum jólatréð.
Jólasveinar, þessir gömlu
íslensku, verða á vappi um
safnsvæðið frá kl. 14 til 16,
hrekkjóttir og stríðnir að
vanda og taka þeir þátt í dans-
inum kringum jólatréð.
Í Árbænum sitja fullorðnir
og börn með vasahnífa og
skera út laufabrauð en uppi á
baðstofulofti verður spunnið
og prjónað, þar verður einnig
skreytt jólatré. Í Lækjargötu
fá börn og fullorðnir að
föndra, búa til músastiga,
jólapoka og sitt hvað fleira.
Krambúðin verður með kram-
arhús, konfekt og ýmsan jóla-
varning til sölu. Jólahald
heldra fólks við upphaf síðustu
aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og
þar verður einnig sýning gull-
smiðs. Í Landakoti verður
sögustund fyrir börn og hefst
lesturinn kl. 14.
Í Hábæ verður hangikjöt í
potti og gestum boðið að
bragða á nýsoðnu keti en í
stofunni er sýndur útskurður.
Í Efstabæ er jólaundirbún-
ingurinn kominn á fullan
skrið og skatan komin í pott-
inn. Í hesthúsinu frá Garða-
stræti er sýnt hvernig fólk bjó
til tólgarkerti og kóngakerti í
gamla daga. Dillonshús býður
upp á ljúffengar veitingar,
heitt súkkulaði og jólalegt
meðlæti.
Þjóðlegt Jólasýning Árbæjarsafns hefur hlotið fastan sess í menningarlífinu á aðventu.
Jólasýning Árbæjarsafns
Úr Jólablaði
Morgunblaðsins
Rangt farið
með titil
Guðrún Hrund Sigurðar-
dóttir var sögð aðstoðarrit-
stjóri Gestgjafans. Hið rétta
er að hún er annar tveggja
ritstjóra blaðsins. Beðist er
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Höfundur
aðventusmásögu
Það láðist að geta höfundar
aðventusmásögunnar en hann
er Hrund Hauksdóttir.
Ruglingur í
fyrirsögn
Í viðtali við Láru Sveinsdóttir
leikkonu er hún sögð leika
móður Jesú Krists. Hið rétta
er að hún leikur Maríu
Magdalenu í söngleiknum
Jesus Christ Superstar. Beð-
ist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
BASAR verður haldinn í Fríkirkjunni Kefas, Fagraþingi 2a,
Kópavogi, sunnudaginn 2. desember kl. 13-17.
Í fréttatilkynningu segir að á basarnum verði happdrætti
fyrir börn og fullorðna með vinningum á öllum miðum.
Margs konar vörur verða á boðstólum, heimabakaðar kökur,
handverk, fallegar gjafavörur, bækur og margt annað. Veit-
ingar verða til sölu, rjómavöfflur og annað góðgæti og hægt
verður að njóta þeirra undir lifandi hátíðartónlist sem
hljómsveit hússins leikur.
Einnig mun Oddur C. Thorarensen flytja nokkur lög kl.
14 og Karlakór Kópavogs kemur fram kl. 15. Allir vel-
komnir.
Basar og happdrætti í
Fríkirkjunni Kefas
FRÉTTIR