Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 60
60 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVERNIG
HEFUR ÞÚ
ÞAÐ, KISI?
ÉG ER AÐ
SVELTA
LEIÐINLEGT
AÐ HEYRA...
ER MEGRUNIN FARIN
AÐ VERÐA ERFIÐ?
ÉTTU
MIG!
MIKIÐ ER
ÉG SÁTTUR
AÐ TÍMABILIÐ
ER BÚIÐ
HAFNABOLTI
ÉG VIL EKKI EINU SINNI
HEYRA ORÐIÐ „HAFNABOLTI“.
EF ÉG HEYRI ORÐIÐ „HAFNA-
BOLTI“ ÞÁ ÖSKRA ÉG AAHH!
ÉG GET EKKI
SOFNAÐ!
LEGGSTU
BARA OG
LOKAÐU
AUGUNUM
EN HOBBES
ER EKKI HÉR!
ÞÚ GETUR
HLUSTAÐ Á
PABBA ÞINN
HRJÓTA...
ER ÞETTA
PABBI? ÉG
HÉLT AÐ ÞAÐ
VÆRI HÓPUR
AF JEPPUM AÐ
KEYRA
FRAMHJÁ!
TÍGRISDÝR ERU MJÖG
ÞÆGILEG. ÞAÐ ER SVO
RÓANDI AÐ HLUSTA Á
HOBBES ANDA
HVAÐ KOM
FYRIR ÞIG,
HRÓLFUR?
ÉG VAR ÚTI AÐ LABBA MEÐ
HUNDINN ÞEGAR ÞAÐ VAR
RÁÐIST Á MIG ÁN TILEFNIS!
HVAR VARSTU
ÞEGAR ÞETTA
GERÐIST?
ÉG VAR Í GARÐINUM
HJÁ NÁGRANNANUM
VIÐ ÆTTLEIDDUM
LITLA STELPU FRÁ
KÍNA. HÚN ER
ORÐIN ÞRIGGJA ÁRA
OG VAR AÐ FÁ
VINNU Í NIKE
VERKSMIÐJU
FANNST ÞÉR GAMAN
Á CHEZZ LA LA?
ERTU AÐ GRÍNAST?
ÞETTA VAR MAGNAÐ-
ASTA MÁLTIÐ SEM ÉG
HEF BORÐAÐ Á ÆVINNI
NÚNA SKIL ÉG AF
HVERJU FÓLK ER
TILBÚIÐ AÐ BORGA
TUGI ÞÚSUNDA FYRIR
FYRIR EINA MÁLTIÐ
VIÐ FÖRUM KANNSKI
AFTUR VIÐ TÆKIFÆRI
EF VIÐ SELJUM
BÍLINN KOMUMST VIÐ
AFTUR Í NÆSTU VIKU
HVER EYÐILAGÐI
SKILTIÐ MITT?
ÖRUGGLEGA BARA
EINHVER KRAKKI
EÐA KANNSKI NARNA LEMARR SEM
ÁTTI AÐ LEIKA MARVELLU ÁÐUR EN
M.J. FÉKK HLUTVERKIÐ
dagbók|velvakandi
Njóttu lífsins!
Mig langar að vekja athygli á fal-
legri bók sem ég fékk í hendurnar í
gær, sem heitir Njóttu lífsins og er
eftir Unni Arngrímsdóttur dans-
kennara. Bókin inniheldur marga
góða kafla um framkomu og manna-
siði. Þetta er bók sem margur mað-
urinn þyrfti að eiga til þess að læra
að umgangast fólk og fá staðfestingu
á því hvað er rétt og hvað rangt í
þeim efnum. Bókin ætti að vera til á
hverju heimili.
Ég veit ekki hver selur hana en ég
var svo heppin að fá hana í versl-
uninni Ynju í Hamraborg, Kópavogi.
Til hamingju með bókina, Unnur!
Ingibjörg Jónsdóttir.
Óstjórn í tolla- og
fjármálum landsins
Undanfarin ár hafa svonefndir pall-
bílar eða skúffubílar verið umtals-
vert lægra tollaðir en bílar almennt.
Þessir skúffubílar eru hákar á elds-
neyti og sumir þyngri en minna-
prófsmönnum leyfist að aka. Það
hefur spurst út að jafnvel sé ætlunin
að hækka á þeim tollinn, sem eðlileg
stjórnvöld ættu að gera allt í einu.
Nú eru langar raðir í höfnum vest-
anhafs af þessum bílum sem bíða
þess að komast hingað. Hvers konar
eiginlega tolla- og fjármálaráðherra
höfum við búið við?
Björn Indriðason.
Er offita fíkn eða sjúkdómur?
Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór
Þórðarson, sagði í viðtali við RÚV
26. nóvember sl. að fólk ætti að taka
ábyrgð á heilsu sinni, og þar var ver-
ið að ræða við hann um offitu. Ég vil
vinsamlegast benda ráðherranum á
að ég veit um fólk sem hefur leitað
til heilbrigðiskerfisins vegna offitu
og litla úrlausn fengið á sínum mál-
um. Læknir sagði líka við konu sem
til hans leitaði að þetta væri spurn-
ing um viljastyrk hjá henni til að
grennast! En það er viðurkennt að
offita getur stafað af fíkn og þess
vegna þarf úrræði fyrir þetta fólk
engu síður en alkóhólistana.
Sigrún Reynisdóttir.
Þakkir fyrir dagskrá
sjónvarpsins á degi
íslenskrar tungu
Mig langar til að þakka fyrir dag-
skrá sjónvarpsins frá Þjóðleikhúsinu
16. nóvember á degi íslenskrar
tungu. Þar voru miklir listamenn á
ferð, söngur unga fólksins var ynd-
islegur, kórum og stjórnendum
þeirra til mikils sóma. Það hlýtur að
gefa þeim öllum mikið að læra þessi
lög og ljóð. Það væri e.t.v. hugmynd
að gera svona dagskrá um fleiri af
okkar gömlu, góðu skáldum. Sér-
stakar þakkir vil ég flytja til bisk-
upsins, herra Sigurbjörns, fyrir
hans hugvekju. – Það voru orð í tíma
töluð. Stjórnandi dagskrárinnar á
mikið hrós skilið. Já, hjartans þökk
til ykkar allra. – Ég naut kvöldsins.
Þóra Karitas Árnadóttir
Melabraut 6, Seltj.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Nú er frost á Fróni og kalt en stillt veður var í borginni þegar þessi mynd
var tekin í Hljómskálagarðinum. Þessar konur létu veturinn ekki aftra sér
frá því að fara í hressandi göngutúr og örkuðu áfram í blíðunni.
Morgunblaðið/Golli
Frost í miðborginni