Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 65 ÞAÐ ber fátt jafn mikinn vott um fegurð og margbreytileika manns- líkamans og þunguð kona og bæti maður í spilið heimsfrægri söng- eða leikkonu er útkoman skotheld. Það er í það minnsta mat bandarískra tímarita sem hafa notast við þessa formúlu með ábatavænum hætti, að því er manni skilst. Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar leikkonan Demi Moore sat fyrir á forsíðu Van- ity Fair og ekki var öll sú athygli já- kvæð. Harpers Bazaar fylgdi í spor Vanity Fair nokkrum árum síðar og birti mynd af söngkonunni Britney Spears, kasóléttri í ekki ósvipaðri stellingu. Nú síðast má sjá Christinu Aguilera á forsíðu Marie Claire og án efa mun sú mynd verða til þess að blaðið renni út eins og heitar lumm- ur – eða er þetta ekki orðið svolítið lummulegt allt? Óléttar stjörnur á forsíðum Associated Press Stoltir kráareigendur Logi Helgason, Arnar Þór Gíslason, Ingvar Svendsen og Hermann Svendsen. Ensk krá í Austurstræti Morgunblaðið/Kristinn NÝ krá, The English Pub, var opnuð í Austurstræti á fimmtudags- kvöldið á þeim stað þar sem veitingastaðurinn Deco var áður til húsa. Eins og nafnið gefur til kynna eru innréttingar staðarins í breskum stíl og er það hugmyndin að menn upplifi dæmigerða enska kráarstemningu eins og hún gerist best. Eigendur The English Pub eru engir nýgræð- ingar í veitingarekstri en þeir hafa áður komið að rekstri; Victors við Ingólfstorg, Olivers, Barsins, Q-bars og Thorvaldsen. Meðal þess sem prýðir veggi staðarins er stærðarinnar mynd af Einari Vilhjálmssyni í miðju spjótkasti en svo skemmtilega vildi til að við opnunin átti Einar leið hjá. Hann var gripinn inn á staðinn og var svo að vonum upp með sér þegar hann sá myndina á veggnum. Fjöldi fólks sótti opnunina á fimmtudagskvöldið og ekki annað að sjá en menn væru ánægðir með nýja staðinn. Óvænt ánægja Einar Vilhjálmsson spjótkastari ásamt Arnari Þór Gíslasyni, einum eigenda Staðarins. Mynd af Einari prýðir staðinn eins og sjá má. TÓNLIST Geisladiskur Rúnar Júlíusson og Schola Cantorum – Jólaóður  HELG hljómlist er Rúnari Júl- íussyni ekki ókunn og er orðin hon- um æ kærari í seinni tíð. Slíka tón- list var m.a. að finna á hljóðversplötu hans frá 2005, Blæ- brigði lífsins, og platan sem kom út árið á undan, Trúbrotin 13, var lögð að fullu und- ir trúarlega tón- list. Þessa jólaplötu vinnur hann með Schola Cantorum- kórnum og svo einvalaliði hljóð- færaleikara undir styrkri stjórn Þóris Baldurssonar. Útkoman er í senn hátíðleg og heimilisleg en andi þessara platna sem koma frá Geimsteinsútgáfunni er auðvitað al- gerlega einstakur. Ég sé alltaf Rúnna fyrir mér á morgunsloppn- um, rölta niður í hljóðver eftir morgunkaffið til að taka upp með vinum og fjölskyldu. Hippísk hug- sýn einhvern veginn. Þetta styrkjandi látleysi sem ein- kennir plötur Rúnars er hér í unn- vörpum og rennslið er einkar ljúft. Orgelleikur Þóris gæðir lögin hlýju og að heyra Rúnar syngja ljær lög- unum meiri – og annars konar – vigt en ella. Prýðilegasta jólaplata. Arnar Eggert Thoroddsen Hátíðlegur heimilis- bragur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 L I S T V I N A F É L AG H A L LG R Í M S K I R K J U - 26. S TA R F S Á R Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 1. DESEMBER laugardagur 12.00 Orgelandakt við upphaf aðventu Björn Steinar Sólbergsson leikur orgelverk tengd aðventu. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur bæn. Ókeypis aðgangur. 9. DESEMBER sunnudagur 17.00 Bach og jólin Björn Steinar Sólbergsson organisti og Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar flytja jólatónlist eftir J. S. Bach. Miðaverð: kr. 2000.- 6. DESEMBER fimmtudagur 20.00 Jólatónleikar Drengjakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju Með kórnum syngja félagar úr Karlakór Reykjavíkur ásamt Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara. Orgelleikari: Lenka Máteova. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Miðaverð: kr. 1500.- 2. DESEMBER sunnudagur 17.00 Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Frönsk jólatónlist og Betlehemssöngvar. Miðaverð: kr. 3000.- Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Gissur Páll Gissurarson tenór, Strengjasveit - konsertmeistari Guðný Guðmundsdóttir, Björn Steinar Sólbergsson orgel. Stjórnandi: Hörður Áskelsson 14. 00 Opnun aðventusýningar ...LAND ÉG SÁ... Arngunnur Ýr Gylfadóttir sýnir ný olíumálverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Við opnunina syngur Berglind Björgólfsdóttir forna aðventusöngva. 8. DESEMBER laugardagur 12.00- 17.00 Söngur og orgeltónlist á Klaisorgelið 15 ára Fjöldi kóra og orgelleikara koma fram með KLAIS orgelinu og viðstaddir syngja jólasöngva með! AÐGANGUR ÓKEYPIS en tekið verður á móti framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar. 1.– 9. DESEMBER 2007 jólaföstu GUÐMUNDUR FRÁ MIÐDAL MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU S. 510 1000 JÓLAÞRENNA: VERÐ KR. 4000 (FULLT VERÐ KR. 6500)     HALLGR ÍMSK IRK JAMENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ Sjá nánar: listvinafelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.