Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 68
68 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞAÐ er nú ekkert öðruvísi en að
hann er æskuvinur konu minnar og
þess vegna er hann hér á landinu, ég
er ekkert með stóra endurkomu í
bransann eins og margir halda,“ seg-
ir Kristinn Sæmundsson hlæjandi
um komu plötusnúðsins DJ Cheeba
til landsins.
Kristinn er kannski betur þekktur
undir nafninu Kiddi kanína en í lok
seinustu aldar var hann vel þekktur í
tónlistarsenu borgarinnar sem eig-
andi Hljómalindar og fyrir að standa
að tónleikum með mörgum af stór-
stjörnum tónlistarheimsins.
DJ Cheeba er mjög ötull í klúbba-
senunni í Bristol sem telst til einnar
mestu partíborgar Bretlands. Meðal
annars heldur hann úti eina fasta
Solid Steel-kvöldinu í heiminum en
Solid Steel er útvarpsþáttur Ninja
tune sem Coldcut er með. Þeir eru
einhverjir vinsælustu plötusnúðar í
heimi. Kiddi segir að DJ Cheeba
ætti að höfða til allra. „Hann er með
svo víðan stíl, hann stendur ekki fyr-
ir eitt frekar en annað og blandar
saman tónlist úr ólíklegustu áttum á
mjög listrænan hátt auk þess sem
hann kann að halda uppi stuðinu.“
Spurður hvernig honum finnist
danssenan vera á Íslandi í dag segir
Kiddi að hann hafi bara verið týndur
úti í garði í fimm ár. „Ég er ekki
dómbær, ég er bara í barnauppeldi
svo ég er hættur að fylgjast með
partítónlistinni. En það sem ég sé
utan að mér og heyri finnst mér til
mikillar fyrirmyndar.“
Lífið á að vera allskonar
Eftir að Kiddi hætti í tónlistar-
bransanum fór hann að vinna við
garðyrkju. „Ég kann jafn vel við mig
úti í garði og bak við búðarborðið í
Hljómalind á sínum tíma. Mér finnst
að lífið eigi að vera allskonar og mað-
ur eigi að prófa sem mest í því. Það
kitlar mig ekkert að fara út í tónlist-
arbransann aftur, ég er ekki til í að
fórna garðyrkjunni fyrir stressið og
óvissuna sem bransinn var. Þótt það
hafi verið gaman og maður sakni
ýmislegs er ég ánægður að þessum
kafla er lokið,“ segir Kiddi sem var á
leiðinni út úr húsi þegar blaðamaður
náði tali af honum til að hengja upp
plaköt. „Um tvítugt var ég að-
alplakatdreifari Reykjavíkur og þá
gegndi ég nafninu Kiddi kúreki. Ef
ég setti plakatið ekki upp þá sást það
ekki í bænum, ég var algjör bófi í
þessum plakatbransa, rúllaði þeim
upp alls staðar. Núna ætla ég að rifja
upp gamla takta og hengja upp plak-
öt til að auglýsa DJ Cheeba.“
Tónlistarbransinn kitlar ekki
Kiddi, kenndur
við kanínu og
Hljómalind, flytur
inn Dj Cheeba
Morgunblaðið/Frikki
Kiddi Saknar ekki tónlistarbransans sem hann yfirgaf fyrir nokkrum árum til að snúa sér að garðyrkju. DJ Cheeba verður gestaplötusn-
úður í Party Zone á Rás 2 milli kl.
19.30 og 22 í kvöld, laugardag, og
síðar í kvöld heldur hann uppi
stuðinu á Organ. Húsið verður
opnað kl. 23 og kostar 1.500 kr.
inn.
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i.7.ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 1 - 3 LEYFÐ
STARDUST kl. 3 - 5:30 B.i.10.ára
FORELDRAR kl. 6 Síðasta sýningarhelgi LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1 - 3:10 LEYFÐ
BEOWULF kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
THE ASSASSIN. OF JES... kl. 10:30 B.i.16.ára
30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FYRSTA ALVÖRU ÞRÍVÍDDAR
MYND SÖGUNNAR
„Í SANNLEIKA SAGT, EIN AF BEST TEIKNUÐU
KVIKMYNDUM FYRR OG SÍÐAR“
AINTITCOOLNEWS.COM
„BEOWULF ER EINFALD
LEGA GULLFALLEG...“
ENTERTAINMENT WEEKLY
„...ÞETTA ER ÓTRÚLEG UPPLIFUN
OG JAÐRAR VIÐ SKYLDUÁHORF...“
EMPIRE
„ZEMECKIS SPRINGS SO MANY POW 3D
SURPRISES YOU'LL THINK BEOWULF IS YOUR
OWN PRIVATE FUN HOUSE.“
ROLLING STONE
BEOWULF kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 6D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:50 LEYFÐ
SÝND Í AKUREYRI
ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ
SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP!
600 kr.M
iðaverð
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG SELFOSSI