Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 72

Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 72
Eykur hlut sinn í FL Group  Stórir hluthafar í FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórn- arformann í fararbroddi, ætla að koma með aukið hlutafé inn í félagið. Hlutur Baugs í félaginu eykst úr 17,7% í 38-39%. » Forsíða Ekið á lítið barn  Fjögurra ára barn var flutt alvar- lega slasað á Landspítalann eftir að ekið var á það í Keflavík í gær. Öku- maðurinn ók af vettvangi og er hans leitað. » 2 Tvisvar fyrir bíl  Tvívegis hefur verið ekið á unga stúlku á gatnamótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar, fyrst fyrir tæplega tveimur árum og aftur í fyrradag. Íbúar krefjast úrbóta. » 6 Lengur í skóla  Viðvera barna í leikskólum hefur lengst stöðugt undanfarin ár. Árið 1998 dvöldu 44% barna á leikskólum í sjö stundir eða meira á dag. Í fyrra var þetta hlutfall 83%. » Miðopna ( '(&  ( (' ('& ' ('  (& 5  %6!) 0$ !- $% 7 $# $ $#!!"!$* 0 !   ( ( ( ' (''   ( / 83 )   ( ( ( '('& ('' &(  9:;;<=> )?@=;>A7)BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA)8!8=EA< A:=)8!8=EA< )FA)8!8=EA< )4>))A"!G=<A8> H<B<A)8?!H@A )9= @4=< 7@A7>)4-)>?<;< »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» SKOÐANIR» Staksteinar: En innkaupanetin Árni! Forystugreinar: 1. desember | Konur og íslamskt réttarfar UMRÆÐAN» Saga Mary Hvað næst, Kolbrún? Víst er þetta della Ég fer bara á lyf … Lesbók: Enginn „á“ hugmyndir … Skítalykt í bíó Börn: Myndasögur María, asninn og gjaldkerarnir LESBÓK | BÖRN » Heitast 0°C | Kaldast -13°C  NA 8-13 m/s en hvassara vestan og austan til. Dálítil él norðan til en víða létt- skýjað syðra. » 10 Geisladiskurinn virðist lifa góðu lífi, þvert á spár um and- lát hans, og ein- yrkjum fjölgar í tón- listarútgáfu. »63 AF LISTUM» Fleiri ein- yrkjar FÓLK» Óléttar stjörnur á for- síðum tímarita. »65 Rúnar Júlíusson, Schola Cantorum og einvalalið hljóðfæra- leikara á fjögurra stjörnu jólaplötu, Jólaóði. »65 PLÖTUDÓMUR» Styrkjandi látleysi LJÓSMYNDUN» Íslenskar Flickr-myndir á sýningu. »69 BÆKUR» Barnabók um pabba sem er mannæta. »62 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lík … háskólastúdínu talið fundið 2. Ók á barn og stakk af 3. Ólafur F. látinn skila vottorði 4. Viktoría situr fyrir nakin BRESKA rokksveitin Whitesnake er væntanleg hingað til lands, en hún kemur fram á tónleikum í Laug- ardalshöll hinn 10. júní í sumar. Whitesnake var ein af stærstu glys- rokksveitum heims á níunda áratug síðustu aldar en lítið bar á henni á tí- unda áratugnum. Hún var hins veg- ar endurvakin árið 2002 og hefur starfað síðan. Forsprakki White- snake er söngvarinn David Cover- dale sem áður var í hljómsveitinni Deep Purple. Miðasala hefst 18. desember. | 62 Whitesnake til landsins VIÐ Torfajökul er önnur myndin í myndaröð Ragnars Axels- sonar sem birtist í Lesbók í dag. Ein mynd verður birt í mánuð á netinu og er ætl- unin að kalla eftir viðbrögðum frá lesendum. Þeir eru beðnir um að senda hugleiðingar og athugasemdir um myndirnar á netfangið lesbok@mbl, eða gegnum mbl.is eftir helgi. Úrval úr at- hugasemdum lesenda verður birt með næstu mynd Ragnars í Lesbók. Augu Raxa Ragnar Axelsson ljósmyndari AFTAKAVEÐUR olli usla víða um land í gær. Björg- unarsveitir höfðu nóg að gera við að festa lausa muni svo þeir yllu ekki skemmdum í hvassviðrinu. Á Höfn átti Björgunarfélag Hornafjarðar fullt í fangi með að festa smábáta sem höfðu losnað. Vegna mikillar hálku, hvassviðris og skafrennings var Hellisheiði lokuð fram eftir degi og ekki opnuð fyrr en um kvöldmatarleytið. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar var óveður í gærkvöldi við Kjalarnes og í Skagafirði. Allt innanlandsflug fór úr skorðum. Smábátar festir á Höfn Samgöngur fóru úr skorðum vegna aftakaveðurs Morgunblaðið/Kristinn Ben. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ þurfum að læra að þekkja það sem við sem einstaklingar í sam- félagi eigum sameiginlegt í stað þess að einblína á það sem skilur okkur að,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sér- fræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni (WHO) á árunum 2004-2006 og sérfræðingur í stefnu- mótun hjá heilbrigðisráðuneytinu. Héðinn flytur erindi á málþingi sem WHO stendur fyrir í Genf nk. mánudag í tilefni af Alþjóðadegi fatl- aðra. Segist hann í erindi sínu munu leggja áherslu á atvinnumál fatlaðra eins og fjallað er um þau í 27. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra, en þar er talað um rétt fatlaðra, til jafns við aðra, til vinnu. Í því felist réttur til að fá ráð- rúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem er opið, án að- greiningar og fötluðum aðgengilegt. „Samningurinn er mjög mikilvæg- ur, en hann hefur verið í þróun sl. fimm ár og var tekinn til undirrit- unar 30. mars sl. Nú þegar hafa 118 ríki skrifað undir samninginn, þar á meðal Ísland, en aðeins sjö ríki eru búin að fullgilda hann.“ Að sögn Héðins eru fötlunarflokk- ar WHO þrír, þ.e. líkamleg fötlun, þroskahömlun og geðfatlanir. „Bæði líkamleg fötlun og þroskahömlun eru óafturkræfar fatlanir. Geðfatlanir eru hins vegar afturkræfar, því sá veiki á alltaf möguleika á að hverfa til baka til fyrra lífs. Sökum þessa eigum við að einbeita okkur að því sem fólk getur, en ekki því sem það getur ekki,“ segir Héðinn og bendir á að þetta skipti ekki síst máli þegar komi að atvinnumálum fatlaðra. Jafn réttur til vinnu Héðinn Unnsteinsson talar um rétt fatlaðra til atvinnu á málþingi SÞ í Genf á Alþjóðadegi fatlaðra næsta mánudag Í HNOTSKURN »Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember nk. »Deginum er ætlað að ýtaundir þekkingu og skilning á málefnum fatlaðra og kalla fram stuðning við virðingu, réttindi, jafnræði og velferð fatlaðra. »Að þessu sinni hafa Samein-uðu þjóðirnar ákveðið að þema dagsins verði „Atvinna við hæfi fyrir einstaklinga með fötlun“. Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðadagur fatlaðra Héðinn Unnsteinsson talar á málþingi SÞ. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.