Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Starfsmannavelta hjá hjúkrunarfræð-ingum á LSH var 10% á árinu 2006, en þar af hætti hluti vegna aldurs. »Aukavöktum fjölgaði um 15 stöðugildimilli ára og setnum stöðugildum fækkaði um 20 árið 2006 frá árinu áður. ÓVERULEGAR breytingar hafa orðið á fjölda hjúkrunarfólks á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) undanfarin þrjú ár, þrátt fyrir að hjúkr- unarþörf á spítalanum hafi aukist umtalsvert á tímabilinu vegna aukinnar starfsemi á mörgum sviðum. Þessu hefur verið mætt með aukinni yf- irvinnu að einhverju leyti, auk þess sem vinnuálag hefur aukist, einkum á legudeildum spítalans, en mannafli hefur flust þaðan á aðrar deildir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á mönnun hjúkrunar á LSH, sem unnin er af verk- efnisstjórum á hag- og upplýsingasviði spítalans. Þar segir að síðustu árin hafi starfsemi klínískra sviða spítalans aukist, nýjar meðferðir verið tekn- ar upp, nýjar dag- og göngudeildir tekið til starfa, auk þess sem sjúkrahústengdum heimavitjunum hafi fjölgað. Aðsóknin aukist jafnt og þétt m.a. vegna fjölgunar íbúa, aukins fjölda aldraðra og fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það hafi orðið óverulegar breytingar á fjölda hjúkrunarfólks. Fram kemur að manneklu í hjúkrun megi rekja til þenslu á vinnumarkaði og mikillar eftirspurnar eftir hjúkrunarfræðingum. Fólk leiti í þau störf þar sem hagstæðustu kjörin eru í boði með tilliti til launa, vinnutíma og starfsaðstöðu. Mikilvægt sé að skoða áhrif launakjara á nýráðningar og brott- fall og grípa þurfi til aðgerða til þess að gera vaktavinnu eftirsóknarverðari til að mæta hjúkr- unarþörf spítalans. Fram kemur einnig að meðalaldur sé fremur hár innan hjúkrunar og starfsreynsla mikil. Fyr- irsjáanlegt sé að stórir árgangar hjúkrunarfræð- inga, ljósmæðra og sjúkraliða komist bráðlega á eftirlaunaaldur. Tæplega 250 þeirra verði 67 ára eða eldri á næstu sjö árum, auk þess sem fleiri geti hætt vegna svonefndrar 95 ára reglu. Mikilvægt sé að fjölga valkostum í störfum sem gæti orðið til þess að hvetja hluta þessa hóps til að fresta starfs- lokum, en fyrirsjáanlegt sé að nýliðun hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða vegi ekki upp á móti fjölda þeirra sem hverfi af vinnumarkaði á næstu árum og því síður mæti hún aukinni þörf fyrir hjúkrun. Óveruleg fjölgun hjúkrunar- fræðinga þrátt fyrir aukna þörf Morgunblaðið/ÞÖK Nýliðun í stéttum hjúkrunarfólks vegur ekki upp á móti fjölda þeirra sem hætta TÓNLISTARKONAN Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, hefur ánafnað Aflinu á Akureyri ágóða sínum af sölu geisladisks með tónlistinni úr leikritinu Öku- tímum sem nú er sýnt hjá Leik- félagi Akureyrar. Diskurinn kem- ur út í janúar. Í sýningunni er fjallað um líf konu sem varð fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn og segist Lovísa vilja nota tækifær- ið og leggja sitt af mörkum til bar- áttunnar og umræðunnar gegn kynbundnu ofbeldi. LA hefur einn- ig ákveðið að gefa ágóðahlut sinn af síðustu sýningu ársins á Öku- tímum til Aflsins. Á myndinni, sem tekin var í gærkvöldi, eru Lay Low, lengst til hægri, og Anna María Hjálmarsdóttir (t.v.) og Viktoría Jóhannsdóttir, frá Aflinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gefur Aflinu ágóða af geisladiski Lay Low styrkir samtök gegn ofbeldi ERLA Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB, bætti fimm- tán ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Run- ólfsdóttur í 50 metra bringu- sundi í 50 metra laug á hollenska meistaramótinu í sundi í Eindhoven á laugardaginn. Fjórar íslenskar stúlkur tóku þátt í mótinu og settu samtals sex Ís- landsmet. Erla Dögg synti á 32,21 sek. í undanrásum á mótinu, en fyrra met Ragnheiðar Runólfsdóttur var 33,45 sek. og hún náði þeim tíma á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þá synti Ragnheiður Ragnars- dóttir 50 metra skriðsund á 25,95 sek., sem er nýtt Íslandsmet, en Ragnheiður er fyrst stúlkna til að synda vegalengdina undir 26 sek. Þessi tími er undir ólympíulágmark- inu fyrir ÓL í Peking næsta sumar og annað ólympíulágmarkið sem hún hefur náð. | Íþróttir Bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Erla Dögg Haraldsdóttir Fyrst til að synda undir 26 sekúndum ♦♦♦ Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í tíu bifreiðum og plastbát, sem stóðu við Hafnarveg í Vogum, laust fyrir klukkan sex í gærmorgun. Flest bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða og jafnvel að eldsvoð- inn tengist öðrum sem átti sér stað á laugardagskvöld. Tjónið er metið á tugi milljóna króna, og er einn eig- andi að öllum bílunum. Íbúar í Vogum hrukku nokkrir hverjir upp með andfælum þegar sprengingar heyrðust af hafnarsvæði sveitarfélagsins. Var þar um að ræða eldsneytistanka og dekk sem sprungu í eldsvoðanum. Töluverð hætta hefði getað skapast af spreng- ingunum en fáir voru á ferli þegar þær voru sem mestar. Brunavarnir Suðurnesja voru kall- aðar út og að sögn slökkviliðsstjóra gekk vel að slökkva eldinn, enda að- stæður ákjósanlegar; stillt og kalt. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í nærliggjandi húsnæði en auk bíla og báts brunnu plastkör og lausir munir sem á svæð- inu voru. Slökkvistarf tók rúma klukkustund en vakt var á staðnum í nokkurn tíma á eftir. Líkt og sést á meðfylgjandi mynd eru bílarnir allir gjörónýtir en mikið eldhaf myndaðist. Svo virðist sem kveikt hafi verið í bílunum hverjum á fætur öðrum, en það fæst ekki stað- fest og er rannsókn í raun á frum- stigi. Glötuð menningarverðmæti Bílarnir voru flestir nýlegir og í háum verðflokki. Á meðal bif- reiðanna sem brunnu var ein af gerð- inni Hummer, tvær BMW og Dodge Viper. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikið tjónið er, en það hleyp- ur á tugum milljóna kr., varla undir fimmtíu milljónum kr. Þeim var kom- ið fyrir á svæðinu í byrjun síðustu viku. Þetta var annað útkall Brunavarna Suðurnesja vegna eldsvoða í Vogum á tólf klukkustundum. Snemma á laugardagskvöld var tilkynnt um eld í gömlu sjávarhúsi sem stendur skammt frá geymslusvæði bílanna. Að sögn formanns Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps er um að ræða glötuð menningarsöguleg verð- mæti og hafði Minjafélagið augastað á húsinu, sem er í einkaeign. Íbúar Voga vöknuðu við sprengingar Tjón eftir tíu bíla bruna nemur tug- um milljóna kr. Mikið tjón Eldurinn varð gríðarmikill á tímabili og lítið er eftir af bílunum, sem m.a. voru af tegundunum Humm- er, BMW, Benz og Dodge Viper. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins, sem er á frumstigi. EINN var fluttur á sjúkrahús eftir hópslagsmál fyrir utan Draugahúsið á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu hlaut maðurinn töluverð meiðsli en er ekki talinn al- varlega slasaður. Engin kæra hafði borist lögreglu í gærkvöldi. Óvíst er um upptök slagsmálanna sem áttu sér aðallega stað á meðal íslenskra karlmanna, að sögn lögreglu. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda þeirra sem tóku þátt, en talið er að það hafi verið á annan tug manna. Á höfuðborgarsvæðinu var rólegt um helgina, að sögn lögreglu. Þó var sjö ökumönnum gert að hætta akstri vegna gruns um vímuefna- og áfeng- isneyslu. Slagsmál við Draugahúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.