Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 STARF sunnudagaskólanna er öflugt á aðventunni og tíminn notaður til undirbúnings jólahá- tíðinni. Í Grafarvogi taka vel á annað hundrað barna þátt í sunnudagaskólanum. Í gærmorgun var helgileikur í sunnudagaskóla Grafarvogs- kirkju í sal Borgarholtsskóla. Barna- og unglingakór Graf- arvogskirkju flutti trúarlegan sjónleik undir stjórn Svövu Krist- ínar Ingólfsdóttur. Helgileik- urinn er eftir danska kórstjórann og tónskáldið John Høybye. Að- alheiður Þorsteinsdóttir lék und- ir. Foreldrar og börn tóku virkan þátt í athöfninni og þátttakendur lifðu sig inn í hlutverk sín. Morgunblaðið/Frikki Trúarlegur sjónleikur Starf sunnudagaskólans í Grafarvogi er sérstaklega öflugt á aðventunni ÞEIR sem koma að ferðaþjónustu í sveitarfélögum í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Þingeyjar- sveit eru jákvæðir í garð uppbygg- ingar í tengslum við Vatnajök- ulsþjóðgarðinn en margir hafa áhyggjur af því að fjárveitingar nýs þjóðgarðs verði ekki nægar til að sómi verði að. Nokkur ótti virðist einnig vera um að stjórn þjóðgarðs- ins verði í of litlum mæli í höndum heimamanna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á viðhorfum ferða- þjónustuaðila norðan Vatnajökuls. Það var Kristveig Sigurðar- dóttir, skipulagsverkfræðingur, sem vann verkefnið í samstarfi við Þekkingarsetur Þingeyinga. Könnunin var lögð fyrir 72 aðila. Svörun var 57%. Fram kemur í frétt um könn- unina að mikill áhugi er meðal þátt- takenda könnunarinnar á samvinnu sveitarfélaganna í uppbyggingu ferðaþjónustu og áhugi virðist vera á að fara út í vistvænni rekstur. Áhyggjur af ónógri fjárveitingu HVAÐ gerist ef verð á einhverri vöru er lækkað um 26%? Eðlilegt svar við spurningunni er að sala á vörunni muni aukast. Rannsókn sem Valdimar Sigurðsson aðjúnkt og Hugi Sævarsson viðskiptafræðingur gerðu bendir hins vegar til að salan aukist ekki neitt. Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands. Nauðsynlegt að rannsaka hegðun neytenda betur Valdimar og Hugi fengu tvo stór- markaði á höfuðborgarsvæðinu í lið með sér. Verð á einni tiltekinni teg- und af hársápu var lækkað um 17- 26%. Síðan var sala á vörunni borin saman fyrir og eftir verðlækkun. Niðurstaðan var sú að sala á vörunni jókst ekki neitt. Í niðurstöðunum segir að ef áhrifin væru einhver þá væru þau neikvæð fyrir vörumerkið á þann hátt að hlutfallsleg sala þess innan vöruflokksins minnkaði við það að verðið var lækkað. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsaka hegðun neytenda betur. Valdimar og Hugi taka fram að ekki sé hægt að fullyrða hvort neytendur hafi tekið eftir verðlækkuninni og hvaða áhrif það hafi haft á þanka- gang þeirra. Eykur verð- lækkun ekki sölu? Ný rannsókn á hegðun neytenda kynnt Morgunblaðið/Kristinn Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Helga Bjarnason BJARNI Benediktsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks og formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, tekur undir þau orð Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær að ekki sé ráðlegt fyrir Íslendinga að ríða á vaðið og vera í fararbroddi þeirra þjóða sem kunna að viðurkenna sjálf- stæði Kosovo, eftir að Kosovo-Albanar hafa lýst yfir sjálfstæði eins og líklegt er talið að þeir geri. Bjarni segist tregur til að taka af skarið í þessum efnum fyrirfram. Vonir manna hafi staðið til þess að þær samningaviðræður sem farið hafa fram milli fulltrúa Kosovo-Albana og Serba myndu leiða til niðurstöðu sem báðir að- ilar gætu verið sáttir við. Svo virðist nú sem slíku samkomulagi verði ekki að heilsa. Málið sé viðkvæmt og rétt sé að fara að öllu með gát. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar og varaformaður utanríkismálanefndar, er sama sinnis. „Ég tel að aðstæður á Balkan- skaga séu með þeim hætti og forsaga þjóð- ernisátakanna þar sé slík að við ættum að sýna þá skynsemi að reyna ekki að kynda undir við- sjár í þeim hluta heimsins,“ segir hann. Árni Páll segir Kosovo-Albana hafa notið mikillar samúðar vegna þeirrar meðferðar sem þeir máttu sæta af höndum Serba fram til 1999. Þeir hafi hins vegar „spilað af nokkurri óbilgirni í málinu“, þ.e. ekki verið reiðubúnir til að sætta sig við neina þeirra lausna sem ræddar voru í sáttaferlinu. „Ef þessi yfirlýsing kemur þá sé ég ekki fyrir endann á því í fljótu bragði hvaða vandræði hún kann að skapa í Evrópu sem álfu, enda eru þjóðernisminni- hlutar með nákvæmlega jafnmikinn rétt og Kosovo-Albanar í flestum nágrannaríkjunum.“ Árni nefnir sem dæmi að stór ungverskur minnihluti sé í Vojvodina-héraði í Serbíu og raunar séu ungversk þjóðarbrot í fimm ná- grannaríkjum Ungverjalands. Það hafi verið ein forsenda þess að Ungverjaland fékk aðild að ESB á sínum tíma að Ungverjar afsöluðu sér réttinum til að sækjast eftir endursamein- ingu við þessa þjóðernisminnihluta. Menn hafi almennt mótað þá stefnu í Evrópu að reyna að halda í óbreytt landamæri og ýta ekki undir kröfur þjóðernisbrota um að endurskoða þau. „Alþjóðasamfélagið verður að taka á þessu máli,“ segir Árni. „Aðstæður þarna eru það flóknar og erfiðar að menn ættu ekki að vera að reyna að nota það til að slá sig til einhvers ridd- ara á Íslandi.“ Aðspurður hvort þessi ummæli megi túlka sem gagnrýni á þá afstöðu sem íslensk stjórn- völd tóku varðandi sjálfstæði Eystrasaltsþjóð- anna 1990 og Slóveníu og Króatíu sem árið 1991 lýstu yfir sjálfstæði og sögðu sig þar með úr lögum við gömlu Júgóslavíu – en Íslendingar riðu á vaðið í öllum þessum tilfellum – svarar Árni Páll því neitandi. Sú afstaða hafi skilað mjög skynsamlegum árangri í Eystrasaltsríkj- unum. „Það má að vísu deila um það hversu skynsamlegt það var að viðurkenna Króatíu og Slóveníu á þeim tímapunkti, en þar vorum við reyndar ekki einir að verki því Þjóðverjar og fleiri tóku sömu ákvörðun. Það eru margir sem halda því fram að það hafi ekki verið sér- staklega taktískt á þeim tíma og ég held að það séu fleiri alþjóðasérfræðingar á því en færri að menn hefðu átt að fara sér hægar.“ Ekki sambærilegt við Eystrasaltsríkin Fulltrúi Frjálslynda flokksins í utanrík- ismálanefnd er svipaðrar skoðunar og Árni Páll. „Mér sýnist að sjálfstætt Kosovo án sam- þykkis Serba og í andstöðu við Rússa væri ekki skynsamleg afstaða fyrir neinn aðila,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í utanríkismálanefnd, en hefur þann fyrirvara að málið hafi ekki verið rætt innan þingflokksins. „Það er svo mikið af þjóð- arbrotum í Evrópu, í öðrum löndum en upp- runinn er, og í sumum löndum eru þau fjöl- mennasti minnihlutinn þar sem enginn skýr meirihluti er. Þetta myndi skapa mikil vand- ræði í mörgum löndum Austur- og Suðaustur- Evrópu. Það er ástæðan fyrir því að Evrópu- sambandið vill ekki styðja einhliða sjálfstæði Kosovo-Albana.“ Kristinn segir ekki hægt að líkja Kosovo við Eystrasaltsríkin sem Íslendingar studdu þeg- ar þau voru að endurheimta sjálfstæði sitt á svæði sem þau hafi búið á í hundruð ára. Kos- ovo hafi lengi verið serbneskt land þótt Alb- anar hafi verið þar fjölmennir síðustu hundrað árin. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknar- flokksins, segir að vissulega hafi Ísland verið í fararbroddi ríkja sem viðurkennt hafi sjálf- stæði ríkja, eins og til dæmis Eystrasaltsríkj- anna, enda ekki langt síðan þjóðin hafi sjálf lýst yfir sjálfstæði. Hún segist hins vegar vilja fá nánari upplýsingar um boðaða umfjöllun um Kosovo-málið í utanríkismálanefnd áður en hún tjái sig ítarlegar um það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, segir eðlilegt að Íslendingar styðji réttmætar kröfur smá- ríkja til sjálfstæðis og virði sjálfsákvörð- unarrétt fólks. „Aðstæður geta þó verið þannig að það sé ábyrgðarlaust að velta því ekki fyrir sér hvort menn séu að fara úr öskunni í eldinn, þegar um er að ræða svona púðurtunnu, þar sem er flókin þjóðernisblöndun og sögulegir, menningarlegir og jafnvel trúarlegir árekstr- ar, eins og er á Balkanskaga,“ segir Stein- grímur. Steingrímur segir að þótt hann telji eðlilegt að Íslendingar viðurkenni sjálfstætt Kosovo, lýsi Kosovo-Albanar yfir sjálfstæði, verði að hugsa um afleiðingar þess. Það megi ekki hafa í för með sér að allt fari í bál og brand á þessu svæði. Þá þurfi að huga að þjóðréttarlegri stöðu Kosovo, verði þar lýst einhliða yfir sjálf- stæði. Þannig megi búast við að Serbar efist um réttmæti slíkrar yfirlýsingar. Best væri ef hægt væri að koma þessu máli fram í sam- komulagi, ef nokkur kostur væri á. Ættum ekki að kynda undir viðsjám Bjarni Benediktsson Siv Friðleifsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Árni Páll Árnason Kristinn H. Gunnarsson Á ANNAÐ hundrað jarðskjálftar höfðu mælst við Upptyppinga, norðan Vatnajökuls, frá því síð- degis á laugardag og til mið- nættis í gær. Skjálftavirkni á svæðinu hefur hins vegar staðið yfir síðan snemma á föstudag, með hléum. Flestir jarðskjálft- anna hafa verið 1,5-2 stig á Richter en sá stærsti í gær var 2,9 stig. Mikið hefur borið á skjálfta- hrinum við Upptyppinga frá því í lok febrúar og einkenni þeirra er hversu upptök skjálftanna standa djúpt, en flestir eru á 15 km dýpi miðað við 8-9 km dýpi ef um jarð- skjálfta á flekaskilum er að ræða. Þessi mikla dýpt og önnur atriði benda til þess að skjálftahrinur á svæðinu tengist kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar. Fjölmargir skjálftar við Upptyppinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.