Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 32
Vitanlega er viðeig- andi að bregða sér í spariföt fyrir afmæli og önn- ur merk tímamót… 39 » reykjavíkreykjavík Bókaútgáfan Salka var að gefa útdagatalsbókina Konur eiga orðið ogaf því tilefni slógu Sölkurnar uppveislu í höfuðstöðvum sínum og buðu miklum kvennafjölda. Til að taka þátt í fjörinu voru mættar í stelpupartíið Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður, rithöfundurinn og blaðamaðurinn Jónína Leósdóttir, kjarna- konan Elín Ebba Ásmundsdóttir og rithöf- undurinn Hlín Agnarsdóttir. Sölkuskörung- arnir Kristín Birgisdóttir, oftast kölluð Kría, og Hildur Hermóðsdóttir tóku glaðar í bragði á móti öllum stelpunum sem gæddu sér á létt- víni og öðrum góðum veitingum. Ellý Ár- manns hjá Sviðsljósi mbl.is sveimaði um með myndavélina sína, íklædd svörtum frakka, ei- lítið í fasi eins og Inspector Clouseau. Eftir glæsilegt jólahlaðborð úti í Viðey á föstudagskvöldið var svo flogið við í Apótek- inu í Austurstræti þar sem einhverjar leifar af FL Group voru greinilega að styrkja sig fyrir næstu raun. Apótekið virðist vera búið að gleypa meirihluta dansfíflanna sem til þessa hafa haldið tryggð við Thorvaldsen en þar á bæ var komið að nær tómum kofanum síðar um kvöldið. Aðdráttarafl hins 35 metra langa bars í Apótekinu er greinilega seg- ulmagnað. Á bæjarvappi í jólaskapi voru ýmsir góð- borgarar eins og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður sem kom stormandi út úr versluninni Vísi neðst á Laugavegi í svörtum frakka og … fjólubláum skóm. Aldeilis jóla- ógleði. Í Tiger við sama stræti var svo leik- arinn Viðar Eggertsson að kaupa sér jóla- sveinahúfu. Þegar Fluga var að ná í pelsinn sinn í fata- henginu eftir jólahlaðborðið í Viðey heyrði hún á tal tveggja telpna, líklega öðru hvoru megin við tíu ára aldurinn. Önnur þeirra sagði með daðurslegum en skipandi tón: „Ókei. Ég er Tyra Banks, þú ert að reyna að verða módel. Labbaðu fallega eftir öllum ganginum, pósaðu svo fyrir framan mig og segðu hvað þú heitir fullu nafni.“ Sennilega dætur femínistanna sem eru hvað háværastar um þessar mundir. Fluga vatt sér að þeirri stuttu og spurði: „Hvað segirðu, ert þú virki- lega Tyra Banks?“ Svarið var eftirfarandi: „Nei, reyndar ekki. En ég hef mjög mikið ímyndunarafl, sem er eins gott, því maður kemst ekki langt í lífinu án þess.“ Skottið er örugglega búið að setja prinsessuleiðbein- ingabók efst á óskalistann fyrir jólin. „What’s the world coming to?“ muldraði fluga í pels- klæddan barminn þegar hún gjóaði augunum á frygðarsúluna hennar Yoko og sigldi sem leið lá til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Frikki Stefán Hilmarsson og Sigríður Beinteinsdóttir. María Magnúsdóttir, Eva Dögg Sveinsdóttir og Rannveig Káradóttir. Gunnar Þorsteinsson og Jóhanna Gunnarsdóttir. Þórður Gunnarsson og Erla Björgvinsdóttir. Salvör Guðmundsdóttir og Lovísa Halldórsdóttir. Morgunblaðið/Frikki Kolbrún Anna Björnsdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Unnur Ýr Kristjánsdóttir og Hugrún R. Hólmgeirsdóttir. Guðrún Hólmgeirsdóttir og Hildur Baldursdóttir. Sigríður Geirsdóttir, Steinunn Þorvaldsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir. Þórdís Elva Magnúsdóttir Bachman og Ósk Gunnlaugsdóttir. Hildur Hermóðsdóttir, Kristín Birgisdóttir og Myrra Leifsdóttir. Flugan … FL Group-leifar í Apótekinu … … Tyra Banks og frygðarsúlan í Viðey … Hanna Birna, María Ólafsdóttir og Erna Gísladóttir. Félagskonur FKA fjölmenntu á samkomuna. Boðið var upp á glæsilegar veitingar. Morgunblaðið/Frikki Þorgrímur Þráinsson las upp úr bók sinni, Hvernig á að gera konuna sína hamingju- sama, og gaf eiginhandaáritanir. » Gleði- og kvennapartí bóka-útgáfunnar Sölku fór fram á föstudagskvöldið. » Jólatónleikar BjörgvinsHalldórssonar voru haldnir í Laugardalshöllinni um helgina. » Jólafundur FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, fór fram áfimmtudagskvöldið á Grandagarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.