Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 29 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, við- talstími hjúkrunarfræðings kl. 9-11, boccia kl. 10, há- degismatur kl. 12, félagsvist kl. 14, kaffi kl. 15. Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handavinna, smíði/ útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30 og mynd- list kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, fótaað- gerðir, bútasaumur, kaffi. Farið verður frá Bólstað- arhlíð á morgun, 11. des., kl. 13.15 með rútu að sjá myndina Veðramót eftir Guðnýju Halldórsd. Miða- verð 1.000 kr., rútugjald 500 kr. Skráning og greiðsla á skrifstofunni, s. 535 2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt kl. 9-12, m. leiðb. annan hvern mánudag, næst 10. des. Leik- fimi kl. 10, leiðb. Guðný. Myndlistarnámskeið kl. 13- 16, leiðb. Hafdís, brids kl. 14. Miðasala í eldhúsinu. Uppl. í s. 568 3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu kl. 9.30- 11.30 Uppl. í síma 554 2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund kl. 10.30, handverks- og bóka- stofa kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og sam- verustund kl. 15. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin, vinnustofa í handmennt er opin kl. 9-16. Boccia. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Bridds kl. 19 í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.45, kóræfing kl. 13 og kaffi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, morg- unstund, boccia, framhaldssaga kl. 12.30, handa- vinnustofa opin eftir hádegi, sungið með Sigríði kl. 13.30, frjáls spilamennska. Hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofur opnar alla daga. Kirkjustarf Aglow | Aðventufundur Aglow á Akureyri kl. 20 í félagsmiðstöðinni, Bugðusíðu 1. Ræðumaður er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Gospelkór Hjálpræð- ishersins syngur. Kaffihlaðborð. Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með bænastund/ morgunstund á Dalbraut 27 kl. 9.30. Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12 ára í Grafarvogs- kirkju og Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Grensáskirkja | Árleg jólasamvera aldraðra og SEM verður miðvikud. 12. des. kl. 12.10. Verð 1.500 kr. Láta þarf vita um þátttöku í dag í síma 528 4410. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK, Gullsmára 9, er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30, s. 554 1226. í Gjábakka er opið á mið- vikudögum kl. 15-16, s. 554 3438. Félagsvist í Gull- smára á mánudögum kl. 20.30, í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds kl. 13, kaffi- tár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, samkvæmis- dans byrjendur kl. 19. og framhald kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið- beinandi við til hádegis. Bossía kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, lomber kl. 13, ca- nasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17. Skráning á morgun- verðarhlaðborðið 14. des. stendur yfir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9.05, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handavinna, kl. 13 bridds, kl. 20.30 félagsvist. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, málun kl. 10 og 13, sjálfstæður glerskurðarhópur kl. 13, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 13, seinni hluti fram- haldsnámskeiðs í bridds kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, bænastund kl. 10, hádegismatur kl. 12, myndlist kl. 13, kaffi kl. 15. Hárgreiðslustofan Blær er opin alla daga, sími 894 6856. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10, hand- mennt og gler kl. 10-16, Gaflarakórinn kl. 10.30, fé- lagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, skreyting á kerti, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, frjáls spilamennska kl. 13-16, hádegis- verður kl. 11.30. Hæðargarður 31 | Ferð á kvikmyndina Veðramót 11. des. kl. 14, panta þarf far. Bókmenntahópur um kvöldið kl. 20. Gestur er Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur. Jólahlaðborð 14. des. kl. 17. 70ára afmæli. Sjötugurer í dag, 10. desember, Vífill Oddsson verkfræðingur. Vífill tekur á móti gestum í Þróttaraheimilinu Laugardal í dag milli kl. 17 og 20. Basar | Þessar stúlkur héldu basar í Vík í sumar til styrktar bágstöddum börn- um. Þær settu upp söluborð við Víkurprjón og seldu lukkupakka. Þær heita, talið frá vinstri: Anna Elísabet Jónínudóttir, Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir og Sandra Lilja Björgvinsdóttir. Með þeim á myndinni eru Sveinn Þorsteinsson, for- maður deildarinnar, og Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir gjaldkeri. dagbók Í dag er mánudagur 10. desember, 344. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Mannúðar- og mannrækt-arsamtökin Höndinhalda jólafund 11. des-ember næstkomandi. Fundurinn er haldinn í neðri sal Áskirkju, kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Í hverjum mánuði heldur Höndin opinn fund þar sem rætt er um val- in samfélagsmál. Fundur desem- bermánaðar verður á léttu nót- unum með jólastemningu. Unnar Atli Guðmundsson er fé- lagi í Höndinni, og segir frá því sem er á dagskrá: „Við fáum til okkar Önnu Sigríði Pálsdóttur dómkirkjuprest og Evu Maríu Jónsdóttur dagskrárgerðarmann og flytja þær stutt erindi. Báðar eru þær líflegar og gefandi mannrækt- armanneskjur sem komið hafa að ýmsu góðu starfi og verður gaman að hlusta á þær,“ segir Unnar Atli. „Einnig koma til fundarins 20 með- limir Kvennakórs Reykjavíkur og syngja fyrir okkur jólalög, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Þá munum við veita á jólafundinum sérstaka viðurkenningu einstaklingi sem unnið hefur framúrskarandi starf í stuðningi sínum við aðra.“ Einnig ætlar Þráinn Bertelsson rithöfundur að lesa úr nýútkominni bók sinni: „Þráinn hefur skrifað áhugaverða pistla um mál sem bet- ur mættu fara í samfélaginu, og deilir vonandi skoðunum sínum með fundargestum,“ segir Unnar, og bætir glettin við að hann vonist til að jólablær verði yfir bókalestr- inum, þó nýja skáldsagan beri hinn drungalega titil Englar dauðans. „Fundinum ljúkum við svo með jólahugvekju Margrétar Svav- arsdóttur djákna í Áskirkju, og bjóðum upp á kaffi og piparkökur.“ Höndin er opinn félagsskapur um mannúð og mannrækt: „Félagið starfar í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra,“ segir Unnar. „Allskyns fólk af öllum stig- um þjóðfélagsins tekur þátt, til að byggja sig upp eftir ólík áföll í líf- inu, og tökum við vel á móti öllum sem til okkar leita.“ Unnar segir jólin geta verið mörgum erfiður tími: „Við hvetjum þá sem þurfa á styrk og félagsskap að halda að setja sig í samband. Hjá Höndinni er unnið gott starf og má sjá miklar breytingar á fólki til hins betra með þátttöku í félag- inu.“ Heimasíða Handarinnar er á slóðinni www.hondin.is. Samfélag | Jólafundur Handarinnar í Áskirkju á þriðjudag kl. 20.30 Mannrækt og jólatónar  Unnar Atli Guðmundsson fæddist á Hvammstanga 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla. Unnar starfaði við fiskiðnað um nokkurt skeið, og var síðar starfsmaður mjólk- urstöðvar. Hann er nú iðnverka- maður við húsbyggingar. Unnar hefur verið meðlimur Handarinnar frá 2006. Tónlist Amnesty International | Í tilefni af alþjóðlega mannrétt- indadeginum stendur Amnesty International fyrir upp- lestri úr bókunum: Hermaður gerir við grammófón, Frjáls, Velkominn til Bagdad, Um langan veg og Í felulitum við friðargæslu í Bosníu með breska hernum. Tatu Kantomaa leikur á harmonikku. Dagskráin er í Iðu og hefst kl. 20. Langholtskirkja | Karlakórinn Fóstbræður og Raddbanda- félag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika kl. 20. Á tónleikunum flytja kórarnir létta tónlist af ýmsu tagi. Ein- söngvari með kórunum verður Gissur Páll Gissurarson ten- ór en meðleikari er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Túngötu 7. Kvíðahópur Geðhjálpar kemur sam- an kl. 19.30-21. Allir sem eiga við viðhlítandi vandamál að stríða eru velkomnir. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895-1050. JÓLAMARKAÐIR eru í fullum gangi víða um heim um þessar mundir. Hér skoða viðskiptavinir handgerðar jólaskreytingar úr tré í bás á jólamarkaðinum í Mün- chen í Þýskalandi í gær. Jólamarkaðirnir í Þýskalandi hefjast ár hvert fyrsta sunnudag í aðventu og standa vanalega fram til kl. 12 á hádegi á aðfangadag. Skreytum hús með gylltu glingri Reuters Bóndinn og bankastjór- inn unnu afmælismótið Bridsfélag Sauðárkróks hélt tví- menningsmót sl. sunnudag. Mótið var haldið til heiðurs Gunnari Þórð- arsyni fyrrverandi lögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni í tilefni af níu- tíu ára afmæli hans í haust. Gunnar lærði að spila brids þegar hann var við nám á Laugarvatni árið 1937. Áð- ur hafði hann spilað lomber. Þegar hann kom norður að loknu námi var farið að spila brids í auknum mæli á Sauðárkóki. Hann spilar enn af full- um krafti með félögum sínum á Sauðárkróki og hefur verið í spila- klúbbi síðan árið 1960. Gunnar á að sjálfsögðu orðið lengri feril að baki við spilaborðið en flestir aðrir spil- arar hérlendis. Alls tóku 20 pör þátt í afmælis- mótinu og var spilaður barómeter, tvö spil milli para. Í sex efstu sæt- unum urðu. Björn Friðriksson og Kristján Snorrason Skagafirði 76 stig. Guðm. Pétursson og Ágúst Sig- urðsson Rvík/Sauðákróki 61 stig. Eyjólfur Sigurðsson og Ólafur Sigmarsson Sauðárkróki 50 stig Bjarki Tryggvason og Skúli Jóns- son Sauðárkróki 42 stig Halldór Svanbergsson og Kristinn Kristinsson Reykjavík 23 stig Keppnin um efsta sætið var í raun harðari en úrslitin benda til því Björn og Kristján höfðu aðeins eins stigs forskot fyrir síðustu umferð en þá voru þeir harðir í vörninni og höfðu öruggan sigur að launum. Ein- hver hafði á orði að mótið hefði verið fullstutt fyrir afmælisbarnið sem sigldi jafnt og þétt upp stigatöluna í síðustu umferðunum. Það voru Ás- grímur Sigurbjörnsson og Jón Örn Berndsen sem stjórnuðu mótinu. Jólabingó BR 20. des. Jólabingó Bridsfélags Reykjavík- ur fer fram í Síðumúla 37 fimmtu- daginn 20. desember kl. 19. Veglegir vinningar. Tilvalið fyrir spilara að hittast einu sinni án þess að spila bridds. Endilega taka maka og börnin með. Þeir sem mættu í fyrra skemmtu sér konunglega. Bingó- spjaldið kostar aðeins 100 kr. (Áætl- að að spila 5-7 leiki). Bingóstjóri verður Inda Hrönn Björnsdóttir. Gullsmárinn Það var spilað á 10 borðum 6. des sl. og úrslitin eru þessi í N/S: Jón Jóhannss.- Haukur Guðbjartsson 212 Guðm. Magnúss.- Leifur .Jóhanness. 209 Eysteinn Einarss.- Jón Stefánsson 195 Sigtryggur Ellertss.- Tómas Sigurðss. 182 A/V Stefán Ólafsson - Óli Gíslason 188 Guðbjörg Gunnarsd.- Fjóla Helgad. 187 Viðar Jónsson - Sigurður Björnsson 187 Einar Markússon - Steindór Árnason 186 Ágæt þátttaka er í tvímenningn- um í Gullsmáranum. Spilað var á 11 borðum mánudaginn 3. des. Úrslitin í N/S: Jón Jóhannss. - Haukur Guðbjartss. 198 Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 193 Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 185 Guðm. Magnúss. - Leifur Jóhanness. 184 A/V Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 223 Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 192 Sigtryggur Ellertss. - Katarínus Jónss. 189 Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss. 186 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 6.12. 2007. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 250 Auðunn Guðmss. – Ólafur Ingvarsson 250 Ægir Ferdinandss. – Hannes Ingvarss. 243 Árangur A-V Oddur Jónsson – Karitas Jónsson 261 Hólmfríður Árnad.– Stefán Finnbogas. 260 Viggó Nordqvist – Gunnar Andréss. 226 Heiðraður Sigurvegararnir Kristján Snorrason t.v. og Björn Friðriksson. Milli þeirra er heiðursgesturinn Gunnar Þórðarson með blómakörfu sem hann fékk í tilefni tímamótanna. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.