Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig Jón-asdóttir fæddist á Skútustöðum í Mý- vatnssveit 20. apríl 1925. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 1. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Hagan Jónsson, f. 1900, d. 1989 og Hulda Lúð- víksdóttir, f. 1899, d. 1970. Systkini Sól- veigar eru Lúðvík, f. 1922, d. 2003, Guð- björg, f. 1926, d. 1929, Steinunn Guðbjörg, f. 1929 og Jósep Jón, f. 1937, d. 1948. Sólveig giftist 5. nóvember 1939 á Húsavík Sigurði Haraldssyni, f. í Héðinsvík á Tjörnesi 30. janúar 1926. Foreldrar hans voru Har- aldur Jóhannesson, f. 1898, d. 1990 og Ásdís Baldvinsdóttir, f. 1902, d. 1989. Dætur Sólveigar og Sig- urðar eru: 1) Bryndís, f. 22. ágúst 1947. Sonur hennar er Jónas Hag- an, f. 1969, sambýliskona Jóhanna Sævarsdóttir. Dætur hans eru Bryndís Thelma, Særún Björk og Kristín Anna. Dóttir Bryndísar er Anna Kristín, f. 1977, sonur henn- ar er Börkur Þór. 2) Þórunn Hulda, f. 22. ágúst 1951, gift Bjarna Bogasyni, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Elín Karítas, f. 1971, gift Ingimundi Helgasyni, dætur þeirra eru Birta, Þórunn Anný og Karen Lena. b) Þór, f. 1974, d. 1974. c) Sigurður Veigar, f. 1975, kvæntur Hörpu Hauksdóttur, börn þeirra eru Þór- dís Halldóra, Ísak og Rakel. d) Börkur, f. 1980, unnusta Katrín Amni Friðriksdóttir. 3) Ás- dís, f. 5. apríl 1956, gift Bjarna Ómari Reynissyni, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Sólveig Ósk, f. 1978, b) Óskar Björn, f. 1982, sambýlis- kona Sólrún Tinna Eggertsdóttir, c) Helgi Fannar, f. 1988, d) Íris, f. 1978, börn hennar Brynjar Steinn og Kristjana Freydís, e) Freydís, f. 1982, sambýlismaður Hermann Geir Þórsson, synir þeirra eru Breki Þór og Gabríel Ómar, f) Guðlaug Eydís, f. 1988 og g) Aldís Sif, f. 1992. Útför Sólveigar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku mamma mín. Í leiðslu og draumi líður nóttin ljúfa hjá, en óskalöndin sortna og sökkva í sædjúp blá, og þegar voldug sólargyðjan af svefni rís, þá hverfur þú í morgunroðann, mánadís. (Davíð Stefánsson) Ástarþakkir fyrir bréfið til okkar systra, sem þú skildir eftir til okkar og er skrifað fyrir hartnær 20 árum, ef þú næðir ekki að segja okkur hversu mikið þú elskaðir okkur allar þrjár og ef þú færir á undan pabba baðstu okkur um að hugsa vel um hann. Þú getur rétt ímyndað þér að pabbi er efst í huga okkar allra og verður það um ókomin ár og við mun- um passa vel upp á hann fyrir þig. Á sama hátt hafðir þú sjálf valið þá sálma og þann söng sem þú óskaðir eftir við þína útför til að gera okkur auðveldara fyrir. Vakandi og sofandi barstu hag okk- ar fyrir brjósti vetur, sumar, vor og haust. Nú ertu komin til ástvina sem farn- ir eru og hafa örugglega tekið þér fagnandi. Guð geymi þig mamma mín. Orð eru margs máttug. Orð eru máttlaus. Orð eru tjáskipti. Það getur verið erfitt að tjá sig með orðum. Orð eru ríkidæmi. Orð eru fátæk. Ég er orðlaus, en ekki mállaus. Ég vildi ótal margt við þig segja, en kannski er betra að þegja því orðum verður hér ofaukið. Þín Bryndís. Ég hef ávallt notið ástar þinnar, þú varst ætíð hérna fyrir mig, nú skiljast leiðir okkar um stund og þú byrjar langferð til feðra þinna. Æskuárum mínum gleymi ég aldr- ei. Kærleikur var ávallt efst í huga, ég geymi gleðina í huga mér. Þú kenndir mér þor og kjark og dug. Á langri lífsferð getur dimmt um tíma. Þú varst alltaf nálægt, lagðir lið, ef ég bara hafði hjá mér síma þá varstu óðar komin mér við hlið. Ég kveð þig sátt og þakka líf mitt, mamma, hugur þinn stefnir hátt í himin inn. Svo margir sem þig langar til að faðma, kæra kveðju og koss ég sendi um sinn. Svo margir sem við elskum eru farnir, svo margir sem þú hefur saknað sárt, svo margir munu komu þinni fagna og svo margir munu líka bresta í grát. Þú varst börnum mínum meira en amma, þú varst miðjan í okkar stóra hóp. Ég tek nú við, mín elsku kæra mamma, þú kenndir mér að vera væn og góð, er orðin fullorðin, á sextugs aldri. Mamma er flogin og enginn sími með en ég geymi mynd af þér í hjarta mínu og leita svara þegar ég þarf með. Takk, elsku mamma, fyrir allt er gafstu af þér, takk, elsku mamma, fyrir margt svo gott, takk, elsku mamma, þér ég aldrei gleymi, takk elsku mamma, og sofðu vært og rótt. Að vera dóttir þín er það besta í lífi mínu. Takk fyrir allt. Þín Ásdís. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín, er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Elskulega tengdamamma. Í huga mínum er þetta fallega ljóð samofið minningunni um þig. Þó svo að árin séu ekki nema rúmlega 14 sem við höfum þekkst, finnst mér ég hafa átt þig að allt mitt líf. Þú varst sterk móðir sem tengdir alla þræði fjöl- skyldu þinnar saman hjá ykkur Sigga. Við gátum fylgst vel með hvert öðru með því að hringja eitt símtal. Takk fyrir góðan tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Þinn Bjarni Ómar. Hún amma mín er látin. Það er erf- itt að rita þessi orð, því sorgin er mikil á þessari stundu. En þó að kveðju- stundin væri erfið þá kvaddi hún amma okkur á sjálfum fullveldisdeg- inum, með mikilli reisn og kveður okk- ur öll með hamingjusamar minningar. Minningar sem oftast minna helst á ævintýraheim frekar en raunveru- leika. Ég var fyrsta barnabarnið og kynntist ég þessum ævintýraheim fljótlega eftir fæðingu, en einungis nokkra mánaða gamall var ég sendur í mína fyrstu af fjölmörgum ferðum norður á Húsavík til hennar ömmu. Þetta var sannkallaður ævintýraheim- ur fyrir lítinn snáða af mölinni. Hérna kynntist ég öllu því sem náttúra Ís- lands hefur upp á að bjóða. Ferðir með afa og ömmu um sveitir Þingeyjar- sýslu, að Kröflu, í Grjótagjá, sjó- stangaveiði á bátnum hans afa, heim- sókn í fjárhúsin, skíði og berjaferðir með ömmu eru aðeins brot af þessum bersnku minningum. Ævintýrin voru óteljandi, en það sem sameinar þau öll er að ávallt enduðu þau í eldhúsinu hjá ömmu. Nýbakaðir snúðar, steikta- brauð, kleinur... – já húsið hennar ömmu ilmaði alltaf af nýbökuðum kræsingum. Að loknum enn einum æv- intýradeginum settist hún amma síðan ávallt hjá mér og söng mig inn í svefn- inn. Ég man hvert einasta kvæði og ljóð sem hún söng og syng í dag sjálfur þessi kvæði fyrir mínar dætur. Mér þótti því vel við hæfi að syngja fyrir hana ömmu, er ég kvaddi hana daginn fyrir andlát hennar. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Elsku amma, góði guð varðveiti þig – blessuð sé minning þín. Jónas Hagan Guðmundsson. Mikið á ég erfitt með að ná utan um hugsanir mínar til að skrifa þér litla kveðju elsku amma mín. Í kvöld fer ég heim til Íslands og á mánudaginn kveðjumst við í hinsta sinn. Ég á enn svolítið erfitt með að trúa því að ég muni aldrei heyra rödd þína aftur eða fá að taka utan um þig. Ætli það verði ekki fyrst raunverulegt þegar ég hitti fólkið okkar. Fyrir ári sendir þú mér þetta bréf: Elsku Sólveig Ósk! Hér færðu kveðjur úr norðrinu. Nú er mikil litadýrð og kalt. Ég fæ alltaf fréttir af þér frá mömmu þinni. Þú sérð hvað ég er orðin léleg að skrifa. Við afi hugsum til þín hvert kvöld og les ég bænirnar okkar elskan. Gangi þér allt í haginn. Þín elskandi amma. Sólveig Þótt ég hafi sent þér einhver bréf síðan þá kemur hér svar við þessu bréfi: Elsku amma mín. Ég sit hér á skrifsofunni minni í London. Útsýnið er frábært, himinn- inn blár og sólin skín. Fólk er þó vel klætt enda skítkalt úti. Ég er búin að hugsa til þín hvern dag síðan ég kvaddi þig á Landakoti þegar ég og Anna frænka sátum hjá þér nú í lok október. Í kvöld fer ég heim og fæ að hitta afa og alla hina. Ég veit að þú verður þarna einhvers staðar með okkur. Ég trúi því að þú getir núna ferðast hvert sem þig langar og ég vona að þér hafi tekist að finna mig hér í London, a.m.k. er ég búin að tala við þig nokkrum sinnum síðan þú kvaddir okkur (ein voða viss um að þér finnist fátt skemmtilegra núna en að skottast hér með mér í stórborg- inni). Takk fyrir allt elsku amma. Þú gafst mér svo margt sem ég á alltaf eftir að geyma í hjarta mér; góðar stundir, góð ráð og augljóslega ótal minningar um góðan ömmumat. Hringurinn þinn er alltaf á vísifingri mínum svo ef þú þarft einhvern tím- ann að finna mig þá leitarðu hann uppi. Ég er glöð að vita að þú fékkst að kveðja okkur á þeim tíma sem þú varst tilbúin til sjálf. Ég mun þó alltaf sakna þín elsku amma mín og þess að geta deilt öllu með þér, ég veit þó að þú munt fylgj- ast vel með okkur. Þín elskandi dótturdóttir og nafna, Sólveig Ósk. Elsku amma og langamma. Fyrstu minningar mínar um þig eru þegar þú og afi komuð og heim- sóttu okkur í Danmörku. Seinna feng- um ég og Solla frænka að njóta þeirra forréttinda að fá að koma norður til ömmu og afa á Húsavík á sumrin. Ég var vön dönskum siðum og áttu krakkarnir í skólanum í Danmörku erfitt með að trúa mér þegar ég sagði þeim frá því að hjá ömmu á Íslandi borðaði maður sjö sinnum á dag. Ég man aldrei eftir öðru en að það hafi verið bökunarlykt um allt hús og þar sem við barnabörnin áttum öll okkar uppáhald var alltaf til nóg af kleinum, snúðum, lagkökum og svo mitt uppáhald, gerbollurnar þínar. Þessi tími á sumrin þegar við Solla vorum hjá ykkur afa var ómetanlegur. Það er alveg ótrúlegt hvað þið nennt- uð að taka þátt í endalausum uppá- tækjum okkar. Hvað ætli við höfum sett upp margar sýningar þar sem þið afi áttu ekki einungis að nenna að horfa á okkur heldur einnig borga ykkur inn. Endalausar ferðir í berja- mó og með afa á bátnum hans eða upp á Botnsvatn. Í minningunni voru Húsavíkurferðirnar ævintýri sem ég mun aldrei gleyma. Ég komst að því núna fyrir stuttu að við Solla höfum meira að segja fengið að upplifa nokk- uð með þér sem ekki einu sinni dætur þínar fengu að upplifa, nefnilega að vera með þér í bíl þar sem þú keyrðir sjálf. Ég skal þó viðurkenna að ég held að ég hafi aldrei verið eins hrædd á ævinni minni og kannski ágætt að þú hafir bara látið afa um allan akstur. Eftir að þið afi fluttuð suður var auðveldara að koma við hjá ykkur og hitta ykkur og er ég þakklát fyrir að sonur minn Börkur hafi verið svo heppinn að fá að kynnast langömmu sinni sem átti alltaf einn rauðan, eins og þú kallaðir alltaf fimmhundruð króna seðil og helst nýstraujaðan, handa eina prinsinum af öllum lang- ömmubörnunum. Hann, eins og við barnabörnin, var ekki lengi að komast að því að uppáhaldið hans voru snúð- arnir hennar ömmu og oftar en ekki varstu búin að baka sérskammt handa honum til þess að taka með heim. Við eyddum miklum tíma í spjall og einnig tveggja manna kapal sem þú vannst nú yfirleitt, kannski vegna að þú áttir það til að breyta reglunum þér í vil en mér var nú alveg sama því þú varst svo montin og sæt þegar þú vannst. Þú varst alltaf svo glæsileg og góð og kenndir mér svo ótal margt eins og t.d. að það er sko munur á kakó og heitu súkkulaði og að maður segir bless en ekki bæ og mun ég alltaf minnast þín þannig. Ekki hafa áhyggjur af afa, ég lofa þér að við munum sjá um hann og vera dugleg að heimsækja hann. Minningarnar og sögurnar eru enda- lausar og allt of margar til að telja upp hér. Ég geymi þær á góðum stað í hjarta mínu. Eitt af því fyrsta sem þú kenndir mér fyrir utan faðirvorið var þetta yndislega ljóð eftir Jóhann Sig- urjónsson. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Ég á erfitt með kveðjustundir og því ætla ég að segja: elsku amma og langamma: við elskum þig, guð geymi þig, góða nótt. Anna Christina Bryndís- ardóttir Rosenberg, Börkur Thór Barkarson Rosenberg. Elsku Solla amma. Við þökkum þér innilega fyrir árin sem við höfum átt með þér. Takk fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir okkur og börnum okkar. Guð geymi þig um alla eilífð. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) Elsku Siggi afi, innilegustu samúð- arkveðjur til þín. Með hjartans kveðju, Íris, Freydís, Guðlaug Eydís, Aldís Sif og fjölskyldur. Sólveig Jónasdóttir Hinn 10. desember fyrir ári síðan yfirgafst þú þennan heim elsku amma, yfir í fallega heiminn að ég vil trúa. Mig langar að minnast þín, elsku amma, með fáein- um orðum á blaði, þó svo að ég hafi oft talað við þig bæði upphátt og í hug- anum. Mikið var það erfitt að vera svona langt í burtu þegar þú kvaddir elsku amma, en ég veit og vona að þú hafir sofnað fallega og að þér hafi liðið vel þegar þú fórst yfir, þar sem svo innilega vel hefur verið tekið á móti þér, og ég veit í hjarta mínu að nú hef- ur þú frið og gleði í hjarta þínu þar sem þú ert í dag. Elsku amma Finna, eins og þú varst yfirleitt kölluð, þú varst að minni skoðun kona sem hafði þá fal- legustu réttlætiskennd og skoðun á lífinu. Hve mikið heimurinn væri betri ef það væru fleiri eins og þú varst hér á jörðu, með þínar yndis- legu skoðanir og hugmyndir um lífið, þú gast alltaf séð hlutina frá öllum hliðum, það áttu allir eitthvað gott í sér. Þú ert svo stór partur af mínum skoðunum í dag og alla daga. Þú komst alltaf fram við fólk eins og jafn- ingja, það var hægt að tala um allt við þig, því alveg sama á hvaða aldri mað- ur var, þá settir þú þig bara í þann gírinn sem hentaði hverjum aldri og tókst á málunum þannig. Ég gæti fyllt heilt Morgunblað af minningum sem eru mér svo kærar um þig, allt frá barnsaldri. Mig langaði bara að minn- ast þín elsku amma í fáeinum orðum Guðfinna Ólafsdóttir ✝ Guðfinna Ólafs-dóttir fæddist á Álftanesi 25. febr- úar 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. des- ember 2006 og var útför hennar gerð frá Bessastaða- kirkju 15. desem- ber. en það er svo erfitt, en ég minnist þeirra stunda, sem ég geymi eins og mesta fjársjóð í hjarta mínu, þegar þú áttir það til að hjóla til mín frá Hrafnistu, eða jafnvel Álftanesi, og kíkja inn með flotta hattinn þinn og það sem við gátum malað yfir vatnsglasi, því þú baðst yfirleitt um kalt vatn eftir hjólreiðatúr- inn til mín, og í pínu- litla eldhúsinu mínu gátum við ljóstrað upp okkar litlu leyndarmálum milli okkar þótt tugir ára væru á milli okkar, svo einfalt, því þú varst jafningi allra. Við áttum líka svo margt sameiginlegt þrátt fyrir aldursmuninn. Ég fer að hlæja með sjálfri mér núna um allt það sem ég gæti skrifað í blaðið til að minnast þín, en ég vil eiga það í mínu hjarta, því það er nóg fyrir mig, elsku amma, að hugsa eða tala til þín til að ég finni fyr- ir blíðunni og styrknum frá þér. Sem og fær mig til að hugsa af hverju við segjum ekki hvert öðru hversu heitt við elskum og virðum fólk í lifanda lífi, því það var einn af þínum stærstu kostum, að geta bæði sagt og látið fólki finnast það vera einhvers virði. Ég veit að við höfum verið blessuð með því að hafa fengið að koma frá og þekkt konu eins og þig, og það fer enginn sem þekkti þig frá þessum heimi nema hafa lærdóm og skilning á lífinu sem hefur lærst af þér. Elsku amma, við erum bara að- skildar í bili því einn daginn hittumst við aftur. Elsku amma, fyrir mér varstu: Móðir, sem lýstir upp barnsins hjarta geislinn, sem gerðir sólina svo bjarta, stjarnan, sem lýstir mönnum veginn, sálin, sem er komin hinum megin. Þín Rakel Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.