Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 36

Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 36
JÓLAGESTIR Björgvins Halldórs- sonar eru einhverjir allra veglegustu tónleikar sem undirritaður hefur séð. Utan við inngang Laugardalshall- arinnar lýstu tveir ljóskastarar til himins eins og við verðlaunaafhend- ingar í kvikmyndaheiminum og þegar tónleikarnir hófust greip jólaleg og smekkleg sviðsmyndin strax athygl- ina. Þar mátti sjá stjörnubjartan him- in, snævi þakin fjöll og fagurlega skreytt grenitré, allt lýst upp í heit- um og köldum litum til skiptis. Tón- listarflutninginn hafa síðan hátt í hundrað manns annast – einir þrír kórar (brot úr Gospelkór Reykjavík- ur, Karlakórnum Fóstbræðrum og skólakór Kársnesskóla), strengja- sveit skipuð hljóðfæraleikum úr Sin- fóníunni, hrynsveit með þremur gít- arleikurum, þrem hljómborðsleikurum (orgel, píanó og hljóðgervlar), bassaleikara, tromm- ara og harmónikkuleikara sem léði útsetningunum oft skemmtilegan hljóm. Þá eru ótaldir allir söngv- ararnir sem fram komu auk Björg- vins sjálfs. Metnaðurinn var því gríðarlegur og fagmannlega að öllu staðið – um- gjörðin var sem fyrr sagði glæsileg, tónlistarflutningurinn óaðfinn- anlegur, og dagskráin rann svo fum- laust áfram að tveir tímar liðu hjá eins og hendi væri veifað. Hljómur var góður – hvert hljóðfæri skilaði sér og meira að segja smáatriði eins og notkun á víðómi léði tónleikunum skemmtilega prófessjonal blæ. Þetta var svolítið eins og að vera kominn til útlanda; það var virkilega eins og tón- leikahaldarar hefðu ekki bara gefið sér að allt myndi reddast tíu mínútur í, eins og maður fær stundum á til- finninguna. Söngvararnir og lögin voru hins vegar í aðalhlutverki og því eðlilegast að gefa þeim sem mestan gaum. Lög- in voru fengin af samnefndum jóla- plötum Björgvins sem hafa komið út reglulega síðastliðin tuttugu ár, en sú fjórða – Jólagestir 4 – kom út fyrir ör- fáum vikum. Þessar plötur Björgvins eru nokkuð merkilegar fyrir þær sak- ir að þær hafa getið af sér ógrynnin öll af lögum sem hafa náð að smjúga inn í þjóðarsálina og taka sér þar ból- festu sem jólalög. Framlag Björgvins til „jólalagaflota Íslendinga“ er því ómetanlegt eins og Logi Bergmann nefndi í upphafi tónleikanna. Mörg þessara laga eru ítölsk og voru hljóð- rituð á níunda áratugnum og þau hafa elst misvel. Raunar má gróflega skipta lögunum og útsetningum Jóla- gestanna í tvennt, þ.e. annars vegar lög sem vinna með jólalagahefð fimmta og sjötta áratugarins – djass- aðri lög og útsetningar sem sækja í Bing Crosby, Nat King Cole og allt það; og hins vegar lög sem sækja í ní- unda áratuginn og gætu hæglega átt heima í Evróvisjónkeppninni. Þau fyrrnefndu eru nær undantekn- ingalaust mjög skemmtileg, en hin er erfiðara að fást við. Þau þekktari komust af á kunnugleikanum – hér á ég við lög eins og „Þú komst með jólin til mín,“„Ég hlakka svo til“ og „Svona eru jólin“ sem var gaman að heyra vel flutt því þau kveikja einhvern jólaneista í manni. Minna þekktari lögin þurftu að líða fyrir úreltar út- setningarnar og væmni – lög eins og „Mín bernskunnar jól“ og „Frið- arjól.“ Raunar var oft dansað á mörk- um væmni og einlægni á tónleikunum þó blessunarlega hafi fæti mun oftar verið drepið niður réttum megin lín- unnar. Jólagestirnir komu áhorfendum í jólaskap, því er ekki að neita, en ég verð þó að viðurkenna að ég saknaði að heyra einhver hinna hátíðlegri laga – „Heims um ból,“ „Ó helga nótt,“ eða „Hin fyrstu jól.“ Þannig hefði jólaskapið verið brennimerkt á enni viðstaddra langt fram yfir þrett- ándann. Björgvin Halldórsson er sem allir vita afbragðsgóður söngvari og rödd- in sem hefur dýpkað með árunum er einhver skemmtilegasta söngrödd sem Ísland á til. Flestir þeirra sem Björgvin fékk sér til aðstoðar stóðu sig einnig með prýði. Nafni hans Franz Gíslason, var áberandi óörugg- astur söngvaranna og átti bæði í erf- iðleikum með að slíta sig frá texta- blaði og bar fingurinn stanslaust að eyranu í von um að heyra betur í sjálfum sér. Hins vegar ber sér- staklega að hrósa Bjarna Ara, Stefáni Hilmarssyni og bráðskemmtilegum dúett Friðriks Ómars og Ernu Hrannar, en þau tóku lagið „Þú og ég“ (sem flestir þekkja eflaust af þessu textabroti: „Jólagjöfin mín í ár / ekki metin er til fjár / ... / Jólagjöfin er ég sjálf“). Þá var Ragnar Bjarna- son ótrúlega skemmtilegur og það er með ólíkindum hversu hress sá náungi er á áttræðisaldri. Eftir stendur að Jólagestir Björg- vins voru á laugardagskvöldið mjög vandaðir tónleikar og verði þeir haldnir árlega héðan af sem ýjað var að í fréttatilkynningu má reikna með að tónleikarnir verði fastur liður í jólaundirbúningi fjölda íslenskra fjöl- skyldna. Verði lagavalið slípað ögn til kemur brátt að því að ég verði einnig í þeim hópi. Góðir jólagestir TÓNLIST Laugardalshöllin 8. desember Jólagestir Björgvins Halldórssonar  Atli Bollason Morgunblaðið/Eggert Friðarjól Sviðsmyndin var jólaleg og smekkleg að mati gagnrýnenda. Jólagestir „Umgjörðin var sem fyrr sagði glæsileg, tónlistarflutningurinn óaðfinnanlegur, og dagskráin rann svo fumlaust áfram að tveir tímar liðu hjá eins og hendi væri veifað.“ 36 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA BEE MOVIE m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BÝFLUGNAMYNDIN m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ SYDNEY WHITE kl. 6 - 8 LEYFÐ BEOWULF kl. 83D - 10:303D B.i.12.ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 8:30 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 LÚXUS VIP 30 DAYS OF NIGHT kl. 10:30 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA 600 kr. Miðaverð SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI eeee KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JÓLAMYNDIN Í ÁR WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.