Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tillögu menntamálaráðherra að skipa starfshóp til að koma með til- lögur um framtíð og skipan skóla- halds á Hólum í Hjaltadal og mál- efni Hólastaðar. Samkvæmt frumvarpi til laga um tilfærslu verkefna innan Stjórn- arráðs Íslands er gert ráð fyrir því að stjórnvaldslegt forræði gagn- vart Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Hólaskóla færist frá landbúnaðarráðuneyti til mennta- málaráðuneytis. Starfshópinn skipa Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneyti, sem jafnframt er formaður hópsins, og alþing- ismennirnir Sigurður Kári Krist- jánsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guðbjartur Hannesson og Anna Kristín Gunnarsdóttir. Fram kemur í fréttatilkynningu að starfshópurinn skal setja fram tillögur er stuðla að frekari upp- byggingu og eflingu Hólaskóla. „Í tillögum sínum skal starfshópurinn miða við að tryggilega verði haldið um málefni Hólastaðar og Hólar haldi reisn sinni og stöðu sem mið- stöð mennta, menningar og kirkju- legra málefna.“ Hólar haldi reisn sinni og stöðu sem miðstöð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson UM átta þúsund grunnskólabörn í 4. og 7. bekk hafa enn ekki fengið ein- kunnir sínar úr samræmdum prófum sem átti að skila í nóvemberlok. Slæmt ástand í starfsmannamálum hjá Námsmatsstofnun hefur gert það að verkum að einkunnaskil hafa dregist og eru foreldrar og börn farin að ókyrrast. Erfiðlega gengur að fá fólk í sérhæfð störf Sigurgrímur Skúlason, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, segir að allt kapp verði lagt á að senda einkunnirnar út fimmtudaginn 13. desember. „Okkur hefur gengið illa að fá inn starfsmenn,“ bendir hann á. „Það er erf- itt að fá fólk í sérhæfð störf um þessar mundir.“ Um er að ræða störf á sviði úrvinnslu og bakgrunnsvinnu, að sögn Sigurgríms. Að sögn hans voru einkunnaskil líka á eftir áætlun í fyrra þegar verið var að draga úr yfirvinnu starfsfólks. Hann bendir á að um sé að ræða gíf- urlegt álag í skamman tíma. Hann segir ekki mikið um að fólk hafi hringt til að spyrjast fyrir um ein- kunnir en eitthvað sé þó farið að bera á því nú. Einkunnir úr samræmdu próf- unum væntanlegar 13. desember SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Nátt- úruverndarsamtök Íslands á tíma- bilinu 31. október til 11 nóvember sl. telja 95,4% aðspurðra að stór- iðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsaloftteg- undum, 3,3% voru ósammála og 1,3% tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu, sem samtökin hafa sent frá sér. Til samanburðar taldi þorri að- spurðra, 82,9%, að öll fyrirtæki ættu að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. 49% telja að almenningur eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsaloftteg- undum, 44,6% voru því ósammála og 6,3% tóku ekki afstöðu. Morgunblaðið/Þorkell Losun 82,9% vilja að öll fyrirtæki greiði fyrir losun gróðurhúsa- lofttegunda. Stóriðjufyr- irtæki greiði fyrir losun SNORRI Már Skúlason hefur verið ráðinn deildarstjóri upplýsingar- og kynningardeildar hjá Alþýðusambandi Ís- lands. Ráðning Snorra endurspeglar skipulagsbreytingar á skrifstofu ASÍ, þar sem þessar deildir eru sameinaðar í eina. Samtímis verður sett sérstök ritnefnd undir forystu Snorra. ASÍ hyggst leggja aukna áherslu á ímynd sína. Snorri Már hefur m.a. starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni, sem kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins og á vegum friðargæslunnar á Srí Lanka. Snorri Már til starfa hjá ASÍ Snorri Már Skúlason BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá bæjarfulltrúum A-listans í Reykjanesbæ: „Í umræðum á Alþingi Íslendinga 6. desember sl. varð Bjarna Harð- arsyni þingmanni Framsókn- arflokksins á mismæli sem hann leiðrétti samdægurs á Alþingi, meira að segja í ræðustól Alþingis, strax sama dag. Árni Sigfússon bæjarstjóri huns- ar þessa leiðréttingu þingmannsins á sínum mismælum og sakar m.a. Bjarna um að segja ósatt og krefst þess að þeir leiðrétti ósannindin í sinn garð. Þessi viðbrögð Árna eru með ólíkindum, ekki síst í ljósi þess að 8. nóvember sl. birtist grein eftir Árna Sigfússon í Víkurfréttum þar sem hann sakar þrjá bæjarfulltrúa A-listans í Reykjanesbæ, (Eysteinn Jónsson, Guðbrandur Einarsson og Ólafur Thordersen), um að vera að bera út lygasögur um tengsl Árna við fjármálastofnanir og aðra. Ólaf- ur Thordersen spurði bæjarstjóra um þetta á bæjarstjórnarfundi og ákvað bæjarstjórinn að svara ekki. Ef Árni fer fram á að ósannindi eða öllu heldur mismæli séu löguð, hvað eigum við þrír að gera? Það að vera ásakaður opin- berlega af bæjarstjóra Reykjanes- bæjar, um að vera bera út lygasög- ur er ærumeiðandi og ber að líta á þessi ummæli sem slík. Árni ætti að líta sér nær áður en hann kastar steini úr glerhúsi. Ólafur Thordersen Guðbrandur Einarsson Eysteinn Jónsson Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ.“ Árni kastar steini úr glerhúsi OPINBER stefna hefur oft áhrif til hins verra á hag þeirra tekjulægstu í samfélaginu. Skattbyrði þeirra hef- ur vaxið úr því að vera engin árið 1995 í tæp 14 prósent á síðasta ári samkvæmt rannsókn Hörpu Njáls- dóttur félagsfræðings. Hún nefnir einnig að mjög fáir fái óskertar barnabætur sem eiga að vera stuðn- ingur við börn og barnafólk, ekki síst hina verr settu. Skattleysi fyrir tólf árum Harpa hélt fyrirlestur hjá Mæðra- styrksnefnd á dögunum þar sem hún tók dæmi af 25 ára gömlum ófag- lærðum starfsmanni á lægstu laun- um. Fyrir tólf árum fékk slíkur ein- staklingur laun sín óskipt í vasann, en í fyrra þurfti hann að sjá á bak tæplega 14 prósentum launa sinna til hins opinbera. „Skattprósentan hefur heldur lækkað frá árinu 1995, en persónuafslátturinn hefur alveg staðið í stað. Hann fylgir ekki þróun launavísitölu eða öðru í þjóðfélaginu og það er það sem veldur því að þótt skattprósentan sé lækkuð dugir það ekki til.“ Harpa bendir á að umtals- verð launahækkun hafi komið til 2001, en hún hafi að stærstum hluta farið í skatt. „Þetta er fólk sem hefur verið í harðri baráttu við að láta enda ná saman, fólk sem hefur búið við verulega fátækt á þessum árum. Þau skref sem hafa verið stigin til þess að bæta kjör hafa ekki skilað sér nema að hluta vegna þess að skattheimtan hefur verið svo mikil. Ríkið réttir með annarri hendinni og tekur með hinni, það er bara stað- reynd,“ segir Harpa. Lítill stuðningur við barnafólk Hún segir stuðning við barnafólk afskaplega lítinn á Íslandi. „Af Norðurlöndunum þá er Ísland það eina sem tengir barnabætur við tekjur foreldra. Annars staðar á Norðurlöndum fær fólk greiddar barnabætur sem eru ætlaðar sem stuðningur við barnið, burtséð frá foreldrum. Ég hef ekki talað fyrir því að það eigi að afnema allar tekju- tengingar, en þær verða að vera inn- an skynsamlegra marka, að það verði byrjað að skerða barnabætur þegar fólk hefur fyrir lágmarks- framfærslu.“ Nú byrja barnabætur að skerðast þegar tekjur einstæðs foreldris fara yfir 92.967 krónur á mánuði. Skerðingarmörk hjá hjón- um og sambýlisfólki eru tvöfalt hærri og liggja við 185.933 krónur. Harpa segir að þar sem grunnkostn- aður, eins og húsnæði og leikskóla- gjöld, sé svipaður hjá einstaklingum og pörum sé eðlilegt að skerðing- armörk tekna hjá einstæðu foreldri séu meira en helmingur á við for- eldra í sambúð. „Það veit enginn hvernig þessi upphæð varð til upp- haflega, og síðan hefur hún verið hækkuð smám saman í prósentum í stað þess að stíga skrefið til fulls eins og þarf,“ segir Harpa. Skattbyrði þeirra tekju- lægstu meiri en áður                                     !" " #$!% " & ! " '$(!(#% ''"!%) ''#!()( '"#!&#"       ! " ! " ! #! " "  " * +  ! !         ,    !" " %!%$ &"!&%' !) %#! &" '$$!&# '$%!"))            -     $ '!$(" !&%' ')! "' '#!$ " '!& '&!' .     " /                  „VIÐ erum rosalega stolt af þessu ritverki,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri þegar hann kynnti útgáfu bókarinnar Sáðmenn sandanna sem gefin er út í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi skipulegs landgræðslu- starfs hér á landi. Í bókinni er sögð saga landgræðslustarfs á Íslandi, Friðrik G. Olgeirsson tók saman og Landgræðslan gefur út. Á blaða- mannafundi upplýsti Sveinn jafn- framt að bókin yrði einnig gefin út á ensku. „Reynsla okkar Íslendinga og þekking á þessu sviði er að okkar mati mikið útrásarefni. Hundrað ára samfelld saga þessarar jarð- vegsverndar vekur mikla athygli og við teljum að sú saga sé sú elsta í heiminum,“ sagði Sveinn. Land- græðsla á vegum ríkisins hófst sumarið 1907. Til marks um þann árangur sem náðst hefur er nú talið að landgræðsla og sjálfgræðsla sé meiri en eyðingin. Sveinn tók fram að verkefni þau sem framundan eru muni „sannarlega endast næstu öld við endurheimt landkosta sem hafa glatast í áranna rás“. Talið óvinnandi vegur þegar hafist var handa Einar Kristinn Guðfinnsson land- búnaðarráðherra og Níels Árni Lund, ráðuneytisstjóri landbún- aðarráðuneytisins fengu, við þetta tækifæri, afhent fyrstu eintökin af bókinni Sáðmenn sandanna. „Við vitum að unnið hefur verið þrekvirki í að snúa við eyðingu landsins sem var í hugum margra, þegar hafist var handa fyrir einni öld, óvinnandi vegur,“ sagði Einar m.a. þegar hann tók við bókinni. „Við sjáum hins vegar árangurinn hvarvetna og það hefur auðvitað tekist vegna frumkvæðis Land- græðslunnar og aðkomu íslenskra bænda og góðs skilnings þeirra á þýðingu þess að græða landið. Og auðvitað ekki síst með stuðningi ís- lensku þjóðarinnar sem ætíð hefur verið til staðar í þessum efnum,“ sagði Einar enn fremur. Níels Árni Lund sagðist í gegnum störf sín í landbúnaðarráðuneytinu hafa séð hversu vel hafi miðað við græðslu landsins. „Ég vil bara enda þetta á því að segja, Sveinn minn, að ég vona að þótt þér takist að græða óskaplega mikið að aldrei verði svo að við vitum ekki hvað átt var við þegar ort var „Yfir kaldan eyðisand,“ sagði Níels Árni og upp- skar hlátur viðstaddra. Um 260 ljósmyndir, teikningar og kort prýða bókina en í henni hef- ur verið dreginn saman marg- víslegur fróðleikur sem lýtur að uppgræðslu Íslands síðustu öldina. Kemur fram að samanlögð framlög hins opinbera til landgræðslu í 100 ára sögu landgræðslustarfs nema um 14 milljörðum króna fram- reiknuð á verðlagi ársins 2006. Morgunblaðið/Eggert Sáðmenn sandanna Friðrik G. Olgeirsson, höfundur bókarinnar, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Einar Kr. Guðfinnsson landbúnaðarráð- herra og Níels Árni Lund, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Jarðvegsverndin vekur athygli víða SKÝRSLU um vist barna á Breiða- víkurheimilinu verður skilað í janúar á næsta ári. Formaður nefndarinnar, Róbert R. Spanó, lagaprófessor við HÍ, segir vinnuna ganga vel og að nefndin ætti að geta haldið sig innan áætlaðs tímaramma. Nefndin, sem kallast „nefnd um könnun á vist- og meðferðarheimil- um á árunum 1950-1980“, var skipuð af forsætisráðherra síðastliðið vor. Verkefni nefndarinnar eru sam- kvæmt Róbert bundin ákvörðun for- sætisráðherra og var Breiðavík eina heimilið sem henni var falið að kanna í þetta sinn. Í framhaldi af Breiðavíkurrann- sókninni muni nefndin gera tillögur um hvort framhald verði á sambæri- legum rannsóknum á öðrum vist- heimilum og jafnframt leggja til hvaða heimili frá þessu tímabili verði skoðuð. Það mat verði hluti af skýrsl- unni sem skilað verði í janúar. Breiðavík- urskýrsla í janúar TÆP 94% telja mjög eða frekar mikla þörf á upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur samkvæmt könnun Capacent Gallup um ímynd og vit- und um alþjóðahús. Aukning í heild- ina er 2% frá seinasta ári en þeim hefur fjölgað um 10% sem telja mjög mikla þörf á upplýsingamiðstöð. Mjög jákvæð gagnvart starfsemi Alþjóðahúss Mjög jákvæð afstaða birtist í nið- urstöðum könnunarinnar gagnvart starfseminni en 88% eru mjög eða frekar jákvæð gagnvart Alþjóðahúsi. Konur eru jákvæðnari en karlar og eykst jákvæðni frekar með aldri og menntun. Könnunin fór fram dagana 12.-26. september. Úrtakið var 1.350 manns valdir af handahófi. Svarhlutfall var 62%. Telja mikla þörf á upp- lýsingum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.