Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 23 MINNINGAR ✝ Karl MagnúsGunnarsson fæddist við Fram- nesveginn í Vest- urbæ Reykjavíkur hinn 20. apríl 1938. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi, fimmtudag- inn 29. nóvember 2007. Foreldrar hans voru Margrét Ágústa Magn- úsdóttir, f. í Reykjavík 21. ágúst 1894, d. 1. desember 1973, og Gunnar Bjarnason verkamaður, f. í Ný- lendu í Langholtssókn í V- Skaftafellssýslu 10. nóvember 1892, d. 7. júní 1980. Systkini Karls eru Katrín, f. 1927, d. 1997, Óskar Finnur, f. 1929, d. 1981, Ingi Friðbjörn, f. 1931, d. 2006, Kristjana Matta, f. 1932, d. 1965, og Svanhvít, f. 1935, d. 1982. Þá var einnig Magnús Að- alsteinsson, f. 1924, uppeld- isbróðir hans. Birna, f. 1998. 4) Snorri leigubif- reiðarstjóri, f. 1964, kvæntur Ingibjörgu Fells Elíasdóttur, vinnur við skrifstofustörf, búsett í Reykjavík börn þeirra eru Arn- ar Fells, f. 1987 og Anna Lind Fells, f. 1997. Dóttir Snorra og Mörtu Jörgensdóttur er Steina Dröfn, f. 1984, í sambúð með Gunnsteini Helga Maríussyni, dóttir þeirra er Apríl Emma, f. 2006, þau búa í Kópavogi. 5) Karl Magnús leigubifreiðar- stjóri, f. 1970, hann á tvö börn með fyrrverandi konu sinni, þau eru Lena Björg, f. 1992 og Björgvin Már, f. 1996. Karl býr í Reykjavík. Karl ólst upp í foreldrahúsum á Framnesvegi 14 en þau Svan- laug fóru ung að búa og fyrstu búskaparárin vann Karl við skrifstofustörf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur en gerðist svo leigubifreiðarstjóri og starfaði sem slíkur þar til heilsan brást á liðnu sumri. Í um 17 ár og sam- hliða akstrinum rak Karl efna- laug sem fjölskyldan starfaði við. Karl var félagslyndur og var jafnan virkur í því félagsstarfi sem hann var þátttakandi í. Útför Karls verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Karl giftist Svan- laugu Friðþjófs- dóttur, f. á Ísafirði 15. mars 1943. For- eldrar hennar voru Anna María Mar- íanusdóttir, f. á Ísa- firði 14. maí 1919, d. 18. júlí 1997, og Friðþjófur Þor- bergsson, f. 29. nóv- ember 1915, d. 17. ágúst 1972. Börn Karls og Svanlaug- ar eru. 1) Anna Ágústa, starfar við skrifstofustörf, f. 1959 gift Pétri Júlíussyni framkvæmdastjóra, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Arnór Davíð, f. 1986, Svan- dís Nanna, f. 1989, og Sindri Freyr, f. 1996. 2) Eygló, heima- vinnandi listakona, f. 1961 gift Ársæli Þórðarsyni, húsasmið og umsjónarmanni hjá HÍ, búsett í Reykjavík. 3) Bjarni Friðjón leigubifreiðarstjóri, f. 1962, býr í Reykjavík, dóttir hans og Hrefnu Hugadóttur er Hugrún Elsku pabbi minn, er virkilega komið að þessum tímamótum? Ég trúi því ekki og get svo illa sætt mig við það. Þú varst yndislegur maður, þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að hjálpa okkur börnunum þínum hvenær sem þú gast og ekki síst ef eitthvað bjátaði á hjá okkur í lífsins ólgusjó. Þá stóðst þú á bak við okk- ur eins og klettur. Þú varst bara þannig ef þú hefðir átt tvö hundruð kall og við hefðum verið í kröggum þá hefðir þú lánað tvöhundruðkall- inn. Æ, pabbi minn, það er svo margt sem maður fer að rifja upp á svona stundu eins og t.d. þegar ég var lítil og þú varst að raka þig, þá söngst þú með þinni einstöku rödd að mér fannst. Mér fannst alltaf að þú ættir að vera einsöngvari með karlakór. Þú varst félagslyndur, hress og kátur og í æsku elskaðir þú að spila fótbolta, en vegna fötlunar þinnar gastu það ekki, því miður, því læknavísindin voru ekki komin með þá þekkingu sem komin er í dag og kannski hefði verið hægt að laga þess konar fötlun í dag. En þú elskaðir að spila og þá sérstaklega bridds og ekki varstu síðri í taflinu. Ég man alltaf eftir þér að tefla við vini þína þegar þeir kíktu í heim- sókn. Þú fylgdist alltaf vel með bolt- anum og var KR þitt lið og í ensku var það Manchester United og fór það ekkert á milli mála þegar þú varst að fylgjast með þínum liðum ef þau skoruðu. Pabbi minn, þú hafðir alltaf svo mikla trú á mér og stóðst alltaf með mér. Ég man þegar ég var orðin sautján ára og fékk bílprófið og þá varst þú orðinn leigubílstjóri, og fórst með mér í smábíltúr til að at- huga hvort stelpan gæti eitthvað keyrt og það var nú ekkert smáhrós sem ég fékk. Þú sagðir: „Þú keyrir bara eins vel og ég.“ Eftir það var ekkert mál að fá bílinn lánaðan hve- nær sem hægt var. Svona var allt og auðvitað reyndi maður að standa undir þessu hrósi. Þú treystir og trúðir líka á það besta í öllum. Það var þitt markmið í lífinu að sjá sómasamlega fyrir fjölskyldunni og var það töluvert basl með stóra fjöl- skyldu því við börnin komum fjögur á fimm árum og það fimmta fimm árum síðar. Þannig að það var nóg að gera hjá stórri fjölskyldu. Það var mjög oft farið í sunnudagsbílt- úra og alltaf vestur á Framnesveg þar sem þú ólst upp og þú sagðir stoltur og ánægður hver bjó hér og ég var meira að segja allt í einu far- in að keyra vestur á Framnesveg sjálf með mína krakka á sunnudög- um og segja þeim að þarna hafi afi Kalli búið. Og nú á mamma eftir að eiga erf- itt því þótt þú hafir ekki getað farið með henni í langar gönguferðir eða á gönguskíði taldir þú það nú ekki eftir þér að keyra hana út um allar trissur og bíða eftir henni ef það gleddi hana. Og ykkur fannst gam- an að fara í útilegur með barnabörn- in og fara með þeim að veiða og þau elskuðu það. Það var frábært að við skyldum fara hringinn í sumar og þú fórst með okkur í Borgarfjörð eystri þar sem mamma þorði alls ekki því hún er svo bílhrædd blessunin. En í þessari ferð sáum við reyndar hvað þú varst orðinn þreyttur. Við vorum svo ánægð með þessa ferð. Það var allt svo fallegt því það var sól og blíða allan tímann. Nú kveð ég þig, elsku pabbi minn, og veit að það hafa orðið fagnaðarfundir hjá þér og þinni fjölskyldu þegar þú hittir þau í sumarlandinu. Þín dóttir Anna. Nú þegar þessi stund er komin sem mætir okkur á lífsleiðinni, að missa sína nánustu og hjá mér hann pabba minn, sem hefur verið svo mikill hluti af mér alla ævi mína, þá myndast við það mikið tómarúm. Hann hefur yfirgefið þessa jörð, eins og allir gera einn daginn, og fara þá til annarra heimkynna, og ég trúi því að Jesús Kristur hafi tekið við honum inn í ríki sitt, því pabbi trúði á hann. Hann sá ekki bara fyrir þungu heimili á meðan við börnin voru lítil, heldur veitti einnig hjálp þegar við urðum fullorðin, hann og mamma hjálpuðu okkur öllum mjög mikið. Það var þeim báðum að þakka að ég gat stundað nám úti í Svíþjóð í þrjú ár. Pabbi gekk einnig með mér upp að altarinu þegar við Ársæll giftum okkur. Hann hafði alla tíð yndi af náttúrunni, við fjölskyldan fórum oft saman í ferðalög á sumrin, og hann keyrði okkur oft um bæinn á helgidögum. Og við fjölskyldan höf- um alltaf safnast saman á sunnu- dögum og ýmsum öðrum hátíðisdög- um. Pabbi elskaði fótbolta mest af öllu fyrir utan mömmu eða börnin sín og barnabörnin. Hann varð samt að láta sér það nægja að horfa á íþróttir á skjánum, og oft heyrðist í honum – ,,Já, það var mark!“ Sérstaklega þegar, ,,Manchester United“ sigraði í bolt- anum. Núna verð ég víst að kveðja þig, pabbi minn, þú færð núna að upplifa þá ró og þann frið sem er í nátt- úrunni, ég trúi því að þú sért að njóta hennar núna, og sitjir í mak- indum í kærleiksólinni á grænum engjum himinsins, þar er engin þjáning né sorg, eða getur hlaupið frjáls um hin gullnu stræti. Ekki má gleyma mömmu, því hún hefur staðið eins og klettur við þína hlið, og bjó okkur fallegt og gott heimili, hún á heiður skilið. Ég myndi vilja segja það að lokum, að trúfesti og hollusta, sem þið hafið alltaf sýnt hljóti einnig sín laun hjá Guði. Við sjáumst á himnum, og ég bið að heilsa öllu okkar fólki sem þú sérð þar. Þín dóttir Eygló. Kalli minn, mig langar að minnast þín með fáum orðum. Þó verða öll orð fátækleg og smá í sniðum þegar ég hugsa til baka. Sársaukinn og veikindin eru nú að engu orðin og þú kominn á betri stað og það opn- ast örugglega himnarnir þegar fréttist að von sé á þér. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann og allar eru þær góðar, en þó stendur það upp úr að Kalli var góður maður og oft kom það honum í koll hvað hann trúði á það góða í öðrum. Kalli hafði stórt og mikið hjarta og mátti ekk- ert aumt sjá og það var líka hjartað sem hélt þegar að allir aðrir líkams- hlutar voru búnir að gefa eftir. Læknarnir töluðu um að þeir tryðu varla hvað hjartað þitt væri sterkt og þó að það færi yfir 140 slög, þá sló það ekki feilpúst. Þú máttir aldr- ei kynnast neinum án þess að tala um að þig langaði að hjálpa honum. Þrátt fyrir þína líkamlegu fötlun heyrði ég þig aldrei kvarta og oft hugsaði ég með mér að aðrir ættu að taka þig til fyrirmyndar hvað það varðaði. Á spítalanum sagðir þú öll- um að ekkert væri að þér og þér liði bara nokkuð vel og allt væri í þessu fína, þrátt fyrir að öllum mátti vera ljóst að þú kvaldist á hverjum degi. Það eru margar minningar sem koma upp í huga mér, Kalli minn og þá sértaklega að stuttu eftir að ég kynntist Önnu, þá eignaðist þú Chevrolet Novu og bauðst mér í bíl- túr. Í stuttu máli þá þurfti ég að halda mér í öllum beygjum og þú fórst í 3 stafa tölu en aldrei varð ég smeykur. Þú varst einn öruggasti bílstjóri sem ég hef setið í bíl hjá. Þarna uppgötvaði ég að það bjó laumutöffari í þér og leit ég alltaf á þig þannig eftir það. Það var alltaf gaman að ræða stjórnmál við þig þar sem við vorum yfirleitt ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. En það er til vitnis um tryggð þína að þú kaust Alþýðuflokkinn til að byrja með og varst ekkert að hafa þetta flókið heldur kaust hann og það sem tók við af honum eftir það. Eitt vorum við þó sammála um og það var Man. U. og þú varðst aldrei þreyttur á að horfa á þá leika. Hér á Íslandi varstu KR ingur og fannst mér það nú ekki til mikillar fyrirmyndar, en þú sagðir mér alltaf að þú værir líka Víkingur, þar sem þeir spiluðu í röndóttum búningum. Þar vorum við sáttir. Strax í sumar sá maður að þér leið ekki sem best en mikið er ég feginn að hafa farið með þér hring- inn í kring um landið og heimsótt Kárahnjúka og Borgarfjörð eystra. Man ég að þegar við keyrðum brekkurnar þar talaðir þú stans- laust um Sollu og hvað hún yrði hrædd við að keyra þessa fjallvegi. Einnig að þegar við komum til baka og sáum brekkurnar bláar af berj- um, þá spurðir þú hvort ekki ætti að sækja Sollu til Egilsstaða þar sem hún þorði ekki þessa fjallvegi. Alla tíð sá maður að þú varst skotinn í Sollu og varð maður stundum var við unglingaglampa í vöngum þegar þú talaðir um hana. Kalli minn, innilega vona ég að þér líði vel núna þar sem þú ert og vonandi færðu sæti við eitt borðið til að spila bridge eða skák. Þá ertu á heimavelli. Solla mín, ég votta þér innilega samúð mína en eins og þú veist þá standa dyrnar á Jötnaborgum alltaf opnar fyrir þér. Pétur. Karl tengdafaðir minn var ein- staklega aðlaðandi maður. Glaðværð hans og hlýlegt viðmót var það sem mætti mér strax við okkar fyrstu kynni og þar bar aldrei skugga á. Þegar ég kynntist Eygló var hún sú eina af krökkunum sem bjó í for- eldrahúsum en þótt ég væri miklu eldri en hún var mér strax tekið af foreldrum hennar og systkinum af mikilli alúð. Foreldrar Kalla, Margrét og Gunnar bjuggu á Framnesveginum og þar ólst Kalli upp með systkinum sínum og í uppeldi sínu hefur hann tekið það í arf að vera þrautseigur og gefast ekki upp þótt móti blési. Kalli var sannur fjölskyldufaðir og setti sér strax þau markmið að sjá sómasamlega fyrir konu sinni og börnum. Vinnudagurinn var oft langur en það gekk. Frá fæðingu bar Kalli líkamlega fötlun sem lýsti sér í óeðlilega stífum vöðvum og liðamótum í fótum og höndum. Læknisaðgerðir sem hann gekkst undir í bernsku og æsku báru ekki þann árangur sem vænst var. Það tók mig tíma að átta mig á að þessi grannvaxni og spengilegi maður, virðulegur í fasi, væri háður þessum krankleika. Vafalaust hefur þessi reynsla í æsku aukið honum þolgæði sem kom glöggt fram í því æðru- leysi sem hann sýndi oft þegar að kreppti og nú síðast í sínu hinsta veikindastríði. Stutt er síðan hann sat í hvíld- arstólnum sínum heima í stofu og tók á móti fjölskyldu sinni. Um ára- bil hefur sú hefð verið í heiðri höfð að fjölskyldan hittist hjá Kalla og Sollu á sunnudögum. Dýrmætar stundir fyrir alla þar sem fjölskyld- an ræðir málin. Þegar ,,enska bolt- ann“ bar upp á sama tíma og fjöl- skyldufundina var eins gott að vera fimur með fjarstýringuna á sjón- varpinu því hvorugu var hægt að af- lýsa en Kalli var snillingur í að gera einn þátt úr þessu öllu saman svo allir létu sér vel líka. Þau Kalli og Solla hófu ung bú- skap og börnin komu. Kalli gerðist leigubifreiðarstjóri og í tæpa tvo áratugi ráku þau hjónin efnalaugina í Grímsbæ en höfðu áður reynt fyrir sér með rekstri á söluturni. Fyrstu árin var nokkrum sinnum skipt um húsnæði en lengst af bjó fjölskyldan í Hamrabergi 30 og þaðan flugu börnin úr hreiðrinu. Undanfarin ár hafa þau hjónin búið að Hraunbæ 152. Kalli var mikill áhugamaður um bíla, var farsæll bílstjóri og eign- aðist ungur bíl. Að sitja undir stýri og aka um landið var það sem hon- um líkaði og hringveginn ók hann í sumar eins og oft áður. Kalli tók þátt í kjörum barna sinna af lífi og sál og þegar við Eygló keyptum bústaðinn var hann áhugasamur um allt sem að fram- kvæmdinni laut, enda athafnamaður í sér og í síðustu heimsókninni setti hann saman grillið og tók þátt í öllu eins og venjulega. Gaman hefði ver- ið að hann hefði notið þar hvíld- arstunda í framtíðinni en svona er lífið og ég bið góðum vini Guðs frið- ar. En Kalli var ekki einn, Guð gaf honum einstaka sómakonu, fjölhæfa atorkukonu sem stóð með honum í blíðu og stríðu og það vissi Kalli og virti hana og mat. Minning um kæran eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa er okkur öllum aðstandendum dýr- mæt og við minnumst látins ástvin- ar með þökk og virðingu. Ársæll Þórðarson. Sporin sem stigin verða í dag að kveðja kæran vin verða þung. Enn þyngri verða þau fyrir fjölskylduna hans. Fjölskyldan hans var honum allt. Það eru orðin ansi mörg ár síðan Kalli treysti mér fyrir bílnum sín- um, ég leysti hann af. Með okkur skapaðist mikill vinskapur sem aldr- ei brá skugga á. Hann var afskaplega notalegur vinnufélagi og hvers manns hugljúfi á vinnustaðnum okkar, málin voru sko ekki flækt neitt að óþörfu. Hann lauk oft máli sínu með því að segja glaðlega við mig í talstöð- inni; takk fyrir samtalið. Nú er komið að mér að kveðja og þakka árin öll. Ég mun sakna hans og aldr- ei mun hann gleymast. Hann var vinsæll hjá sínu fólki og sumir báðu sérstaklega um að hann kæmi að aka þeim. Ég fylgdist með úr fjar- lægð þegar Kalli veiktist í sumar, ég vissi þegar nær dró. Vonin dvínaði og bæn um líkn fyrir hann tók við. Nú er hann horfinn okkur í sum- arlandið, þar munum við hittast síð- ar. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér; Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson.) Fjölskyldunni allri sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Hinsta kveðja, kæri vinur. Ragnheiður Hilmarsdóttir, Steinar Jónsson. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku afi minn, ég er ekki enn bú- in að ná því að þú sért virkilega far- inn. Þetta er allt svo óundirbúið að þú þurftir að kveðja okkur. En þeg- ar ég hugsa til þess þá veit ég að þér líður eflaust mjög vel á staðnum sem þú ert á núna. Ég á nú ófáar minningarnar frá þér afi, ferðalögin á sumrin og svo allar góðu minningarnar úr Hamra- berginu. Ég man þegar ég kom einu sinni í heimsókn og sá skál á borð- inu frammi í forstofu sem var alveg troðfull af klinki, ég varð svo hissa og stolt yfir að ég ætti virkilega rík- asta afa í öllum heiminum! En ég verð að viðurkenna að ég var líka pínu hneyksluð á þér að þú skyldir þá bara gefa mér 50 kall en ekki meiri pening fyrir namminu á laug- ardögum. Ég áttaði mig ekki alveg á því svona ung að þetta var bara skiptimyntin fyrir leigubílinn. En þú varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla, þú varst svo indæll og með svo stórt hjarta. Ég hugsaði líka með mér í sumar hvað ég hlakk- aði svakalega mikið til að gifta mig eða eitthvað álíka, því þá ætti ég mesta stuðbolta-afann. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og þó ég fengi ekki langan tíma með þér þá minnist ég þín alltaf, elsku afi minn. Svandís Nanna Pétursdóttir. Karl Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.