Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HRÆÐSLAN OG NAFNLEYND Sl. laugardagsmorgun barst rit-stjórn Morgunblaðsins bréf fráökumanni jeppa, sem lenti í al- varlegu bílslysi skammt frá álverinu í Straumsvík sl. fimmtudag. Ökumað- ur bílsins bað Morgunblaðið að birta yfirlýsingu frá sér um tildrög slyss- ins vegna „illgjarns og kvikindislegs bloggs“ á blog.is, bloggsíðum Morg- unblaðsins. En jafnframt óskaði öku- maðurinn eftir því, að yfirlýsingin yrði birt án þess að nafn viðkomandi kæmi fram vegna hótana, sem fram hefðu komið í sinn garð. Þótt það gangi gegn grundvallarat- riðum í ritstjórnarstefnu Morgun- blaðsins, enda búið að hreinsa nafn- lausan texta út úr blaðinu öllu á undanförnum áratugum nema í dálki Velvakanda, var ákvörðun tekin um það á laugardagsmorgun að verða við þessari ósk og yfirlýsingin var birt hér í blaðinu í gær. Ástæðan var sú, að það var augljóslega mikilvægt fyr- ir þá, sem hlut eiga að máli, að koma ákveðnum skýringum á framfæri vegna þessa slyss. Það er hins vegar óhugnanlegt hversu algengt það er orðið að fólk óski eftir birtingu undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir. Bloggið er mál út af fyrir sig. Þar er orðinn til vettvangur, þar sem ein- hver hópur fólk virðist fá útrás fyrir sínar verstu kenndir með svívirðing- um og rógi um annað fólk. Um leið og bloggið hefur galopnað umræður í samfélaginu meir en nokkru sinni fyrr fer það með umræðurnar hundr- að ár aftur í tímann, þegar það var eitt helzta sport þeirra, sem skrifuðu í blöð, að vega að andstæðingum sín- um undir nafnleynd. Fyrir nokkrum vikum birti Morg- unblaðið nafnlaust bréf, þar sem aug- ljóslega var talað af þekkingu um samskipti stórmarkaða og birgja. Höfundarnir treystu sér ekki til að skrifa undir fullu nafni af ótta við hefndaraðgerðir. Snemma í nóvember birti Morgun- blaðið grein eftir einn af blaðamönn- um blaðsins, Agnesi Bragadóttur, þar sem hún vakti athygli á því, að í greinum hennar fyrr á þessu ári um meint kvótasvindl hefði hún orðið að styðjast við nafnlausar heimildir vegna þess, að viðmælendur hennar hefðu ekki þorað að koma fram undir fullu nafni af ótta við hefndaraðgerð- ir. Í byrjun nóvember kom fram hjá öðrum blaðamanni Morgunblaðsins, Pétri Blöndal, í umfjöllun hans um málefni Orkuveitunnar og Geysir Green, að hann yrði að vitna til lög- fræðinga án þess að geta nafna þeirra. Ástæðan var nokkuð ljós. Þeir höfðu engan áhuga á að að þeim yrði veitzt vegna skoðana þeirra á opin- berum vettvangi, jafnvel með þeim afleiðingum, að þeir fengju ekki verk- efni, sem þeim hefðu ella staðið til boða. Hvers konar þjóðfélag er þetta að verða? Hvað ætlar Alþingi að gera til þess að verja stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi landsmanna? MÁL KOSOVO Í ÖNGSTRÆTI Íslenska ríkisstjórnin hyggst eftirfund utanríkisráðherra aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins fyrir helgi móta afstöðu sína til væntan- legrar sjálfstæðisyfirlýsingar Kos- ovo. Í raun hefur verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi með Kos- ovo. Undanfarið hafa hins vegar engu að síður farið fram viðræður um framtíð héraðsins. Serbar lýstu sig reiðubúna til að veita Kosovo sjálfstjórn í flestum atriðum, en voru ekki reiðubúnir til að ganga svo langt að veita héraðinu sjálfstæði. Stjórn- völd í Kosovo sætta sig aftur á móti ekki við neitt minna en sjálfstæði. Í dag verður Ban Ki Moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, greint frá því að viðræðurnar hafi farið endanlega út um þúfur. Hashim Thaci, sigurvegari kosninganna í Kosovo í nóvember, hyggst nú lýsa yfir sjálfstæði, en þó ekki fyrr en í janúar þegar skýrsla SÞ um viðræð- urnar liggur fyrir og stuðningur Bandaríkjamanna, Evrópusam- bandsins og NATO er vís. Í átta ár hefur Kosovo verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna – eins konar nýlenda alþjóðasamfélagsins – og ástandið þar er skelfilegt. Raf- magn er skammtað, atvinnuleysi um 60% og meðallaun þeirra, sem hafa vinnu, 240 evrur á mánuði eða tæpar 22 þúsund kr. Vinsældir SÞ eru því ekki miklar. Ekki er traust á stjórn- málamönnum mikið meira. Í kosn- ingunum í nóvember náði þátttakan ekki 45%. Mikill meirihluti íbúa Kos- ovo, sem flestir eru af albönskum uppruna, en þar er einnig serbnesk- ur minnihluti, kýs sjálfstæði. Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir styðji Kosovo. Evrópusambandið stóð sig illa þegar gamla Júgóslavía liðaðist í sundur. Nú er kominn ann- ar prófsteinn á ESB og aftur ætlar að reynast erfitt að knýja fram ein- ingu. Sérstaklega draga Grikkir, Kýpverjar, Rúmenar og Spánverjar lappirnar. Þeir óttast kröfur minni- hlutahópa heima fyrir verði fallist á sjálfstæði Kosovo. Ekki einfaldar stuðningur Rússa við málstað Serba málið. Rússar geta staðið í vegi fyrir því að öryggisráðið álykti um framhald mála í Kosovo. Hugmyndir um að næsta skref í átt til sjálfstæðis Kosovo verði að SÞ dragi sig í hlé og ESB taki að sér uppbyggingu lögreglu og fleira auk þess sem friðargæsluliðið verði áfram til að gæta þess að réttindi serbneska minnihlutans og serbnesk menningarverðmæti verði virt munu ekki hljóta náð fyrir augum Rússa í öryggisráðinu. Sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo mun fylgja mikil spenna. Á hinn bóginn er ljóst að við núverandi ástand verður ekki búið lengur. Átta ár eru nógu langur tími. Það er ekki kostur að þvinga Kosovo-búa til að lúta ráða- mönnum í Belgrað á ný. Menn eru skiljanlega tvístígandi, en það mun engu bjarga að slá málinu á frest. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FYRIR ári síðan áætlaði Hag- stofa Íslands að meðalútgjöld heim- ilanna til kaupa á mat og drykkjar- vöru væru 12,9% af heildarútgjöldum heimilanna og hafði þá farið lækkandi um nokkurt skeið. Bráð- lega verða birtar nýj- ar tölur og þá má ætla að hlutfallið lækki enn töluvert. Þetta má lesa úr þeim upplýsingum sem Hagstofan safn- ar og notar við sund- urliðun neysluút- gjalda og neysluverðsvísitölu. Þó hlutfall mat- arútgjaldanna fari minnkandi í samanburði við aðra útgjaldaliði er það ekki vegna þess að verðlag á matvælum fari lækkandi heldur hækka aðrir liðir, eins og húsnæð- iskostnaður, mun hraðar. Þó hlutfall heimilanna til mat- arinnkaupa fari lækkandi er samt mikilvægt að halda matarverði sem lægstu fyrir alla hlutaðeigandi, neytendur, verslun í landinu og rík- issjóð. Hér hafa verið teknar saman ýmsar upplýsingar um þróun verð- lags og sölu á matvælum sem ættu að nýtast í upplýstri umræðu um þetta sameiginlega hagsmunamál þjóðarinnar. Meiri tekjur af virð- isaukaskatti eftir matarskattslækkun Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti hafa hækkað þó svo að mat- arskatturinn hafi lækkað úr 14% (á sum- um matvörum 24,5%) í 7%, þann 1. mars síð- astliðinn. Matarverð hækkaði um 2,3% á tímabilinu frá mars til október, sem er í takt við hækkanir á hinum Norðurlöndunum, en velta dag- vöruverslana jókst mun meira. Á fyrstu 9 mánuðum ársins voru tekjur ríkisins af virðisaukaskatti 8,7 milljörðum meiri en á sama tímabili í fyrra, mælt á verðlagi hvers árs. Í yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá október 2006 var hins vegar talið að aðgerðirnar myndu leiða til þess að ríkissjóður yrði af um 6 milljörðum kr. vegna aðgerð- anna. Það virðist ekki vera (Sjá mynd 1.) Mikil veltuaukning dag eftir skattalækkun Í mars síðastliðnum varð veltuaukning í dagvöruver að við mánuðinn á undan sa kvæmt smásöluvísitölu Ra sóknaseturs verslunarinna samanburðar varð um 10% aukning í sama mánuði í fy Eðlilegt er að draga þá ály veltuaukningin hafi orðið í tengslum við lækkun á virð isaukaskatti og afnámi vör Matarskattur og ve Eftir Emil B. Karlsson Emil B. Karlsson Mynd 1. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti janúar september 2006 og 2007 (millj. kr.). Heimild: Fjármálaráðuneytið. Mynd 2. Veltuvísitala dagv verðlagi. Heimild: Rannsó » Þó hlutfall matútgjaldanna fa minnkandi í sam- anburði við aðra ú gjaldaliði er það e vegna þess að ver matvælum fari læ andi heldur hækk ir liðir, eins og hús iskostnaður, mun hraðar. Maður sér víða umbúðiraf matarpökkum fráBarnahjálp SÞ og öðr-um stofnunum, stór hluti íbúanna lifir nú á matargjöfum. En þessar stofnanir hafa líka átt í stríði við hernámsyfirvöld sem tak- marka mjög aðgang að Gaza. Hliðin hafa verið opnuð einu sinni í viku fyrir vöruflutninga og þá nokkra klukkutíma á dag sem er engan veg- inn nóg,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður fé- lagsins Ísland-Palestína, sem ferð- aðist um hernumdu svæðin í nær þrjár vikur í nóvember. Sveinn Rúnar var í námsferð til að kynna sér aðstæður í heilbrigð- ismálum og hitta samstarfsaðila á borð við dr. Mustafa Barguthi, for- seta Læknishjálparsamtakanna í Palestínu, jafnframt afhenti Sveinn þeim fé sem félagið safnaði hér á landi handa Palestínumönnum. „Ekki síst vildi ég komast inn á Gazasvæðið og hitta kollega þar og fulltrúa stjórnar Hamas sem í reynd ræður yfir Gaza,“ segir Sveinn Rún- ar. „Þótt þjóðstjórn Hamas- mannsins Ismael Haniyeh hafi verið leyst upp er hann í reynd forsætis- ráðherra Gaza, þar er önnur palest- ínsk stjórn, til hliðar við þá sem situr í Ramallah á Vesturbakkanum. Mér fannst mjög áhugavert að hitta heil- brigðisráðherra þeirra, dr. Naim og heyra frá honum hvernig staðan væri. Það er mikilvægt að halda sambandi við alla aðila og reyna að rjúfa þessa einangrun, þetta umsát- ur um Gaza.“ Harkalegt á Vesturbakkanum en ólýsanlegt á Gaza Sveinn segir að hernámið sé enn harkalegt á Vesturbakkanum en meðferðin á Gazabúum sé bók- staflega ólýsanleg. Þar sé fólki refs- að grimmilega fyrir það að íbúar herteknu svæðanna skuli á sínum tíma hafa veitt Hamas öflugan meirihluta á þjóðþinginu í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. „Ég kom á sjúkrahús í Jabalyia- flóttamannabúðunum á Gaza, í þeim búa um 150.000 manns en alls er yfir ein og hálf milljón á öllu Gaza. Þarna er gríðarlegt álag á sjúkrahúsinu og allri heilsugæslunni sem er rekin þar af samtökum sem á ensku heita Union of Health Work Comm- unities. Þetta eru ein af mörgum frjálsum félagasamtökum sem um árabil hafa haldið uppi heilbrigðis- þjónustunni á herteknu svæðunum og líka í flóttamannabúðunum ásamt UNRWA, sem er ein af und unum Sameinuðu þjóðanna annast aðstoð við Palestínu En UNRWA er svo naum skammtað, ég held að þau f á dag á íbúa í flóttamannabú til að sinna menntun og heil isþjónustu, þess vegna kem unin ekki yfir þetta. Þá kom félagasamtök til skjalanna. Nú orðið ríkir ægilegur s Gazasvæðinu á nánast öllum nauðsynjum. Í heilsugæslun mörg lyf algerlega uppurin Mikil neyð á Gaz Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir ástandið mun verra en á Vesturbakkanum og brýnt sé að rjúfa einangrun svæðisins Bros Sveinn Rúnar Hauks ínskum börnum í Hebron á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.