Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 21 a raunin. gvöru ð um 18% rslun mið- am- ann- ar. Til % veltu- yrra. yktun að ð- rugjalda þann 1. mars. Ekki er ljóst hvort þessi aukning hafi orðið vegna þess að neytendur hafa keypt meiri mat en áður eða farið að velja dýrari matvörur. Ekki er ástæða til að rekja veltuaukninguna, sem þarna varð, til hærra verðlags á matvöru því að mati Hagstofunnar skilaði sér skattalækkunin til neytenda í verði, en margir höfðu óttast að kaupmenn héldu sama útsöluverði eftir lækkun matarskattsins og styngju hagnaðinum í eigin vasa. (Sjá mynd 2.) Þróun verðlags á matvælum hér og á Norðurlöndunum Þó verðlag á matvælum sé hátt hér á landi miðað við nágrannalönd okkar hefur verðlagsþróunin á und- anförnum mánuðum verið nokkuð sambærileg. Ef borin er saman vísitala matarverðs sem birt er mánaðarlega á Hagstofum allra Norðurlandanna kemur í ljós að verðhækkun á matvælum hér á landi er minni en í Danmörku og meiri en í Svíþjóð, Noregi og Finn- landi. Á tímabilinu mars til október 2007 hækkaði matvælaverð í Dan- mörku um 3,1%, á Íslandi um 2,3%, í Svíþjóð um 1,7% og í Noregi um 0,4% og í Finnlandi varð lækkun Annað afar athyglisvert er að verðlag á dagvöru er það sama í nóvember 2001 og í nóvember 2007 samkvæmt vísitölumælingu Hag- stofunnar og er 2,6% lægra nú en í janúar 2002. Frá því í lok ársins 2002 hafa aðrir þættir í neyslu- verðsvísitölunni hækkað mun meira en dagvörur eins og sjá má á mynd 4. Þegar tollar voru afnumdir af innlendu grænmeti árið 2002 hafði það veruleg áhrif til lækkunar á öllu grænmeti og ávöxtum eins og kemur fram í skýrslu um verðlag á matvælum sem tekin var saman af Hagstofustjóra. Aftur má merkja verðlækkun á dagvöru í byrjun árs 2005 þegar verðstíð geisaði milli lágvöruverðsverslana. Enn lækkaði verðlag umtalsvert vegna lækk- unar virðisaukaskatts af matvælum og afnáms vörugjalda á matvæli. Eins og sjá má á mynd 4 hefur verðlag á dagvöru lækkað í stórum þrepum en hækkað smám saman á milli þessara verðlækkana. Einnig má sjá á mynd 4 að þær sveiflur sem verið hafa á vísitölu dagvöruverðs hafa ekki teljandi áhrif á heildarvísitölu neysluverðs, hvort sem miðað er við neysluverðs- vísitölu með eða án húsnæðis. Mat- væli vega sífellt minna í vísitölunni. Framleiðsluverð og smásöluverð á innlendum matvælum Langmest af þeim matvælum sem neytt er hér á landi eru innlend matvæli. Í umræðu um mat- vælaverð er oft deilt um það hvort hækkanir sem eiga sér stað eigi uppruna sinn hjá framleiðendum eða smásölunni. Hagstofa Íslands birtir reglulega vísitölu fram- leiðsluverðs sundurliðaða eftir teg- undum. Ef gerður er samanburður á vísitölu framleiðsluverðs inn- lendra matvæla við vísitölu neyslu- vöruverðs (verð úr smásöluversl- unum) á sömu tegundum kemur í ljós að verðsveiflur eru ekki alltaf í takt. Verð frá framleiðanda getur hækkað en um leið lækkað í smásölu og öfugt. Ástæðan gæti verið samkeppni á markaði, mis- munandi kostnaðarþróun eins og laun eða að verðlagsbreytingar á hráefni séu mislangan tíma að skila sér út í verðlag. Einnig gætu gengissveiflur haft áhrif. Á mynd 5 sést að verð frá fram- leiðendum hækkaði um 9% frá jan- úar 2006 – janúar 2007 frá framleið- endum en um 11% úr smásölu. Stærsta einstaka breytingin varð í mars á þessu ári þegar virð- isaukaskattur var lækkaður og vörugjöld afnumin af matvælum. Þá lækkaði neysluverðsvísitalan um rúmlega 9% í einu vetfangi. Áhugavert verður að fylgjast með þessari þróun með hliðsjón af boð- uðum verðhækkunum á innfluttu kornmeti, sem hefur áhrif á inn- lenda matvælaframleiðslu. Umræða um matvælaverð er ár- viss viðburður hér á landi og vegur líklega þyngra í þjóðfélagsumræð- unni en í flestum nágrannaríkja okkar. Þetta er jákvætt og ber vott um að neytendur láta ekki bjóða sér hvað sem er. Hins vegar heyr- ast einnig fullyrðingar í opinberri umræðu sem byggjast á getgátum og órökstuddum fullyrðingum. Slíkt er engum til góðs og leiðir til þess að deilur magnast og aðilar skiptast í fylkingar. Með þeirri samantekt sem hér birtist er gerð tilraun til að leiða í ljós raunveru- lega þróun verðs og áhrifa skatta- lækkunar á matvæli samkvæmt þeim mælikvörðum sem almennt eru viðurkenndir. erðlag Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, Háskólanum á Bifröst. vöruverslunar 2006 og 2007 á breytilegu óknasetur verslunarinnar Mynd 4. Samanburður á þróun vísitölu neysluverðs, með og án húsnæðis og verð á dagvöru. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 5. Samanburður á framleiðsluverði og neysluverði innlendra mat- vara. Heimild: Hagstofa Íslands og Rannsóknasetur verslunarinnar. Mynd 3. Þróun neysluverðs matvæla á Norðurlöndunum. Heimild: Hag- stofur Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. um 0,1%. Tímabilið er ef til vill of stutt til að segja til um verðþróun matarverðs hér á landi eftir að skattabreytingin var gerð 1. mars sl., en gefur þó vísbendingu um hún sé í takt við hin Norðurlöndin. (Sjá mynd 3.) Sama matarverð og fyrir sex árum Athyglisvert er að fylgjast með þróun dagvöruverðs í samanburði við heildarþróun neysluverðs. Úr þeim samanburði má meðal annars lesa áhrif lækkunar matarskatts á samkeppni á smásölumarkaði og hins vegar að verðlækkanir á dag- vöru hafa lítil áhrif á þróun heildar- vísitölunnar, enda vega útgjöld til dagvara sífellt minna í heildar- útgjöldum heimilanna eins og kom fram hér að framan. tar- ari út- ekki rðlag á ækk- ka aðr- snæð- dirstofn- a sem umenn. mt fái 25 sent úðunum, lbrigð- mst stofn- ma frjáls skortur á m lífs- nni eru , um 90 lyf eru alveg ófáanleg og önnur að renna til þurrðar á næstu vikum. Þarna vantar einnig efnin sem við læknar kölluð reagensa, þau eru notuð til að gera blóðrannsóknir og fleira af þvi tagi. Þá er ekki hægt að flytja inn vara- hluti í tæki. Samt er það svo að á al- Awda-sjúkrahúsinu í Jabalyia er helsta áhyggjuefnið skortur á elds- neyti. Nú þegar hefur verið skrúfað að verulegu leyti fyrir aðstreymi eldsneytis sem m.a. er notað á sjúkrabílana en líka á dísilrafstöðv- arnar. Þetta vofir stöðugt yfir og það hefur líka gerst að hernámsyfirvöld taki allt rafmagn af svæðinu. Rafmagn frá Askalon Rafstöðin sem framleiðir rafmagn fyrir Gazasvæðið er við borgina Askalon í Ísrael, þaðan er rafmagnið selt til Gaza. Það stóð til að loka al- gerlega fyrir rafmagnið 2. desember en málið fór fyrir hæstarétt í Ísrael og þar tókst að fá aðgerðinni frestað í bili meðan ríkisstjórnin og her- námsyfirvöld gerðu nánari grein ef lokað verður fyrir rafmagnið. Loks má nefna að skólpdælur stöðv- ast líka, þær ganga fyrir rafmagni.“ Sveinn segir aðspurður að allt efnahagslíf á Gaza sé orðið mjög tak- markað. „Atvinnuleysið er á bilinu 70-80% og álíka margir lifa undir hungurmörkum, verslun og iðnaður eru meira eða minna í molum vegna þess að það er ekki hægt að flytja neitt til svæðisins eða frá því. Fólk getur fengið miklar upplýs- ingar um ástandið með því að skoða heimasíðu samtakanna Gaza Comm- unity Mental Health Program, þetta eru heimsþekkt samtök undir for- ystu dr. Eyad el- Sarraj. Netfangið er www. end-gaza-siege.ps.“ Ósveigjanlegir landamæraverðir Sveinn lýsir því hvernig hann varð ásamt félaga sínum, hollenskum lækni, Ben Alofs, sem býr í Wales, að bíða dögum saman við landa- mærastöð Ísraela við Gazasvæðið eftir að hafa kynnt sér aðstæður á Vesturbakkanum. Ekki virtist duga þótt þeir hefðu fengið, fyrir til- stuðlan Lúterska heimssambands- ins, vilyrði háttsettra embættis- manna í Ísrael um að fá að fara inn á Gaza. Verðirnir við landamærastöð- ina Erez töldu þá ekkert erindi eiga þangað. Alofs gafst loks upp en Sveinn náði að heimsækja svæðið í einn sól- arhring. Var hann þá búinn að leita hjálpar hjá liðsmönnum utanrík- isráðuneyta jafnt Ísraels sem Ís- lands og loks bar þrýstingurinn ár- angur. fyrir henni. En sé lokað fyrir raf- magnið fer það líka af vatnsdælum sem dæla úr brunnum en Gaza fær ekki hreint og gott vatn frá Ísrael heldur verður að notast þar við brunna. Þeir fá ekki að bora djúpt eftir góðu vatni heldur eru þetta grunnar holur og vatnið er salt, maður finnur saltbragð þegar mað- ur burstar tennurnar úr því. Þeir sía að vísu vatnið svo að það verði neysluhæft en einnig hefur borið mikið á mengun í drykkjarvatninu. Jafnvel þetta lélega vatn missa þeir za og mörg lyf uppurin Ljósmynd/Ben Alofs sson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, með palest- á Vesturbakkanum. Andóf Mótmæli gegn niðurrifi ólífutrjáa Palestínumanna við bæinn Bi’lin. Ísraelar beita jafnan táragasi og byssum til að hrekja mótmælendur á brott, að sögn Sveins Rúnars. »Nú þegar hefur ver-ið skrúfað að veru- legu leyti fyrir að- streymi eldsneytis sem m.a. er notað á sjúkra- bílana en líka á dísil- rafstöðvarnar. Ljósmynd/Ben Alofs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.