Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bee Movie m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 Duggholufólkið kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Duggholufólkið kl. 4 - 6 LÚXUS Hitman kl. 5:50 - 8 - 10:10 Hitman kl. 8 - 10:10 LÚXUS Dan in Real Life kl. 8 - 10:15 Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 B.i. 10 ára Heartbreak Kid kl. 10 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITA- BÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN OG DULARFULLAR VERUR OFL! JÓLAMYNDIN 2007 Duggholufólkið kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Run Fat Boy Run kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hitman kl. 6 - 10 B.i. 16 ára Saw IV kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Butterfly on a Wheel kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára Dan in real life kl. 5:45 - 8 - 10:15 La vie en Rose kl. 8 -10:40 Apnea Ítölsk kvikmyndahátíð kl. 6 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* DAN Í RAUN OG VERU S T E V E C A R E L L Stórskemmtileg rómantísk gaman- mynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF eee - H.J., MBL “Töfrandi” eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” Ítalskir dagar 6 - 12 desember MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! JERRY SEINFELD OG CHRIS ROCK SJÁ TIL ÞESS AÐ ALLIR ÆTTU AÐ FARA BROSANDI HEIM EN AUK ÞEIRRA FER OPRAH WINFREY, STING, RAY LIOTTA OG RENÉE ZELLWEGER MEÐ HLUTVERK Í ÞESSARI GAMANSÖMU TEIKNIMYND. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi.ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUNUM SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM MYNDDISKAR» Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is SÍÐASTI pistill fjallaði um 10 ára afmæli mynddisksins, en líkt og komið hefur fram er DVD-formið að breytast umtalsvert með tilkomu nýrrar tækni. Útlitið er svipað eftir sem áður, en gæðin munu aukast umtalsvert með tilkomu Blue-ray og HD-DVD. Talað er um byltingu í gæðum með tilkomu háskerp- unnar en eitt vandamálið varðandi útbreiðslu hennar var talið ofurhátt verð á tækjabúnaðinum, en þar eru miklar breytingar í sjónmáli. Í dag bjóða raftækjaverslanir í Banda- ríkjunum tæki fyrir hvort kerfið frá 250 dölum, eða 16-17.000 kr., sem á mannamáli þýðir að við eigum von á því að geta fest kaup á háskerpu- tæki fyrir um 30.000 kr., sem þykir ekki umtalsverð fjárhæð hérlendis þegar slík lífsnauðsyn er í húfi. Margt fleira er á döfinni, m.a. er Apple-risinn kominn í gang í staf- ræna kvikmyndadreifingarslagnum með hinum feikivinsæla ipod og býður upp á niðurhal á bíómyndum líkt og hann hefur gert með svo byltingarkenndum árangri í tónlist- inni. Það má einnig telja víst að á þessum tæknilegu óróatímum haldi hinir íhaldssamari að sér höndum uns það skýrist betur hverjir og hvaða tækni muni standa upp úr þegar yfir lýkur. Persónulega finnst mér sennilegt að Blue-ray og HD-DVD megi njóta með einu og sama tæki og það muni sigra fyrr en varir. Ekki síst til að koma í veg fyrir sam- bærilegt tjón og kaupendur (og seljendur) urðu fyrir vegna sam- keppninnar á milli Beta- og VHS á árdögum myndbandsspólunnar sál- ugu. Blint trygglyndi hinna svokölluðu Beta-manna, sem vildu meina að þeirra tækni hefði umtalsverða yf- irburði yfir VHS, er minnisstætt og allir vita hvernig málum lauk: Beta- tækjaeigendur sátu eftir með sárt ennið og urðu að fjárfesta í hinum „ólíkt lélegri“ VHS-tækjum. Þá er óminnst á þá sem fjárfestu í þriðja myndbandakerfinu sem kom fram á sjónarsviðið við innreið þeirra, og hét 1000 (að mig minnir), og var framlag Philips-tæknirisans. Það varð ekki langlíft en seldist þó í þúsundatali hérlendis. Þegar DVD-diskurinn kom á markaðinn var aðeins eitt kerfi á boðstólum og neytendur hafa búið við það vænlega umhverfi í áratug. Nú eru breyttir tímar framundan með kerfin tvö sem munu berjast af fullum krafti uns annað verður und- ir. Það þýðir mikinn kostnað og óþægindi fyrir okkur, neytendurna. Vonum að iðnaðarrisarnir sjái að sér og sameinist um annað kerfið, það verður affærasælast fyrir alla aðila – því fyrr, því betra. Blue-ray eða HD-DVD? Morgunblaðið/Árni Torfason Sjónvörp „Það má einnig telja víst að á þessum tæknilegu óróatímum halda hinir íhaldsamari að sér höndum uns það skýrirst betur hverjir og hvaða tækni mun standa upp úr þegar yfir lýkur.“ OFBELDISFULL og háðsk fram- tíðarsýn meistarans fjallar um fúl- menni, foringja unglingagengis (McDowell). Heltekinn kvalalosta og eiturfíkn en dáir Níundu sinfóníu Beethovens, á milli þess sem hann misþyrmir, nauðgar og drepur fórn- arlömb valin af handahófi. McDowell leikur geðklofann unga af óhugnanlegri innlifun og hleður myndina, ásamt einstaklega hrotta- legum atriðum, ólýsanlegum, ljóð- rænum óhugnaði sem heldur áhorf- andanum í greipum sér. Undir lokin hefst endurbót sem minnir á slæmt „tripp“ hjá sýrumeytanda. Var gagnrýnd fyrir ofurofbeldi sem er jafnþungt hnefahögg á skilning- arvitin enn í dag. Ofbeldi, dóp og Beethoven MYNDDISKUR Glæpir/Drama/Spenna Bandaríkin 1971. Sam-myndir 2007. 131 mín. Íslenskur texti. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: Stanley Ku- brick. Aðalleikarar: Malcolm McDowell, Adrienne Corri, Patrick Magee. A Clockwork Orange  Sæbjörn Valdimarsson Clockwork orange „Ofbeldisfull og háðsk framtíðarsýn meistarans fjallar um fúlmenni.“ RAUNVERULEIKASJÓN- VARPSÞÁTTUR að hætti Survivor á að slá öllu við sem áður hefur sést á slíkum vettvangi. Stjórnandinn er gamall herforingi, keppendurnir eiga að lifa af vítisdvöl í fenjaskógum í suðurríkjunum. Til að bæta gráu ofan á svart komast þátttakendur að því að á hælum þeirra eru gutl- hungraðar mannætufamilíur. Framhaldsmyndin á ekkert skylt við frummyndina, auðgleymdan hroll um ferðamenn á vafasamri af- leið, og er á engan hátt minnisstæð ef undan eru skildar óvenjusóðaleg- ar aðfarir við aflífun keppendanna, garpa sem kalla ekki allt ömmu sína uns þeir enda í spaðketsbitum og saltpétri. Keppendurnir sem lentu í kjötkötlunum MYNDDISKUR Spenna/Hrollur Bandaríkin 2007. Sena. 93 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: Joe Lynch. Aðalleikarar: Erica Leehrsen, Henry Rollins. Wrong Turn 2: Dead End  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.