Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 13 ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UPPLAUSN gömlu Júgóslavíu hófst í Kosovo fyrir tveimur áratugum síðan, það var hér sem Slobodan Milosevic sló sjálfan sig til riddara, tók upp gunnfána serbneskrar þjóðernishyggju og leysti um leið úr læðingi ógnaröfl mikil sem áttu eftir að verða þess valdandi að tugþúsundir manna týndu lífi og til varð nýtt og voðalegt hug- tak, þjóðernishreinsanir. Nú er Kosovo aftur vettvangur heimsfréttanna – löngu eftir að Kró- atía, Slóvenía og Bosnía önnur fyrrverandi sam- bandslýðveldi Júgóslavíu urðu sjálfstæð ríki – því að þó að leiðtogar Kosovo-Albana hafi í gær heitið því að lýsa ekki yfir sjálfstæði nema sam- þykki ESB og Bandaríkjanna liggi fyrir þá er frá og með deginum í dag aðeins tímaspursmál hve- nær þeir taka það afdrifaríka skref. Það ætti svo sem ekki að þurfa að koma nokkr- um manni á óvart að þessi stund er runninn upp. Öllum sem dvalið hafa lengur en dagstund í Kos- ovo ætti að vera ljóst að Kosovo-Albanar vilja rjúfa öll tengsl við Serbíu og voru aldrei líklegir til að vilja sætta sig við nokkra málamiðlun hvað sjálfstæðiskröfuna varðaði. Og þó hafa menn setið við samningaborðið svo mánuðum skiptir, raunar eru heil átta ár síðan stjórn héraðsins var hrifsuð úr höndum Serba: Eftir að stríði Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Serba lauk í júní 1999 tóku Sameinuðu þjóð- irnar að sér stjórn Kosovo með ályktun örygg- isráðsins nr. 1244, en um leið fékk NATO það hlutverk að tryggja öryggi héraðsins og íbúa þess (allra íbúanna, líka Serbanna sem þar bjuggu en óttuðust ofsóknir af höndum meiri- hlutans, Albana). Serbar voru að sama skapi líklegir til að spyrna við fótum. Kosovo var hérað í Serbíu og leikur sérstaka rullu fyrir serbneska þjóðarsál því að það var hér sem Serbar töpuðu bardag- anum við Tyrki 1389, en sá atburður er einn sá mikilvægasti í sögu Serbanna. Kosovo hefur því verið kallað vagga serbneskrar þjóðar hvað sem líður þeirri staðreynd að aldir eru liðnar síðan Serbar voru þar í meirihluta íbúa. Spurning um áhrif í Bosníu Serbar telja sig hafa sýnt sveigjanleika í samn- ingaviðræðunum sem farið hafa fram, en síðustu lotunni lýkur í dag þegar Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri SÞ, fær formlega afhenta skýrslu sáttasemjaranna þar sem honum er gerð grein fyrir því að ekkert samkomulag hafi náðst í við- ræðum deilenda og ekkert samkomulag sé lík- legt til að nást. Serbar hafa lýst sig reiðubúna til að veita Kosovo fullveldi í eigin málum, þó ekki í utanríkismálum, og ekki krafist þess að fá þau áhrif sem þeir höfðu í héraðinu fyrir stríðið 1999. Þeir hafa haft ýmsar fyrirmyndir í huga, m.a. hafa þeir vísað til stöðu Álandseyja, sem tilheyra Finnlandi en eru að mestu byggðar Svíum. Albanar telja Serba hins vegar hafa beitt sig harðræði, segja má að röksemdin sé sú (og hana aðhyllast margir á Vesturlöndum) að Serbar hafi fyrirgert rétti sínum til Kosovo með stjórnar- háttum sínum þar til ársins 1999. Albanar telja sig í raun nú þegar hafa beðið of lengi og hafa lýst því yfir að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði fyrr en síðar. Þeir vita sem er að bandarísk stjórnvöld hafa hug á því að viðurkenna yfirlýsingu þeirra og mörg ríki ESB eru álitin líkleg til að gera slíkt hið sama, þó alls ekki öll. Þar á bæ telja menn ekki lengur að Kosovo geti orðið efnahagslega fullburða nema sjálfstæði komi til; en við núver- andi aðstæður er Kosovo sterkt vígi mafíósa sem nota héraðið sem dyr að Evrópu með sínar smyglvörur og sitt mansal. Rætt er um að sjálfstæðisyfirlýsingin komi snemma á nýju ári en ólíklegt er að staðan breytist úr þessu, hvað sem líður mótbárum Serba og bandamanna þeirra, Rússa. Vert er þó að muna að Rússar hafa neitunarvald í örygg- isráðinu og gætu því sett strik í reikninginn á þeim vettvangi, m.a. komið í veg fyrir að Kosovo fái aðild að SÞ. Rússar segja einhliða yfirlýsingu Kosovo um sjálfstæði lögleysu í þjóðréttarlegum skilningi enda sé Kosovo skilgreint í ályktun ör- yggisráðsins nr. 1244 sem hérað í Serbíu og á það er bent að Kosovo hafði aldrei stöðu sam- bandslýðveldis í Júgóslavíu, eins og Króatía, Slóvenía eða Svartfjallaland (sem rauf sam- bandið við Serbíu í fyrra); var að vísu lengi sjálf- stjórnarhérað en ætíð hluti af Serbíu. Hér býr undir, að hluta til, ótti Rússa við dómínó-áhrif; aðskilnaðarsinnar í Tétsníu eru t.d. líklegir vísa til fordæmis sem skapast með sjálfstæði Kosovo. Aðskilnaðarsinnar víðar gætu svo sem leikið sama leik; í Katalóníu, í Abkhazíu og Suður- Ossetíu, að ekki sé talað um serbneska lýðveldið í Bosníu en þar erum við e.t.v. komin að kjarna málsins: Bosnía hefur frá 1995 samanstaðið af tveimur sambandslýðveldum, einu sem Króatar og múslímar byggja og öðru sem kallast hefur Republika Srpska. Að mörgu leyti má segja að menn hafi aðstæður þar í huga þegar þeir tala um að sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo-Albana kunni að fylgja átök. Efasemdir eru nefnilega uppi um að Serbar (í Serbíu – en Serbíu má ekki rugla við Republika Srpska) hafi þrátt fyrir allt áhuga á að færa þær fórnir sem þyrfti ef þeir vildu efna til ófriðar um Kosovo. Serbar vilji ekk- ert heitar en komast loks í flokk „venjulegra“ ríkja og horfi í því samhengi vonaraugum til að- ildar að ESB. Þó er ljóst að í borginni Mitrovica í N-Kosovo, þar sem Serbar eru fleiri en Albanar, er hætta á væringum og í Republika Srpska kunna svo enn að lifa glæður í eldinum sem geis- aði fyrir rúmum áratug á Balkanskaga. Bíða ekki lengur eftir sjálfstæði Reuters Þáttaskil Albanar vilja aldrei aftur fara und- ir stjórn Belgrad. Þeir vilja sjálfstæði. Í HNOTSKURN »Um tvær milljónir manna búa í Kos-ovo, þar af eru um 92% Albanar, rúmlega 5% eru Serbar og svo búa þar ýmis mjög lítil þjóðarbrot, s.s. Roma (sígaunar). Kosovo er aðeins tæplega 11.000 ferkílómetrar að stærð og er inni í landi, þ.e. á hvergi aðgang að höfn. LEIÐTOGAR Evrópusambands- ríkjanna og Afríkuríkja urðu í gær ásáttir um að efla samskiptin milli álfanna tveggja til muna en þeir funduðu í Lissabon í Portúgal um helgina. Deilur vegna veru Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, á leið- togafundinum vörpuðu hins vegar skugga á samkomulagið en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sak- aði Mugabe á laugardag um að „skaða ímynd hinnar nýju Afríku“ með mannréttindabrotum sínum. Enn harðari afstöðu tók Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, en hann mætti einfaldlega ekki til leiðtogafundarins. Tals- menn Afríkuríkjanna gagnrýndu málflutninginn, sögðu að Zim- babwe hefði ekki átt að vera til um- ræðu á fundinum í Lissabon. Sjálfur fordæmdi Mugabe „hrokann“ og sagði mikilvægt að muna að Afr- íkumenn sættu mannréttinda- brotum af höndum Evrópumanna um aldabil. Lýðræði hefði aldrei komist á í Zimbabwe nema af því að Afríkumenn börðust fyrir því. Reuters Umdeildur Robert Mugabe mætir til leiðtogafundarins í Lissabon í gær. Hann er 83 ára og hefur verið forseti Zimbabwe í tæpa þrjá áratugi. Mugabe fór hörðum orðum um hrokann í Evrópumönnum SVÍNABÓNDI í Kanada, Robert Pickton, var í gær fundinn sekur um annarrar gráðu morð fyrir rétti í Vancouver. Dómurinn víkur að dauða sex kvenna en lík þeirra fundust í mörgum hlutum á búi hans 2002. Alls er Pickton sakaður um að hafa drepið 26 konur. Hann neitaði sakargiftum fyrir réttinum en kviðdómur var viss í sinni sök. Sekur um morð FLASKA af 81 árs gömlum skota var seld á 54.000 dollara, rúmar 3 milljónir ísl. kr., á uppboði í New York. Um var að ræða viskí frá Macallan-fyrirtækinu í Skotlandi sem var blandað 1926 og sett á flösku 1986 og svo umflaskað 2002. Dýr viskísopi ANNE Darwin var handtekin er hún sneri aftur heim til Bretlands í gær en hún er eiginkona Johns Darw- ins sem á laugardag var formlega ákærður fyrir fjár- svik. Darwin setti eigin dauða á svið 2002 svo kona hans gæti fengið greiddar tryggingabætur. Þá var Darwin ákærður fyrir að veita falskar upplýsingar í tengslum við umsókn um vegabréf. Handtekin við komuna heim Anne Darwin ásamt lögreglumönnum. ÞÚSUNDIR manna hafa um helgina tekið þátt í hreins- unarstarfi undan suðvesturströnd Suður-Kóreu eftir versta mengunarslys í sögu landsins á föstudagskvöld. Olía lak raunar úr olíuskipinu Hebei Spirit allt þar til í gærmorgun skammt undan friðuðu náttúruverndar- svæði og varð olíuflekkurinn um 20 kílómetra langur. Í gær var búið að stoppa lekann en skaðinn var skeður og víst þykir að mörg ár muni taka að endurreisa fiskeldi á þessum slóðum. Þá drápust margir fuglar í olíunni. Reuters Versta mengunarslys í sögu S-Kóreu Washington. AP. | Dómsmálaráðu- neytið bandaríska og innra eftirlit bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hyggjast í sameiningu framkvæma rannsókn á þeirri ákvörðun yfir- manna hjá CIA að eyða myndbönd- um sem sýndu bandaríska leyniþjón- ustumenn yfirheyra meinta hryðjuverkamenn al-Qaeda. Ástæð- an fyrir förgun myndbandanna er sögð sú, að þær hafi sýnt pyntingar. Demókratar á þingi hafa sakað CIA um að hafa ætlað að breiða yfir þá staðreynd, að pyntingar hefðu verið viðhafðar við yfirheyrslur á mönnum eins og Abu Zubaydah, meintum foringja hjá al-Qaeda. Þeir hafa krafist þess að hafin yrði glæpa- rannsókn á framgöngu CIA en rann- sókn dómsmálaráðuneytisins og innra eftirlits CIA gengur ekki svo langt, þar á í reynd einungis að leggja mat á hvort tilefni er til að efna til formlegrar rannsóknar. Fullyrt er að það hafi verið Jose Rodriguez, sem þar til í ágúst var yf- irmaður aðgerða hjá CIA, sem ákvað að eyða myndböndunum en Rodr- iguez fékk framgang í starfið í tíð Porters Goss, fyrrverandi yfirmanns CIA. Goss, sem Bush skipaði for- stjóra eftir að George Tenet hætti í september 2004, mun hafa frétt af förgun myndbandanna nokkrum dögum eftir að hún átti sér stað en hann sá hins vegar ekki ástæðu til að rannsaka málið sérstaklega eða greina nefndum þingsins frá því. Myndböndunum mun hafa verið eytt skömmu eftir að dagblöð vestra greindu frá því að Bandaríkjastjórn starfrækti leynileg fangelsi í öðrum löndum, þar sem yfirheyrslur yfir þeim föngum sem álitnir voru verð- mætastir fóru fram. Rannsókn fyrirskipuð Demókratar saka CIA um að hafa viljað breiða yfir þá stað- reynd að leyniþjónustan beitti pyntingum við yfirheyrslur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.