Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KARLAKÓRINN Fóst- bræður og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameig- inlega tónleika í Langholts- kirkju í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Sturlu Erlends- son en hann var félagi í báðum kórum um árabil. Kórarnir munu flytja létta tónlist af ýmsu tagi, dægurlög, ástarsöngva, jólalög og gam- ankvæði, sum með texta eftir Sturlu. Einsöngvari með kórunum verður Gissur Páll Gissurarson, tenór en meðleikari er Ingunn Hildur Hauks- dóttir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Tónlist Fóstbræður og Raddbandafélagið Gissur Páll Gissurarson HOLLENSKI ljósmyndarinn Hester Blankestijn heldur fyr- irlestur um landslags- ljósmyndun í Hollandi í dag kl. 12.30 í húsnæði myndlist- ardeildar Listaháskóla Ís- lands, Laugarnesvegi 91. Hún mun fjalla um tengsl landslags- ljósmyndunar við hefðina, um- ræður um hana og áhrif á hol- lenska samtímalist. Hún mun einnig segja frá verkefni sínu um ljósmyndun íslenskra kirkjugarða sem hún vinnur að nú í desember. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur Landslagsljós- myndun í Hollandi Túlípanar eru víða í Hollandi. Í KVÖLD verður upplestur á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar mæta Freyja Haralds- dóttir og Alma Guðmunds- dóttir og lesa upp úr nýrri bók um Freyju, Postulín. Þegar Freyja fæddist var henni ekki hugað líf. Í dag er hún rúmlega tvítug kona sem hefur afrekað meira en margir jafnaldrar hennar, þrátt fyrir að lifa með fötlun sem gerir að- stæður hennar erfiðari en ella. Alma var stuðn- ingsfulltrúi Freyju um tíma og hreifst þá af við- horfum hennar og óbilandi kjarki. Upplesturinn hefst kl. 20. Bókmenntir Postulín á Amts- bókasafninu Freyja Haraldsdóttir ÞEGAR auglýsingaljósmyndarinn Jim Kranz heimsótti Guggenheim- safnið í New York fyrir skömmu varð hann furðu lostinn að sjá þar mynd eftir sjálfan sig. Myndin var hluti af yfirlitssýningu listamannsins Rich- ards Prince sem sérhæfir sig í að taka myndir af auglýsingum, stækka þær upp og sýna í listasöfnum og galleríum. Eftir því sem frægðarsól Prince rís hærra og verk hans seljast dýrari dómum verður spurningin um það hver sé í raun höfundur mynd- anna áleitnari. Prince hóf ferilinn á því að mynda auglýsingar fyrir penna og sófasett, en færði sig svo yfir í auðþekkj- anlegri myndir, eins og þær sem Kranz tók fyrir auglýsingaherferð Marlboro. Árið 2005 seldist verk eftir Prince, byggt á sígarettuauglýsing- unum, á 1,2 milljónir dollara. Prince heldur því fram að hann geti ekki komið hugmyndum sínum til skila með því að taka ljósmyndir sjálfur og líkti áhrifunum við það hvernig sum tónlist hljómar miklu betur þegar plötusnúður spilar hana í útvarpinu en þegar maður hlustar á hana einn heima. Hann sendi New York Times eftirfarandi skilaboð vegna málsins: „Ég hef aldrei litið svo á að auglýsingar ættu sér höf- unda.“ Kranz segist ekki ætla að lögsækja Prince þótt honum sárni að ekki sé vísað til hans sem höfundar mynd- anna. Hann furðar sig á vinsældum listamannsins. „Það er óvenjulegt að myndlistarmaður geri verk sín ekki sjálfur og ég skil ekki allt tilstandið í kringum hann,“ sagði Kranz. „Ef ég gæfi Moby Dick út með skáletruðum texta væri það þá bók eftir mig? Ég er ekki lengur viss, en ég held ekki.“ Kúreki Mynd úr Marlboro-auglýs- ingu selst háu verði sem listaverk. Hver á myndina? Prince tekur myndir af auglýsingum Umdeildur Richard Prince. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA er margþættur rekstur og segja má að stoðirnar undir honum séu þrjár. Í fyrsta lagi forvarsla og viðgerðir á listaverkum. Önnur stoð- in er innflutningur á eðal-mynd- römmum, sem koma sérsniðnir eftir máli frá Danmörku. Þriðja stoðin er þetta framrými, sem er umboðssala á málverkum og listmunum.“ Viktor Smári Sæmundsson for- vörður er að tala um framrýmið í fyrirtæki sínu, Studio Stafni, við Ingólfsstræti. Á verkstæðinu innar í húsinu er annar forvörður önnum kafinn við að leggja lokahönd á hreinsun stórs sjávarmálverks frá 17. öld. Þar bíða mörg önnur verk viðgerðar eða hreinsunar, en hér fyrir framan eru ný myndverk eftir myndlistarmanninn Óla G. Jóhanns- son. Þessi sýning var opnuð á föstu- daginn var og stendur aðeins í eina viku. Viktor Smári segist taka verk í umboðssölu en ekki hvað sem er. „Ég er frekar með dýrari verk. Þetta rými hér býður upp á litlar sýningar en það er meira mér til skemmtunar aðvera með tvær til, þrjár sýningar á ári. En ég er ekki með neina listamenn á mínum snær- um. Óli G. er eini listamaðurinn sem ég er í svona tengslum við en hann selur hvergi annarsstaðar hér á landi.“ Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var Óli tekinn inn í Opera- galleríið í London, sem er með útibú víða um heim. Í maí verður hann með sýningu í New York. „Þetta er mikið ævintýri hjá Óla,“ segir Viktor. „Með þessari sýningu hér er hann að minna á sig, en hann fór þess á leit við mig að ég væri allt- af með nokkrar myndir hér til sölu.“ Meirihlutinn falsaður – Þú starfaðir lengi sem forvörður hjá Listasafni Íslands. Voru það mikil umskipti að fara út í rekstur? „Jú, gríðarleg. Ég var starfs- maður Listasafnsins í 16 ár, var að verða fimmtugur og hugsaði að ann- aðhvort væri að breyta um núna eða ekki. Niðurstaðan í hinu svokallaða málverkafölsunarmáli gerði út- slagið. Mér var ofboðið og ákvað að hætta hjá safninu. Það fór samt frið- samlega fram enda líkaði mér ágæt- lega þar. En það varð strax mjög mikið að gera hjá mér hér.“ – Fór fólk ekki að leita meira eftir ráðgjöf sérfræðinga eftir föls- unarmálið? „Jú. Með þessum dómi Hæsta- réttar losnaði um ákveðna stíflu á þessum listaverkamarkaði, samhliða því var mikill uppgangur í þjóðfélag- inu. Ég taldi mig geta nýtt mína þekkingu með því að bjóða upp á að votta að listaverk væru í lagi. Það var þónokkuð mikið um það, þegar ég var að byrja, að komið væri með verk í vottun. Bæði seljendur og kaupendur vildu fá vottun á verk. Það hefur heldur dregið úr því, fólk virðast vera farið að treysta mark- aðinum betur. Ég reikna með að í framtíðinni verði fólk á varðbergi gagnvart fölsuðum verkum og að fölsunarmálið gleymist ekki en um- ræðan róist. Fölsuð verk verða þó því miður alltaf í umferð, þau voru ekki gerð upptæk og geta viljandi eða óviljandi farið aftur í umferð. Það tókst ekki að uppræta þetta mál og verkunum var skilað aftur til eigendanna. Það voru mikil mistök. Ég hefði viljað merkja þau eða sjá þau gerð upptæk, en lagaheimildir skorti.“ – Þurftirðu að færa einhverjum sem komu með verk slæmar fréttir? „Já. Það kom jafnvel fyrir að menn kæmu með sex, átta verk í einu og meirihlutinn af þeim var falsaður. Þá sem koma með verk sem þeir eiga, grunar oft að ekki sé allt með felldu. Hinir, sem eru að kaupa, vilja fá staðfestingu á að þeir séu ekki að kaupa köttinn í sekkn- um. Þetta er líka trygging, þar sem mörg listaverk eru mjög dýr.“ Verð sumra hækka verulega – Verð á góðum verkum hefur hækkað verulega. „Verð á verkum ákveðinna lista- manna hefur hækkað. Ég get nefnt verk eftir Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason, þau hafa hækkað umtalsvert, en verk eftir suma lista- menn sem voru vinsælir áður fyrr hafa hinsvegar staðið í stað. Mér sýnist almenningur vera þroskaðri í vali sínu en fyrir nokkr- um áratugum, og verðmyndunin er að mínu mati nú frekar hugsuð út frá gæðum en fersentimetrum. Það hef- ur orðið úrvinnsla á því hvernig verk eru metin, fólk gerir meiri kröfur um gæði – og er tilbúið að borga meira fyrir góða mynd. Svo eru óneitanlega tískusveiflur hvað varð- ar vinsældir tiltekinna listamanna.“ – Þú flytur inn sérsniðna ramma. Leggja kaupendur aukna áherslu á umbúnað dýrra verka? „Það hafa verið viðskipti við þetta danska fyrirtæki frá Íslandi í ára- tugi. Það er talsvert af þessum römmum á Listasafni Íslands. Þegar þessir rammar eru settir utan um málverk, þar sem þeir eiga við, þá gerist oftast eitthvað. Góð mynd verður mjög góð og mjög góð mynd verður frábær. Rammarnir eru með ekta blaðgull eða ekta silf- ur; það er ekki hægt að ná þessari áferð nema með ekta vöru. Það er tækni að velja ramma utan um verk; ég vil meina að það sé list- grein út af fyrir sig. Annars er ráðgjöfin sem ég veiti hér fyrst og fremst um varðveislu og umgjörð verka í heimahúsum, hvernig eigi að pakka verkum fyrir geymslu, lýsing og þessháttar. Svo met ég verðmæti verka fyrir fólk.“ Á verkstæði Stúdíó Stafns er litháískur forvörður að leggja loka- höndina á margra vikna viðgerð. „Þetta er óvenju umfangsmikið verkefni. Algengast er að fólk komi með listmuni í hreinsun. Þegar mál- verk er orðið eldra en 50 ára, og er búið að vera á íslensku heimili sem kynt er með hitaveitu, þá er það oft farið að láta á sjá. Hér verður oft mjög þurrt á heimilum á veturna og það sama á við um menn og málverk; of þurrt loft er heilsuspillandi. Göm- ul málverk innþorna og það fer að molna úr þeim. Þá þarf að forverja verkið. Hugtakið forvarsla þýðir að koma í veg fyrir frekari skemmdir og verja hlutinn þannig að hann end- ist áfram, án þess að sjáist að eitt- hvað hafi verið gert. Líftími verk- anna lengist, mögulega um aldir.“ – Þú segir uppsveifluna í efna- hagslífinu hafa örvað listmarkaðinn, á það einnig við um viðgerðir? „Fólki er umhugað um listaverkin sín, hefur kannski um tíma ætlað að láta hreinsa þau og styrkja og lætur verða af því núna. Gott efnahags- ástand og starfsemi í forvörslu helst í hendur,“ segir hann og brosir. Viktor Smári Sæmundsson forvörður selur listaverk og veitir ráðgjöf um myndlist Meiri kröfur um gæði Morgunblaðið/Einar Falur Forvörðurinn „Hér verður oft mjög þurrt á heimilum á veturna og það sama á við um menn og málverk; of þurrt loft er heilsuspillandi. Gömul málverk innþorna og það fer að molna úr þeim,“ segir Viktor Smári. Fólk á varðbergi vegna falsana Í HNOTSKURN » Bæði kaupendur og selj-endur sækjast eftir vottun um uppruna myndverka. » Viktor Smári segir almenn-ing þroskaðri í vali á mynd- verkum nú en fyrir nokkrum áratugum. » Verk ákveðinna listamannahafa hækkað umtalsvert en verk annarra staðið í stað. » Gott efnahagsástand ogstarfsemi við forvörslu helst í hendur. » Hann segir það listgrein útaf fyrir sig að velja ramma utan um málverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.