Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 27 Félagslíf MÍMIR 6007101219 I° jf I.O.O.F. 19  18812108  I.O.O.F. 10  18812108  Jv. HEKLA 6007121019 VI/V GIMLI 6007121019 lll Tilkynningar Auglýsing um skipulag í Kjósarhreppi Tillaga að deiliskipulagi á frístunda- svæði, Vindás 5 úr landi Vindáss. Hreppsnefnd Kjósarhrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Vindás 5 skv. 25. grein laga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagssvæðið tekur til 7,4 ha lands norðan Laxár, neðan Vindáshlíðar og er m.a. gert ráð fyrir 6 lóðum undir frístundahús. Tillaga að deiliskipulagi á frístunda- svæði, Vindás 7 úr landi Vindáss. Hreppsnefnd Kjósarhrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Vindás 7 skv. 25. grein laga nr. 73/1997 m.sbr. Skipulagssvæðið tekur til 9,1 ha lands norðan Laxár, neðan Vindáshlíðar og er m.a. gert ráð fyrir 3 lóðum undir frístundahús. Ofangreindar tillögur sem voru samþykktar í hreppsnefnd Kjósarhrepps þann 11. janúar 2007 verða til sýnis á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásagarði frá 10. desember 2007 til 20. janúar 2008. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 25. janúar 2008. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- fulltrúa Kjósarhrepps, Ásgarði Kjós, 270 Mos- fellsbær. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps, Jón Eiríkur Guðmundsson. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 13. Desember n.k. í sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, Strandgötu 29 og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2008. 2. Málefni Hitaveitu Suðurnesja. 3. Önnur mál. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði Atvinnuauglýsingar Vélstjóra vantar! á 160 tonna beitningarvélabát í Súðavík. Vinnsamlega hafið samband í 8493883. Portúgal, Spánar og Florida. Ólöf ferðaðist mikið og sérstaklega með fjölskyldunni. Ég á því skemmtileg- ar minningar af fjölmörgum ferðum- með henni á áhugaverðum stöðum víðsvegar um heiminn. Ég minnist margra góðra stunda frá ferðalögum okkar og ekki síst á jörð okkar að Reykjarfirði á Strönd- um. Ég og tengdamóðir mín vökn- uðum oftast fyrr en aðrir í slíkum ferðum og marga ógleymanlega morgunstundina áttum við og rædd- um lífið og tilveruna. Ég minnist sér- staklega morgunstundar þegar við horfðum út spegilsléttan Reykjar- fjörðinn og dáðumst að sköpunar- verkinu. Þar dáðumst við að falleg- ustu fjallasýn á Íslandi, fjallinu Kambi milli Reykjarfjarðar og Veiði- leysufjarðar, og ræddum jarðvistina. Við Ólöf vorum sammála um flesta hluti en náðum þó ekki niðurstöðu um hvert framhaldið væri að jarðvist lokinni. Við ræddum þetta oft í haust. Nú þegar ég horfi yfir fallegt lífshlaup Ólafar er ég reyndar enn sannfærðari um að slíkt hlutverk hljóti að bíða hennar. Ólöf var stór hluti af fjölskyldulífi okkar og var mikið hjá okkur, m.a. á aðfangadag og gamlárskvöld. Tóm- legt verður án hennar. Við leiðarlok er einstök vinátta og ræktarsemi við börnin okkar, Hönnu og Kristján þökkuð. Þar sem samskiptahæfileik- ar sonar okkar, sem einhverfs ung- lings, eru afmarkaðri en jafnaldra hans kemur í minn hlut að minnast sérstaklega einlægrar umhyggju hennar og vináttu við Kristján. Guð blessi minningu Ólafar. Halldór J. Kristjánsson. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Mér þykir svo leitt að fá aldrei aftur að sjá brosið þitt, heyra smitandi hlátur þinn eða fá stórt hlýtt knús frá þér. Ég á svo ósköp margar góð- ar minningar um þig sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Öll föstu- dagskvöldin sem við horfðum á eld- gamlar hallærislegar kvikmyndir á RÚV. Allar misheppnuðu rúllutert- urnar sem ég reyndi að búa til sem þú lést eins og þér fyndist ægilega góðar þrátt fyrir að minn matelsk- andi bróðir hefði ekki einu sinni get- að komið þeim niður. Allar aðventu- ferðirnar, með tilheyrandi ferðum í M&S og óvæntum símtölum frá Jör- undi og félögum. Öll þau skipti sem þú baðst mig um að slá á handarbak- ið á þér þegar þú ætlaðir að kaupa fleiri kerti þegar þú áttir nú þegar fulla skápa af kertum. Samverustundir hjá fjölskyldunni verða ekki þær sömu án þín og allra frasanna þinna. Þrátt fyrir að ég hefði viljað hafa þig hjá mér miklu lengur þá er ég samt þakklát fyrir að hafa fengið að eiga átján góð ár með þér. Þú hefur kennt mér svo margt og hjálpað mér svo mikið. Ég get aldrei þakkað þér nógu vel fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hef- ur alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég man að það varst þú sem hjálpaðir mér að búa mig undir fyrstu alvöru árshátíðina mína. Þú varst sú fyrsta sem þorðir með mér upp í bíl þegar ég var nýbúin að fá bílprófið. Það var alltaf hægt að treysta á þig. Mér þykir svo óskaplega vænt um þig, amma mín. Það er erfitt að þurfa að kveðja ekki einungis dásamlega ömmu heldur einnig frábæra vin- konu. Guð styrki fjölskyldu, vini og vandamenn á þessum erfiða tíma. Hanna Guðrún Halldórsdóttir. Það er svo erfitt að kveðja elsku fallegu ömmu mína. Hún fór alltof ung og ég átti enn eftir að læra svo mikið af henni. Mig langar bara svo mikið að faðma hana og kyssa, taka sársaukann í burtu og fá hana fríska til baka. En ég hef ekki völdin til þess. Það sem ég get gert núna er að minnast hennar og þeirra gjafa sem hún gaf mér. Fyrsta minningin mín um ömmu er koddinn hennar. Þegar amma fór fram úr á morgnana flýtti ég mér upp í rúmið hennar og setti andlitið í koddann. Það var svo góð lykt af henni og koddanum. Alltaf tók hún á veseninu í mér með jafnaðargeði. Leit upp úr garðvinnunni þegar ég kom heim með skurð eftir að hafa dottið og þvoði andlitið á mér í bað- vaskinum. Fór með mig á slysó þeg- ar ég klemmdi puttann á bílhurðinni. Stökk út í sundlaugina á Spáni í fjólubláa pilsinu sínu þegar ég var komin út í djúpu laugina án þess að vera með kút og bjargaði lífi mínu. En hún sinnti ekki bara hrakfalla- bálknum mér, hún var líka vinkona mín. Við spjölluðum saman, dönsuð- um í stofunni, ég fékk lánuð föt hjá henni, hún kom á danssýningarnar mínar, tók þátt í lífi mínu. Verandi mitt á milli þess að vera dóttir og dótturdóttir, fékk ég allt það besta sem amma mín hafði að gefa, frelsi og umburðalyndi sem barnabarni er gefið, og ást, umhyggju og vernd sem dóttur er gefið. Ég vona að hún sé á góðum stað. Hún á aðeins skilið það besta. Ég sakna hennar svo mikið. Ólöf G. Söebech. Elsku Ólöf, mikil var sorg mín þegar andlát þitt bar að. Sjúkdómur þinn sem greindist í júní, og þú barðist þinni hetjulegu baráttu við, sigraði að lokum. Leiðir okkar hafa legið saman síð- astliðin 23 ár, og vinátta okkar verið mjög náin. Með þinni hjálp og dugnaði var sumarbústaðurinn í Skorradal stækkaður, og áttum við þar ógleym- anlegar stundir saman. Vinátta ná- granna okkar í þessari paradís gat ekki verið betri. Ekki skemmdi nærveran við golf- völlinn á Hamri, sem var okkur mjög kær, og voru heimsóknir okkar þangað mjög tíðar. Golfferðirnar okkar sem við fórum í saman, bæði til Ameríku og Evr- ópu, voru ógleymanlegar ferðir með góðum vinum, og ekki hægt að fá betri ferðafélaga en þig. Kæra Lollý, mig langar að þakka þér fyrir öll skemmtilegu kvöldin í Haukanesinu og Krókamýrinni, með þér og fjölskyldu þinni, ásamt öllum öðrum samverustundum okkar. Blessuð sé minning þín. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu þinnar. Andrés Kristinsson. Kveðja frá starfsmönnum Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga Ólöf G. Guðmundsdóttir kom til starfa hjá Innheimtustofnun sveitar- félaga seint á árinu 1987. Hún vann við almenn skrifstofustörf fyrsta ár- ið, en 1988 tók hún við gjaldkera- stöðu stofnunarinnar og gegndi því til loka ársins 2006 er hún fór á eft- irlaun að eigin ósk. Gjaldkerastarfið hjá Innheimtustofnun er erfitt og umfangsmikið. Þegar Ólöf kom til Innheimtu- stofnunar höfðu orðið miklar breyt- ingar á högum hennar. Eiginmaður hennar Sigurður Söebech, kaupmað- ur var fallinn frá langt um aldur fram. Þau hjónin höfðu lagt hart að sér um margra ára skeið, við að byggja upp atvinnurekstur, þ.e. verslun þeirra, og byggt glæsilegt húsnæði í því sambandi. Þau eign- uðust 6 dætur sem allar bera for- eldrum sínum gott vitni. Ólöf var því vön mikilli vinnu sem móðir, hús- móðir og verslunarmaður. Það kom því snemma í ljós er Ólöf byrjaði að vinna hjá Innheimtustofn- un sveitarfélaga að hún kunni vel til verka. Dugnaður og nákvæmni ein- kenndu vinnubrögðin. Enginn starfs- maður mætti betur, engar fjarvistir. Athugasemdir endurskoðenda við verk hennar voru engar. Ólöf var í stuttu máli frábær starfsmaður. Hún var ekki allra, gat verið snögg upp á lagið og lá ekki á skoðunum sínum. Kjarkur hennar og einlægni var eðl- islæg. Í frístundum fannst Ólöfu skemmtilegt að stunda golf og ætlaði svo sannarlega að leggja rækt við golfíþróttina á efri árum. En örlögin eru oft miskunnarlaus og heilsubrest- ur kom í veg fyrir þau áform. Komið var að leiðarlokum. Vinur hennar til margra ára, Andrés Kristinsson, hef- ur misst mikið, og ættingjar allir en missir dætra hennar, tengdasona og barnabarna er þó mestur. Við starfsfólk Innheimtustofnunar sveitarfélaga þökkum Ólöfu sam- starfið og margar ánægjulegar stundir. Henni eru einnig þökkuð frábær störf í þágu stofnunarinnar. Við munum lengi minnast Ólafar G. Guðmundsdóttur. Það er von okk- ar og trú, að sá sem öllu ræður muni veita fjölskyldu hennar styrk á erf- iðum tímum. Þeim sendum við sam- úðarkveðjur um leið og við þökkum hinni látnu heiðurskonu fyrir allt. Veri hún Guði falin. F.h. starfsmanna hjá Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, Hilmar Björgvinsson. Kveðja úr Skorradalnum. Við viljum minnast vinkonu okkar og félaga með nokkrum orðum. Okk- ur er í fersku minni fyrir um 20 árum þegar Andrés félagi okkar kom með vinkonu sína Ólöfu í Skorradalinn og kynnti hana fyrir okkur. Má segja að þá strax hafi hún fallið inn í okkar litla samfélag. Margt kemur upp í hugann. Ólöf var mikill gleðigjafi og drifkraftur og var aldrei nein logn- molla í kringum hana. Við minnumst allra gönguferðanna, veiðitúranna á bátunum um vatnið og matar- og kaffiboðanna hvert hjá öðru, þar sem oft var glatt á hjalla. Ólöf var mikill náttúruunnandi og undi sér vel við gróðursetningar. Oft sátum við saman úti á palli á síðkvöldum og skoðuðum stjörnurn- ar og reyndum að muna nöfnin á þeim. Eða horfðum á Norðurljósin, það stórkostlega og mikilfenglega sjónarspil sem vart er hægt að lýsa. Ólöf var einnig mikil golfáhuga- manneskja og eru ófáar ferðirnar, bæði innanlands sem og utan, sem þau Andrés fóru saman. Einn var sá siður sem okkur var kær, að við komu og brottför var alltaf heilsað og kvatt að gömlum íslenskum sið, hlýtt handartak og koss á kinn. Að lokum viljum við þakka þér allar samverustundirnar í Skorradalnum og við vitum að þú fylgist með okkur. Missir Andrésar er mikill og biðjum við Guð um að styrkja hann og varð- veita í sorginni. Dætrum Ólafar sem og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Allar fagrar minningar, er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum við þér, fyrir samveruna. Lilja og Klemenz, Inga og Ólafur. Ég var rétt byrjuð að fletta Morg- unblaðinu og ekki komin að dánartil- kynningunum þegar síminn hringdi. Á línunni var Hafsteinn skólabróðir minn sem flutti mér þau sorgartíðindi að Ólöf væri dáin. Það tók mig smá- stund að átta mig á að hann var að tala um Lollý, vinkonu mína úr Verzló. Við kynntumst haustið 1953 þegar við hófum nám í Verzló. Það var jafnt á komið með okkur. Við þekktum engan. Því varð úr að við ákváðum að sitja saman. Þetta varð upphaf vin- áttu okkar. Næstu 4 árin sátum við saman, lærðum saman og vorum mikið saman. Skólann tókum við báð- ar mjög alvarlega, lærðum alltaf heima og sátum alltaf framarlega, til þess að missa ekki af neinu. Auðvitað voru kennararnir misjafnlega áhuga- verðir. Minnist ég tímabils þar sem vinsælt var að lauma fyrripörtum á milli nemenda í stað þess að hlusta á kennarann. Þeir sem sátu fyrir aftan okkur Lollý sendu okkur fyrriparta og man ég þess hvað Lollý var snögg og góð í að botna. Ekki veit ég hvort hún hefur haldið þessu við. Lollý átti sitt aðalheimili í Búðar- dal en leigði herbergi vestur í bæ. Í skólafríunum fór hún heim í Búðar- dal og á páskum 1957 fór ég með henni. Við höfðum allar skólabæk- urnar með því stutt var í lokapróf. Við lærðum mjög skipulega og þegar við hittumst í vor, hafði hún orð á því að hún hefði örugglega ekkert opnað skólabækurnar ef ég hefði ekki verið með henni. Fljótlega eftir 4. bekk í Verzló skildust leiðir. Lollý giftist og eign- aðist börn en ég hélt áfram námi. Það var ekki fyrr en 1972 að við hitt- umst aftur og þá á Fæðingardeild- inni. 1. september eignaðist ég barn númer 2 og daginn eftir lenti Lollý á sömu stofu og ég. Hún hafði þá eign- ast 6. dótturina. Eins og nýbökuðum mæðrum er eðlilegt, höfðum við samband fyrst á eftir til að bera sam- an bækur okkar. En það fór eins og í fyrra skiptið. Sambandið minnkaði. Sl. vor héldum við skólafélagarnir úr Verzló upp á 50 ára útskriftaraf- mæli með rútuferð upp í Borgar- fjörð. Mikið var gaman að hitta Lollý aftur. Við settumst auðvitað saman eins og í gamla daga. Fyrst ræddum við það sem á daga okkar hafði drifið, ræddum um börn og barnabörn. Mestur tíminn fór samt í að rifja upp árin í Verzló. Mikið var hlegið og ótrúlega margt kom upp í huga okk- ar. Ég þori að fullyrða að við höfðum báðar jafngaman af að hittast og rifja allt þetta upp. Okkur Lollý þótti líka skondið að heyra strákana í rút- unni segja alls konar sögur úr Verzló. Prakkarasögur sem við könnuðumst bara alls ekki við. Við vorum greinilega ekki í þeirri deild. Í þessari ferð minntist Lollý ekk- ert á nein veikindi. Ef ég hefði vitað um hennar veikindi, hefði ég haft meira samband við hana. Þrátt fyrir að hafa verið svona miklar vinkonur þessi 4 ár í Verzló, kynntist ég aldrei dætrum hennar. Ég vil þakka Lollý fyrir ákaflega skemmtilegar samverustundir í Verzló og votta aðstandendum henn- ar mína innilegustu samúð. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég yndislega manneskju sem fór allt of fljótt. Blessuð sé minning hennar. Hulda Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.