Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 26
|mánudagur|24. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Dísella Lárusdóttir söngkonabyrjar á Þorláksmessu þegarhún er innt eftir því hvað sé ómissandi á jólum í hennar huga. „Ég má alls ekki missa af skötunni – hún er uppáhaldsmaturinn minn í öllum heiminum. Það er eitthvað við hana sem gerir hana ómótstæðilega. Kannski hefur stemningin í kring um hana líka áhrif en því kæstari og eitraðri sem hún er, því betri finnst mér hún.“ Dísella býr í Bandaríkjunum en hefur alltaf komið til Íslands yfir hátíðirnar nema í eitt skipti þegar hún komst ekki vegna vandræða með vegabréfsáritun. „Þá var einmitt 23. desember erfiðasti dagurinn – að fá ekki skötu,“ segir hún og dæsir. Aðfangadagur er með svipuðum hætti hjá henni ár eftir ár. „Ég er alltaf að reyna að skipuleggja mig bet- ur en yfirleitt lendi ég í því að eiga eftir að pakka inn einum eða tveimur gjöfum á aðfangadag. Aðalmálið er þó að vera mætt fyrir klukkan sex í matarboð og hlusta á kirkjuklukkurnar í útvarpinu. Við systurnar borðum alltaf saman og þegar klukkurnar hringja finnst mér hátíðin gengin í garð.“ Eiginmaður Dísellu, Teddy Kernizan er nú í þriðja sinn á Íslandi á jólum og kann vel að meta íslensku hefðirnar og hátíðleik- ann sem er mun meiri hér en í Bandaríkjunum að hennar sögn. „Núna tókum við bróður hans með og Teddy er mjög spenntur að koma skötu ofan í hann. Þá þarf hann ekki lengur að vera einn í þessum ógeðs- legheitum,“ segir Dísella og hlær. „Þeir eru samt báð- ir mjög opnir fyrir skötunni og finnst hálft í hvoru spurning um að vera nógu mikið karlmenni að koma henni ofan í sig. Og þeir segja að fyrst ég geti borðað hana hljóti þeir að geta það líka.“ Kirkju- klukkurnar í útvarpinu Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi þarf ekki að hugsa siglengi um þegar hún er spurð að því hvað sé ómissandi á jól-unum. „Fjölskyldan mín,“ svarar hún án þess að hika. „Hún er númer eitt, tvö og þrjú því þegar hún er öll saman eru jólin komin hvort sem er.“ Svandís lumar þó á fleiri atriðum sem hún myndi helst ekki vilja vera án. „Það er ómissandi að fá rjómasoðinn jólagraut og að syngja „Nóttin var sú ágæt ein“ í stofunni eftir mat, áður en pakk- arnir eru teknir upp. Börnunum þykir það náttúrulega allt of sein- legt en við gerum það nú samt. Þetta er gömul hefð úr minni fjöl- skyldu því amma mín hafði þetta svona og svo mamma og loks ég.“ Rjómasoðni jólagrauturinn á hins vegar ættir sínar að rekja til fjölskyldu eiginmanns Svandísar og er fyrstur á matseðlinum á aðfangadagskvöld. „Við borðum hann í forrétt, svo undarlegt sem það kann að hljóma því hann er bæði þungur og seðjandi. Ég reyni hins vegar að skammta hann í eldhúsinu svo fólk verði ekki mett af honum einum og raunin er líka sú að það hefur góða lyst á aðal- réttinum þegar að honum kemur. En þessi þrjú atriði standa upp úr: samveran, grauturinn og sálmurinn.“ Morgunblaðið/Golli Samvera Fjölskyldan er allra mikilvægust á jólum Svandísar Svavarsdóttur. Samveran, grauturinn og sálmurinn Jólin ómissandi um jólin Angurværð Það eru jól allan ársins hring hjá Einari Má Guðmundssyni. Morgunblaðið/Frikki Einar Már Guðmundsson rithöf-undur á ekki í vandræðum meðað segja frá því hverju hann vill síst vera án um jólin „Mér finnst jólin vera ómissandi um jólin,“ svarar hann að bragði. „Það er einhver ró og angurværð sem fylgir þessum tíma. Maður man vel tilhlökkun barnsins en nú eru jólin varla farin þegar þau eru komin aftur. Það er líklega aldurinn sem gerir það að verkum að árið líður hraðar nú.“ Bækurnar eru að vonum stór þáttur í jólum Einars Más. „Ég er náttúrulega í þeim allt árið þannig að í þeim skilningi eru alltaf jól hjá mér.“ Hann viður- kennir þó að mesti erillinn tengdur bókaútgáfunni sé um jólaleytið en hvernig skyldi honum þá ganga að finna þessa ró, sem hann tengir jóla- haldinu? „Ég held henni nú, að minnsta kosti þessari andlegu ró. Sem höfundur fyrir jólin er maður í því að kynna verk- ið sitt og þannig miðla þeim boðskap sem það býr yfir. Meira getur maður svo sem ekki gert. Í því er fólginn sá andi sem í verkinu býr og ég vona að hann sé nú bara frekar jólalegur.“ Sennilega muna flestir eftir tíu, tólf jólum úr æsku sem þeir reyna að endurupplifa þegar þeir eld-ast,“ segir Halldór Gylfason leikari þegar hann er inntur eftir því hvað honum finnist ómissandium jólin. „Þessar gömlu hefðir ganga hins vegar ekkert upp eftir að maður er búinn að stofna sína eigin fjölskyldu og fer að taka tillit til maka og annarra. Eitt hef ég þó gert alla tíð, á hverjum ein- asta aðfangadegi frá því að ég man eftir mér og það er að fara upp í Fossvogskirkjugarð til að vitja leiða látinna ættingja.“ Halldór segist ekki láta þunga umferðina sem liggur í kirkjugarðinn aftra sér. „Ég reyni hins vegar að fara svolítið snemma svo ég nái að vera á undan mestu traffíkinni. Ég myndi ekki sleppa þessu fyrir nokkurn mun.“ Hin seinni ár hefur önnur hefð náð að festa sig í sessi hjá Halldóri. „Ég fer alltaf til Baldurs vinar míns í skötu á Þorláksmessu og hef gert það undanfarin fimm, sex ár. Mér finnst hún æðislega góð – þetta er rosalega góður matur,“ segir hann og leggur mikinn þunga í lýsingarorðin. Hann bætir því við að þótt hefðirnar breytist hafi jólin alltaf lag á að láta sjá sig. „Það var alltaf rjúpa á aðfangadag á mínu æskuheimili og ég kveið rosalega fyrir fyrstu jólunum E.R. (eftir rjúpu). Ég hélt hreinlega að það yrðu engin jól enda hafði mér alltaf fundist jólin komin þegar við pabbi kom- um heim úr jólaleiðangrinum á aðfangadag og ég fann lyktina af rjúpunum sem mamma var byrjuð að steikja. En jólin komu engu að síður þótt engin væri rjúpan og þau voru bara mjög fín og hátíðleg.“ Jólin komu þótt engin væri rjúpan Morgunblaðið/Frikki Hefðir Halldór Gylfason hefur frá því hann man eftir sér vitjað látinna ættingja í kirkjugarðinum á aðfangadag. Ómissandi um jólin Öll eigum við okkar hefðir og venjur sem í okkar huga gefa jólunum sinn sérstaka svip. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hleraði eftir því hjá fjór- um einstaklingum hvað væri ómissandi um jólin. Ómótstæðileg Því kæstari og eitraðri sem skatan er, því betri er hún að mati Dísellu Lárusdóttur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.