Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á VINNUSTÖÐUM, stórum sem smáum, eiga sér stað marg- vísleg samskipti á hverjum degi. Stundum ganga þessi samskipti vel, stundum illa. Á undanförnum árum hafa samskiptavandamál á vinnustöðum komið æ meira upp á yfirborðið. Með aukinni umræðu um einelti og samskiptavanda í þjóðfélaginu verður fólk æ meðvit- aðra um hvaða hegðun er ásætt- anleg og hvenær komið er út fyrir eðlileg mörk. Stéttarfélögin hafa ekki farið varhluta af þessari vit- undarvakningu enda hafa þau formlegu hlutverki að gegna þegar kemur að vinnuvernd starfs- manna, bæði samkvæmt lögum og reglugerðum og einnig sem um- boðshafar samningsréttar laun- þega. Samskipti fólks eru flókið fyr- irbæri, sem oft er erfitt að skilja, en áhrifin af annars vegar góðum samskiptum og hins vegar slæm- um leyna sér ekki. Gott andrúms- loft á vinnustað eykur framleiðni og starfsánægju. Slæmt andrúms- loft á vinnustað er hins vegar nið- urdrepandi fyrir starfsmenn. Orð- ið einelti er því miður oft notað til að lýsa annars konar sam- skiptavanda en þeim er telst ein- elti og missir því vægi sitt. Slík ónákvæmni í notkun hugtaka get- ur verið skaðleg og ekki í hag þeim, sem líða fyrir raunverulegt einelti. Hvað er einelti / sam- skiptavandi? Flestir tengja stéttarfélög ein- vörðungu við baráttuna fyrir bætt- um kjörum, en stéttarfélögin bera líka ríkar lagaskyldur varðandi vinnuvernd. Í 3. gr. reglugerðar nr. 1000/ 2004 með lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum er einelti skilgreint með eftirfarandi hætti: „Einelti: Ámæl- isverð eða síend- urtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér und- ir“. Hlutverk stéttarfélaga er skýrt í lögum og reglugerðum. Sam- kvæmt 29. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfs- manna segir: „Trúnaðarmaður skal gæta þess að vinnuveitandi og fulltrúar hans haldi kjarasamn- ing og réttur starfsmanna sé í hví- vetna virtur, einkum um orlof, vinnuvernd, öryggi og holl- ustuhætti“. Samkvæmt reglugerð 1000/2004 með vinnuverndarlögum nr. 46/1980 segir í 6. gr. að „Starfsmaður sem hefur orðið fyr- ir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnu- rekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það og vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til“. Samkvæmt 7. gr. sömu reglugerðar segir: „At- vinnurekandi skal grípa til viðeig- andi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum“. Hlutverk stéttarfélaga við lausn samskiptavanda? Mörg mál af þessu tagi koma inn á borð stéttarfélaganna á hverju ári og reyna þau eftir fremsta megni að koma málum í farveg samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Félagsmenn í stéttarfélögum leita til forystu- manna, trúnaðarmanna og til starfsfólks stéttarfélaganna og biður um aðstoð. Oft er þá svo komið, að viðkomandi starfsmaður er kominn í þrot og öll sund virð- ast lokuð. Ekki eru það samt allir, sem leita eftir aðstoð, því sá hópur einstaklinga, sem hættir störfum þegjandi og hljóðalaust, eftir að hafa orðið fyrir einelti og kynferð- islegri áreitni, er stór. Skaði þeirra getur hins vegar verið við- varandi. Þau úrræði sem í boði eru af hálfu stéttarfélaga eru þau, að til- kynna meint einelti/samskipta- vanda til vinnuveitanda og benda honum á lagaskyldur sínar. Stétt- arfélögin fylgja því eftir að mál dagi ekki uppi, heldur sé lokið á viðeigandi hátt. Styrktarsjóður og sjúkrasjóður BHM standa við bak félagsmanna við þessar aðstæður og greiða allt að 8 tíma sál- fræðiaðstoð til að vinna úr vanda sínum. Stéttarfélögin eru oft í erfiðri stöðu, þar sem bæði meintur þol- andi og gerandi geta verið í sama stéttarfélagi. Hlutverk stétt- arfélaga getur því ekki falið í sér að skipa sér í lið með einum gegn öðrum, heldur felst það fyrst og fremst í því að leiðbeina þeim ein- staklingi, sem leitar eftir aðstoð, hvort sem viðkomandi er meintur þolandi eða gerandi. Reynsla okkar er, að málum lýkur með mismunandi hætti, enda hvert og eitt einstakt. Erf- iðustu málin úrlausnar tengjast því þegar vinnuveitandi er meint- ur gerandi. Reglugerð nr. 1000/ 2004 gefur ekki fyrirmæli um á hvers ábyrgð það er, að leiða mál til lykta. Oftast verður nið- urstaðan sú, að meintur þolandi hrökklast úr starfi og vandamálið lifir áfram á viðkomandi vinnu- stað. Hvað vantar? Á vegum hins opinbera eru eng- in úrræði til. Sérmenntað teymi vantar, sem væri hafið yfir allan grun um hagsmunatengsl við rannsókn og lausn mála. Í fá- menninu hér á landi er einmitt mikil hætta á hagsmunaárekstrum og að þeir, sem eiga að leysa mál- in inni á vinnustöðum, tengist þeim á einhvern hátt, eða þeim starfsmönnum, sem um ræðir. Ennfremur má benda á, að yf- irmenn eru almennt ekki sér- menntaðir á þessu sviði og þótt þeir leiti til fagfólks, þá er laga- skyldan samt á þeim að leysa vandann. Orð eru til alls fyrst og við hvetjum til frekari umræðu og viðbragða af hálfu opinberra aðila. Samskipti á vinnustað Bragi Skúlason og Inga Rún Ólafsdóttir fjalla um einelti á vinnustöðum »Ekki eru það samtallir, sem leita eftir aðstoð, því sá hópur ein- staklinga, sem hættir störfum þegjandi og hljóðalaust, eftir að hafa orðið fyrir einelti og kynferðislegri áreitni, er stór. Bragi Skúlason Bragi er formaður Útgarðs. Inga Rún er framkvæmdastjóri HugGarðs. Inga Rún Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.