Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ M ér fundust jólin ekki snúast um sín raunverulegu gildi og það blundaði í mér þörfin fyrir að gera góðverk,“ segir kokkurinn Hilmar Á. Ragn- arsson sem eldar ásamt konu sinni Guðrúnu Langfeldt jólamatinn í reisulegu húsi Hjálp- ræðishersins í Kirkjustræti. „Ég fann að ég vildi hafa meira um áherslur jólanna að segja og fannst samfélagið gera of mikið út á gjafir og hvers virði þær væru. Ég venti því mínu kvæði í kross og stakk upp á því við fjölskylduna að við tækjum að okkur að vinna á spítala eða elliheimili eða einhvers staðar þar sem þörf væri fyrir okkur yfir jól- in. Stuttu síðar kom upp þessi hugmynd að elda á Kirkjustrætinu.“ Fimm börn þeirra Guðrúnar komu einnig lengi vel að elda- mennskunni, en eitthvað hefur fækkað í þeim hópi undanfarin ár enda börnin komin með sínar eigin fjölskyldur. „Við hjónin höfum verið gift í þrjátíu ár og höfum í tuttugu ár haft mikinn áhuga á elda- mennsku og Guðrún kallar mig gjarnan í gríni ástríðukokk,“ segir Hilmar. Auk þeirra Guðrúnar, aðstoðar Andrés Ólafur Ketel við að elda jólamatinn og hefur raunar lagt inn pöntun um að vinna með þeim næstu tíu ár- in. „Við hittumst í októberlok, þau okkar sem skipuleggjum samkomuna, og förum yfir það sem að gera þarf. Á milli tuttugu og þrjátíu sjálfboðaliðar hjálpa til á aðfangadagskvöld enda eru handtökin æði mörg. Það þarf bæði að leggja á borð og vaska upp. „Við veitum gestum okkar toppþjónustu, höldum þétt ut- an um kvöldið og gætum þess að halda góðu flæði. Umgjörðin er í föstum skorðum þar sem við erum orðin vel þjálfuð.“ Þungt skref að þiggja Hilmar leggur sig fram við eldamennsk- una. Hann setur lambakjötið inn í ofn og hefur það þar í hálftíma, tekur það út og hvílir í hálftíma og setur það loks aftur inn í hálftíma. „Þannig verður kjötið flauels- mjúkt,“ segir Hilmar glaðlega. „Við bjóðum upp á súpu í forrétt, lambakjöt, hamborg- arhrygg og hangikjöt í aðalrétt og í eftirmat er heit berjamylsnubaka með ís.“ Kaffi og kökur fá gestirnir síðan undir lok kvöldsins. „Við tæmum hillurnar í bak- aríunum hér í kring, segir Anna María Rein- holtssen, yfirforingi hersins, sem ásamt Ósk- ari Jakobsen, starfsmanni Gistiheimilis Hjálpræðishersins, kemur einnig að að- fangadagsstarfinu. Þau Hilmar og Anna María eru sammála um að oft sé þungbært fyrir fólk að þiggja. Að sögn Önnu Maríu hika margir við að taka það stóra skref. En á jólunum er fjöl- breyttur hópur gesta á Hjálpræðishernum. Á milli 130 og 200 manns koma í mat á að- fangadag og um 60 gestir mæta á jóladag og eru flestir í sínu fínasta pússi. Allir fá þá pakka frá Hjálpræðishernum og einnig gefur Vernd gjafir, sem og mörg fyrirtæki sem gefa mat, kjöt, gjafir og sælgæti fyrir jólahá- tíðina. Það vekur blaðamanni forvitni að vita hvort þau Hilmar og Anna María halda einn- ig jólin heima hjá sér. „Ég hef mín jól á jóladag og þá kemur fjölskyldan saman í jólakaffi. Við drekkum það saman í rólegheitum og borðum svo jóla- mat um tvöleytið. Það er engin jólapakka- spenna og ég er hamingjusamur að eiga svona afslöppuð jól,“ segir Hilmar, sem er mikið jólabarn og kveðst almennt vera í jóla- skapi allan ársins hring. Hann byrjar raunar að undirbúa jólin í huganum strax í ágúst. „Ég hlakka til frá jólum til jóla. Hinn 27. desember bjóðum við eldri borgurum í mat og það er eiginlega eftir þann dag sem ég byrja að hlakka til á ný,“ segir Hilmar ein- lægur í svari. Börn Önnu Maríu hafa alltaf haldið jólin hátíðleg hjá Hernum og vildu sem börn hvergi annars staðar vera. „Við förum heim í lok kvöldsins, höfum það hátíðlegt, en oftast erum við svo þreytt eftir daginn að við sofn- um fljótt. Þessi jólin fáum við alla fjölskyld- una til okkar, en við eigum eina dóttur sem býr í Noregi og hún kemur að þessu sinni. Þannig verðum öll hér til að þjóna, syngja og njóta.“ Jólaguðspjallið lesið á sex mismunandi tungumálum Óskar Jakobsen starfar í afgreiðslu Gisti- heimilis Hjálpræðishersins og hefur frá því hann var fimm ára haldið jólin hátíðleg í Hjálpræðishernum. Foreldrar Óskars, sem eru bæði látin, unnu bæði á Hernum. „Ég man að einu sinni voru mamma og pabbi ekki að vinna um jólin og við þrjú systkinin neituðum að halda jólin heima. Þau létu því undan og jólin voru haldin hér,“ segir Óskar. „Jólin voru þá með öðru sniði. Þá bjó hér margt fólk og jólahaldið var minna í sniðum. Hér áður fyrr voru það aðallega sjómenn sem bjuggu á heimilinu,“ bætir hann við. „Allir sem þá bjuggu hér komu saman og héldu jólin hátíðleg og að sumu leyti vorum við eins og fjölskylda. Þetta var alltaf stór dagur fyrir alla hvort sem um var að ræða götufólk eða aðra. Allir reyndu að hafa stundina sem gleðilegasta. Klukkan sex hlustuðum við á Dómkirkjuklukkurnar og jólaguðspjallið var lesið, síðan var borðað, gengið í kringum jólatré og sungið. Í dag er umfangið meira og aðfangadagur er alltaf gleðistund, þó að oft sé fólk að glíma við miklar og erfiðar tilfinningar. Margir halda að gestirnir séu fólk af göt- unni en gestalisti okkar er fjölbreyttur. Hingað kemur til dæmis bæði fólk sem er einmana og erlendir ferðamenn, en jóla- guðspjallið er lesið á sex mismunandi tungu- málum.“ Í seinni tíð hefur Óskar gert töluvert af því að vera erlendis um jólin. Hann ætlar þó ekki að láta sig vanta að þessu sinni. „Ég ætla að vera hér þessi jólin og spila á píanó fyrir mannskapinn,“ segir Óskar að lokum og minnir á að Hjálpræðisherinn sé líkn- arfélag og opinn öllum sem vilja koma. Byrjar að undirbúa jólin í ágúst Morgunblaðið/Eggert Með gleði í hjarta Hilmar Á. Ragnarsson og Anna María Reinholtsen kunna því vel að eyða aðfangadegi á Hjálpræðishernum. Morgunblaðið/Eggert Jólaandinn Óskar Jakobsen hefur haldið jólin á Hjálpræðishernum frá því hann var fimm ára. Sumum ofbýður ofgnóttin og neysluæðið sem tengist jól- unum og kjósa að nota þenn- an tíma til að hjálpa öðrum. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir hitti fólk sem nýtur þess að vera um jólin á Hjálpræðis- hernum. daglegt líf Þetta er ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þá sök að kunn- ingjanum var hug- leikin sú breyting sem orðið hefur á íslensku samfélagi síðan hann ákvað að freista gæf- unnar erlendis. Allt væri nú með öðrum brag í höf- uðborginni og versl- unar- og neyslumenn- ingin orðin miklu fyrirferðameiri en áð- ur var. Reykjavík nú- tímans væri allt að því framandi. Frívæðing hagkerf- isins hefur umbylt ís- lensku samfélagi. Los- að hefur verið um mikla krafta og mikill auður skapast í kjölfarið. Á tiltölulega skömmum tíma hafa orð- ið til nýjar stéttir fólks sem tileinka sér ný viðhorf. Andblær samfélags- ins hefur breyst og finnst mörgum sem neyslumenningin hafi gengið út í öfgar. Þó sýnist sitt hverjum. Tíminn verður dýrmætari eftir því sem líf okkar verður sífellt þaulskipulagðra út í ystu æsar, sér- hver stund, sérhver mínúta, að því er liggur við, allan ársins hring. Ís- lendingar ættu að gefa fjölskyldum sínum fleiri samverustundir á kom- andi ári í jólagjöf. Það er besta gjöfin. x x x Víkverji hefur löngum verið hall-ur undir þá skoðun að greiða eigi fyrir aðgengi að áfengi og heimila sölu léttvíns og bjórs í mat- vöruverslunum. Skoðanir breytast með nýjum upplýsingum og er Vík- verji nú á öðrum meiði eftir að hafa lesið niðurstöður rannsóknar á áhrifum áfengis á heilsufar breskra kvenna. Þar kemur fram að fleiri konur láti lífið úr sjúkdómum sem tengj- ast áfengisneyslu á ári hverju en úr brjósta- og leghálskrabba. Sá ávani að reyna að drekka jafn mikið og á yngri árum er talin ein skýringa. Svo er áfengi ein helsta orsök slysa í Bretlandi, skv. læknum þar. Það er því skuggahlið á pöbba- menningu Breta sem sýnir að var- hugavert er að taka afleiðingum áfengisneyslu af þeirri léttúð sem einkennt hefur umræður hér. Fyrir skemmstu tókVíkverji á móti gömlum kunningja sínum sem búsettur er erlendis. Víkverji kynntist honum við dvöl í fjarlægu landi sem kunninginn hefur fest rætur í, en um aldarfjórðungur er lið- inn síðan hann fluttist af landi brott. Víkverji fór með kunningjann í eina af nýrri verslunum bæj- arins og jólaösin á meðal þess sem rætt var um og hvert sem litið var mátti sjá vörur ætlaðar til gjafa.              víkverji skrifar | vikverji@mbl.is                           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.