Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● LITLAR líkur eru á að forstjóri bandaríska fjár- festingabankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, þurfi að fara í jóla- köttinn í ár. Fram kemur í Wall Street Journal um helgina að hann hafi fengið 69 millj- ónir dollara í kaupauka þetta árið, jafnvirði 4,4 milljarða króna. Er það hæsti bónus sem sést hefur á Wall Street og því langtum meira en starfsbræður hans eru að fá, sem margir hverjir hafa skorið þá niður vegna fjármálaóróans. Bætast þess- ar upphæðir við grunnlaun Blank- feins upp á 600 þúsund dollara, eða um 38 milljónir króna. Til viðbótar ráðstafaði hann 200 þúsund doll- urum í góðgerðasjóð bankans. Forstjóri Goldman fer ekki í jólaköttinn ● SAMKVÆMT tölum frá Gallup hækkaði væntingarvísitalan um 1,6 stig núna í desember, miðað við síð- asta mánuð. Neytendur ætla sér því að vera bjartsýnir yfir jólin en þegar þeir eru spurðir um væntingar sínar til lengri tíma þá verða þeir svart- sýnni. Þá eru þeir taldir ólíklegri en áður til að ráðast í stórinnkaup, eins og á fasteignum, bílum og kaupum á utanlandsferð. Stórkaupavísitala Gallup lækkar um 2,4 stig frá síð- ustu mælingu á þriðja ársfjórðungi. Stendur vísitalan í 71,2 stigum sem er mun lægra en í desember árið 2006. Í Hálffimmfréttum Kaupþings er þetta talin vísbending um að bjart- sýniskast Íslendinga sé á lokastigi. Íslenskir neytendur bjartsýnir yfir jólin YFIRTÖKUNEFND hefur ákveðið að skoða eignarhald FL Group að lok- inni uppstokkun á því og hlutafjár- hækkun og þá hvort yfirtökuskylda hafi myndast í félaginu milli tengdra félaga sem gætu farið yfir 40% eign- armörkin. Kom nefndin saman til fundar fyrir helgi og í fundargerð kemur fram að hún muni hittast að nýju. Formaður nefndarinnar, Viðar Már Matthíasson, vék sæti í þeirri umfjöllun sökum vanhæfis en systir hans, Guðbjörg Matthíasdóttir í Vest- mannaeyjum, er meðal stórra hlut- hafa FL Group. Tekur Stefán Már Stefánsson prófessor sæti Viðars í nefndinni vegna málsins. Eins og fram hefur komið er Baug- ur með félagi sínu BG Capital stærsti hluthafinn í FL Group með 36,47% hlut. Næstu hluthafar þar á eftir eru Gnúpur fjárfestingafélag með 10,9%, Oddaflug, félag Hannesar Smárason- ar, með 10,86%, Materia Invest á 6,28% og Fons Pálma Haraldssonar á 6,13%. Meðal þess sem yfirtökunefnd kemur til með að skoða eru tengsl Baugs við aðra stærstu hluthafa eins og Oddaflug, Materia Invest og Fons. Listi var birtur í kauphöllinni á föstudagskvöld með 20 stærstu hlut- höfum FL Group að lokinni hlutafjár- hækkun upp í 9,9 milljarða króna að nafnvirði. Tuttugu stærstu fara með alls yfir 90% hlutafjár. Hinir fimm stærstu hafa verið nefndir en næstu fimm þar á eftir eru Sund með 3,24%, Stím með 3,16%, Smáey (félag Magn- úsar Kristinssonar) 2,29%, Kristinn ehf. (félag Guðbjargar Matthíasdótt- ur og fjölskyldu) 1,4% og 101 Capital er með 1,21% en það tengist Ingi- björgu Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarfor- manns FL Group. Í næstu hluthafasætum eru lífeyr- issjóðir og hlutabréfasjóðir á vegum bankanna, auk félaga eins og Eyris Invest, sem á 1,09%, Landic Property á 0,82%, FL Group er skráð fyrir 0,65% og Glitnir er 20. stærsti hlut- hafinn með 0,56% hlut. Yfirtökunefnd skoðar eignarhald FL Group Morgunblaðið/Ómar FL Group Breytingarnar á félaginu kynntar af Hannesi Smárasyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Sigurðssyni. Yfirtökunefnd skoðar nú FL. Formaður yfir- tökunefndar víkur vegna vanhæfis Í HNOTSKURN » Miklar breytingar hafaorðið á eignarhaldi FL Group sem yfirtökunefnd á vegum kauphallarinnar hefur nú tekið til skoðunar. » Stærsti hluthafinn er BGCapital með 36,47% hlut en tengsl félagsins við aðra eigendur verða skoðuð af nefndinni. » Listi yfir 20 stærstu hlut-hafa FL Group hefur verið birtur í kauphöllinni. NIKE hefur keypt þriðjungshlut Sports Direct í íþróttavöruframleið- andanum Umbro. Einnig er talið lík- legt að breska fyrirtækið JJB Sports selji 10% hlut sinn í Umbro en JJB er sem kunnugt að stórum hluta í eigu Exista. Þá á forstjórinn Chris Ronnie einnig vænan hlut. Umbro framleiðir m.a. keppnis- búninga enska landsliðsins í knatt- spyrnu og búninga nokkurra úrvals- deildarfélaga. Þegar Nike setti fram yfirtökutilboð í Umbro í október sl. var jafnvel talið að Sports Direct og JJB Sports myndu koma í veg fyrir yfirtökuna en Umbro mun vera þeirra stærsti birgir, eins og bent er á í Hálffimmfréttum Kaupþings. Eftir að fregnaðist um kaup Nike á hlut Sports Direct hækkuðu hluta- bréf Umbro um 13% í kauphöllinni í Lundúnum. Fór hluturinn yfir 180 pens á hlut en formlegt tilboð Nike hljóðaði upp á 195 pens á hlut með arðgreiðslu. Nike kaupir af Sports Di- rect í Umbro Íþróttir Enska knattspyrnulands- liðið hefur leikið í Umbro-búningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.