Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 59
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Lokað í dag, að-
fangadag. Starfsmenn fé-
lagsmiðstöðvarinnar óska öllum
gleðilegra jóla.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Skrifstofa FEB verður lokuð á
milli jóla og nýjárs. Opnum aftur
2. janúar kl. 10. Félagið óskar öll-
um félagsmönnum og öllum eldri
borgurum gleðilegra jóla og far-
sældar á nýju ári.
Félagsstarf eldri borgara,
Garðabæ | Jónshús er lokað í
dag, aðfangadag. Starfsmenn fé-
lags- og þjónustumiðstöðv-
arinnar óska öllum Garðbæingum
gleðilegra jóla og þakka fyrir
ánægjuleg samskipti á haustönn.
Hægt er að panta mat úr Skút-
unni fyrir 27. og 28. des. hjá
forstöðufreyju Jónshúss fyrir kl.
9 að morgni í síma 617-1501.
Félagsstarf Gerðubergs | Starfs-
fólk sendir öllum þátttakendum
félagsstarfsins, samstarfsaðilum
og velunnurum um land allt bestu
óskir um gleðiríka jólahátíð.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Í dag verður
helgistund kl. 15.30-16.30. Helga
R. Ármannsdóttir verður með
hugleiðingu og tónlistarhópur
kirkjunnar leiðir hátíðarsöng og
flytur tónlist. Gleðilega hátíð.
Óháði söfnuðurinn | Aftansöngur
á aðfangadag kl. 18. Strengja-
kvartett ásamt óbó og einsöngur.
95ára afmæli. Annan í jólum,26. desember, verður Sig-
urður Kristjánsson, tæknifræð-
ingur og fyrrverandi yfirkennari
við Iðnskólann í Reykjavík, níutíu
og fimm ára. Hann verður með
fjölskyldu sinn á afmælisdaginn.
50ára afmæli. Á morgun, jóla-dag 25. desember, verður
Magnús Einarsson sölufulltrúi
fimmtugur.
Gullbrúðkaup | Á jóladag, 25. desember, eiga hjónin Guðný Erna Sig-
urjónsdóttir og Hjörtur Guðmundsson fimmtíu ára brúðkaupsafmæli.
Þau halda upp á daginn m.a. með afkomendum sínum þrjátíu og þremur.
dagbók
Í dag er mánudagur 24. desember, 358. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15)
Jól og áramót eru gleðitími fyriralla fjölskylduna. Ferfættirfjölskyldumeðlimir vilja ofttaka þátt í gleðinni, en gælu-
dýraeigendur þurfa að huga að hætt-
um á heimilinu yfir hátíðirnar.
Sif Traustadóttir er dýralæknir hjá
Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti:
„Margir vilja leyfa hundinum eða kett-
inum á heimilinu að smakka á hátíðar-
kræsingunum. Hins vegar þarf að hafa
í huga að dýr eru oft viðkvæm fyrir
miklum breytingum í mataræði, og
getur mikið saltaður matur og reyktur
valdið niðurgangi,“ segir Sif. „Óhætt
er að gefa einn bita, og kannski
kartöflufleyg og sósu með, en þá er
ráðlegt að blanda því saman við það
fóður sem dýrið er vant, og minnka
fóðurskammtinn sem nemur því sem
við er bætt. Ef dýrið kemst í of mikið
af óhollum mat má reyna að gefa því
elduð hrísgrjón, sem verka stemmandi
á magann.“
Sif minnir á að stórvarasamt sé að
hundar borði súkkulaði, og sömuleiðis
eru rúsínur og laukur í miklu magni
skaðleg: „Kettir hafa heldur ekki gott
af þessum fæðutegundum, en láta þær
yfirleitt í friði, á meðan flestir hundar
eru t.d. óðir í súkkulaði.“
Jólaplöntur og -skraut geta einnig
verið varasöm: „Jólastjarnan hefur
eitruð blöð, og þarf að leita til læknis
ef dýr innbyrðir mikið af plöntunni.
Fara þarf varlega með glerkúlur og
annað brothætt jólaskraut sem freist-
andi er að leika með en getur skorið ef
brotnar, og skrautböndin á jólapökk-
unum geta verið mjög hættuleg ef þau
komast í meltingarveginn.“
Mörg dýr óttast lætin í flugeldum:
„Á gamlársdag er best að halda kött-
um inni allan daginn, og hunda þarf að
hafa í bandi þegar farið er út, því
stöku flugeldar geta sprungið hér og
þar, og fælt dýrin. Yfirleitt er óráðlegt
að gefa róandi lyf, en getur gefist vel
að hafa eitt rólegt herbergi í húsinu,
með dregið fyrir glugga og milda lýs-
ingu til að daga úr ljósblossunum frá
flugeldunum. Þá verða eigendur hesta
í nágrenni við þéttbýli að gæta þess að
hestarnir séu á tryggilega girtu svæði,
og helst inni í húsum, en skelkaðir
hestar hafa valdið slysum og skemmd-
um um áramót.“
Heimasíða Dýralæknamiðstöðvar-
innar Grafarholti er www.dyrin.is
Dýrahald | Flugeldar, jólamatur og skraut geta verið hættuleg gæludýrum
Örugg hátíð fyrir dýrin
Sif Traustadótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 1973. Hún lauk
stúdentsprófi frá
MR 1993, BS-
gráðu í líffræði frá
HÍ 1997 og Cand-
.vet.med. frá Kon-
unglega landbún-
aðar- og dýralækn-
ingaháskólanum í Danmörku 2003.
Sigríður starfaði hjá Dýralæknastofu
Dagfinns, síðar hjá Dýralæknaþjón-
ustu Hafnarfjarðar, og er meðeigandi
í Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti
sem opnuð var 2007. Eiginmaður
Sifjar er Gísli Þór Þorsteinsson bif-
vélavirki og eiga þau soninn Baldur.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895-1050.
FRÉTTIR
Hetjutenórar
í Bústaðakirkju
TENÓRARNIR Kristján Jó-
hannsson og Jóhann Friðgeir
Valdimarsson munu syngja í
jólamessu í Bústaðakirkju á
jóladag. Helgihald í kirkjunni
verður með eftirfarandi hætti
fram til 30. desember:
Aðfangadagur 24. desember
Aftansöngur kl. 18:00. Fyrir at-
höfnina flytja einsöngvarar úr
Kirkjukórnum jólalög og Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson og
kórinn flytja lagið Ó helga nótt.
Trompetleikari er Guðmundur
Hafsteinsson. Organisti og kór-
stjóri er Renata Ivan Sigurðs-
son, prestur sr. Pálmi Matthías-
son.
Jóladagur 25. desember Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14:00. Ein-
söngvarar Kristján Jóhannsson
og Jóhann Friðgeir Valdimars-
son. Organisti og kórstjóri er
Renata Ivan, prestur sr. Pálmi
Matthíasson.
Annar dagur jóla 26. desember
Fjölskylduguðsþjónusta kl.
14:00. Tónlist í umsjá Stúlkna-
og yngri Kammerkórs Bústaða-
kirkju. Stjórnandi er Jóhanna
Þórhallsdóttir. Hljóðfæraleik
annast Díana Sjöfn Jóhanns-
dóttir, Aron Bjarnason, Hall-
grímur Hrafn Einarsson og Jak-
ob Gunnarsson. Tvíburaranir
Hulda Lilja og Hilmar Páll
Hannesarbörn leika á trompet
og Guðný Helga Guðmunds-
dóttir á flautu. Organisti Renata
Ivan, prestur sr. Pálmi Matt-
híasson.
Fimmtudagur 27. desember.
Jólaball kl. 14:00. Hefst með
helgistund í kirkjunni og síðan
gengið í kringum jólatré í safn-
aðarheimilinu. Jólasveinn kemur
í heimsókn.
Sunnudagur 30. desember Guðs-
þjónusta kl. 14:00. Einsöng
syngja Anna Jónsdóttir og Sig-
ríður Freyja Ingimarsdóttir.
Vígður verður bænaljósastjaki
eftir Gunnstein Gíslason sem
gefinn er í minningu Almut Alf-
onsson. Organisti og kórstjóri er
Renata Ivan, prestur sr. Pálmi
Matthíasson.
Guðþjónustur
í Breiðholtskirkju
GUÐSÞJÓNUSTUR í Breið-
holtskirkju um jólin eru eftirfar-
andi:
Aðfangadagur jóla: Aftansöngur
kl. 18. Prestur sr. Bryndís Malla
Elídóttir. Félagar úr söngsveit-
inni Fílharmóníu syngja. Hlín
Pétursdóttir syngur einsöng.
Organisti Julian Isaacs.
Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14. Prestur sr. Gísli Jónasson.
Félagar úr söngsveitinni Fíl-
harmóníu syngja. Hlín Péturs-
dóttir syngur einsöng. Organisti
Julian Isaacs. Annar jóladagur:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.
Prestar sr. Gísli Jónasson og sr.
Bryndís Malla Elídóttir. Kór
Breiðholtskirkju syngur. Barna-
kórinn syngur og tekur þátt í
helgihaldinu ásamt börnum úr
barnastarfi kirkjunnar.
Bústaðakirkja
KÆST skata þykir mörgum herra-
mannsmatur og ómissandi partur af
jólunum að gæða sér á vænum
skammti af kæstri skötu eða tinda-
bykkju. Undanfarin ár hafa vinsældir
skötunnar farið hraðvaxandi og þykir
það orðið sjálfsagt að hitta vini og
vandamenn á þorláksmessu, hvort
heldur er í heimahúsi eða á veitinga-
stað, og njóta lostætisins með þeim.
Þessir herramenn létu sitt ekki eftir
liggja í gær, en þeir fengu sinn skötu-
skammt hjá Sægreifanum við Reykja-
víkurhöfn. Fjöldi manns lagði leið sína
á veitingastaðinn í gær, enda er þar af-
ar góðan mat að fá.
Skatan
ómissandi
Morgunblaðið/Golli
Skötuveisla Sægreifinn bauð upp á kæsta skötu með öllu tilheyrandi í gær.
ÞAÐ er áratugagamall siður á Svalbarðsströnd við Eyja-
fjörð að elstu börn grunnskólans bregða sér í hlutverk jóla-
sveina, Grýlu og annars hyskis sem henni fylgir, fara þann-
ig um sveitarfélagið og safna saman innansveitar-jólapósti,
flokka hann og dreifa svo til réttra eigenda. Póstinum var
lengst af safnað á Þorláksmessu; krakkarnir fóru þá gang-
andi um sveitina en síðan var farið um á vélsleðum að
morgun aðfangadags og póstinum komið til skila. Nú fóru
börnin um sveitina á föstudagskvöldið. Kona um fertugt,
sem Morgunblaðið ræddi við, minnist þess að hafa farið
fótgangandi frá Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi að skólanum
á Svalbarðssströnd, nokkurra kílómetra leið, en nú hefur
ferðamátinn líka breyst – nú er börnunum ekið um sveit-
ina.
Svalbarðsströnd Grýla og jólaveinarnar, og annað hyski sem grýlu fylgir, fóru um sveitina og söfnuðu saman jólapósti.
Grýla og jólasveinarnar sjá um jólapóstinn