Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HEILABLÓÐFALL er algengur sjúkdómur sem veldur oft alvarlegri fötlun og dauða. Tilfellum mun fjölga á komandi áratugum vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Margt er hægt að gera til að fyr- irbyggja áföll og mikið hægt að gera fyrir þá sem veikjast. Víða eru batahorfur mun betri nú en fyrir fáeinum áratugum. Vísbend- ingar eru um að heila- blóðfallssjúklingum farnist betur hér á landi en víða annars staðar. Löngum fengu sjúk- lingar með heilablóðfall litla athygli í helbrigðiskerfinu og voru lagðir inn á ýmsar spítaladeildir innan um annars konar sjúklinga- hópa. Batalíkur þeirra voru taldar litlar. Heilablóðfallssjúklingar höfðu áður fyrr enga sérstaka málsvara meðal starfsstétta heilbrigðiskerf- isins og voru þess vegna að nokkru leyti út undan en á síðustu áratugum hafa víða orðið viðhorfsbreytingar. Á árunum milli 1970 og 1980 voru gerðar tilraunir með eins konar gjör- gæslueiningar fyrir heilablóðfalls- sjúklinga. Fyrirmyndin voru gjör- gæslueiningar á hjartadeildum, sem þá voru nýlega komnar til sögunnar. Ekki tókst að sýna fram á árangur í dánarhlutfalli eða bata með þessu fyrirkomulagi. Ljóst var að eðl- ismunur er á hjartasjúklingum með kransæðastíflu og sjúklingum með heilablóðfall. Afleiðingar heilablóðfalls geta ver- ið margvíslegar og flóknar. Algeng- ast er að þeir sem verða fyrir áfalli lamist, t.d. önnur hlið líkamans. Önn- ur algeng einkenni eru málstol, gaumstol og verkstol. Persónu- leikabreytingar og ým- is sálræn einkenni geta fylgt. Einkenni af þessu tagi eru ekki eingöngu alvarleg fyrir sjúkling- inn, heldur einnig fjöl- skyldu hans auk fé- lagslegra afleiðinga. Mönnum varð ljóst að til þess að sinna á full- nægjandi hátt þörfum þeirra sem fengið höfðu heilablóðfall þyrfti hóp fagfólks með mismun- andi sérþekkingu. Upp úr 1980 var byrjað að gera tilraunir á Norðurlöndum með að koma þess- um sjúklingum fyrir á sérstökum deildum eða einingum inni á sjúkra- húsunum og sérstök teymi starfs- fólks mynduð í kringum þennan sjúklingahóp. Í slíkum teymum geta verið, auk lækna og hjúkrunarfræð- inga, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, tal- meinafræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og sjúkraliðar. Sam- starf þessara fagstétta, teym- isvinnan, varð smám saman burðarás heilablóðfallseininganna og ein aðal- ástæða þess árangurs sem síðar náð- ist í meðferð þessara sjúklinga. Með teymisvinnu hafa starfskraftar orðið betur samtaka og markmið skýrari og þekking og kunnátta á viðfangs- efninu hefur vaxið. Slík teymi hittast gjarnan vikulega. Þá er farið yfir stöðu hvers sjúklings, hugað að fjöl- mörgum þáttum meðferðarinnar og því sem betur mætti fara og fjöl- skyldufundir ákveðnir þegar þurfa þykir. Teymisvinnan gefur góðar forsendur til að huga að og taka til meðferðar hin fjölbreyttu líkamlegu, sálrænu og félagslegu hagsmunamál sjúklingsins. Skipuleg fræðsla starfsfólks til að auka þekkingu þess og skapa jákvæð viðhorf varð snemma hluti af hugmyndafræðinni. Þessar áherslur urðu til þess að trú starfsfólksins á bata þessara ein- staklinga jókst sem leiddi af sér auð- ugra og jákvæðara umhverfi fyrir sjúklingana og hafði jákvæð áhrif á bataferlið. Samhliða þessari þróun urðu miklar framfarir í lækn- isfræðilegum rannsóknum og betri leiðir fundust til að greina sjúklinga og fyrirbyggja áföll. Á heilablóðfalls- einingunum var lagt kapp á að upp- lýsa sjúklinga og aðstandendur. Einnig var lögð áhersla á ábyrgð sjúklings og aðstandenda. Rík áhersla var lögð á endurhæfingu, helst frá fyrsta degi. Áður hafði löng rúmlega tíðkast sem oft leiddi til al- varlegra fylgikvilla sem áttu stóran þátt í háu dánarhlutfalli heilablóð- fallssjúklinga. Um 1990 birtust niðurstöður rann- sókna á gagnsemi heilablóðfallsein- inga sem voru lofandi. Nokkrum ár- um síðar þóttu yfirburðir þessa fyrirkomulags sannaðir. Rannsóknir sýndu fimmtungi lægra dánarhlut- fall og marktækt fleiri gátu útskrif- ast til síns heima eftir dvöl á slíkum einingum. Þessi stórbætti árangur náðist með minni tilkostnaði, m.a. vegna þess að legutími á sjúkrahúsi styttist. Að auki var sýnt fram á að meðferð á heilablóðfallseiningum hentar öllum með heilablóðfall, fólki á öllum aldri, af báðum kynjum með mikil jafnt sem lítil einkenni. Ýmsar stofnanir hafa síðan álykt- að um þessi mál. Evrópudeild Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar mæltist til þess á síðasta áratug að allir sem veiktust af heilablóðfalli fengju meðferð á slíkum einingum. Sambærilegar ályktanir hafa komið frá Evrópusamtökum taugalækna, norska heilbrigðisráðuneytinu og Félags- og heilbrigðismálastofn- unum Danmerkur og Svíþjóðar. Nú er talið að um tveir þriðjuhlutar heilablóðfallssjúklinga í Svíþjóð og um þriðjungur á Bretlandseyjum og í Þýskalandi njóti meðferðar á heila- blóðfallseiningum. Þegar fjær dreg- ur norðvesturhorni Evrópu lækkar þetta hlutfall. Nú er í undirbúningi að efla enn frekar heilablóðfallseininguna við taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi. Heilablóðfallseiningar gefa góða raun Vísbendingar eru um að heila- blóðfallssjúklingum farnist bet- ur hér á landi en annars staðar segir Einar Már Valdimarsson »Rannsóknir sýndufimmtungi lægra dánarhlutfall og að marktækt fleiri gátu út- skrifast til síns heima eftir meðferð á slíkum einingum. Einar Már Valdimarsson Höfundur er læknir við taugalækn- ingadeild Landspítalans. Á RÚMRI öld hefur Ísland þróast frá gamla bændasamfélaginu, í fisk- veiðisamfélag, og frá fiskveiði- samfélaginu í fjármála og þekking- arsamfélag á suðvesturhorni landsins þar sem 80% þjóðarinnar býr og starfar. Um 65% þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu sjálfu. Þar er suðupottur framfara, hug- mynda og verðmætasköpunar. Þar er drifkraftur atvinnulífsins í dag og útrásin er skilgetið afkvæmi borg- arsamfélagsins. Þessar breytingar hafa ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Hið stolta bænda- samfélag hafði gríð- arleg völd í stjórnkerfi landsins og heilu flokkana á þingi. Margföldu misvægi atkvæða var beitt ótæpilega í baráttunni gegn framþróuninni. Komið var á lagg- irnar kerfi sem átti að tryggja bændum og búaliði sambærileg kjör og þekktust í hinu nýja fiskveiði- og iðnaðarsam- félagi á kostnað skatt- greiðanda. Landbúnaðarkerfi reyndist skelfilega eins og öll svona millifærslu- kerfi, með sínum kjöt- fjöllum, smjörfjöllum og gríðarlegum kostnaði fyrir samfélagið, og end- aði með niðurlægingu þeirra sem það átti að vermda. Enn þann dag í dag styrkjum við land- búnaðinn meira en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Nú er engu líkara en að sagan sé að end- urtaka sig hvað varðar sjávarbyggð- irnar. Hnignun sumra sjávarbyggð- anna er viðvarandi vandamál sem reynt er að hamla gegn með ýmsum aðgerðum eins og byggðakvótum, línuívilnun, og nú síðast mótvæg- isaðgerðum vegna skerðingar á þorskkvóta. Þessar aðgerðir bera keim af gamla landbúnaðarkerfinu, og munu hafa svipuð áhrif. Íslenskur sjávarútvegur hefur alla burði til að vera, hér eftir sem hingað til, öflugur og sjálfbær at- vinnuvegur. En hann er að breytast og þróast, og allar tilraunir til að hamla gegn þeirri þróun munu reyn- ast dýrkeyptar. Einu sinni var Dritvík á Snæfells- nesi ein umfangsmesta fiskihöfn landsins. Með náttúrulega höfn, staðsett yst á Snæfellsnesinu, lá hún vel við seglbátum sem stunduðu veiðar á Breiðafirði og Faxaflóa. En tíminn stendur aldrei í stað, og brátt tóku vélbátar við af seglbátum og þá munaði lítið um að sigla með aflann til síns heima. Smátt og smátt hlykkjaðist vega- kerfið um landið, hafnir voru byggð- ar og sjávarbyggðirnar urðu sjálf- bærar og sjálfstæðar. Tími sjávarbyggðanna vað runninn upp. Skáldið Jón Helgason orti um ástandið. Nú er í Dritvík daufleg vist, drungalegt nesið kalda. Sjást ekki lengur seglin hvít, sjóndeildahringinn tjalda. Söknuðurinn í þessum hendingum er sláandi, og er til marks um það að breytingar í atvinnuháttum eru allt- af þungbærar. E.t.v líður Flateyr- ingum eitthvað svipað núna. Framþróunin, með vélvæðingu bátaflotans, hafnargerð og lagningu vega, gjörbreytti atvinnuháttum þjóðarinnar til hins betra fyrir lang- flesta, en ekki alla. Ekki t.d. fyrir Dritvík. Kvótakerfið hefur ef- laust flýtt fyrir hagræð- ingunni í sjávarútveg- inum, en hagræðingin er aðalvaldur hnign- unar sjávarbyggðanna en ekki kvótakerfið. Skuldinni er skellt á kvótakerfið af því að stjórnvöld komu því á, og þá er rökrétt að gera kröfur til ríkisins um aðstoð við sjávarbyggð- irnar. Árinni kennir ill- ur ræðari. Tæknin, sem gert hefur kleift að koma aflanum fersk- um á markað, hefur ýtt frystingunni til hliðar. Aflinn er verð- mætari ferskur en frystur, eins og við Íslendingar þekkjum best. Frystitogarar, þar sem aflinn fer beint úr trollinu á vinnslu- línuna og þar með í hæsta verðflokk, hef- ur gert gömlu aðferð- ina úrelta. Með gamla laginu var aflinn marggogg- aður, kraminn í lest- arstíum og margsturtaður áður en hann komst á vinnslulínuna. Eins og fiskveiðisamfélagið tók við af bændasamfélaginu, og sjáv- arbyggðirnar tóku við af skútuöld- inni, er borgríkið á suðvesturhorn- inu að taka við af sjávarbyggðunum sem aðalverðmætamyndun landsins. Því miður virðist stjórnkerfið vera við sama heygarðshornið, og reynir með gamaldags aðferðum að hanga á fortíðinni. Það er sjálfsagt að samfélagið hlaupi undir bagga með sjáv- arbyggðunum á meðan þessar breytingar ganga yfir, en það verður að vera á forsendum nýrra atvinnu- hátta en ekki með gamla laginu að halda dauðahaldi í fortíðina. Sú viðleitni bitnar á mjólkurkú nútímans, sem er fjármála- og þekk- ingarsamfélagið á suðvesturhorni landsins, og birtist m.a. í fjársvelti stofnbrautakerfis höfuðborgarsvæð- isins, sem má líkja við slagæðakerfi hinnar nýju mjólkurkýr. Allir búmenn vita hvaða áhrif það hefur á nytina. Í næstu greinum verður fjallað um hvernig tregðulögmál kerfisins bitar á þróun borgarsamfélagsins. Frá bænda- samfélagi til borgríkis Einar Eiríksson skrifar um þró- un samfélagsins Einar Eiríksson » Sú viðleitnibitnar á mjólkurkú nú- tímans, sem er borgarsam- félagið á suð- vesturhorninu, og birtist m.a. í fjársvelti stofn- brauta höf- uðborgarsvæð- isins. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík og í stjórn Samtaka um betri byggð. Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.