Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 48
48 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAGA mannsins er endurtekn- ing á sambærilegum atburðum auðs og múgæsingar. Hinir svokölluðu rómversku leikar voru aðferðir auð- manna þess tíma til að halda múgnum góðum og fá hann til að sætta sig við öm- urleg kjör sín í sam- anburði við lifn- aðarhætti auðmanna. Þótt rómversku leikarnir hafi verið öllu blóðugri en þeir leikar sem auðmenn nútímans bjóða upp á er margt líkt með skyldum. Nú á tímum er auðsöfnun sumra manna sambærileg við auðsöfnun manna á dögum Rómaveldis. Auð- æfin eru tekin af öðrum með hvers konar þvingunaraðgerðum í krafti auðsins. Auðmennirnir kaupa löggjafann til að vera ekki að skipta sér of mikið af gerðum þeirra. Það sem er ekki bannað með lögum er leyfilegt þótt það sé talið siðlaust af flestum hugsandi mönnum. Svokallað hlutabréfabrask og gjaldeyrisbrask þessara auðmanna er slíkur skrípaleikur sem er í raun beint fjárhættuspil. Fjár- hættuspil sem auðmennirnir stjórna sjálfir á sama hátt og eig- endur spilavítanna í Las Vegas og Reno í Nevada-ríki Bandaríkja Norður Ameríku. Þeir sem græða á þessu eru þeir sem hafa auðmagnið og þeir stjórna risi og falli svokallaðra verðmæta í hlutabréfum. Þeir stjórna svokölluðum hlutabréfa- mörkuðum hvað varðar hækkun og lækkun á gengi hlutabréfa með því að dreifa röngum og villandi upplýsingum sem kallaðar eru spár. Stjórnunaraðferðin er að breiða út ósannan orðróm um velgengni þessa og hins fyrirtækis til að ginna saklausa fjárhættuspilara til að taka þátt í kapphlaupinu og leggja fé í fjárhættuspilið. Til þess nota þeir stóran hóp af fólki sem þykist hafa vit á þessum málum en er í raun eins og allir spámenn aðeins mannlegir loddarar. Hinir svokölluðu auðmenn nútímans reyna að bæta ímynd sína hjá almenningi með því að standa fyrir fjárhagsstuðn- ingi við margs konar uppákomur þar sem almúginn kemur sam- an til ánægjustunda, eins og fólk gerði sem sótti rómversku leik- ana, sem í raun er lít- ið annað en múgæs- ing. Eftir að auðmenn- irnir hafa blekkt fólk í fjárhættu- spilinu eða selt því þjónustu á ok- urverði hæla þeir sér af því að þeir hafi grætt svo og svo mikið til að réttlæta ofurlaun sín og sinna nánustu samstarfsmanna. Ekki eru þeir til viðræðna um að greiða almennu verkafólki sínu mannsæmandi laun þó að nægir fjármunir séu fyrir hendi, né lækka okurverðið á þeirri þjón- ustu er þeir selja. Á hinn bóginn eru þeir reiðubúnir til að standa fyrir margs konar uppákomum ef þeir geta auglýst sjálfa sig nógu vel í sambandi við uppákomurnar. Má þar nefna sem dæmi íþrótta- viðburði eins og Landsbankadeild- ina en áður var sambærileg keppni kennd við VÍS. Einnig má nefna hljómleika á Laugardalsvelli og hljómleika á Klambratúni/ Miklatúni, að ógleymdum skrípa- leiknum við að fá dýra skemmti- krafta til að troða upp í afmæl- isveislum. Í uppákomur þessar sletta þess- ir auðjöfrar u.þ.b. 1/000 af gróð- anum til að kaupa sér vinsamlegt andlit gagnvart fólkinu. Fyrir hinn almenna borgara er það verðugt umhugsunarefni að hagnaður eins er tap annars. Hinn svokallaði gróði er ekki til kominn vegna einhverra töfrabragða. Gróðinn skapast við svita og tár þeirra sem tapa. Einn auðjöfurinn tók sig til og boðaði að hann gæfi tilteknum skóla einn milljarð króna. Ef skoðað er hvernig viðkom- andi gat eignast einn milljarð sem hann treysti sér til að láta frá sér eins og um væri að ræða vasapen- inga manns þá er vert að skoða þessa upphæð. Þessi upphæð er um 300 til 500 ársverk hins almenna launþega í landinu. Fæstir launþegar skila meira en 50 til 60 ársverkum á sinni starfs- ævi og því er spurningin: Er þessi maður fimmtán til tuttugu sinnum meira virði (aðeins miðað við þennan milljarð) fyrir þjóðfélagið en hinn almenni þegn þess? At- hugið að þessi maður var að gefa vasapeningana sína sem hann munaði ekkert um því miklu meira var til. Spurt er: Var þessa fjár aflað með vinnu sem skattar voru greiddir af eins og hinn almenni borgari þarf að gera? Svarið er: Nei. Þessir menn hafa komist í að- stöðu til þess að okra á sjúkum og öldruðum þegnum landsins í skjóli misvitra alþingismanna sem hafa sett rangar leikreglur sem notaðar eru í þeim tilgangi að blóðmjólka þá sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Er ekki kominn tími til að þegn- ar þessa ríkis fari að snúast gegn þessu arðráni íslenskra auðvalds- braskara sem telja sér allt leyfi- legt í skjóli ranglátrar lagasetn- ingar Alþingis, og alþingismanna sem virðast vera leiguþý og eru auðkaupanlegir ef tilgangur með settum lögum hefur verið sá sem reynslan hefur sýnt þegnunum. Íslenskir auðvaldsbraskarar kaupa sér orðstír með tárum, blóði og svita íslensks almúga- fólks. Almúgafólks sem á heið- urinn af því fjármagni sem auð- valdsokrararnir ausa frá sér á bæði borð til að kaupa nafni sínu pláss í skráðum heimildum. Rómversku leikarnir og múgæsing nútímamannsins Tár og sviti almúgamannsins er undirstaða auðsöfnunar braskara, segir Kristján Guð- mundsson »Nú á tímum er auð-söfnun sumra manna sambærileg við auðsöfnun manna á dög- um Rómaveldis. Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 Starfsmenn fasteignasölunnar fasteign.is óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsælla fasteignaviðskipta á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Ólafur Blöndal lögg. fast.sali Íris Hall lögg. fast.sali Sveinn Eyland sölufulltrúi Steinar Orri sölufulltrúi Ásgerður sölufulltrúi Margrét sölufulltrúi Oddný ritari Sími: 533 6050 www.hofdi.is Sendum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæl fasteignaviðskipi á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Höfða fasteignasölu. Í MORGUNBLAÐINU fimmtu- daginn 20. desember birtist umsögn um ástarsöguna Silju eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur, eina af nýjum bókum Vest- firska forlagsins. Höf- undur umsagnarinnar er Hrund Ólafsdóttir. Þar er svo mjög hallað réttu máli, að illa verð- ur undir því setið. Fyrst er að nefna sjálfa fyrirsögnina: Veðjað á afþreyinguna. Skýring á þessu orða- lagi kemur í meg- inmáli: „... hefur hagn- aðarvon Vestfirska forlagsins orðið vönd- uðum vinnubrögðum yfirsterkari þegar ákveðið var að gefa hana út.“ Þarna er hlutunum snúið á haus með full- yrðingum út í loftið. Forlagið hagnast ekki á útgáfu þessarar bók- ar. Aldrei kom til álita að forlagið myndi hagnast á útgáfu henn- ar fremur en margra annarra. Bókin er prentuð í 544 eintökum eins og Prentsmiðjan Oddi getur staðfest. Þar af fær höfundur 45 eintök til ráð- stöfunar. Jafnvel þó að þau tæplega 500 eintök sem fara í sölu seldust öll og allt innheimtist fengist ekki fyrir kostnaði. Það lá fyrir þegar í upphafi og ekki var gert ráð fyrir öðru. Vestfirska forlagið hefur fyrr og síðar brugðist vel við óskum margra höfunda, bæði þekktra og eins ann- arra sem hafa aldrei áður birt eftir sig stafkrók, um útgáfu verka þeirra þótt fyrirfram væri vitað að útgefand- inn myndi ekki hagnast á útgáfunni. Forlagið er ekki gróðafyrirtæki og hefur aldrei verið, heldur er þetta áhugastarf. Bókaflokkar sem komið hafa út jafnt og þétt í mörg ár skila tekjum til þess að halda rekstrinum gangandi og standa undir útgáfu bóka sem standa ekki undir sér sjálf- ar. Einnig segir í umsögninni: „Hvorki virðist bókinni hafa verið ritstýrt né hún prófarkalesin almennilega og er það forlaginu til mikilla vansa [svo!] og höfundur geldur þess auðvitað.“ Um þetta er eftirfarandi að segja: Höfundar þeirra skáldverka og ann- arra rita sem Vestfirska forlagið gef- ur út að þeirra beiðni skrifa þau sjálf- ir, hugsanlega auðvitað með aðstoð einhverra annarra ef þeim sýnist svo án þess að útgefandinn skipti sér af slíku. Þeir bera sjálfir ábyrgð á verkum sínum en ekki ég. Útgefandinn tekur hugverk til útgáfu – eða lætur það eiga sig – en tekur ekki að sér ritstjórn þeirra eða samningu að meira eða minna leyti. Málfarsráðunautur forlagsins, þrautreynd- ur íslenskumaður, les hins vegar texta og lag- færir orðalag ef svo ber undir, ýmist í samráði við höfunda eða í umboði þeirra. Jafnframt eru textar prófarkalesnir og snyrtir að öðru leyti eft- ir því sem þörf krefur. Ef yfirlesari hnýtur um ósamræmi eða efnisglöp eða álitamál af einhverju tagi, þá ber hann það undir höfundinn. Þetta var allt gert hvað Silju varðar. Spyrja mætti vegna ummæla í umsögninni: Hvað eru fagurbók- menntir? Höfundur um- sagnarinnar, sem reyndar fer lofsam- legum orðum um skáld- söguna sem hér um ræðir og höfund hennar, segir fullum fetum að hér sé ekki um fagurbók- menntir að ræða. Hvers konar bók- menntir eru þetta þá? Eða er þetta eitthvað annað en bókmenntir? Eitt enn: Svo virðist sem höfundur umsagnarinnar haldi að formálinn sé frá útgefandanum kominn. Svo er ekki. Hann er frá höfundi bókarinnar. Höfundur umsagnarinnar lýkur máli sínu með þessum orðum um höf- und Silju: „... það er skömm að því hve Vestfirska forlagið kastar til höndum við að hjálpa henni að taka fyrstu skrefin á ritvellinum.“ Svo mörg voru þau orð. Fyrir utan lofsamleg orð um skáld- söguna sjálfa og hæfileika höfund- arins einkennist umsögnin af van- þekkingu, geðvonskulegu yfirlæti og sleggjudómum út í bláinn. Morg- unblaðið og lesendur þess verðskulda betri og faglegri vinnubrögð en þessi ósköp. Sleggjudómar í Morgunblaðinu Hallgrímur Sveinsson gagnrýnir bókadóm í Morgunblaðinu Hallgrímur Sveinsson » Fyrir utanlofsamleg orð um skáld- söguna sjálfa og hæfileika höf- undarins ein- kennist um- sögnin af vanþekkingu, geðvonskulegu yfirlæti og sleggjudómum út í bláinn. Höfundur er bókaútgefandi. FYRIR nokkrum vikum kom út mat- reiðslubókin Eldað í dagsins önn eft- ir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur. Bók þessi er trúlega besta mat- reiðslubókin sem út hefur komið í áraraðir. Það er erfitt að gefa út góða mat- reiðslubók. Góð matreiðslubók þarf að upp- fylla margt. Hún þarf að vera auðles- anleg, auðskiljanleg, hráefni sem nota á í uppskriftina verður að vera fáanlegt í flestum verslunum, mæli- einingar verða að vera réttar og ná- kvæmar og leiðbeiningar góðar. Það sem er kannski hvað mik- ilvægast er að auðvelt sé að fara eftir leiðbeiningunum og leiðbeiningarnar þurfa að vera réttar. Það hafa komið út margar mat- reiðslubækur undanfarin ár, bæði ís- lenskar og þýddar. Þær bækur eru að sjálfsögðu misjafnar. Ég hef reynt að notast við ýmsar bækur við kennslu í heimilisfræðum á unglingastigi, en því miður hafa þær ekki nýst mér vel sem slíkar.. Þegar uppskriftir eru settar niður á blað, verðum við að miða við að sá sem ætlar að nota uppskriftina kunni alls ekki neitt í heimilisfræðum. Það verður að útskýra allt ferlið mjög vel þannig að rétturinn mistakist ekki. Þá er mikilvægt að hafa öll mál í desi- lítrum, grömmum eða stykkjum. Uppskrift sem segir til dæmis: Eitt ýsuflak, hálf dós kókosmjólk, ½ laukur, 1 bakki sveppir, brauðmylsna og ostur, getur haft mjög margar út- færslur. Ýsuflökin eru mjög misstór, kók- osmjólk er til í fleiri stærðum, ½ laukur getur verið jafnstór einum litlum. Þó svo ég viti í dag, hvað mik- ið er í einum bakka af sveppum, er ekki víst að sama magn verði í bakk- anum á næsta ári. Það er mikilvægt að uppskriftir falli sem næst ráðleggingum frá Lýð- heilsustöð. Ein af leiðunum til að tak- ast á við „ofeldi“ þjóðarinar er að kenna fólki að elda góðan, vel sam- settan mat. Ég hlakka til að nota þessa góðu bók til kennslu í heim- ilisfræðum. GUÐRÚN ÞÓRA HJALTA- DÓTTIR, næringarráðgjafi/kennari og form. félags hússtjórnar- og heim- ilisfræðikennara. Það er erfitt að skrifa „góða“ matreiðslubók Frá Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.