Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Æðsti klerkur og meðhjálparinn ísuðu fagmannlega yfir tækifæri Eyjamanna til að ná eignarhlut Stillu-bræðra í VSV. VEÐUR Fréttastofa RÚV hafði í fyrra-kvöld eftir Pétri Kr. Hafstein, formanni dómnefndar þeirrar, sem fjallar um hæfni umsækjenda um stöður héraðsdómara, að nefndin mundi koma saman til fundar nú eftir áramót til þess að ræða stöðu sína.     Í ljósi þess,að einstakir nefndarmenn hafa gert at- hugasemdir við ákvörðun setts dóms- málaráðherra um héraðs- dómara á Norðurlandi eystra og Austurlandi er auðvitað mikilvægt að nefndin komi saman og ræði stöðu sína.     Sérstaklega þarf hún þó að ræðaákvæði sjöundu greinar reglna, sem Sólveig Pétursdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, setti í október árið 1999 um störf þessarar nefndar. (Tekið skal fram að reglurnar heimila röðun umsækjenda.)     Þar segir í sjöundu grein:„Umsögn nefndarinnar er ekki bindandi við skipun í embætti héraðsdómara.“     Þegar haft er í huga, að dóm-stólalögin kveða ekki á um að ráðherra skuli fara að tillögum nefndarinnar og að í reglum, sem settar eru á grundvelli laganna er sérstaklega tekið fram, að umsögn nefndarinnar sé ekki bindandi við skipun héraðsdómara eru athuga- semdir einstakra nefndarmanna óskiljanlegar.     Eru þeir að reyna að taka til sínrétt, sem þeir hafa ekki, hvorki samkvæmt lögum né reglum? STAKSTEINAR Pétur Kr. Hafstein Sjöunda greinin SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -               !  !    " #  $$ %$ % " #$$ %$ %  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     '     ''$$ %$ % '   ! $$'# !  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %  %    % &  % % %    % &%   % &  % % &  %  %  %   %  %                        *$BC $$                  !            *! $$ B *! () *$ $)$   + <2 <! <2 <! <2 (* '$, # -$.'/  CD -           <   "# $ %&  '     (        )  !       E   2! &! #  *          ! #    $(    +(("(    %&   - "( '(   6 2  E2!   "    '   +((   !&-,     + &     %" (   $( ) , -  01'' $$22 '$$3 $, # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hrannar Baldursson | 23. desember E.T. og jólin E.T. vakti mig til um- hugsunar um mikilvægi þess að taka mark á vitsmunaverum, hvort sem að þær eru börn, fullorðnir, dýr eða geim- verur. Aðal vandinn sem söguhetjur E.T. þurfa að takast á við er einhvers konar sambandsleysi í víðtækum skilningi. Frábær mynd í alla staði. Það er vel við hæfi að kíkja á E.T. yfir jólin, þar sem boðskapur hennar gæti varla átt betur við en hjá okkur í dag. Meira: Meira: don.blog.is Haukur Nikulásson | 23. desember Skatan óæt? Ég hef lengi haft á tilfinn- ingunni að flest fólk sem borðar skötu geri það til að sýna hetjuskap. Hetjuskapurinn felst í því að geta étið þennan óþverra án þess að halda fyrir nefið og kúgast. Einnig læð- ist að manni sá ljóti grunur að ef matur á Þorláksmessunni sé bara nógu vond- ur að þá bragðist jólasteikin sérdeilis vel. Þið hin, sem hafið vanist þessum mat þannig að ykkur þykir hann í alvöru góður, bið ég vel að njóta! Meira: Meira: haukurn.blog.is Eyþór Arnalds | 23. desember Um skipan dómara Umræða um að breyta lögum og reglum um skipan dómara hefur blossað upp eftir að Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra skipaði Þorstein Davíðsson hér- aðsdómara. Menn eru almennt sam- mála um að Árni hafi farið að lögum og reglum. Þá eru álitsgjafar úr lög- mannastétt sammála því að sú ákvörðun Björns Bjarnasonar […] hafi einnig verið rétt. Af hverju er þá verið að fetta fingur út í skipun Þorsteins? Meira: Meira: ea.blog.is Bjarni Harðarson | 22. des Hættulegir ESB-sinnar Evrópusambandið hef- ur nú ákveðið að inn- leiða með valdboði að ofan stjórnarskrá þá sem þegnar sambands- ins hafa áður hafnað í almennri atkvæða- greiðslu og sýnir nú heiminum nýja mynd af lýðræðisviðhorfum sínum. Það sem áður hét stjórnarskrá heitir nú Lissabonsamningar. Við fyrri samrunasamninga sína hefur sá háttur verið hafður á í sam- bandi þessu að láta kjósendur greiða atkvæði aftur og aftur þar til sam- þykki fengist líkt og við þekkjum hér á landi við sameiningu sveitarfélaga og er mikil [...] nauðgun á lýðræði. Nú bregður svo við í Evrópu að hið miðstýrða Brusselbákn á sér ekki lengur möguleika á að sigra í at- kvæðagreiðslum og kommisarar þess sjá að hversu oft sem síðasta stjórnarskrá yrði keyrð í gegnum þjóð- aratkvæði yrðu svör þjóðanna alltaf nei. Þjóðirnar í Evrópu eru orðnar ríkjasamrunanum andvígar. Því er brugðið á það ráð að búta pólitískar ákvarðanir stjórnarskrárinnar niður í nokkra smærri samninga og þröngva þeim svo til samþykkis meðal þjóð- ríkjanna án atkvæðagreiðslu. Eiríkur Bergmann talsmaður Evrópusamtakanna sem ötulast hef- ur barist fyrir málstað ES á Íslandi, staðfesti þessa túlkun atburða í við- tali í Silfri Egils um helgina. Efnis- legar breytingar sem voru í stjórn- arskránni eru margar ef ekki flestar í Lissabonsamningunum, sagði Eiríkur orðrétt í samtali við Egil en taldi það ómark því hinir „symbólsku“ væru það ekki. Það fór um mig ónotahrollur undir þessum útskýringum evrópusinnans. Kannski því að kenna að ég hefi verið að lesa bókina Skáldalíf um ritsnill- ingana Þórberg og Gunnar sem báðir voru þó miklir hugsjónaglópar í póli- tík. Annar trúði staðfastlega á Stalín og hinn var um tíma svag fyrir Hitler. Báðir bjuggu við þá vöntun að þurfa að trúa á eitthvað það í pólitíkinni sem er manninum stærra og meira, eitthvað symbólískt, guðlegt og yfir- mannlegt. Hjá heilbrigðu fólki tilheyrir symbólismi trúarbrögðum og mið- aldafræði. Svoldið svipað þessari vöntun er í gangi hjá æstustu talsmönnum Evrópuvitleysunnar. Meira: bjarnihardar.blog.is BLOG.IS EKKI fagna allir lands- menn gleðilegum jólum með nánustu fjölskyldu og vinum en ýmis úr- ræði standa þeim til boða sem á þurfa að halda. Hátíðarundirbúning- ur er í algleymi bæði í Konukoti og í sal Hjálp- ræðishersins en þar hlaupa margir sjálfboða- liðar undir bagga og leggja sitt af mörkum. „Sjálfboðaliðarnir gera okkur kleift að hafa opið allan sólarhringinn yfir jólin,“ segir Kristín H. Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri Konu- kots. Opið verður í Konukoti allan sólarhringinn yfir jólin og til og með nýársdags. Kristín segir 30-40 sjálf- boðaliða hjálpa við rekstur Konukots og standi til að fá fleiri til aðstoðar. Dýrindis jólamáltíð verður á borðum á aðfangadagskvöld en nafntogaður úrvalskokkur eldar fyrir heimiliskon- ur í sjálfboðavinnu, annað árið í röð. Undir jólatrénu verða gjafir handa öllum frá velunnurum Konukots og messan mun óma í glænýjum hljóm- flutningstækjum, sem eru gjöf frá börnum í Árbæjarskóla. Samhjálp rekur gistiskýlið á Þingholtsstræti samkvæmt samningi við Reykjavík- urborg en þar verður fullt út úr dyr- um á jólanótt. Aðstaða er fyrir 16 manns í gistingu og segir starfsmað- ur gistiskýlisins að því miður sé að- sókn aðeins meiri en pláss leyfi, og hafi orðið að vísa nokkrum frá. Á að- fangadag fari síðan flestir í jólamat hjá Hjálpræðishernum. Rúmlega 80 hafa skráð sig í jólamat í kvöld hjá Hjálpræðishernum. Björn Tómas Kjaran starfsmaður hjá Hjálpræðis- hernum segir þó alltaf bætast við á síðustu stundu. Í fyrra hafi verið 120 manns í mat og reiknað sé með sama fjölda í ár. Allir séu velkomnir og öll- um vel tekið. Sjálfboðaliðar bjóða gleðileg jól í verki Öflug hjálparstarfsemi eflir jólaandann Morgunblaðið/Golli Hjálp! Þessi lét kuldann ekkert á sig fá við söluna. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.