Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 49
UMRÆÐAN
ÍMYNDAÐU þér að þú ættir að
halda afmælisboð barns þíns og í af-
mælið kæmu allir krakkarnir í
bekknum. Afmælið er haldið 23.
ágúst kl. 8.10 um morguninn. Þú
þarft að skipuleggja afmælisboðið
með leikjum og öðru tilheyrandi,
allt þannig að afmælisboðið gangi
ljúflega og allir afmælisgestirnir
verði ánægðir þegar þeir fara heim
um kl. 14.15. Einhverjar veitingar
eru í boði og þú leggur þig alla(n)
fram. Afmælið gengur vel enda
varstu búin(n) að undirbúa það vel.
En
þegar gestirnir eru farnir og þú ert
orðin(n) úrvinda eftir allt áreitið og
hávaðann þá þarftu að skipuleggja
aftur sama afmælið sem byrjar
næsta dag, líka kl. 8.10. Sömu gest-
irnir og nú þarftu að undirbúa nýja
leiki, eitthvað sem heldur stemning-
unni uppi og grípur athygli afmæl-
isgestanna. En fyrst þarftu að fara í
tölvuna og skrifa niður hverjir
mættu í dag, hverjir komu of seint,
hverjir mættu með gjöf og hverjir
höguðu sér vel, allt til þess að for-
eldrarnir sjái hvernig hafi gengið.
Þú getur ekki látið þar við sitja. Þú
þarft að hringja heim til foreldra
þeirra sem urðu þess valdir að sum-
ir gestanna skemmtu sér ekki nógu
vel, reyna að fá foreldrana í lið með
þér og athuga hvort þeir geti ekki
hjálpað þér með þetta þannig að
næsti afmælisdagur (sem er á
morgun) gangi betur fyrir sig.
Þú heldur að þú sért að verða bú-
in(n) með daginn þegar foreldrarnir
sem ekki voru nægjanlega ánægðir
með afmælið byrja að hringja. For-
eldrarnir vilja fá að vita af hverju
barnið þeirra fékk ekki nammi eins
og hinir og hvers vegna það fékk
ekki að „verann“ í öllum leikjunum.
Sumir foreldrarnir vilja líka
kannski láta þig vita að þú standir
þig alls ekki nógu vel í þessum af-
mælum, leikirnir séu ekki við allra
hæfi, næringargildi veitinga ábóta-
vant og svo framvegis.
Svona gengur þetta fyrir sig svo
vikum skiptir. Þú ert með sama af-
mælið og sömu krakkana í afmæli
fimm daga vikunnar frá kl. 8.10 til
14.15. Yfirleitt eru það sömu krakk-
arnir sem hvorki skemmta sér, né
haga sér vel í afmælum og eiga erf-
itt með að vera kurteis og vin-
gjarnleg. Þú leggur hart að þér við
skipulagninguna dag eftir dag en
eftir 15 vikur og yfir 70 daga afmæl-
isveislu ert þú að verða gjörsamlega
uppgefinn og afmælisgestirnir eru
orðnir verulega þreyttir. Þrátt fyrir
að hafa skemmt sér allan þennan
tíma nenna þeir ekki í fleiri leiki og
eru orðnir hundleiðir á sama bakk-
elsinu. Það er kominn tími til að
þetta afmæli sé búið. Að minnsta
kosti í 2 vikur eða svo.
Ég þekki fáa foreldra sem ekki
kvíða afmælisveislum barna sinna.
Það tekur á að fá allan bekkinn inn
á gafl. Þeir kvíða hávaðanum og lát-
unum. Þessir foreldrar vita líka að
með góðri skipulagningu, þéttri
dagsskrá og góðu bakkelsi þá er
hægt að gera vel og vera með vel
heppnað afmæli, en það verða allir
jafnfegnir þegar afmælið er búið.
„Hjúkk, næsta afmæli eftir heilt ár
og þá verða krakkarnir ári eldri og
vonandi þroskaðri“.
Álag á kennara hefur stöðugt
aukist síðustu árin. Skólaárið hefur
lengst svo um munar. Fyrir 20 ár-
um hófst skólaárið í september og
því lauk í maí. En nú eiga börnin að
vera í skólanum frá ágúst til júní því
við foreldraranir erum að vinna og
getum ekki tekið svona langt frí.
Það er eitthvað sem gengur ekki
upp. Í skólastarfi er nauðsynlegt að
fá góð frí. Þetta er skorpuvinna þar
sem maður gefur sig allan í starfið
dag eftir dag og að lokum kemur að
því að maður getur ekki meir. Jafn-
vel nemendurnir sem hafa staðið sig
hvað best yfir veturinn eru orðnir
mjög þreyttir.
Það er ekki endalaust hægt að
sitja á skólabekk og það er ekki
endalaust hægt að kenna. Það er
nauðsynlegt að fá frí þannig að
kennarar geti viðhaldið áhuga og
athygli. Kennarar geta ekki gefið
endalaust af sér.
Undanfarin ár hefur kenn-
arastarfið breyst mikið. Þar má
nefna aukna fundarsetu, samráð,
samvinnu, skráningu í Mentor, sam-
skipti við foreldra og margt, margt
fleira. Kennsluskyldan hefur hins
vegar sáralítið minnkað á móti.
Kjarasamningar undanfarinna ára
hafa skilað afar litlu í buddu kenn-
ara. Nú er svo komið að allar sam-
bærilegar stéttir eru betur launaðar
en kennarar. Gott hjá þeim, en það
er niðurlægjandi og niðurdrepandi
að sitja eftir. Kennarar verða sífellt
þreyttari og þreyttari. Um leið
heyrast fréttir í fjölmiðlum af því að
bæta þurfi skólastarfið og lengja
kennaramenntunina. Auðvitað er
alltaf hægt að gera betur og það á
að vera markmið okkar að skólinn
sé í sífelldri endurskoðun og þróun,
en það þurfa kennaralaunin líka að
vera. Það er ekki hægt að krefjast
endalaust bóta á annan veginn það
þarf líka að koma gott á móti.
Það vita allir foreldrar hvað það
er gaman að halda vel heppnað af-
mælisboð, horfa á börnin leika sér,
brosa og fá hrós fyrir frábærar kök-
ur og skemmtilega leiki. En eftir 15
vikna törn nægir hrósið ekki til að
halda veislunni áfram. Þið þurfið
bara jólafrí til að endurhlaða raf-
hlöðurnar og koma fersk til und-
irbúnings næsta afmælis. Sammála?
Stanslaust stuð?
Kennarar verða að fá
bæði góð laun og gott frí,
segir Katrín Jónsdóttir
» Þú heldur að þú sértað verða búin(n)
með daginn þegar for-
eldrarnir sem ekki voru
nægjanlega ánægðir
með afmælið byrja að
hringja.
Katrín Jónsdóttir
Höfundur er grunnskólakennari.