Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 46
46 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sendum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
ósk um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári.
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Starfsfólk Fasteignamiðlunar
Sími 575 8500 - Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Ragnar Gíslason lögg. fasteignasali.
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
Starfsfólk Ásbyrgis fasteignasölu ehf.
Skrifstofa DP FASTEIGNA
opnar aftur kl. 09:00 fimmtudaginn 27. desember.
Um leið og við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári,
þökkum við viðskiptavinum okkar
fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s
EIN af lykilstofnunum í samfélagi
okkar er Seðlabankinn. Hlutverk
hans er einfalt en þó erfitt. Sam-
kvæmt lögum á hann að vinna að
stöðugleika í hagkerfi okkar. Sam-
kvæmt lögum frá árinu 2001 tók
bankinn sér verðbólgu-
markmið, rétt eins og
margir aðrir evrópskir
seðlabankar höfðu
gert. Eftir að bankinn
setti sér verðbólgu-
markmið hefur hins
vegar gengið illa að ná
tilætluðum árangri.
Hefur hann verið
gagnrýndur fyrir að
vera svifaseinn, að
byrja of seint að hækka
stýrivexti og ekki gera
það með meira afger-
andi hætti. Og auðvitað
hjálpaði fyrri rík-
isstjórn ekki bankanum við að halda
verðbólgunni niðri. Það má einnig
ræða það hvort bankinn hafi gert
mistök um að kasta frá sér bindi-
skyldunni til þess að berjast við
verðbólguna, rétt eins og Þorvaldur
Gylfason hefur bent á. En með því að
hækka bindiskyldu hefði Seðlabank-
inn hugsanlega getað dregið úr láns-
framboði. Það má lengi deila um
mistök stofnana við hagstjórn en við
verðum einnig að gagnrýna hvernig
stofnunin er uppbyggð og þá sér-
staklega hvernig þeir sem stjórna
henni eru ráðnir.
Minnka þarf ítök stjórnmála-
manna í Seðlabankanum
Ef alþingismenn hugsa um velferð
almennings þurfa þeir að gera þarf-
ar breytingar á Seðlabanka Íslands.
Í fyrsta lagi er ekki eðlilegt að for-
sætisráðherra einn og sér geti skip-
að mann í jafn mikilvæga stöðu sem
seðlabankastjóra-
staðan er. Síðast var
ekki ráðinn hæfasti
einstaklingurinn til að
gegna starfi seðla-
bankastjóra. Í landi
eins og Íslandi sem hef-
ur átt í erfiðleikum með
verðbólgudrauginn
höfum við ekki efni á
slíkum klíkuskap. Teldi
undirritaður skyn-
samlegra að færa þetta
vald til Alþingis þó svo
að forsætisráðherra
gæti eftir sem áður til-
nefnt seðlabankastjóra.
Einnig tel ég ekki skynsamlegt að
þeir sem sitja í bankaráði séu kosnir
hlutfallskosningu á Alþingi. Ég vil
frekar sjá að búin sé til nefnd eða
ráð sem saman sett er úr hagfræð-
ingum úr háskólasamfélaginu sem
væru bankastjórn til ráðgjafar. Með
fullri virðingu fyrir fólkinu sem
stjórnmálaflokkar tilnefna í banka-
ráð hefur það ekki alltaf þá þekkingu
sem til þarf en það er þó ekki alltaf
þannig. Einnig er það tilhneiging
stjórnmálaflokka að koma sínu fólki
að. Það að gera Seðlabankann okkar
óháðari framkvæmdavaldinu er
gríðarlega mikilvægt fyrir efnahags-
stjórn landsins. Við þurfum að hafa
Seðlabankann okkar lausan við
stjórnmálamenn enda hefur reynsl-
an af að hafa gamla stjórnmálamenn
í Seðlabankanum ekki verið góð.
Með seðlabankastjórann í mag-
anum?
Ákvarðarnir Seðlabankans geta
haft gríðarleg áhrif á afkomu al-
mennings. Og þegar Seðlabankanum
mistekst að halda verðbólgu niðri
hefur það gríðarlegan kostnað fyrir
almenning sem og viðskiptalífið í
heild. Seðlabankinn verður að vera
trúverðugur en það er erfitt að taka
Seðlabankann trúanlegan þegar for-
maður stjórnar Seðlabankans fer
ávallt í hringi í þjóðfélagsumræð-
unni. Maður sem hlær að þeim sem
reyna að halda evruumræðunni uppi
er greinilega ekki að hugsa um vel-
ferð almennings.
Ég hvet því alþingismenn til að
skoða lög nr. 36 frá árinu 2001 með
tilliti til skipanar seðlabankastjóra
sem og skipanar bankaráðs. Við
verðum að gera Seðlabankann enn
sjálfstæðari, til þess að ná betri ár-
angri í efnahagsstjórn. Eða eru
kannski einhverjir gamlir þingmenn
sem nýir sem ganga með þann
draum í maganum að verða einhvern
tímann seðlabankastjóri?
Að gera Seðlabank-
ann sjálfstæðari
Sölmundur Karl Pálsson skrif-
ar um Seðlabankann
» Í landi eins og Ís-landi, sem hefur átt í
erfiðleikum með verð-
bólgudrauginn, höfum
við ekki efni á slíkum
klíkuskap.
Sölmundur Karl
Pálsson
Höfundur er ritstjóri Politik.is
og situr í framkvæmdastjórn
Ungra jafnaðarmanna.
Á LIÐNU ári hafa fangað athygli
mínar skrif og umræður í fjölmiðlum
um hvað má, eða ekki má, innræta
börnum og unglingum á skólaaldri
varðandi trúarbrögð.
Virðist sem einhver
hluti yngra fólks telji
það varhugavert að
hafa kristna trú að
leiðarljósi með öðru
starfi í skólum lands-
ins. Því er gjarnan bor-
ið við að börnin eigi að
hafa frjálst val í trú-
arefnum síðarmeir og
því beri frekar að troða
inn í koll þeirra ein-
hverskonar almennri
trúarbragðafræðslu.
Ég er þó alls ekki að
gera lítið úr þeirri fræðigrein með
þessum orðum. En getur verið að
það sé varhugavert að hafa fyrir
börnum þau trúarbrögð sem boða
trú, von og kærleika og a.m.k. 90%
þjóðarinnar aðhyllist og er okkar
ríkistrú?
Nei og aftur nei. Slíkt er í mínum
huga fjarstæða. Byggi ég þar á eigin
reynslu á samskiptum við börn og
unglinga í háskóla lífsins gegn um
tíðina. Þetta hefur ekkert að gera
með mismunun trúarbragða en gæti
orðið til þess að gera einstaklinginn
færari að taka ákvarðanir síðar
meir, hvaða leið hann velur sér í trú-
málum og í lífinu yfirleitt.
Lítum nú aðeins nánar á það sem
ég er að velta fyrir mér hvað má eða
ekki má og hvaða guði má tilbiðja í
eyru barna okkar frá frumbernsku
og fram til mótunaráranna er þau
hafa hlotið þá menntun og lífs-
reynslu er gerir þeim fært að velja
og hafna.
Það má greinileg tilbiðja Mamm-
on – guð auðshyggjunnar. Flestir
virðast sammála um það. Nær átölu-
laust dynja daglega á okkur í öllum
fjölmiðlum landsins og í póstkassana
í kílóavís, skefjalaus áróður um að
eyða peningum, hvort sem við eigum
þá eða ekki, og er það ekki vanda-
málið, því alltaf er hægt að slá lán
hjá bönkum og öðrum stofnunum er
gera út á þann markað. Borga
seinna eða „fara á
hausinn“ það er ekkert
mál, bara kaupa og
kaupa og það helst í
gær, svo liggur mikið á.
Inn í þetta fléttast
tískuáróðurinn. Skóla-
taskan, fatnaðurinn og
jafnvel bíll pabba og
mömmu, íbúðin og að
ógleymdum sumar-
bústaðnum eða hjól-
hýsinu, allt þetta má
ekki vera lakara en hjá
vinum eða nágrönnum.
Allt slíkt getur kostað
einelti ef ekki er fylgst með í einu og
öllu hvað þetta og margt annað er
daglegt líf varðar. „Allt þetta skaltu
fá ef þú fellur fram og tilbiður mig“
segir í gamalli dæmisögu í helgri
bók – og við föllum á kné, viljandi
eða óviljandi – og börnin draga dám
af. Þetta er sem sagt eitt af því sem
má, og er hér nefnt sem dæmi.
Það sama gildir einnig um Bakkus
– vínguðinn. Fáir mæla því mót þó á
okkur og börnunum dynji nær dag-
lega dulbúnar bjór- og vínauglýs-
ingar í blöðum og sjónvarpi. Þá má
líka minna á „glamúrinn“ eða veislu-
glauminn í kvikmyndaiðnaðinum,
skálaræður í veislum og allskonar
partíum og ekki eru börn orðin göm-
ul í árum talið er þau vita fullvel
hvað það þýðir „að fara út að
skemmta sér“ og svona mætti lengi
telja varðandi vínáróðurinn, enda
sterkir aðilar á bakvið í báðum þess-
um dæmum.
Lítum síðan aftur á upphaf orða
minna um það sem ekki má. Ég er
sem betur fer ekki einn um að undr-
ast málflutning þann er vitnað er til.
Nokkrir skólastjórar, prestar og
margir foreldrar hafa látið til sín
heyra í fjölmiðlum og í mín eyru
varðandi þessi mál og hafa mörg
hver tekið í sama streng og undirrit-
aður. Það varð síðan til þess að ég
fór að velta þessu fyrir mér í ljósi
eigin reynslu.
Ég hefi átt því láni að fagna í
gegnum tíðina að hafa fengið tæki-
færi af og til, til að hjálpa ungum
börnunum mínum, og að ég tali nú
ekki um nú á seinni árum barna-
börnunum, að sofna á kvöldin. Halda
um lítinn lófa, kannske lesa góða
sögu eða raula stöku og að síðustu –
oftast nær – fara með kvöldbæn eða
Faðirvorið og í lokin – kannske lítil
snerting á lítinn koll og fá í staðinn –
„góða nótt, pabbi/afi minn“.
Að finna hvernig hugur þeirra –
og minn – róast eftir amstur dagsins
er lífsreynsla sem ég vona að sem
flestir foreldrar, afar og ömmur, gefi
sér tíma til að upplifa.
Það hefur aldrei hvarflað að mér
að það væri eitthvað rangt við þetta
og enginn gert athugasemdir við
þessa iðju mína og víst er að oft hef-
ur þetta vermt mitt sálartetur.
Er ég lít nú til baka vildi ég óska
þess að þessar stundir hefðu orðið
fleiri fyrr á árunum.
Þessi fáu orð eru mitt innlegg í
þessa umræðu og ef þau vekja ein-
hvern til umhugsunar um þessi mál,
þá er tilganginum náð.
Í Guðs friði.
Hvað má innræta
börnum okkar?
Erlingur Loftsson skrifar hug-
leiðingu um uppeldi og innræt-
ingu
»…getur verið að þaðsé varhugavert að
hafa fyrir börnum þau
trúarbrögð sem boða
trú, von og kærleika…?
Erlingur Loftsson
Höfundur er bóndi og eldri borgari.