Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
FYRIRHUGUÐ 8.000 fermetra
samgöngumiðstöð í Reykjavík er
fyrst og fremst staðsett með hliðsjón
af veru flugvallarins í Vatnsmýrinni.
Ekki var skoðað sérstaklega að hafa
slíka miðstöð á öðrum svæðum, enda
hún hugsuð sem miðstöð samgangna
í lofti og á landi. Að sögn manna úr
undirbúningshópi sem Sturla Böðv-
arsson, þáverandi samgönguráð-
herra, skipaði árið 2004 voru önnur
svæði en Vatnsmýri lítt skoðuð. Með
tilliti til samgangna innan borgar-
innar virðist staðsetning miðstöðvar-
innar að auki byggjast á því að
Öskjuhlíðargöng verði gerð sem
fyrst. Eitthvað var þó litið til Mjódd-
arinnar, að sögn Gunnars Gunnars-
sonar aðstoðarvegamálastjóra.
Mun fleiri rútufarþegar en
flugfarþegar fara um húsið
Kristján Möller samgönguráð-
herra segir miðstöðina hannaða
þannig að hún geti nýst undir annað,
fari flugvöllurinn, og staðsetningin
sé unnin út frá ákveðinni þarfagrein-
ingu. „Í þeim tölum sem ég hef séð
eru miklu fleiri farþegar úr rútubíl-
um og áætlunarbílum en flugi sem
þarna fara í gegn. Þessi vinna fer á
fulla ferð strax eftir áramót í sam-
vinnu við borgina,“ segir Kristján.
Aðspurður hafnar Kristján því alfar-
ið að einfaldlega sé verið að treysta
núverandi staðsetningu flugvallarins
í sessi með því að byggja miðstöðina,
sem er flugstöð í aðra röndina, í
Vatnsmýri.
Eingöngu horft til flug-
vallarins um staðsetningu
Í HNOTSKURN
»Miðstöðin verður um 8.000fermetrar á tveimur hæðum,
á um 25.000 fermetra lóð og með
49.000 fermetra umráðasvæði.
Húsið á að geta nýst í aðra starf-
semi, fari flugvöllurinn.
»Ekki var skoðað hvaða stað-setning væri best fyrir sam-
göngur á landi innan borgar-
innar, til hennar og frá, án tillits
til flugs.
BARNAMESSA Grafarholtskirkju
var vel sótt í gær en þar hlýddu
hátt í 100 manns á yngri fiðlusveit
Tónlistarskóla Grafarvogs spila,
undir stjórn Wilmu Young. Þær
Diljá Baldursdóttir, Birna Heiðars-
dóttir, Sara Margrét Brynjars-
dóttir, Guðrún Gígja Aradóttir og
Sigríður Þórdís Pétursdóttir léku
Vetrarsyrpu eftir Lesu Longay og
Jólasyrpu og Signý Guðbjartsdóttir
tók undir tóna þeirra með söng.
Helgihald þjóðkirkjunnar verður
um allt land yfir hátíðarnar og
verður víða messað í öllum sóknar-
kirkjum prestakalla þó sumir söfn-
uðir séu ívið smærri en aðrir. Mess-
ur og helgistundir verða á bilinu
sex til sjö hundruð 24. til 26. desem-
ber, ásamt áramótamessum.
Messurnar eru þó ekki bundnar
við kirkjur landsins, því komið er til
móts við fólk sem ekki getur sótt
kirkju og verður því einnig helgi-
hald á sjúkrahúsum, í fangelsum, á
dvalarheimilum og víðar. Einnig
verður sérstök messa í kirkju
heyrnarlausra. Í mörgum kirkjum
er einnig boðið upp á samverustund
fyrir börnin í dag en biðin eftir jól-
unum er oft erfið fyrir ung og
óþreyjufull hjörtu.
Ljúfir
tónar í
messu
Morgunblaðið/Golli
Helgihald verður með ýmsu móti yfir hátíðarnar og öllum gert kleift að sækja messu
MAÐUR varð fyrir alvarlegri lík-
amsárás á Akranesi aðfaranótt
laugardags og hefur árásin verið
kærð. Að sögn lögreglu er lítið vit-
að um málavöxtu enn sem komið er
þar sem rannsókn er á frumstigi, en
árásin varð utandyra, að öllum lík-
indum þar sem maðurinn fannst
blóðugur og meðvitundarlaus.
Hann er með talsverða áverka í
andliti, þ.á m. djúpa skurði, en óvíst
er hvort og þá hvers konar vopn
hefur verið notað. Maðurinn kann-
aðist ekki við árásarmennina.
Fannst með-
vitundarlaus
og blóðugur
Alvarleg árás
á Akranesi
HJÁLPARSVEIT skáta í Garðabæ
seldi sín síðustu jólatré í fyrradag en
nágrannar hennar í Björgunarsveit
Hafnarfjarðar stóðu vaktina og áttu
þeir enn eftir nokkur tré þegar söl-
unnu var hætt í gærkvöldi.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hætti í gær sölu seinnipart dags en
þó ekki vegna skorts á trjám, „enda
alltaf nóg af trjám til í skóginum“
segir Helgi Gíslason framkvæmda-
stjóri félagsins. Opin sala hefur verið
í Heiðmörk undanfarna daga og fólki
gefinn kostur á að velja sitt full-
komna jólatré, draga fram sögina og
bjarga sér!
Jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveit-
ar Reykjavíkur lauk einnig í gærdag,
en síðasta furan úr Heiðmörk klár-
aðist í gærmorgun þannig að þeir
sem seinna komu urðu að sætta sig
við danskan normannsþin í stað ís-
lensku trjánna.
Jólatrjáasölu lauk því víðast hvar í
gærkvöldi en þó verður opið í Blóma-
vali í dag, fyrir þá sem eru á síðustu
stundu með jólaundirbúninginn. Lít-
ið er þó eftir af trjám og úrvalið mis-
jafn, en betra er lítið tré og kræklótt
en ekkert tré – svo mikið er víst!
Jólatré seldust
sums staðar upp
„Nóg af trjám til í skóginum“
Furuilmur Flestir kjósa að hafa lif-
andi tré í stofunni yfir hátíðarnar.
ILLMÖGULEGT hefur verið að
komast að strætóskýlinu á Reykja-
nesbraut, á móts við Nýbýlaveg,
síðustu mánuði en þar hafa fram-
kvæmdir staðið yfir og hefur því
verið lokað fyrir gönguleið að
strætisvagnaskýlinu. Eina leiðin að
skýlinu hefur lengi verið að klöngr-
ast upp grasbrekku, sín hvorum
megin við brúna, en þar hefur
myndast moldarflag sem gerir upp-
göngu enn óþægilegri og hættu-
meiri.
Steingrímur Hauksson, tækni-
maður á skipulags- og fram-
kvæmdasviði Kópavogsbæjar, segir
að aldrei hafi átt að nota skýlið
meðan framkvæmdir stóðu yfir og
hefði átt að finna aðra bráðabirgða-
stoppistöð. Hann segir að almennt
sé ekki mælt með því að hafa
stoppistöðvar fyrir strætisvagna á
hraðbrautum.
Ekki eigi þó að bæta úr aðgeng-
inu úr þessu, enda sé þetta aðeins
bráðabirgðaástand.
Færa eigi skýlið og breyta leið
vagnsins, um leið og framkvæmd-
um lýkur við Nýbýlaveg. Áætlað er
að ljúka verkinu í júní 2008 en
svæðið verður tekið í notkun í
nokkrum áföngum fram að því.
Slæm
færð að
skýli
Morgunblaðið/Golli
Moldarflag Aðkoman er ekki snyrtileg að skýlinu en til stendur að færa
stoppistöðina. Þrenn ný undirgöng munu líta dagsins ljós er framkvæmdum
lýkur og munu þau auðvelda aðgengi fyrir gangandi vegfarendur til muna.