Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LÍKLEGA eru fáir sem velja að vinna á aðfangadagskvöldi jóla, en þó eru þess dæmi. Þannig er því m.a. farið með hjúkrunarfræðing á Landspítalanum sem Morgunblaðið ræddi við og dómorganistanum finnst ómissandi að leika jólalögin í kirkjunni á aðfangadagskvöld. „Ég er alls ekki kvíðin að vinna um jólin, mig langaði að prófa að upplifa þetta þar sem ég hef aldrei áður unnið á aðfangadagskvöld,“ segir Viktoría Björk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráða- móttöku Landspítalans á Hring- braut, sem verður á vaktinni frá 15.30-23.30 á aðfangadag. „Við reynum að hafa aðfanga- dagskvöld eins þægilegt og hátíð- legt og hægt er, fyrir bæði sjúk- linga og starfsfólk,“ segir hún. Spurð hvort jólaskapið komi þá nokkuð fyrr eftir vaktina segir hún það af og frá, hún sé þegar komin í mikið jólaskap. Hins vegar setji vinnan óneitanlega ákveðið strik í reikninginn og hún bíður t.d. með að opna pakkana með manni sínum þar til á jóladag. „Við fáum jólamat á spítalanum á aðfangadagskvöld, en ég held að mín jól verði í raun og veru á jóladag, ég seinka þeim bara aðeins,“ segir hún hlæjandi. Fylgst með orkunotkun Starfsmenn Orkuveitunnar verða líka á vaktinni til að sjá til þess að rafmagn slái hvergi út og að allir hafi heitt og kalt vatn í jólabaðið. Sjö vinnuflokkar verða í viðbragðs- stöðu víðs vegar um höfuðborgar- svæðið í þeim tilgangi að sinna út- köllum þegar mesta álagið er á milli kl. 16 og 19 á aðfangadagskvöld. Verkefnin eru margvísleg, allt frá því að aðstoða fólk við að skipta um öryggi í heimahúsum upp í að laga stærri kerfisbilanir, komi þær upp. Þá verða starfsmenn á vakt í stjórn- stöð Orkuveitunnar og fylgjast með því að allt gangi vel fyrir sig, til- búnir að grípa inn í geri bilanir vart við sig. Benedikt Einarsson er einn þeirra. „Nei, það er alls ekki ein- manalegt hér á aðfangadagskvöld,“ segir Benedikt. Fjölgað er á vakt- inni á aðfangadag enda orkunotkun mikil. „Álag í íbúðahverfum er meira á þessu kvöldi en gengur og gerist vegna eldamennsku. Þá getur ýmislegt komið upp á,“ segir hann, en bætir við að sem betur fer séu alvarlegar bilanir fátíðari nú en áð- ur fyrr. Starfsmenn OR sem verða á ferðinni fá jólanesti frá kokknum og þeir sem eru í húsi gæða sér einnig á ljúffengum jólamat í tilefni dagsins. Maturinn er tekinn snemma, því eftir að eldavélarnar í borginni fara að mala er í nógu að snúast hjá starfsfólki OR. Eftir að mesta álagið er yfirstaðið fer stærsti hluti starfsmannanna heim á leið. „Jólahald hefst því seinna hjá okkur en flestum öðrum,“ segir Benedikt. „En við mætum skilningi heima fyrir.“ Gaman að flytja jólalög Marteinn H. Friðriksson, organ- isti í Dómkirkjunni, segir það hluta af jólunum að spila í kirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld. „Ég þekki ekki annað en að spila á aðfangadagskvöld, það hef ég gert frá mínum menntaskólaárum,“ seg- ir Marteinn, en hann er ættaður frá Þýskalandi og hefur starfað í Dóm- kirkjunni í nær þrjá áratugi. „Það er yndislegt að flytja jólatónlist, hún er svo falleg. Þetta gæti ekki verið skemmtilegra viðfangsefni.“ Eiginkona Marteins, Þórunn Björnsdóttir kórstjóri, syngur oft í kirkjunni þegar Marteinn leikur, en á aðfangadagskvöld er hún heima að undirbúa jólamatinn. „Það er beðið eftir mér heima og ætlast til að ég flýti mér heim,“ segir Mar- teinn og hlær. Hann segir stemn- inguna í kirkjunni á aðfangadags- kvöld einstaka. „Það er svo mikil eftirvænting í fólki. Núna er mess- unni líka útvarpað og það hlusta ótrúlega margir og eru með okkur þessa kvöldstund. Það finnst okkur yndislegt.“ Í fangageymslu um jólin Um 20 manna lið lögreglunnar verður á vakt á höfuðborgarsvæð- inu á aðfangadagskvöld. „Það er yf- irleitt ekki mjög mikið að gera en þó meira en maður óskaði að væri,“ segir Sigursteinn Steinþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, sem verður á vakt- inni. Mál sem upp geta komið eru margskonar. „Það hefur komið fyrir að við höfum þurft að skerast í leik- inn í heimiliserjum og svo er ógæfu- fólk á ferðinni á þessu kvöldi.“ Þá fer jólamaturinn, reykta kjötið, stundum illa í fólk og dæmi um áföll af þeim sökum sem lögreglan þarf að sinna ásamt sjúkraflutn- ingamönnum. Meðal þess sem lögreglan sinnir er eftirlit í hverfum borgarinnar. „Það halda ekki allir jólin hátíðleg, sumir eru að spá í eitthvað allt ann- að eins og að brjótast inn og stela,“ segir Sigursteinn. Hann segir þó reynt að hafa vaktina hátíðlega og klæðist lögreglan t.d. hátíðarbún- ingi á þessum degi. Borðaður er góður matur og jólakort með hlýj- um kveðjum og hvatningarorðum eru opnuð. Sigursteinn hefur oft staðið vaktina um jólin. „Við höfum lent í því að þurfa að stilla til friðar í slagsmálum og höfum alltof oft haft fólk í fangageymslum okkar á aðfangadagskvöldi. Þetta er að aukast.“ Sigursteinn á von á því að opna pakkana er hann kemur heim á miðnætti og jafnvel fá sér smá bita af jólamatnum. „Það gleðilegasta við þessi jól hjá mér er að sonur minn og tengdadóttir sem búa í Bandaríkjunum komu óvænt heim,“ segir hann. „Það bjargar jólunum hjá mér.“ Morgunblaðið/Ómar Organistinn „Ég þekki ekki annað en að spila á aðfangadagskvöld, það hef ég gert frá mínum menntaskólaárum,“ segir Marteinn H. Friðriksson, organisti í Dómkirkjunni. Standa vakt- ina á aðfanga- dagskvöld Á meðan þorri landsmanna rennir niður jólasteik- inni á aðfangadagskvöld í faðmi fjölskyldunnar eru aðrir á vaktinni að sinna sjúklingum, öryggis- málum og orgelleik við aftansöng. Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarfræðingurinn Hátíðlegt á spítalanum, segir Viktoría Björk. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Varðstjórinn Sigursteinn Steinþórsson gætir öryggis borgaranna. Deildarstjórinn Benedikt Einarsson hjá OR fylgist með orkunotkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.