Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 16

Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 16
16 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● LITLAR líkur eru á að forstjóri bandaríska fjár- festingabankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, þurfi að fara í jóla- köttinn í ár. Fram kemur í Wall Street Journal um helgina að hann hafi fengið 69 millj- ónir dollara í kaupauka þetta árið, jafnvirði 4,4 milljarða króna. Er það hæsti bónus sem sést hefur á Wall Street og því langtum meira en starfsbræður hans eru að fá, sem margir hverjir hafa skorið þá niður vegna fjármálaóróans. Bætast þess- ar upphæðir við grunnlaun Blank- feins upp á 600 þúsund dollara, eða um 38 milljónir króna. Til viðbótar ráðstafaði hann 200 þúsund doll- urum í góðgerðasjóð bankans. Forstjóri Goldman fer ekki í jólaköttinn ● SAMKVÆMT tölum frá Gallup hækkaði væntingarvísitalan um 1,6 stig núna í desember, miðað við síð- asta mánuð. Neytendur ætla sér því að vera bjartsýnir yfir jólin en þegar þeir eru spurðir um væntingar sínar til lengri tíma þá verða þeir svart- sýnni. Þá eru þeir taldir ólíklegri en áður til að ráðast í stórinnkaup, eins og á fasteignum, bílum og kaupum á utanlandsferð. Stórkaupavísitala Gallup lækkar um 2,4 stig frá síð- ustu mælingu á þriðja ársfjórðungi. Stendur vísitalan í 71,2 stigum sem er mun lægra en í desember árið 2006. Í Hálffimmfréttum Kaupþings er þetta talin vísbending um að bjart- sýniskast Íslendinga sé á lokastigi. Íslenskir neytendur bjartsýnir yfir jólin YFIRTÖKUNEFND hefur ákveðið að skoða eignarhald FL Group að lok- inni uppstokkun á því og hlutafjár- hækkun og þá hvort yfirtökuskylda hafi myndast í félaginu milli tengdra félaga sem gætu farið yfir 40% eign- armörkin. Kom nefndin saman til fundar fyrir helgi og í fundargerð kemur fram að hún muni hittast að nýju. Formaður nefndarinnar, Viðar Már Matthíasson, vék sæti í þeirri umfjöllun sökum vanhæfis en systir hans, Guðbjörg Matthíasdóttir í Vest- mannaeyjum, er meðal stórra hlut- hafa FL Group. Tekur Stefán Már Stefánsson prófessor sæti Viðars í nefndinni vegna málsins. Eins og fram hefur komið er Baug- ur með félagi sínu BG Capital stærsti hluthafinn í FL Group með 36,47% hlut. Næstu hluthafar þar á eftir eru Gnúpur fjárfestingafélag með 10,9%, Oddaflug, félag Hannesar Smárason- ar, með 10,86%, Materia Invest á 6,28% og Fons Pálma Haraldssonar á 6,13%. Meðal þess sem yfirtökunefnd kemur til með að skoða eru tengsl Baugs við aðra stærstu hluthafa eins og Oddaflug, Materia Invest og Fons. Listi var birtur í kauphöllinni á föstudagskvöld með 20 stærstu hlut- höfum FL Group að lokinni hlutafjár- hækkun upp í 9,9 milljarða króna að nafnvirði. Tuttugu stærstu fara með alls yfir 90% hlutafjár. Hinir fimm stærstu hafa verið nefndir en næstu fimm þar á eftir eru Sund með 3,24%, Stím með 3,16%, Smáey (félag Magn- úsar Kristinssonar) 2,29%, Kristinn ehf. (félag Guðbjargar Matthíasdótt- ur og fjölskyldu) 1,4% og 101 Capital er með 1,21% en það tengist Ingi- björgu Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarfor- manns FL Group. Í næstu hluthafasætum eru lífeyr- issjóðir og hlutabréfasjóðir á vegum bankanna, auk félaga eins og Eyris Invest, sem á 1,09%, Landic Property á 0,82%, FL Group er skráð fyrir 0,65% og Glitnir er 20. stærsti hlut- hafinn með 0,56% hlut. Yfirtökunefnd skoðar eignarhald FL Group Morgunblaðið/Ómar FL Group Breytingarnar á félaginu kynntar af Hannesi Smárasyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Sigurðssyni. Yfirtökunefnd skoðar nú FL. Formaður yfir- tökunefndar víkur vegna vanhæfis Í HNOTSKURN » Miklar breytingar hafaorðið á eignarhaldi FL Group sem yfirtökunefnd á vegum kauphallarinnar hefur nú tekið til skoðunar. » Stærsti hluthafinn er BGCapital með 36,47% hlut en tengsl félagsins við aðra eigendur verða skoðuð af nefndinni. » Listi yfir 20 stærstu hlut-hafa FL Group hefur verið birtur í kauphöllinni. NIKE hefur keypt þriðjungshlut Sports Direct í íþróttavöruframleið- andanum Umbro. Einnig er talið lík- legt að breska fyrirtækið JJB Sports selji 10% hlut sinn í Umbro en JJB er sem kunnugt að stórum hluta í eigu Exista. Þá á forstjórinn Chris Ronnie einnig vænan hlut. Umbro framleiðir m.a. keppnis- búninga enska landsliðsins í knatt- spyrnu og búninga nokkurra úrvals- deildarfélaga. Þegar Nike setti fram yfirtökutilboð í Umbro í október sl. var jafnvel talið að Sports Direct og JJB Sports myndu koma í veg fyrir yfirtökuna en Umbro mun vera þeirra stærsti birgir, eins og bent er á í Hálffimmfréttum Kaupþings. Eftir að fregnaðist um kaup Nike á hlut Sports Direct hækkuðu hluta- bréf Umbro um 13% í kauphöllinni í Lundúnum. Fór hluturinn yfir 180 pens á hlut en formlegt tilboð Nike hljóðaði upp á 195 pens á hlut með arðgreiðslu. Nike kaupir af Sports Di- rect í Umbro Íþróttir Enska knattspyrnulands- liðið hefur leikið í Umbro-búningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.