Fréttablaðið - 07.04.2009, Qupperneq 8
8 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1. Heima hjá hverjum voru sjö
mótmælendur handteknir á
sunnudag?
2. Hvað heitir ný mynd Júlíus-
ar Kemp, sem hætt hefur verið
við að frumsýna á Cannes?
3. Hvaða táningur tryggði
Manchester United sigur á
Aston Villa um helgina?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42
DÓMSMÁL Jóhannes Þór Ólafsson,
meindýraeyðir á Selfossi, hefur
höfðað mál gegn sveitarfélaginu
Árborg og Ræktunarsambandi
Flóa og Skeiða.
Jóhannes krefst bóta vegna
tjóns sem hann segir að hafi
orðið á iðnaðarhúsnæði Mein-
dýravarna Suðurlands þegar
sprengt var fyrir áveituskurði
við Gagnheiði á Selfossi.
Jóhannes segir að hitalagnir séu
hættar að virka, sprungur séu
í gólfi og að það leki meðfram
gluggum.
Auk ofangreindrar málsóknar
undirbýr Jóhannes Þór mál
gegn Viðlagasjóði vegna tjóns
sem varð á klæðningu íbúðar-
húss hans í jarðskjálftanum í
fyrra. - th
Héraðsdómur Suðurlands:
Meindýraeyðir
höfðar mál og
krefst bóta
! "
#
" $
"
"# $
% & % '(")
#
*+ ( #
"+, ( # (
"
" #
-(
./0,1
/ ++,2,,,/34++,2,0,/555
% & %
6789*,,.
% :
;
'
679*,,+
<=7>? # % & %
<('$ ! " '
@(
> A BC,.1"" D
D7" # '
8E7
7!
'(
% & % <=7
3
" '
#
7 A>
'
#
6 A>' '
#
3'
#
8E
'( : ' (
" &
=
;
7
F
G
6
,
I
,
2
ÖRYGGISMÁL Aðeins ein þyrluáhöfn
verður á vakt í tuttugu daga í
hverjum mánuði eftir að uppsagnir
þriggja flugmanna taka gildi í
sumar og haust. Þessa tuttugu daga
getur Landhelgisgæslan (LHG)
ekki sinnt neyðarköllum skipa sem
eru lengra en tuttugu sjómílur frá
landi.
Sigurður Heiðar Wiium, yfir-
flugstjóri hjá LHG, segir björgunar-
getu flugrekstrardeildar LHG
skerðast verulega vegna uppsagn-
anna sem boðaðar hafa verið, en
um þrjá yngstu flugmenn LHG
er að ræða. „Það er verið að sníða
stakkinn afar þröngt og eftir að
uppsagnirnar taka gildi má ekk-
ert út af bregða. Þetta þýðir að tvo
þriðju af tímanum erum við bara
með eina áhöfn á vakt.“ Vaktakerfi
flugmanna er þannig byggt upp
að ein þyrluáhöfn verður á vakt í
átta daga af hverjum tólf. Þá fjóra
daga sem hægt
er að senda tvær
þyrlur er ekki
tekið tillit til
þess möguleika
að tvær þyrlur
verði frá vegna
bilana eða ann-
arra orsaka.
Eins og Frétta-
blaðið sagði
frá í gær hefur
sú staða komið upp í níu daga á
þessu ári. Þá er ótalið að þyrlur
sinna einnig eftirliti á hafsvæðinu
við Ísland, en það dregst einnig
saman.
Flugáhafnir LHG hafa ályktað
um öryggismál sín vegna breyttra
rekstraraðstæðna. Kemur fram að
ekki verði vikið frá þeim öryggis-
reglum sem starfað hefur verið
eftir. Því verður ekki flogið lengra
en tuttugu mílur á haf út þegar
aðeins ein þyrla kemst í loftið. Hins
vegar er hægt að fara í björgunar-
flug yfir landi í öllum tilvikum.
Þýðing þessa er einfaldlega sú
að ef skip lendir í sjávarháska utan
tuttugu sjómílna mun ekki verða
hægt að koma þeim til aðstoðar, án
þess að brjóta öryggisreglur LHG.
Í ályktun flugmannanna kemur
fram að ekki verði gefinn afslátt-
ur á öryggi áhafna björgunarþyrl-
na. „Við verðum að hafa tryggingu
fyrir því að hægt sé að bjarga
áhöfn þyrlu ef illa fer,“ segir Sig-
urður Heiðar. Miðað er við að hægt
sé að koma áhöfninni til bjargar
innan þriggja klukkustunda en
ólíklegt er að maður lifi lengur í
sjó við Ísland, þrátt fyrir sérstakan
hlífðarfatnað. Fjögur slys erlendis
á þessu ári, nokkur á þyrlum sömu
tegundar og LHG notar, segir Sig-
urður að sýni hversu áhættan er
mikil. svavar@frettabladid.is
Sjóbjörgun möguleg
í um 120 daga á ári
Það kostar um 120 milljónir á ári að halda þrem þyrluflugmönnum hjá
Gæslunni. Brotthvarf þeirra í sumar og haust þýðir mjög skerta björgunargetu.
SIGURÐUR
HEIÐAR WIIUM
BJÖRGUNARÞYRLUR TF-LÍF á
flugi en TF-SIF á jörðu niðri. SIF
þurfti að nauðlenda í sjónum
við álverið í Straumsvík í júlí
2007. Mannbjörg varð.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
PARÍS, AP Frumgerðin af Frelsis-
styttunni var í gær fjarlægð úr
heimkynnum
sínum í Lúxem-
borgargarðinum
í París, skammt
frá franska
þinghúsinu, og
flutt í útjaðar
borgarinnar þar
sem stendur til
að sýna stytt-
una gestum og
gangandi.
Styttan, sem er nærri þrír
metrar á hæð og vegur um tvo
tonn, var gerð af franska högg-
myndalistamanninum Frederic
Auguste Bertholdi, árið 1870.
Bertholdi var einnig, ásamt verk-
fræðingnum Gustave Eiffel,
maðurinn á bak við smíði hinnar
Frelsisstyttunnar sem staðið
hefur við höfnina í New York
síðan 1886. - kg
Frumgerð í París:
Frelsisstyttan
flutt úr stað
FRELSISSTYTTAN Í
NEW YORK
PARÍS Fjöldi lækna, sem unnu í
mörgum hópum í yfir þrjátíu
klukkustundir, framkvæmdi um
helgina fyrstu aðgerðina sem
vitað er um þar sem hluti úr
andliti og báðar hendurnar eru
græddar samtímis á mann.
Aðgerðin var framkvæmd á
Henri Mondor-sjúkrahúsinu í
Creteil, úthverfi Parísar.
Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem efri hluti andlits; höfuð-
leður, enni, nef, eyru og augn-
hár, er græddur á sjúkling.
Hann brenndist illa í slysi árið
2004. - kg
Tímamót á skurðarborðinu:
Nýtt andlit og
báðar hendur
VEISTU SVARIÐ?