Fréttablaðið - 07.04.2009, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 2009 13
LONDON, AP Björgunarmenn hafa
fundið sjö þeirra sem fórust með
breskri þyrlu sem fórst undan
ströndum Skotlands á miðviku-
dag.
Leit verður framhaldið en
fimmtán manna áhöfn þyrlunnar
fórst í slysinu. Tvö líkanna sem
hafa fundist eru talin vera af
flugmanni þyrlunnar og aðstoðar-
flugmanni.
Sólríkt og gott veður var á mið-
þegar þyrlan hrapaði en hún var í
flugi fyrir olíufyrirtækið BP. - rat
Fimmtán fórust í þyrluslysi:
Fundu sjö lík í
Norðursjó
VÍMUEFNI Þrátt fyrir að lögregla
hafi lokað tugum kannabisrækt-
ana undanfarnar vikur og lagt
hald á þúsundir plantna stendur
götuverð á hassi og maríjúana
nokkurn veginn í stað á milli
mánaða, samkvæmt nýrri verð-
könnun SÁÁ. Verð á kannabis-
efnum hefur verið tiltölulega
stöðugt frá áramótum.
Verð á amfetamíni rýkur hins
vegar upp um tæplega fjórðung
á milli mánaða og hefur aldrei
verið hærra síðan kannanir hóf-
ust. Grammið kostar nú tæplega
7.000 krónur. Kókaín lækkar í
verði, en verðið á því var óvenju-
hátt í síðasta mánuði. - sh
Kannabisverð stendur í stað:
Amfetamínverð
rýkur upp
SAMFÉLAGSMÁL Tæplega tvö þús-
und manns dóu hérlendis í fyrra,
981 karl og 1.005 konur. Dánar-
tíðni var því 6,2 látnir á hverja
þúsund íbúa, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu Íslands.
Lífslíkur karla hafa batnað á
undanförnum árum. Íslenskir
karlar geta vænst þess að verða
79,6 ára en konur 83 ára.
Íslenskir karlar verða því
elstir í Evrópu. Elstir verða utan
Íslands karlar í Sviss, 79,2 ára,
og Liechtenstein, 78,9 ára. Stysta
meðalævi karla í Evrópu er í
Rússlandi, 61,5 ár, og Úkraínu,
62,5 ár.
Lífslíkur íslenskra kvenna hafa
breyst. Elstar evrópskra kvenna
verða konur á Spáni og í Frakk-
landi, 84,4 ára að meðaltali, en
íslenskar konur eru í sjötta sæti.
Minnstar lífslíkur hafa konur í
Moldóvu, 72,4 ár, og í Rússlandi,
73,9 ár. - ghs
Lífslíkur í Evrópu:
Íslenskir karlar
allra karla elstir
JERÚSALEM, AP Hundruð kristinna
manna sem báru pálmablöð settu
svip sinn á götur Jerúsalem-
borgar á pálmasunnudag, þegar
þeir minntust komu Jesú til
borgarinnar helgu fyrir tvö þús-
und árum.
Kaþólskir pílagrímar, þjónar
kirkjunnar og leikmenn ýmissa
kirkjudeilda sóttu messu við
Kirkju hinnar heilögu grafhvelf-
ingar, þar sem Jesús er talinn
hafa verið krossfestur og risið
upp frá dauðum. Eftir messuna
gengu pílagrímarnir inn í borg-
ina frá Ólífufjalli, sömu leið og
Jesús er talinn á sínum tíma hafa
riðið inn í borgina á asna. - rat
Trúaðir í Jerúsalem:
Pálmadags-
ganga kristinna
FRÓMUR Í FÓTSPOR KRISTS Munkur
heldur á pálmagrein í göngunni frá
Ólífufjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Skógræktarfélag Rangæinga á ekki
veiðirétt í Eystri Rangá og Fiská vegna jarðar-
innar Kotvalla í Rangárþingi eystra. Þetta
var niðurstaða dóms Héraðsdóms Suðurlands,
sem kveðinn var upp í gær. Karl Axelsson,
lögmaður Skógræktarfélagsins, segir líklegt
að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Taldi Skógræktarfélagið að það ætti veiði-
rétt í Eystri Rangá vegna jarðarinnar Kot-
valla, sem það fékk að gjöf frá ríkinu á níunda
áratug síðustu aldar. Byggði félagið kröfu
sína á því að Kotvellir væru á svokallaðri
Vallartorfu en eigendur hennar eiga um fjór-
tán prósenta hlut í veiðirétt Eystri Rangár og
fengu fjórtán milljóna króna arð árið 2006.
Héraðsdómur hafnaði kröfu skógræktar-
félagsins.
Í niðurstöðu dómsins segir að hugsanlegt sé
að Skógræktarfélagið eigi rétt á arðgreiðslum
af veiðunum án þess að til veiðiréttar hafi
stofnast. Er þar vísað til þess að árið 1999
var samþykkt arðskrá sem var staðfest af
landbúnaðarráðherra og birt í Stjórnartíðind-
um. Hinir stefndu telja hins vegar að sú arð-
skrá hafi ekki verið í samræmi við arðskrá
sem var borin upp og samþykkt á aðalfundi
Veiðifélags Rangæinga árið 1999. Þar sem
Skógræktarfélagið krafðist einungis viður-
kenningar á veiðirétti tók dómurinn ekki á
þessu atriði. - th
Héraðsdómur Suðurlands dæmir í máli Skógræktarfélags Rangæinga:
Eiga ekki veiðirétt í Rangá
ÚR RANGÁNUM Rangárnar eru meðal
gjöfulustu laxveiðiáa landsins. Í Eystri
Rangá veiddust ríflega sjö þúsund laxar
í fyrra.
Komdu í heimsóknMán til mið 10–18.30, fi m 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is