Fréttablaðið - 07.04.2009, Side 18
18 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 20 Velta: 29 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
215 +0,23% 634 -0,04%
MESTA HÆKKUN
FØROYA BANKI 0,40%
MESTA LÆKKUN
MAREL FOOD SYS. -2,25%
ÖSSUR -1,20%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic
Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,26 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 126,50 +0,40% ... Icelandair Group
5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 41,35 -2,25% ... Össur 90,50
-1,20%
Fýkur í skattaskjólin
Á hádegi í dag hefst kynningarfundur Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og
Evrópusambandsins (ESB) um skattamál
og skattaskjól. Fundurinn er í höfuðstöðvum
OECD í París í Frakklandi. Þar verða kynntar
niðurstöður viðræðna László Kovács, sem fer
með skatta- og tollamál í framkvæmdastjórn
ESB og Angels Gurría, framkvæmdastjóra
OECD. Fundur þeirra var settur á dagskrá í
kjölfar stefnumörkunar á sviði skattamála
á fundi helstu iðnríkja
(G-20 fundinum)
í Lundúnum sem
haldinn var 7. apríl.
Samkvæmt tilkynn-
ingu stendur til að
kynna áframhaldandi
starf OECD og ESB á sviði skattheimtu
og hvernig brugðist skuli við starfsemi
skattaskjóla.
Mál sem snertir alla
Hvernig staðið er undir samneyslu þjóða er
vitanlega mál sem snertir alla landsmenn og
því ekki óeðlilegt að þegar stofnanir á borð við
Evrópusambandið og OECD taka sig saman
um að loka á svonefnd skattaskjól þá veki það
nokkra athygli. Líklegt verður samt að teljast
að þeir sem á annað borð eru með umsvif af
því tagi að þeir vilji nýta sér þessi skattaskjól
hafi ráð á því að mæta í eigin persónu á kynn-
ingarfundinn við rue André Pascal í París.
(Þeir efnaminni í þeim hópi geta tekið
neðanjarðarlestina, leið níu, að Rue de
la Pompe, eða strætó númer 63 að La
Muette.) Vilji sauðsvartur almúginn fylgj-
ast með því í beinni hvaða ákvarðanir
hafa verið teknar á fundinum, þá verður
hann í beinni útsendingu á netinu á slóð-
inni: http://interwebcast.oecd.org/con-
ferences/6_475/en/video/video.wvx.
Peningaskápurinn ...
Níu lönd á norðurslóðum hafa
tekið höndum saman um að bjóða
verslunareigendum í fámennum
byggðar lögum ráðgjöf og fræðslu
til að styrkja stöðu þeirra. Í til-
kynningu Rannsóknaseturs versl-
unarinnar við Háskólann á Bifröst
(RSV) kemur fram að RSV hafi
átt frumkvæði að verkefninu og
stjórni því hér á landi í samstarfi
við Byggðastofn-
un og nokkur
atvinnuþróun-
arfélög. Verk-
efnið styrkja
Norðurslóða-
áætlunin (NPP)
og Norður-Atl-
antshafsnefnd-
in (NORA).
„Önnur lönd
sem taka þátt í verkefninu eru
Finnland, Svíþjóð, Noregur,
Írland, Norður-Írland, Skotland,
Færeyjar og Grænland. Í öllum
þessum löndum eru sambærileg-
ar aðstæður hvað varðar dreifð-
ar byggðir og það lykilhlutverk
sem dreifbýlisverslun gegnir til
að viðhalda byggðinni. Alþekkt er
í öllum þessum löndum að þegar
verslunin hverfur úr byggðar-
laginu flyst fólkið einnig. Víða
er þessum verslunum því haldið
gangandi með opinberum stuðn-
ingi og því er mikilvægt að styðja
þær til sjálfbærni,“ segir Emil B.
Karlsson, forstöðumaður RSV, í
tilkynningu.
Fram kemur að einkum verði
horft til þess að nýta hagræðingu
sem hlýst af því að sameina versl-
un við ýmsa aðra þjónustuþætti
sem íbúar þurfi á að halda, svo
sem bensínafgreiðslu, bankaþjón-
ustu, veitingaþjónustu og fleira.
„Þá verður tekið tillit til hagræð-
ingar í vöruflutningum, skipulags
birgðahalds og ýmissa annarra
þátta.“
Byrjað verður á þarfagreiningu
meðal verslana í öllum þátttöku-
löndunum og síðan verður ráðgjaf-
arstarfið mótað. - óká
EMIL B. KARLSSON
Samstarf um ráðgjöf
til verslana í dreifbýli
AUSTUR Á HÉRAÐI Samkaup keyptu
nýverið rekstur Kaupfélags Héraðsbúa á
Austurlandi, en rekstur þess síðarnefnda
var kominn í þrot. MYND/KHB
Stýrivextir lækka um eitt prósentu-
stig á aukavaxtaákvörðunardegi
Seðlabankans á morgun, gangi eftir
spá Greiningar Íslandsbanka.
„Vaxtaákvörðunin í vikunni er
aukavaxtaákvörðunardagur en
næsti vaxtaákvörðunardagur sam-
kvæmt áætlun bankans frá því í
upphafi árs er 7. maí næstkomandi.
Vegna óvissu um horfur í hagkerf-
inu og samspil vaxta og gengis taldi
nefndin á síðasta fundi sínum rétt
að fjölga vaxtaákvörðunarfundum
sínum. Verður vaxtaákvörðun því í
fyrstu viku hvers mánaðar frá apríl
til júlí og í annarri viku ágústmán-
aðar,“ segir í umfjöllun bankans.
Bent er á að frá vaxtaákvörðun-
inni í mars hafi verðbólga hjaðnað
úr 17,6 prósentum í 15,2 prósent, en
gengi krónunnar um leið gefið eftir.
„Framundan er enn meiri lækkun
verðbólgunnar enda slakinn mikill
og vaxandi í hagkerfinu. Atvinnu-
leysi hefur færst í aukana frá því
í mars og framleiðsluslakinn er
orðinn sýnilegri. Allt þetta ætti að
hvetja nefndina til að lækka vexti
Seðlabankans enn frekar,“ segir
í greiningunni, en um leið bent
á að veiking krónunnar kunni að
draga úr vilja nefndarinnar til að
lækka vexti. „Í fundargerð pen-
ingastefnunefndarinnar frá síðasta
fundi nefndarinnar í mars segir að
þótt verðbólgumarkmiðið sé áfram
langtímamarkmið peningastefn-
unnar sé markið hennar við núver-
andi aðstæður að tryggja gengis-
stöðugleika.“ - óká
Búast við lækkun
um eitt prósentustig
SETTUR SEÐLABANKASTJÓRI Svein Harald Øygard seðlabankastjóri er formaður
peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Nefndin fundar nú vegna ákvörðunar um
stýrivexti sem kynnt verður í fyrramálið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur
lækkað verð í yfirtökutilboði BBR
í Exista um 4,60 krónur, niður í tvo
aura á hlut. Beiðni þar að lútandi
barst FME 6. janúar síðastliðinn.
„Aðstæður Exista hf. breyttust
augljóslega til hins verra í kjölfar
hruns Kaupþings banka hf. o.fl. Þá
var hlutafé félagsins nær fimm-
faldað þann 8. desember þannig
að eldri hlutir og verðmæti þeirra
þynntust verulega. Þar sem lokað
var fyrir viðskipti með fjármála-
gerninga félagsins frá 2. október
og þar til tilboðsskylda stofnað-
ist, lækkaði opinbert markaðsvirði
bréfanna ekki þrátt fyrir þessar
miklu breytingar,“ segir í tilkynn-
ingu FME. - óká
Yfirtökutilboð
lækkað í 2 aura
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel,
Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Tillaga um lækkun réttinda.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og birtar
á heimasíðunni, www.gildi.is tveimur vikum fyrir ársfundinn.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með
málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað
fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem
að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 6. apríl 2009,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 0 0 9
Landsbankinn hefur komið
til móts við gagnrýnendur
verðtryggingarinnar og
býður nú óverðtryggð fast-
eignalán með sjö prósenta
vöxtum.
„Nú verða neytendur að hugsa sjálf-
ir og taka sjálfstæða og upplýsta
ákvörðun,“ segir Ásmundur Stef-
ánsson, bankastjóri Landsbankans,
um óverðtryggð íbúðalán til allt að
fjörutíu ára sem bankinn kynnti í
gær. Hann segir þetta nýjan kost
sem bankinn bjóði upp á og geti
hugnast þeim sem séu með verð-
tryggð fasteignalán og vilji skoða
aðra möguleika eða með fasteigna-
lán í erlendri mynt og vilji skipta
því yfir í lán í íslenskum krónum.
Með möguleikanum bregst bank-
inn við gagnrýni á verðtrygging-
una með auknum valmöguleikum,
að sögn bankastjórans.
Vextir lánanna eru sjö prósent
og taka mið af stýrivöxtum Seðla-
bankans. Vextir þar standa í sautj-
án prósentum og gerir Lands-
bankinn ráð fyrir því að þeir muni
lækka hratt á næstu mánuðum.
„Við gerum ráð fyrir því að vext-
irnir verði komnir niður fyrir sjö
prósent um mitt næsta ár,“ segir
Ásmundur og bendir á að bankinn
sé tilbúinn til að taka áhættuna.
Þetta nýja lánaform Landsbank-
ans er ólíkt öðrum að því leytinu til
að bankinn býður greiðsluaðlögun
fram í maí á þarnæsta ári. Aðlög-
unartíminn bætir tveimur árum
við lánstímann.
Á aðlögunartímanum greiða
viðskiptavinir ekki afborganir af
höfuð stól og ekki hærri vexti en
sjö prósent. Mismunurinn kemur
til hækkunar á höfuðstól lánsins og
greiðist niður á afborgunartíma-
bilinu. Mögulegt er að velja á milli
þess að greiða jafnar afborganir
eða inn á höfuðstól. Seinni mögu-
leikinn felur í sér að viðskiptavin-
ir geta greitt lánið hraðar niður en
ella.
jonab@markadurinn.is
Landsbankinn býður
óverðtryggð fasteignalán
ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægt að fólk vegi og
meti kosti þess að taka óverðtryggð lán umfram þá möguleika sem standa til boða.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR