Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.04.2009, Qupperneq 22
22 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Sóley Tómasdóttir skrifar um fjárhags- áætlun Reykjavíkur- borgar Pistill minn í Frétta-blaðinu á föstudag um uppnám í barna- og ungl- ingastarfi borgarinnar fór fyrir brjóstið á Kjart- ani Magnússyni, formanni íþrótta- og tómstundaráðs. Í svar- grein daginn eftir fullyrðir hann að verið sé að finna farsæla lausn fyrir alla aðila á þeim tveimur stóru brotalömum sem fyrirfinn- ast í endurskoðaðri fjárhagsáætl- un meirihlutans. Jafnframt áfellist hann undirritaða fyrir yfirlýsingar um uppnám í starfinu, enda vinni embættismenn hörðum höndum við að lágmarka skaðann. Gert er gert. Fjárhagsáætlunin liggur fyrir og þar er gert ráð fyrir 20 milljóna króna hagræðingu vegna lokunar frístundaheimila á virkum dögum. Jafnframt skortir þar 10 milljónir króna til að hægt sé að halda úti félagsmiðstöðvar- hópum yfir sumartímann. Það er staðreynd sem brýnt er að borgar- búar séu meðvitaðir um. Gildir þá einu hvernig meirihlutanum hent- ar að skilgreina þjónustuna. Heilir dagar í frístundaheimil- um hafa talist til grunnþjónustu borgarinnar fram til þessa, enda hafa þeir verið hluti af starfsemi frístundaheimilanna allt frá því að þau voru stofnuð. Hafi formaður- inn áhuga á að rökræða við börn í 1.-4. bekk um það hvort þjónustan telst „viðbótar“ eða „grunn“, þá getur hann gert það. Ábyrgðin er eftir sem áður hans. Að sjálfsögðu er unnið hörðum hönd- um að því að leysa málið. Að koma í veg fyrir uppsögn 22 starfsmanna og verulega skerðingu á þjónustu frístunda- heimilanna. Metn- aðarfullt starfsfólk sviðsins mun gera allt sem það getur, það veit ég vel. Og sennilega á því eftir að takast að nurla saman fyrir verk- efnunum með einhverjum hætti. Það er þó ekki pólitískum áhersl- um meirihlutans að þakka. Það eru því ekki yfirlýsingar mínar sem eru ótímabærar eða illa ígrundaðar, heldur fjárhags- áætlun meirihlutans. Betur hefði farið á því að meirihlutinn axl- aði pólitíska ábyrgð og hugsaði afleiðingar fjárhagsáætlunarinn- ar til enda í stað þess að heyja nú varnar baráttu eftirá með óraun- hæfum kröfum til starfsfólks um útfærslu á verkefnum sem ekki er til fjármagn fyrir. Höfundur er varaborgarfulltrúi. UMRÆÐAN Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um skák Á göngu um Rima-skóla með skóla- stjóranum Helga Árna- syni fyrir nokkru síðan mættum við nemanda af unglingastigi sem kast- aði á okkur vinalegri kveðju og hvarf svo inn í eina kennslustofuna. „Þetta er flottur strákur,“ sagði Helgi og bætti við: „Fyrir tveim- ur árum vorum við í vandræðum með þennan dreng í tímum en svo náðum við vekja áhuga hans á skáklistinni og þá gjörbreyttist hann og námsárangurinn með.“ Helgi er kannski ekki alveg hlutlaus þegar kemur að kost- um skákiðkunar enda engin til- viljun að Rimaskóli hefur fagnað mörgum sigrum í skákkeppnum. Í síðasta mánuði hreppti skólinn Íslandsmeistaratitil í fjölmenn- asta Íslandsmóti barnaskóla- sveita í skák. Þessi yfirlætislausu ummæli skólastjórans fengu mig engu að síður til þess að velta fyrir mér samhengi námsárang- urs og skákiðkunar. Mikilvægur upphafspunktur Skömmu áður hafði eldhug- inn Hrafn Jökulsson lagt fyrir mig framsæknar og áhugaverð- ar hugmyndir um sérstakt átak í skákkennslu og skákstarfi í grunnskólum borgarinnar með það háleita markmið að gera Reykjavík að skákhöfuðborg heimsins. Hluti af því var að halda Alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið árlega í stað ann- ars hvers árs eins og það hefur verið frá árinu 1964. Þetta rifj- aði ég upp við setn- ingu Reykjavíkur- skákmótsins sem lauk um helgina og því takmarki er náð að halda það stór- mót árlega. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið eitt glæsilegasta Reykja- víkurskákmótið sem haldið hefur verið frá upphafi. Hugmyndin um að efla skákina í grunnskólum borgarinnar hefur einnig feng- ið vængi og hófst með stofnun Skákakademíu Reykjavíkur á síðasta ári. Í aðdraganda stofn- unarinnar fór Hrafn með góðan hóp skákkennara í um 15 skóla í borginni til að kanna áhuga og leggja á ráðin með hvaða hætti efla mætti skákstarf í skólum. Þetta var mikilvægur upphafs- punktur. Skákakademían er sjálfseign- arstofnun og eru stofn aðilarnir Landsbankinn, Orkuveita Reykjavíkur, Mjólkur samsalan og Reykjavíkurborg. Á þeim skamma tíma sem hún hefur starfað hefur náðst eftirtektar- verður árangur. Skákakademían hefur þegar hafið samstarf við helming allra grunnskóla i borg- inni og af því að þeir eru sjálf- stæðir, og hver og einn þeirra byggir á sinni sérstöðu, hefur samstarfið verið með ólíkum hætti og á forsendum skólanna. Þannig hefur verið tryggt að skákkennslan falli sem best inn í skólastarfið. Byggir upp sjálfsmynd og sjálfs- traust Alþjóðlegi meistarinn Saudin Robovic, sem hefur langa reynslu af skákkennslu barna, hefur bent á hversu stórkostleg aðferð skák er fyrir krakka til að byggja upp sjálfsmynd og sjálfstraust. Margar lærðar greinar eru til um það hvernig skákin eflir rökhugsun og við þekkjum gleðileg dæmi um það úr skólakerfinu hvernig skák áhugi nemenda sem glíma við skort á einbeitingu í námi sínu getur gjör- breytt þeirra námsgetu. „Skák er lífið,“ sagði Bobby Fischer og það var hún honum ábyggilega enda komst lítið annað að. Því er hins vegar ekki haldið fram að skákin komi í stað ýmislegs annars eins og t.d. tónlistariðkunar eða þátt- töku í íþróttum. Hún eykur á fjöl- breytileika og gerir mörgum kleift að finna viðfangsefni við hæfi og viðnám sinna krafta. Það þarf ekki mikinn viðbúnað til að tefla – aðeins gamalt tafl- borð, 32 taflmenn og vin sem kann mannganginn. Kyn, aldur eða per- sónulegir hagi skipta ekki máli. Nú þegar við endurmetum það sem eitt sinn þóttu eftirsóknar- verð gildi og leitum nýrra í þeirra stað hef ég trú á því að gömul tafl- sett verði tekin fram úr skápum. Þá mun koma í ljós að sumir af yngri kynslóðinni sem kynnst hafa starfi Skákakademíu Reykjavíkur eru komnir skrefinu lengra. Höfundur er formaður Skákakademíu Reykjavíkur. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Skák er lífið Það þarf ekki mikinn viðbúnað til að tefla – aðeins gamalt taflborð, 32 taflmenn og vin sem kann mannganginn. Kyn, aldur eða persónulegir hagi skipta ekki máli. SÓLEY TÓMASDÓTTIR Hugsum málin til enda Fjárhagsáætlunin liggur fyrir og þar er gert ráð fyrir 20 milljóna króna hagræðingu vegna lokunar frístunda- heimila á virkum dögum. Íslenskt að utan sem innan UMRÆÐAN Gunnar Hilmars- son skrifar um menningarstarf- semi Nú standa yfir metnaðarfull verkefni í hönnun og arkitektúr, tónlistar- húsið í Reykjavík og Hof á Akureyri. Mörgum milljörðum verður varið í hönnun og uppsetningu á þessum byggingum. Eftir hrun bankanna og algera frystingu á lánamarkaði hafa verkefni sem hafa krafist starfa hönnunar og arkitekta gjörsamlega hrunið. Grafískir hönnuðir, arkitektar, landslagsarkitektar og fleiri stéttir hönnuða hafa orðið afar illa úti og eru dæmi um stofur sem hafa þurft að segja upp allt að 90% starfsmanna sinna. Sama á við um þjónustuaðila hönnuða svo sem smíðaverkstæði, járn- smiðjur og ýmiss konar verk- taka. Stórhætta er á að við missum mikilvæga reynslu og hönnunar- menntað fólk úr landi ef ekki er reynt að beina þeim verkefnum sem þó eru í gangi á innlenda aðila. Ég tók eftir því að eftir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að halda framkvæmd- um við tónlistarhús átti meðal annars að spara í innréttingum og húsgögnum. Gott og vel, en þýðir það að erlendir heildsal- ar muni fá verkefnin í stað íslenskra hönnuða og íslenskra framleið- enda? Ef horft er til útlanda til sam- bærilegra verkefna er alltaf leitast við að hafa sem mest ef ekki allt innlenda hönnun. Vilj- um við ekki gera slíkt hið sama? Er þetta ekki spurning um metn- að að þetta sé haft að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar? Ef það yrði gert í þessum verkefn- um sem og öðrum þá væri hægt að halda lífi í þessum stéttum á meðan það versta gengur yfir. Það er mín von að Reykjavíkur- borg og Akureyrarbær átti sig á mikil vægi þess sem mest sé hannað og framleidd innanlands. Er ekki flottast að við getum sagt að allt varðandi þessar bygging- ar og innihald þeirra sé hannað og framleitt af íslendingum? Ég spyr: Er ekki í hvívetna leitast við að íslensk hönnun og framleiðsla sé það sem valið er í þessi góðu og metnaðarfullu hús, þar með talin íslensk hús- gögn, íslenskar innréttingar og innanstokksmunir og íslenskur fatnaður á starfsfólk? Höfundur er stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Formaður Fatahönnunarfélags Íslands. GUNNAR HILMARSSON Ef horft er til útlanda til sam- bærilegra verkefna er alltaf leitast við að hafa sem mest ef ekki allt innlenda hönnun. Viljum við ekki gera slíkt hið sama? Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.