Fréttablaðið - 07.04.2009, Page 32

Fréttablaðið - 07.04.2009, Page 32
28 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is kl. 19 Rás 1 Ríkisútvarpsins flytur í kvöld Guðbrandsmessu eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Björn Jónsson og Eiríkur Hreinn Helgason syngja með Kór Lang- holtskirkju og kammersveit; Jón Stefánsson stjórnar. > Ekki missa af Stórsýningu á verkasafni Kjar- vals í fórum Listasafns Reykja- víkur sem nú hangir í salon-stíl á Kjarvalsstöðum. Sýningunni lýkur eftir páska en Listasafnið verður opið alla hátíðina. Elektra Ensemble var á dögunum tilnefndur Tónlist- arhópur Reykjavíkurborgar 2009 og í kjölfarið gekk hópurinn til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. Tónleikaröðin er þema- tengd þar sem haldið verður á vit framandi slóða um víða veröld. Ferðalag Elektra Ensemble hefst í Rússlandi á morgun en tónleikarnir á eru helgaðir rússnesku tónskáld- unum Tsjaíkovskí, Stravinskí, Prokofiev og Rakhmaninoff. Meðlimir Elektra Ensemble eru Ástríður Alda Sigurðar- dóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautu- leikari, Helga Björg Arnardóttir klarinettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Þær hafa allar leikið einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og komið víða fram á tónleikum hérlendis og erlendis. Þær eiga það einnig sameiginlegt að hafa lokapróf úr Tónlistarskólan- um í Reykjavík og í kjölfarið stundað framhaldsnám í virtum tónlistarháskólum í Englandi, Hollandi, Þýska- landi og Bandaríkjunum. Helstu verkefni Elektra Ensemble á síðasta ári voru tónlistarflutningur í tónleika- höllinni BOZAR í Brussel auk tónleika í Stykkishólmskirkju og Iðnó. Tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum og hefjast kl. 20. - pbb Elektra með rússnesk tónskáld TÓNLIST Þær stöllur í Elektru-hópnum í sínu fínasta pússi. Biblían er höfuðrit kristinna manna og ómetanlegt veganesti á lífsins leið. Þrátt fyrir það hefur bók bókanna ekki verið til sem hljóðbók á Íslandi fram að þessu. Hér lesa Guðrún Ásmundsdóttir, sr. Hjörtur Pálsson, hr. Karl Sigurbjörns- son, hr. Sigurbjörn Einarsson, Þórunn Hjartardóttir, Ævar Kjartansson og sr. Örn Bárður Jónsson Nýja testamentið sem kom út í nýrri þýðingu árið 2007. Mjög hefur verið vandað til verka við vinnslu hljóðbókarinnar, sem er í fallegum kassa. Hljóðbókin er vistuð í MP3-skrám á tveimur geisladiskum sem hægt er að spila í tölvum, flestum DVD-spilurum og Daisy-spilur- um auk þess sem afrita má skrárnar yfir á MP3-spilara, svo sem iPod. Lesturinn tekur rúmar 24 klukkustundir. Hildur Guðnadóttir hefur sent frá sér disk með frumsaminni tónlist. Hann ber nafnið Without Sinking. Hann hefur að geyma tíu tónsmíðar sem hún samdi í Reykjavík og Berlín, en hljóðritun fór fram í Gróðurhúsinu undir stjórn Valgeirs Sigurðssonar og Hildar. Með henni leika þeir Guðni Franzson, Skúli Sverrisson og Jóhann Jóhannsson. Touch music gefur út. Intim musik í Svíþjóð hefur gefið út flutning Trio Nordica á þremur verkum eftir Elfriede Andree, en tríóið skipa þær Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona Kontra. Í einu verkanna leikur Þórunn Ósk Magnúsdóttir með þeim. Hljóðritun fór fram í Von í fyrra undir stjórn Fabians Frank. Verkin eru tvö píanótríó og einn kvartett. Ævintýraheimur ófétanna heitir nýútkominn diskur fyrir börn með átta sönglögum eftir Ósk Ósk- arsdóttur við texta Rúnu K. Tetzschner. Fjöldi flytjenda kemur fram á disknum sem er gefinn út af Ljósi á jörð og Ósk. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Sumargjöf og Minningar- sjóði Margrétar Björgúlfs- dóttur. Blúshátíð í Reykjavík hófst á laugar daginn með mikilli viðhöfn. Hafa þegar verið margir tónleik- ar og spilað hvert kvöld á Klúbbi Blúshátíðar sem er starfræktur frá kl. 21 á Café Rosenberg alla hátíðardagana. Blúshátíð í Reykjavík er nú hald- in í sjötta sinn og er árlegur við- burður í borgarlífinu í dymbil viku. Á hátíðinni koma jafnan fram erlendar stórstjörnur, bestu blús- menn landsins og ungliðar blús- tónlistarinnar á Íslandi. Stofn- andi hátíðarinnar og listrænn stjórnandi er blúsmaðurinn Hall- dór Bragason. Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavik Nordica á hátíð- inni: sá fyrsti í kvöld kl. 21: Pin- etop Perkins, lifandi goðsögn og einn af síðustu blúsmönnum fyrstu kynslóðar blúsmanna sem enn er á lífi – og spilar, kemur fram með Vinum Dóra. Einnig: Nordic All Stars Blues Band, Deitra Farr, KK, og Devil’s Train. Annað kvöld kl. 20 spila Willie „Big Eyes“ Smith and the Blue Ice Band á Nordica. Willie „Big Eyes“ spilaði með Muddy Waters, eins og Pinetop, en hefur líka spilað með Buddy Guy, Junior Wells, Rolling Stones, Bob Dylan og Eric Clap- ton. Blúsmenn Andreu og Mugison koma einnig fram á tónleikunum annað kvöld. Á skírdag kl. 20 verður á Hilton Reykjavík Nordica 20 ára afmælis- fagnaður Vina Dóra: koma fram gamlir „Vinir“, Deitra Farr, Ragn- heiður Gröndal, Andrea, Hjörtur Howser, Jens Hanson, Haraldur Þorsteinsson og fleiri. Á tónleikun- um kemur einnig fram Finnskogen Blues Band frá Noregi. Á Klúbbi Blúshátíðar á Café Rosenberg koma fram verða Park Project Pálma Gunnarsson- ar með söngkonunni Hrund Ósk Árnadóttur, Tómas R. Einarsson, Ólafur Stolzenwald, Kristjana Stefánsdóttir, Steindór Andersen, Hilmar Örn Hilmarsson, Ferleg- heit, Devil’s Train, Angela Basom- brio, Arnar Guðmundsson, Þrjár raddir, The Lame Dudes, Birting og Finnskogen Blues Band. pbb@frettabladid.is Blús á fullu blússi TÓNLIST Pinetop Perkins verður á Hótel Nordica í kvöld kl. 21 og þá gefst tækifæri að sjá mann úr fremstu röð elstu kallana í dag taka blúsinn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á skírdag, kl. 16. Flytjendur ásamt hljómsveitinni eru Kór Glerár- kirkju, félagar úr Kammerkór Norðurlands og einsöngvararnir Helena Bjarnadóttir, Eydís Úlfars- dóttir og Sigrún Arngrímsdóttir. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Efnisskráin er öll frá barokk-tímanum: Gloría í D-dúr eftir Antonio Vivaldi, Kanon fyrir strengi eftir Johann Pachelbel og Svíta nr. 3 í D-dúr eftir J.S. Bach. Kór Glerárkirkju er blandaður kór sem var stofnaður árið 1944 og hét þá Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar en nafninu var síðar breytt í Kór Glerárkirkju. Kórinn hefur það að aðalmarkmiði að syngja við helgihaldið í Glerárkirkju á Akur- eyri og heldur tónleika með reglu- bundnum hætti auk þess sem hann kemur fram við ýmis tækifæri. Núverandi stjórnandi kórsins er Hjörtur Steinbergsson, en hann tók við starfi kórstjóra þegar hann var ráðinn organisti við Glerárkirkju árið 1997. Kammerkór Norðurlands var stofnaður í nóvember 1998. Í honum eru um tuttugu félagar, söngfólk af Norðurlandi, allt frá Blönduósi til Kópaskers, með mikla reynslu af kórstarfi. Á þessum tónleikum taka nokkrir félagar úr kórnum þátt. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið stjórnandi kórsins frá árinu 2000. Sinfónía á skírdag TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands býður upp á barokktónlist á skírdag. NÝIR DISKAR SENDU SMS EST GFV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA EÐA TÖLVULEIK! 9. HVER VINNUR! FRUMSÝND 3. APRÍL SJÁÐU MYNDINA · SPILAÐU LEIKINN! FULLT AF AUKAVINNINGUM! IPOD VÖGGUR, INNISKÓR MEÐ LJÓSI, HOPPUBLÖÐRUR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA! KOMIN N Í ELKO! SÝND Í 3D Í VÖLDUM KVIKMYNDAHÚSUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.