Morgunblaðið - 18.01.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.01.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 17. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is DRAUMURINN LEIÐIR ÞEIRRA MAY Í FOOL FOR LOVE OG ÞÓRU KARÍTASAR LÁGU LOKS SAMAN >> 42 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ERU að skapast svipaðar aðstæður á gjaldeyrismarkaði og sköpuðust í ársbyrjun 2006 þegar gengi krónunnar féll um 28% á tveimur mánuðum? Þessari spurningu velta menn nú fyrir sér en gengið hefur verið að lækka síðustu daga. Gengi krónunnar ræðst í dag mun meira af spákaupmennsku en áður. Þetta sést kannski best af því að þegar sjávarútvegsráðherra til- kynnti um mikinn niðurskurð á þorskkvóta hafði það engin áhrif á krónuna. Fyrir fáum árum hefðu svona vondar fréttir strax leitt til gengislækkunar. Gríðarleg útgáfa af svokölluðum jöklabréf- um hefur hins vegar orðið afgerandi áhrif á þróun krónu. Það sem knýr spákaupmenn áfram eru háir vextir hér á landi, mun hærri en annars staðar. Í upphafi árs 2006 skapaðist eins konar hræðsluástand á gjaldeyrismarkaði. Erlendir greiningaraðilar sendu frá sér skýrslur þar sem fullyrt var að miklir veikleikar væru í ís- lensku fjármálalífi og sumir gengu svo langt að spá kreppu. Þetta leiddi til lækkunar á hlutabréfum og lækkunar á gengi krónu. Gengislækkunin var 28% á aðeins tveimur mánuðum. Sérfræðingar töluðu um að á þess- um tíma virtist sem enginn vildi taka stöðu með krónunni vegna ótta við að hún ætti eftir að veikjast enn frekar. Spákaupmennska með krónu varð þannig til að ýkja sveifluna og gera hana dýpri en hún hefði annars orðið. Eiga ekki kost á ódýru lánsfé Þótt allir viðurkenni að staða íslensku bankanna sé traust, liggur einnig fyrir að þeir eiga ekki kost á ódýru lánsfé. Þetta kann að valda þeim erfiðleikum við að fjármagna sig ef staðan á fjármálamörkuðum batnar ekki. Þetta ásamt fleiru getur haft áhrif á gengi krónunnar. Veiking krónu leiðir til þess að verð á inn- fluttum vörum hækkar og þar með verð- bólga. Seðlabankinn hefur reynt að hamla á móti verðbólgu með háum vöxtum en margir hafa vonast eftir að það færi að styttast í að bankinn byrjaði að lækka vexti. Geng- islækkun og verðbólguskot gæti því orðið til að tefja lækkun vaxta. Gengislækkun eykur tekjur útflutnings- atvinnuvega en eykur skuldir þeirra sem skulda í erlendum gjaldmiðli. Það á jafnt við um fyrirtæki og heimili. Eignir þeirra sem fjárfest hafa erlendis aukast hins vegar við gengislækkun krónu. Það á t.d. við lífeyr- issjóðina. Krónan að veikjast Spákaupmenn ráða miklu um gengi krónu                  Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Gunnar Pál Baldvinsson TIL greina kemur að endurskoða verðmat á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja (HS) sem samþykkt hefur verið að selja Orku- veitu Reykjavíkur (OR). OR vill kanna hvort for- sendur samnings sem gerður var við bæjar- félagið í sumar séu breyttar í ljósi aðildar Hafnarfjarðarbæjar að Suðurlindum ohf. Aðrir eigendur HS hafa tvo mánuði til að ákveða hvort þeir nýta forkaupsrétt að hlut Hafnarfjarðar en á þeim tíma ætlar OR ræða við Hafnarfjarðarbæ um verðmat hlutarins. Hjör- leifur Kvaran, forstjóri OR, segir ljóst að orku- sölusamningur HS vegna álvers í Helguvík hafi vegið þungt í verðmati OR á sínum tíma. „Við er- um að skoða hvort einhverjar forsendur hafa breyst,“ segir hann. „Það þarf að skoða hvort Hafnfirðingar hafi tekið einhverjar ákvarðanir sem kunni að hafa breytt því sem samið var um.“ Á Hjörleifur þar einkum við stofnun Suður- linda ohf. nú seint á síðasta ári. Að félaginu standa Hafnarfjörður, Grindavík og Vogar og er tilgangur þess að „standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna“ varðandi náttúru- auðlindir við Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík Hjörleifur segir að Hafnarfjarðarbær þurfi að svara því hvort tilgangurinn með stofnun Suð- urlinda hafi að einhverju leyti verið sá að koma í veg fyrir að unnin verði orka í landi fyrrnefndra sveitarfélaga en slíkt gæti haft áhrif á orkusölu- samning vegna álversins í Helguvík. „Ef svo væri, og ég er ekki að segja að svo sé, þá hefur það náttúrlega áhrif á verðmatið. Þá eru þær forsendur sem við lögðum til grundvallar við verðmatið ekki lengur til staðar.“ „Við viljum bara vera vissir“ Hjörleifur tekur fram að hann telji fyrirfram ekki að þetta hafi verið tilgangurinn með stofn- un Suðurlinda ohf. „Við viljum bara vera vissir um þetta áður en við göngum frá samningum við Hafnfirðinga.“ Nú þegar hafi einn fundur verið haldinn með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar um málið og þar hafi ríkt góður andi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar- bæjar, kannast við að forsvarsmenn OR hafi lauslega spurt um áform Suðurlinda ohf. en seg- ist ekki sjá að þau ættu að hafa áhrif á mat OR á HS. „Enda kemur það þessu máli ekki við. Það liggur fyrir samningur og hann er skjalfestur.“ Forsendurnar breyttar? Í HNOTSKURN » OR skuldbatt sig í sumar til að kaupaallan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS, um 15,4% á genginu 7. » Um miðjan desember sl. samþykktibæjarstjórn Hafnarfjarðar svo að selja OR 95% af þeim hlut fyrir rúma 7,6 millj- arða króna.  OR vill svör um framtíðaráform Hafnarfjarðarbæjar áður en kaup á hlutnum í HS ganga í gegn  Bæjarstjórinn segir skjalfestan samning liggja fyrir ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mátti þola tap gegn Svíum, 24:19, í fyrsta leik sín- um á Evrópumótinu í hand- knattleik í Noregi í gærkvöld. Þrátt fyrir dyggan stuðning frá fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína til Þrándheims náðu íslensku leikmennirnir sér ekki á strik. Sóknarleikur liðs- ins var afleitur og enn og aftur gerðu sænskir markverðir okk- ar mönnum lífið leitt. Á ýmsu gekk hjá landsliðinu í gær. Í gærkvöldi kviknaði eld- ur í Hotel Britannia þar sem landsliðshópurinn dvelur í miðbæ Þrándheims. „Það fór allt viðvörunarkerfið í gang og hótelið var rýmt, en það var áð- ur en við komum, þá var allt búið. Mér skilst að skemmdir hafi verið minni háttar en reyk- urinn fór upp á næstu hæðir,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í gær- kvöldi, um 20 mínútum eftir að landsliðið mætti á hótelið eftir leikinn. „Það kviknaði í hérna í kjall- ara en það var fyrst og fremst reykur.“ | Íþróttir Reuters Svíagrýlan gerði aftur vart við sig Gleði og vonbrigði Kim Andersson, sem skoraði 7 mörk fyrir Svía, fagnar í leikslok. Guðjón Valur Sigurðsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum.          Lík í óskilum >> 44 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.