Morgunblaðið - 18.01.2008, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HUNDUM í þjónustu lögreglu
og tollgæslu hér á landi hefur
fjölgað mikið á síðastliðnum ár-
um. Nú í vikunni fer fram sér-
stakt framhaldsnámskeið fyrir
hunda og þjálfara þeirra í leit á
fólki en lögregla og tollgæsla
standa saman að þjálfuninni.
Sólberg S. Bjarnason, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá Rík-
islögreglustjóraembættinu, seg-
ir að samstarfið hafi gengið vel.
Nú þegar búið sé að þjálfa tölu-
vert af mannskap og hundum
sem starfað geti saman sé litið
til fleiri verkefna sem nota megi
hundana í. „Þetta eru afskap-
lega klár dýr og það er hægt að
þjálfa þau í að finna nánast
allt.“
Árvakur/Júlíus
Æfðu leit á
fólki í Leifsstöð
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÁGREININGUR skattrannsókn-
arstjóra og ríkislögreglustjóra um
afhendingu gagna vegna rann-
sóknar á meintum skattalagabrot-
um Óskars Magnússonar, fyrrver-
andi stjórnarformanns Baugs
Groups, hefur að líkindum náð há-
marki hinn 10. janúar sl. þegar rík-
islögreglustjóri fékk í Héraðsdómi
Reykjavíkur samþykktar kröfur
sínar um húsleit hjá skattrann-
sóknarstjóra. Úrskurðarorð hér-
aðsdóms er á þá leið að ríkislög-
reglustjóra sé heimilt að leita hjá
skattrannsóknarstjóra í því skyni
að leggja hald á tiltekin gögn.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri staðfestir að ágrein-
ingur sé milli embættanna um af-
hendingu gagna og að málið sé
fyrir dómstólum. Úrskurður hér-
aðsdóms hefur verið kærður til
Hæstaréttar af hálfu skattrann-
sóknarstjóra og er niðurstöðu hans
beðið. Bryndís segir að einsdæmi
hljóti að teljast að dómstóll skuli
með úrskurði veita lögreglu hús-
leitarheimild hjá skattrannsóknar-
stjóra en hún tjáir sig ekki frekar
um málið á meðan það er til með-
ferðar hjá dómstólum.
Ágreining embættanna um af-
hendingu gagna má rekja til ársins
2006 þegar ríkislögreglustjóra var
neitað um gögn hjá skattrann-
sóknastjóra á þeim forsendum að
þau væru lögreglu óviðkomandi.
Helgi Magnús Gunnarsson, sak-
sóknari efnahagsbrota, segir að
dómkrafa ríkislögreglustjóra nú
byggist á úrræði í lögum um með-
ferð opinberra mála frá 1991. „Ef
Hæstiréttur staðfestir úrskurð
héraðsdóms, mun þó ekki koma til
þess að farið verði í eiginlega hús-
leit hjá skattrannsóknarstjóra
samkvæmt orðanna hljóðan,“ segir
hann. „Við gerum ráð fyrir því að fá
gögnin einfaldlega afhent. Skatt-
rannsóknarstjóri heldur því fram
að það sé mikill vafi á því að rann-
sóknarlögreglustjóri hafi heimildir
til að fá aðgang að þessum gögnum.
Ég hef litið á málið sem ágrein-
ing um túlkun laga sem hefur náð
ákveðnu hámarki núna og við þurf-
um að bíða dóms Hæstaréttar. Það
verður að hafa í huga að sem
ákæruvald erum við að uppfylla
skyldur okkar um að rannsaka mál
og við getum ekki vanrækt þann
hluta málsins sem snýr að gagna-
öflun.“
Ágreiningur ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra um gögn til kasta
Hæstaréttar eftir að héraðsdómur heimilaði ríkislögreglustjóra að gera húsleit
Einstæð húsleitarheimild
Í HNOTSKURN
»Helgi M. Gunnarsson bend-ir á að almenn þagnar-
skylda ríkisstarfsmanna, m.a. í
skattkerfinu, hafi ekki komið í
veg fyrir það hingað til að lög-
reglu sé veittur aðgangur að
gögnum. Lögregla hafi einnig
sína þagnarskyldu þannig að
gögnin verði áfram bundin
þagnarskyldu. Beðið er dóms
Hæstaréttar í málinu.
ÞRÁTT fyrir að heimsmarkaðsverð á elds-
neyti hafi lækkað um 100 dollara tonnið
frá 3. janúar sl. hafa enn engar lækkanir
skilað sér til neytenda hérlendis. Þetta
gagnrýndi Félag íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB) á heimasíðu sinni í gær.
Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri
eldsneytis hjá N1, segir gengi dollarans,
sem hafi farið úr 61,70 kr. í 65,60 kr. frá 3.
janúar sl., sé það sem trufli verðþróunina.
„Gengisþróunin hefur gengið þvert á þró-
un heimsmarkaðsverðsins og étið hana
upp,“ segir Magnús. Hann vill ekki taka
afstöðu til útreikninga á heimasíðu FÍB,
en þar segir að þrátt fyrir gengisþróunina
hafi bensínverð lækkað um ríflega 3 kr. og
dísilolían um 2,50 kr. á lítra.
Magnús segist svartsýnn á lækkun elds-
neytisverðs hérlendis á næstunni, ekki síst
vegna tilkynningar frá OPEC-ríkjunum
frá í gær um að ekki verði farið í aukna ol-
íuframleiðslu eins og vonir hefðu staðið
til. „Þó að staða krónunnar gagnvart doll-
aranum gæti batnað, hefur það sýnt sig að
slíkar yfirlýsingar frá OPEC-ríkjunum
trufla markaðinn mikið og hafa áhrif á
verð,“ segir Magnús.
Lækkun á bens-
ínverði ólíkleg
HALD var lagt á nokkurt magn meintra
fíkniefna í aðgerð Lögreglunnar á Vest-
fjörðum í gærmorgun á Þingeyri.
Lögreglan gerði húsleit í tveimur hús-
um á Þingeyri og var aðgerðin fram-
kvæmd að fengnum dómsúrskurði Héraðs-
dóms Vestfjarða.
Hafði lögreglan fengið ábendingar um
meint fíkniefnamisferli tveggja aðila sem
reyndust á rökum reistar. Í öðru húsinu
fundust á sjötta tug gramma af ætluðu
hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu. Miðað
við efnismagnið leikur grunur á að ætl-
unin hafi verið að selja a.m.k. hluta efnis-
ins. Málsaðilarnir tveir voru handteknir
en ekki lá fyrir játning í gær um að til
hefði staðið að dreifa efnunum. Báðum
mönnunum var síðan sleppt síðar í gær
enda voru ekki taldar forsendur, vegna
rannsóknarhagsmuna, til að halda þeim
lengur.
Mennirnir eru báðir á fimmtugsaldri og
hafa áður komið við sögu vegna fíkniefna-
mála. Fyrir tilstuðlan Ríkislögreglustjóra-
embættisins naut lögreglan á Vestfjörðum
aðstoðar lögreglumanns hundadeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og
fíkniefnaleitarhunds hans.
Fíkniefnamál
á Þingeyri í gær
DANSKA blaðið Jyllands-Posten segist
hafa fyrir því heimildir, að Dagsbrún
Media, sem gefur út fríblaðið Nyhedsav-
isen, hafi boðið það hugsanlegum kaup-
endum „fyrir eina krónu“.
Kemur þetta fram á fréttavef JP en þar
er því velt upp hvort Morten Lund og með-
fjárfestum hans, sem hafa nú eignast 51% í
Nyhedsavisen, hafi verið boðin þessi kjör.
Segist blaðið hafa það eftir öðrum heim-
ildum að það sé líklegt enda muni þeir þá
hafa gengist undir að borga þær 384 til
512 millj. ísl. kr., sem útgáfa blaðsins kost-
ar mánaðarlega.
Jyllands-Posten hefur það eftir Anker
Bring Lund, prófessor við Copenhagen
Business School, að breytingarnar á eign-
arhaldi Nyhedsavisen muni valda því, að
átökin á dönskum blaðamarkaði muni
halda áfram lengi enn. | 16
Nyhedsavisen
á „eina krónu“?
MIKILL munur er á þeim kostnaði
sem íslensk sveitarfélög bera vegna
reksturs grunnskóla, óháð því hvort lit-
ið er til hlutfallslegs kostnaðar þeirra
af heildartekjum eða til kostnaðar á
hvern nemanda og á íbúa sveitarfélags.
Þetta kemur fram í stjórnsýsluút-
tekt Ríkisendurskoðunar á Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga og grunnskólans, en
sem er á kostnaði við að reka grunn-
skóla og sjá til að öll sveitarfélög lands-
ins geti fullnægt lágmarkskröfum um
skólahald“. Bent er á að jafna megi
kostnað við rekstur skólanna með því
að einfalda þær reglur sem Jöfnunar-
sjóðurinn noti við úthlutun framlaga til
þeirra. Sum sveitarfélög eigi lítið fé af-
lögu til annarrar starfsemi.
þar segir að munurinn stafi „einkum af
mismunandi stærð skólanna og þar
með misgóðri nýtingu stöðugilda“.
Eins sé ljóst „að hlutfall grunnskóla-
nema af heildaríbúafjölda sveitarfé-
laga og þéttleiki byggðar“ skipti „veru-
legu máli“.
Bent er á að Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga sé „m.a. ætlað að jafna þann mun
Mikill munur á skólarekstrinum
SAMTÖK atvinnulífsins (SA) funda
með Starfsgreinasambandinu
(SGS) og Flóafélögunum hjá ríkis-
sáttasemjara í dag.
Nýjasta tillaga SA til sátta í
kjaraviðræðunum felst í gerð fjög-
urra ára samnings, „þetta væru í
rauninni tveir samhangandi tveggja
ára samningar. Samningurinn gæti
þá losnað eftir tvö ár ef menn vildu
svo, en framlengdist að öðrum kosti
um tvö ár,“ segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri SA.
Í samningnum fælist útfærsla á
launaþróunartryggingu á eins árs
fresti. Vilhjálmur segir SA hafa
fundað með iðnaðar- og verslunar-
mönnum í vikunni og kynnt þeim
áformin.
Vilja langa samninga
Vilhjálmur segir SA enn á þeirri
skoðun að ekki sé heillavænlegt að
fara út í stutta samninga eins og
SGS hafi hingað til viljað. „Lengri
samningar leggja grunn að stöðug-
leika og minni verðbólgu fram í tím-
ann en stuttir velta boltanum bara
áfram yfir á opinbera starfsmenn
og útkomu úr þeirra samningum,“
segir Vilhjálmur.
SGS og Flóafélögin fóru yfir
stöðu samningaviðræðnanna í gær
og lauk fundinum með því að kosið
var í aðgerðahóp sem mun koma
með tillögur um hvernig skapa megi
þrýsting ef ekkert þokist í kjaravið-
ræðunum.
Gríðarlegir fyrirvarar
Spurður um skoðun SGS á tillögu
SA um tvískiptan fjögurra ára
samning, segir Sigurður Bessason,
formaður stéttarfélagsins Eflingar,
að gríðarlega fyrirvara verði að
setja vegna langra samninga. „Við
siglum inn í óvissutímabil í efna-
hagsmálum með verðbólgu á hraðri
siglingu og gengi á fleygiferð svo að
til að geta nálgast hugmyndir um
tveggja ára samning eða lengri,
þyrftu að vera í samningnum mjög
mikil opnunarákvæði. Hingað til
hafa atvinnuveitendur ekki verið til-
búnir til þess,“ segir Sigurður.
Hann segir stöðuna einnig erfiða
þar sem samningar starfsmanna
ríkis- og sveitarfélaga losni senn.
SA býður tvo
tveggja ára
samninga
SGS og Flóafélögin stofna aðgerðahóp
til að mynda þrýsting ef ekkert þokast
Vilhjálmur
Egilsson
Sigurður
Bessason
HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær
dóm yfir rúmlega tvítugum karl-
manni sem fundinn hafði verið sek-
ur um að hafa slegið annan mann
ítrekað með hafnaboltakylfu í höfuð
og líkama og einnig slegið hann
hnefahögg í andlitið. Héraðsdómur
Reykjaness hafði dæmt manninn í
15 mánaða fangelsi en Hæstiréttur
þyngdi dóminn í 18 mánuði.
Brotið var framið í nóvember
2005 þegar árásarmaðurinn ruddist
inn á heimili mannsins sem fyrir
árásinni varð. Við yfirheyrslur fyrir
dómi játaði maðurinn brot sitt af-
dráttarlaust og sagðist ekki geta
réttlætt gerðir sínar. Hann hefði
verið í mikilli neyslu á þessum
tíma og allt verið í móðu. Hann
taldi sig þó eiga eitthvað sökótt við
manninn, sem hann réðst á.
Með brotinu rauf árásarmaður-
inn reynslulausn en hann átti 330
daga óafplánaða af eldri dómi.
Fyrir dóminn voru lögð vottorð
þar sem fram kemur að frá því að
maðurinn framdi umrætt brot hafi
hann tekið sig á, stundi vinnu og
hafi haldið sig frá fíkniefnum um
nokkurt skeið, auk þess að hafa
stundað forvarnarstörf gegn fíkni-
efnaneyslu.
18 mánaða fangelsi
„Böst“ í Leifsstöð
mbl.is | Sjónvarp