Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
BRÁÐALÆKNAR og fleiri hafa
áhyggjur af þeirri ákvörðun að
hætta að láta lækni fylgja neyð-
arbílnum. Kristín Sigurðardóttir
bráðalæknir segir að verið sé að
taka lækni úr fyrsta viðbragði utan
spítala, lengja útkallstíma læknis,
skerða þjónustu við sjúklinginn og
vega að öryggi veikustu sjúklinga á
vettvangi. Breytingin tók gildi í gær
og sinna háskólamenntaðir bráða-
tæknar því hlutverki sem læknar
sinntu áður en læknar geta farið í
útköll frá LSH í Fossvogi ef þörf
krefur.
Árangurinn með því besta
Kristín leggur áherslu á að gagn-
rýnin snúi ekki bráðatæknunum og
sjúkraflutningamönnunum, því þeir
vinni mjög gott starf, en það sé
teymið í heild sem skipti máli. Það
sé mjög öflugt, vinni vel saman og
vinnubrögð á vettvangi séu mjög
öguð og góð. Stundum sé það þó
þannig að þekking og reynsla lækn-
is skipti máli og það komi fyrir að
það skipti sköpum að hann sé í
teyminu. Hafa beri í huga að þótt
endurlífgun sé aðeins um 3% af
starfinu í neyðarbílnum, sé árang-
urinn með því besta sem gerist í
heiminum. Hins vegar er jafnvel
vandasamara að vinna við allra
veikustu sjúklingana.
Kristín segir að misvísandi um-
mæli í fjölmiðlum frá yfirstjórn
slysa- og bráðadeildar Landspít-
alans og lækningaforstjóra í fjöl-
miðlum, um að ýmist sé verið að
spara, hagræða eða efla þjónustuna
séu undarleg. Ekki sé hægt að sjá
hvernig þjónustan eflist við það að
taka lækni úr teyminu. Upphaflega
hafi átt að spara með því að taka
lækninn úr neyðarbílnum og setja
hann í vinnu á slysa- og bráðadeild
en taka þaðan sérfræðing í burtu.
Hún bætir við að það geti verið var-
hugavert að láta þennan lækni
hlaupa fyrirvaralaust frá veikum
sjúklingum inni á spítala til að sinna
neyðartilvikum á vettvangi. Auk
þess geti hann mætt of seint á stað-
inn, þegar hann fari ekki með neyð-
arbílnum og töfin geti skipt máli.
Ennfremur bendir Kristín á að nú
sé rætt um að kaupa nýjan, sér-
útbúinn og hraðskreiðan bíl, ráða
bílstjóra og útbúa aðstöðu á slysa-
og bráðadeild LSH til að flytja svo
lækninn á vettvang. Eitthvað hljóti
þetta að kosta og þessar 30 millj-
ónir sem rætt hafi verið um að
spara hljóti að hverfa fljótt.
Að sögn Kristínar væri nær að
samnýta áfram núverandi neyð-
arbíl, sem sé hraðskreiður og sér-
útbúinn, til að koma sjúkraflutn-
ingsmanni eða bráðaliða og lækni á
vettvang. Einnig kæmi til álita að
flytja neyðarbílinn og hafa hann
staðsettan á slysa- og bráðadeild-
inni frekar en hjá slökkviliðinu og
samnýta þannig sjúkrabílinn í stað
þess að leggja út í kostnað fyrir nýj-
um bíl og bílstjóra.
Læknismeðferð utan spítala
Jón Magnús Kristjánsson, einn
þriggja íslenskra sérfræðinga í
slysa- og bráðalækningum og að-
stoðaryfirlæknir á bráðamóttöku
háskólasjúkrahússins í Lundi í Sví-
þjóð, segir að frá 2005 hafi neyð-
arbílar verið gerðir út frá fjórum
bráðasjúkrahúsum á Skáni. Í
skýrslu frá því í haust um áfram-
haldandi þörf á neyðarbílnum séu
færð sterk rök fyrir því að lækn-
ismeðferð, sem hafin er utan spít-
ala, hafi áhrif á þjáningar og jafnvel
lífsmöguleika sjúklinga. Ennfremur
sé margt í sambandi við gæðaeft-
irlit, rannsóknir og þróun á utan-
spítalaþjónustu sem krefjist þess að
læknir sinni þeim þáttum. Nið-
urstaðan sé sú að klárlega eigi að
vera neyðarbíll mannaður lækni við
hlið sjúkrabíla og mikilvægt sé að
auka verkefni hans. Þetta sé í takt
við það sem sjáist í Kaupmanna-
höfn, þar sem verið sé að fjölga
neyðarbílum sem mannaðir eru
læknum, og í Noregi, þar sem verið
sé að auka hlut lækna í utanspít-
alaþjónustu, bæði í þyrlum og
sjúkrabílum. Í Finnlandi hafi komið
fram í skýrslu að á einu svæði hafi
læknir verið tekinn af neyðarbíl og í
kjölfarið hafi dánarhlutfall eftir
hjartastopp hækkað. „Ég held að
það sé ákjósanlegt að það sé læknir
í neyðarbíl,“ segir Jón. Hann bætir
við að þótt hægt sé að breyta
ríkjandi kerfi sé mikilvægt í öllum
kerfum að hafa möguleika á að kalla
út lækni. Mikilvægt sé að hann
leggi af stað samtímis sjúkrabílnum
og hann megi ekki vera fastur í ann-
arri sjúklingavinnu.
Segja mikilvægt að læknir
fylgi alltaf neyðarbílnum
Læknum fjölg-
að í utanspít-
alaþjónustu á
Norðurlöndum
Árvakur/Golli
Ávallt viðbúnir Áhöfn neyðarbílsins bíður tilbúin að fara í útkall án læknis í gær.
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson,
vígir tvo djákna sunnudaginn n.k.
Vígsluathöfnin fer fram kl. 14 í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
Vígsluþegar eru Aðalheiður Jóhanns-
dóttir, kölluð til djáknaþjónustu í Lög-
mannshlíðarsókn, Eyjafjarðar-
prófastsdæmi, og Ármann Gunnarsson,
kallaður til djáknaþjónustu í Garðasókn,
Kjalarnessprófastdæmi. Vígsluvottar
verða: Sr. Gunnlaugur Garðarsson, Pét-
ur Björgvin Þorsteinsson, djákni, sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Friðrik
Hjartar, Nanna Guðrún Zoëga, djákni
og Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir,
djákni.
Djáknavígsla
á sunnudag
FRAMKVÆMDIR við endurnýjun efri
hluta Skólavörðustígs, frá Týsgötu að
Njarðargötu, hefjast í mars. Ráðgert er að
þeim verði lokið í ágúst. Snjóbræðslukerfi
verður sett í götu og gangstéttar, lagnir
verða endurnýjaðar, sem og allt yfirborð.
Framkvæmdirnar eru á vegum Fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkur, Orkuveitu
Reykjavíkur, Gagnaveitu Reykjavíkur og
Mílu ehf.
Skólavörðustígur
endurnýjaður
UNDANFARNA daga
hafa starfsmenn Land-
helgisgæslunnar og
áhöfn danska varð-
skipsins Vædderen
verið við sameig-
inlegar æfingar hér
við land. Á þriðjudag
var haldin samæfing
milli eininga Land-
helgisgæslunnar og danska varðskipsins
Vædderen.
Varðskipið Týr tók þátt í æfingunni,
en settur var á svið eldsvoði á aft-
urskipi Týs þar sem tveggja manna var
saknað.
Gæslan æfir með
áhöfn Vædderen
ÁRANGUR af bólusetningum gegn men-
ingókokkum C hér á landi hefur reynst
frábær, að því er fram kemur í Farsótt-
arfréttum.
Í fyrra greindust fjórir einstaklingar
með sýkingu af völdum meningókokka hér
á landi eða jafnmargir og árið 2006. Eng-
inn dó hér á landi af völdum slíkra sýkinga
í fyrra.
Árangur af
bólusetningum
É
g stend á því fastar en
fótunum að það hafi
verið meiri borg-
arbragur á Reykjavík
fyrir 40 árum en í dag.
Því borg er ekki hús og bílar, borg er
fyrst og fremst fólk. Mannlíf. Fólk
streymdi eftir götum og gang-
stéttum, fyllti strætisvagna, hvað
ætli sé langt síðan vagnstjóri æpti í
kallkerfið þetta fyrrum viðkvæði dag-
anna: „Færið ykkur aftar í vagninn!“.
Í dag yrði setningin sennilega í ein-
tölu – af því að hann óttaðist að vera
laminn í hausinn og rændur. Ég geri
mér grein fyrir því að þetta mannlíf
var ekki ávöxtur skipulags heldur
miklu fremur afleiðing vöntunar, því
eins og Þórbergur segir á einum
stað: „Flestar merkilegar sögur á Ís-
landi hafa orðið til af því að eitthvað
vantaði.“ Og það sem vantaði var
einkabíllinn. Einkabílavæðingin
keyrði hina manniðandi Reykjavík
um koll. Eins og hendi væri veifað
hurfu verslanir af götuhornum, fólk
af götum og gangstéttum og Reykja-
vík – hún var komin til Hafnarfjarðar
og á hraðri leið upp í Mosfellssveit
sem breyttist í bæ. Allir voru komnir
í yfirbyggða fjórhjóla stóla. Bílvæð-
ingin fór með Reykjavík út í móa,
sem reyndar varð að algengu götu-
heiti. En það væri ekki sanngjart að
kenna einkabílavæðingunni alfarið
um afborgarvæðingu Reykjavíkur.
Fleira kemur til. Hver til dæmis
lagði niður Aðalpósthúsið? Þetta mik-
ilfenglega hús sem ljær nafn stræt-
inu sem það stendur við og var þann-
ig úr garði gert að bið í röð varð
kærkomin. Þar sem borgarbúar
höfðu mann fram af manni komið
með bréfin sín og jólakort, sleikt frí-
merki eða þrýst í svamp. Og hver
eyðilagði hið stórkostlega Reykjavík-
urapótek hinumegin við götuna með
himinborinni innréttingu þar sem
kynslóðirnar höfðu í eftirvæntingu
beðið eftir lyfinu sem læknaði, eða
bara flösusjampói. Og hver kveikti í
Nýja bíói? Ég geri ekki ráð fyrir að
við þessum spurningum sé neitt ein-
hlítt svar. Almennur sljóleiki? Einka-
væðing? Einbeittur brotavilji? En um
fram allt ríkjandi skeytingarleysi
borgaryfirvalda um miðbæinn. Ein-
staklingar virðast auðveldlega geta
eignast hvaða sögufrægt hús sem er
og hengt á það mannhæðarhá auglýs-
ingaskilti um Coca Cola og SS–
pylsur eða hvað annað sem þeim
kann að detta í hug. Breytt því í
búllu eða rutt því um koll. Borg-
arstjórn virðist ekki hafa umboð til
að láta sig það varða. Þessu þyrfti að
breyta. Miðbær Reykjavíkur ætti að
hafa svipaðan status og Þingvellir,
þjóðin á hann. Sem þýðir ekki að
enginn megi koma í hann, þvert á
móti, allir eru velkomnir. En á sama
hátt og menn efna ekki til rall-keppni
á Þingvöllum ættu svonefndir „at-
hafnamenn“ að finna sér annan vett-
vang. Í stað auglýsingaskiltanna ættu
að koma skilti sem herma frá sögu
húsanna. Og þyrfti ekki að einskorða
sig við sjálfa miðbæjartorfuna. Í
Garðastræti stendur til að mynda
hús sem kallast á við Spítalastíg 7,
en í þessum tveimur húsum voru um
árabil starfræktar helstu aflstöðvar
íslenskrar menningar: Unuhús og
Mjólkurfélag heilagra. Fyrir alla
muni segja frá því! Og við Stýri-
mannastíg 9 stendur fallegt timb-
urhús, í því bjó Þórbergur Þórðarson
PISTILL »Miðbærinn þarf að
gangast við sögu sinni.
Það er hún sem er sálin í
öllu heila móverkinu. Að
öðrum kosti getur svo far-
ið að afkomendur okkar
eigi eftir að lúta höfði yfir
minnisskildi greyptum í
malbikið: „Hér stóð mið-
bær Reykjavíkur“.
Pétur
Gunnarsson
Ó, Reykjavík…
um ellefu ára skeið og skrifaði þar
m.a. tímamótaverkið í íslenskum nú-
tímabókmenntum: Bréf til Láru.
Segja endilega frá því! Og svona má
halda áfram flestar götur miðbæj-
arins. Bærinn þarf að gangast við
sögu sinni, það er hún sem er sálin í
öllu heila móverkinu. Að öðrum kosti
getur svo farið að afkomendur okkar
eigi eftir að lúta höfði yfir minn-
isskildi greyptum í malbikið: „Hér
stóð miðbær Reykjavíkur“.
ÞORGRÍMUR Þórðarson, vélstjóri, segir ákvörðunina um að hætta að
láta lækni fylgja neyðarbílnum vera sem blaut tuska framan í Hjarta-
vernd, sem hafi gert mjög mikið fyrir spítalana. „Þetta er lélegt þakk-
læti,“ segir hann. Þorgrímur hefur oft þurft á þjónustu neyðarbílsins
að halda. Hann segir að eitt sinn hafi hjartað stoppað 17 sinnum og
læknir í neyðarbílnum hafi þá bjargað lífi sínu sem oftar. „Það vill
nefnilega svo til að þó þeir séu alveg yndislegir strákarnir á þessum
bílum, duglegir og allt það, þá hafa þeir ekki læknaleyfi,“ segir hann
og bendir á að það takmarki það sem þeir megi gera. En umræðuna
vanti. „Það er mikið meira talað um þessa helvítis kofa niður á Lauga-
vegi sem mættu þó gjarnan fara. Það er meira vit í því að hjálpa fólki
eitthvað heldur en einhverjum fúaspýtum.“
Mikilvægara að hjálpa
fólki en fúaspýtum