Morgunblaðið - 18.01.2008, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Það þýðir ekkert fyrir þig að hjóla í hann, þú verður bara að grafa þín göng sjálf, eins og ég.
VEÐUR
Þeir sem áhuga hafa á annað borðá málefnum Orkuveitu Reykja-
víkur og starfi stýrihópsins svo-
nefnda, undir forystu Svandísar
Svavarsdóttur, hljóta að hafa glaðst
mjög í gær, við lestur fréttar hér í
Morgunblaðinu undir fyrirsögninni
„Niðurstaða í REI-málinu að fæð-
ast“.
Þegar setn-ingar eins og
„Það má segja að
niðurstaða sé að
fæðast“ eða „ann-
ar sagði ekki
hægt að tala um
niðurstöðu heldur
skref – þetta væri
viðvarandi verk-
efni sem lyki aldr-
ei“ eru lesnar,
hlýtur mönnum að létta ósegj-
anlega.
Auðvitað, hvað var ég eiginlega aðhugsa, kann að hvarfla að ein-
hverjum, sem hefur hugsanlega
ekki áttað sig á því, að „þetta væri
viðvarandi verkefni sem lyki aldr-
ei“!
Nú hefur verið lagður grunnur aðþví að þögnin sem ríkt hefur um
störf stýrihóps Svandísar er ekki
bara tímabundin, hún er varanleg.
Og hvers vegna?
Jú, vegna þess að samkvæmt heim-ildum Morgunblaðsins „er stefnt
að því að flytja stefnumótun OR frá
stýrihópnum inn í stjórn OR og er
það rökstutt með því að þar liggi öll
gögn fyrir“!
Starf stýrihópsins verður því, einsog segir í fréttinni, „einskorðað
við að pakka saman lærdómnum af
uppákomunni í haust“.
Mikið leggst fyrir kempur stýri-
hópsins, sem í einu vetfangi svipta
sér úr stefnumótun í innpökkunar-
störf, ekki satt?!
STAKSTEINAR
Svandís
Svavarsdóttir
Stýrihópur og innpökkun
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
"
##$ !
##$ !
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? "% %"&
'% '% &% '% '% "% "%"
%"
%"
*$BC ##
!" #
$
"
*!
$$B *!
( )
*
#
#)
#
+
<2
<! <2
<! <2
( *$ #,!-#. $/
2
D
B
%
& '(
)
"*
#
$
$
*
& )
+
"* #
$
$
,
! /
-
.
)
+
" !"
-"* ". )%
. #
$
01$$ ##22 $# #3
#,!
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sigurður Þór Guðjónsson | 17. janúar
Fyrir neðan
allar helllur
Veðurstofan er með tvo
vefi í gangi á netinu,
annan nýjan og hinn
gamlan. Ekki er allt sem
er á hinum gamla enn
komið inn á þann nýja.
Þegar það hefur gerst
mun sá gamli verða tekinn úr umferð.
Á þeim gamla er t.d. hægt að sjá upp-
lýsingar frá skeytastöðvum á þriggja
klukkutíma fresti og það er ekki enn
komið á nýja vefinn með sama sniði.
En þetta er alltaf að detta út. …
Meira: nimbus.blog.is
Matthildur Helgadóttir | 17. janúar
Mínar innri afsakanir
Ég hef verið að velta fyr-
ir mér afsökunum. Lík-
lega er áhuginn til kom-
inn vegna þess að það
tók sig upp gamall siður
hjá mér á dögunum og
ég er nú farin að hreyfa
mig reglulega. Ég hef svo sem aldrei
getað verið kyrr lengi og geng frekar
en nota bíl í daglegu amstri. Á það
jafnvel til að ráfa langt upp á fjöll og
inn um firði. Núna aftur á móti er ég
farin að hreyfa mig það hratt að ég
svitna. Hleyp rennsveitt og rauðflekk-
ótt … Meira: matthildurh.blog.is
Gestur Guðjónsson | 17. janúar
Gullfiskaminni
fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen
sagði á Alþingi í dag að
þenslan undanfarið
væri vegna ákvarðana
félagsmálaráðherra
Framsóknar í íbúða-
lánamálum.
Ég vissi ekki betur en hann hefði nú
sjálfur setið í þeirri ríkisstjórn og ég
trúi ekki að málið hafi verið afgreitt
gegn vilja hans. Minni fjármálaráð-
herra er greinilega heldur ekki gott.
Það var nefnilega ekki ...
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
Marta B. Helgadóttir | 17. janúar
Það síast inn
Ég hef þá trú að mikið
af þeirri tónlist sem
maður er látinn hlusta á
í uppeldinu skili sér síð-
ar, að það þroski eyrað
og stuðli smám saman
að breiðari tónlist-
arsmekk. Flest okkar sem eigum upp-
komin börn, þekkjum tilsvörin sem oft
heyrast hjá krökkum og unglingum
þegar foreldrarnir spila „sína tónlist“
á heimilinu. Sumt finnst þeim „gjör-
samlega glaaatað!“, annað er kallað
„eitur“ eða „hvaða steypa er nú
þetta“ og enn annað fær í besta falli
forvitniseinkunnina „hvað er nú
þetta?“ og þá er skorað hátt í virðing-
arstiganum. Sjaldnast hef ég hlustað
á svona athugasemdir nema með
hálfu eyra eða svo, nema ef próf-
lestur var í gangi, þá tekur maður tillit,
en annars spila ég mína tónlist eftir
því í hvaða stemningu ég er hverju
sinni og þar kennir ýmissa grasa.
Heimilisfólkið hefur fengið að líða
eins og það lysti.
Ég nefni nokkur tóndæmi: þegar
húsmóðirin ryksugar er Eric Clapton
oft nærtækur eða Pink Floyd, ein-
stöku sinnum Gypsy Kings eða safn-
diskar með gömlum rokklögum, Roy
Orbison, Presley, arfur frá eldri systk-
inum mínum, hresst og skemmtilegt
sem heldur takti við ryksuguna. Ég
mæli sérstaklega með Blue Suede
Shoes, það er frábært ryksugulag!
Þegar konan er að elda góðan mat er
ljúfari tónlist valin þegar sá gállinn er
á henni, t.d. Dire Straits, Eva Cassidy,
Ragnheiður Gröndal, Eyvör Pálsdóttir
og stundum spænsk gítartónlist.
Nokkuð oft er svo klassísk tónlist yfir
geislanum og þá helst Beethoven eða
Bach. Stundum þegar konan fer í bað
þá setur hún eitthvað öðruvísi nota-
legt yfir geislann, slökunartónlist Frið-
riks Karlssonar eða letilegan vand-
aðan djass, jafnvel dásamlegan
óperusöng Andrea Bocelli eða æv-
inlega uppáhalds yndislegan Pav-
arotti. Á öðrum stundum heyrist svo
ýmislegt annað, gleðipopp eða diskó,
Boney M, Duran Duran o.fl.
Af upptalningunni má sjá nokkuð
breiðan tónlistarsmekk einnar
mömmu.
Vissulega hefur þessi skólun inni á
heimilinu stundum virst nokkuð von-
laus þegar athugasemdirnar eru sem
neikvæðastar: úff, æ, ohh, hvað-
þettaerleiðinlegt, ...
Meira: martasmarta.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
UM 80 manns hafa brugðist við hóp-
pósti sem sendur var fyrir skömmu
til um 3.000 manns, sem voru beðnir
um að áframsenda bréfið, til að
sporna við niðurrifi húsa í miðbæ
Reykjavíkur.
Ekki alls fyrir löngu sendu Óttar
M. Norðfjörð og Fannar Ásgríms-
son bréf til tæplega 3.000 íslenskra
myndlistarmanna, leikstjóra, leik-
ara, dansara, rithöfunda, arkitekta,
tónlistarmanna og listaháskóla-
manna auk ýmissa annarra, þar sem
þeir vöktu athygli á stöðu húsamála í
miðbæ Reykjavíkur og þeim mögu-
leikum sem við blöstu. Sagt er að
tveir andstæðir hagsmunahópar tak-
ist á í málinu, félög eins og Torfu-
samtökin sem vilji varðveita húsin
og lóðaeigendur sem vilji rífa þau.
Séu móttakendur bréfsins ósam-
þykkir fyrirhugðu niðurrifi eru þeir
beðnir um að senda borgarstjóra
línu þess efnis og eru sýnd dæmi um
hvað skrifa megi í bréfið.
Bréfið var sent til listamanna og
ástæðan sögð sú að þeir fengjust við
menningartengd störf og ættu því að
skilja best allra það menningarslys
sem í vændum væri í miðbæ Reykja-
víkur. Viðtakendur voru beðnir um
að áframsenda bréfið til allra sem
þeir þekktu, að því gefnu að þeir
væru samþykkir innihaldi þess.
Frá því að bréfið var sent í byrjun
mánaðarins hafa borist um 80 erindi
til borgarstjóra, samkvæmt upplýs-
ingum frá skrifstofu hans.
Lítil viðbrögð til
varnar niðurrifi húsa
Árvakur/Valdís Thor
Fáir ósammála niðurrifi Miðað við viðbrögð um 3.000 viðtakenda við hóp-
pósti virðist flestum sama um niðurrif húsa í miðbænum.