Morgunblaðið - 18.01.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 18.01.2008, Síða 14
Viðhorf til þess að lífeyrissjóðurinn byggi eða reki húsnæði Breyting á viðhorfi ef kostnaður sjóðsins gæti rýrt höfuðstól hans Ertu hlynnt(ur) því að það geti haft kostnað í för með sér fyrir sjóðinn og rýrt höfuðstól hans? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að lífeyrissjóðurinn þinn byggi og reki húsnæði fyrir þá eldri borgara sem hafa greitt í sjóðina? Árið 2006 var innkoma lífeyrissjóðanna um 277 milljarðar. Eign þeirra til greiðslu lífeyris var 1439 milljarðar eða um 4,9 milljónir á hvern íbúa landsins. Í maí 2006 gerði Capacent, Gallup könnun að minni ósk, sem sýnir að um 70% landsmanna á aldrinum 16-75 ára eru hlynnt því að lífeyrissjóðir byggi og reki húsnæði fyrir þá eldri borgara sem greitt hafa í þá. Til að taka af allan vafa voru þeir, sem hlynntir voru byggingu slíks húsnæðis, spurðir að því hvort þeir væru hlynntir því þrátt fyrir rýrnun höfuðstóls lífeyrissjóðanna. Yfirgnæfandi meirihluti svaraði játandi og staðfesti vilja þjóðarinnar til að hlúa betur að öldruðum, sem enn þurfa að láta óviðunnandi aðstæður yfir sig ganga. Það skal tekið fram að hér er ekki verið að óska eftir gjöf eða ölmusu af hendi lífeyrissjóðanna heldur snýst óskin um að byggt verði hagkvæmt húsnæði til leigu fyrir aldraða. Bygging slíks húsnæðis yrði því fjárfesting til framtíðar fyrir lífeyrissjóðina. Jóhanna, Íslendingar eru sammála þér!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.