Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 21

Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 21 Um list sína segir hún: „Ég reyni að gera myndlist sem gerir augu þín hungruð og hjarta þitt sorg- mætt. Fylla huga sumra og gera aðra brjálaða.“ Birta Guðjónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1977 og útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute í Rotterdam árið 2004. Hennar næsta sýning er í Gallerí Turpentine. Birta vinnur myndir sínar gjarnan í ljósmyndir og tíminn er henni hugleikinn. „Ég lít alls ekki á mig sem ljósmyndara og hafði í raun ekki áhuga á ljós- myndun fyrr en ég komst að því hversu kröfuhörð myndavélin er og hversu togstreitan á milli valds hennar og valds ljósmyndarans er mikil og margþætt; þú heldur að þú takir myndina en í rauninni tekur myndin þig.“ DAVÍÐ Örn Halldórsson myndlist- armaður hlaut styrk að upphæð kr. 500.000 þegar styrkir voru veittir úr Listasjóði Dungals í gær. Björk Viggósdóttir og Birta Guðjónsdóttir hlutu sinn styrkinn hvor að upphæð kr. 300.000. Dómnefnd sjóðsins skipuðu Kristján Steingrímur Jóns- son, deildarforseti myndlist- ardeildar Listaháskóla Íslands, for- maður, Guðrún Einarsdóttir, myndlistarmaður, fulltrúi SÍM, og Gunnar B. Dungal. „Þetta er voða flott. Ég er í skýj- unum,“ sagði Davíð Örn. „Það er ánægjulegt að vera með Dungal bakvið sig, það hálpar. Svo er spennandi að verk eftir mig fari í safnið sem Gunnar og Þórdís hafa verið að byggju upp á síðustu fimm- tán árum. Það er gaman að vera í góðum félagsskap með sína mynd- list, í safni sem til er stofnað af heil- um hug og hugsjón.“ Davíð Örn er fæddur í Reykjavík árið 1976 og út- skrifaðist frá LHÍ árið 2002. Hann er óhefðbundinn málari, sækir efni og aðferðir til borgarmenningar og notar óhefðbundin efni eins og túss, límbönd og úðalakk. Sýning á verk- um Davíðs Arnar stendur nú yfir í Galleríi Ágúst við Baldursgötu. Gerir suma brjálaða Styrki að verðmæti 300 þúsund krónur hlutu Björk Viggósdóttir og Birta Guðjónsdóttir. Björk er fædd árið 1982 og lauk námi við LHÍ árið 2006. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér heima sem og erlendis og hefur auk þess gert heimildarmynd um Götuleik- húsið fyrir Reykjavíkurborg og gert vídeóverk fyrir Þjóðleikhúsið. Góður bakhjarl Árvakur/Frikki Ánægð Davíð Örn Halldórsson, Björk Viggósdóttir og Birta Guðjónsdóttir brostu sínu breiðasta þegar styrkirnir voru afhentir í gær. Davíð Örn Halldórsson hlaut hæsta styrk úr Listasjóði Dungals MEÐAL fjölda enn ókannaðra rann- sóknarefna félagstónfræðinga væri hvað viðheldur ódrepandi vinsæld- um léttrar Vínartónlistar 1830–1950 í hérlendu konsertlífi, ekki sízt hjá miðaldra og elztu kynslóð. Því þó að greinin einskorðist orðið við áramót- in þá láta menn sig augljóslega ekki vanta þegar tónlist austurrísku valsa- og óperettukónganna er á boðstólum. Hvorki á fjórteknu Vín- artónleikum SÍ nýverið né á nýárs- tónleikum Salon-hljómsveitar Sig- urðar I. Snorrasonar í Tíbrár-röðinni, er nú fóru fram í fimmta sinn fyrir nær uppseldum Sal á laugardag. Er nema von að maður spyrji hvað veldur? Því í raun réttri er margt úr danstónlist hins löngu liðna keisaradæmis úr sér gengið burgeisapopp og a.m.k. fallnara til stássfótmenntar en einbeittrar hlustunar eins og ýmis dæmi sýndu, innan um sígrænar perlur á við Ungversku dansa Brahms nr. 1 & 5, Radetzky-marsinn (aukalag) og danska útúrdúrinn Champagne– galop eftir H. C. Lumbye. Ekki bætti úr skák hversu margar frum- gerðir fyrir sinfóníuhljómsveit voru framan af þunnildislega umritaðar fyrir oktett, með t.d. ofnotuðum un- is-rithætti á efra sviði á kostnað miðjufyllingar. Úr því dró þó blessunarlega í lög- um Roberts Stolz. Samt stóðu upp úr óperettuaríurnar eftir Strauss, Stolz og Lehár þar sem Hulda Björk fór á kostum, og hvort sem eilítið neikvæð afstaða undirritaðs gagn- vart lágpunktum verkefnavals sé ein á báti eður ei, þá skal hvorki vefengd oft hrífandi spilamennska oktettsins né afar hlýjar undirtektir hlustenda. Burgeisarómantísk stássfótmennt TÓNLIST Salurinn Vínarvalsar, polkar, óperettuaríur o.fl. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sa- lonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrason- ar (Sigrún Eðvaldsdóttir / Pálína Árna- dóttir fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Hávarður Tryggvason kontrabassi, Marti- al Nardeau flauta, Sigurður I. Snorrasaon klarínett, Eggert Pálsson slagverk og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó). Laugardaginn 12. janúar kl. 17. Kammertónleikarbbbnn Ríkarður Ö. Pálsson STEINUNN komst að kjarna tónanna með óvenjulegustu en um leið einum at- hyglisverðustu tónleikum sem ég hefi sótt. Steinunn ræður yfir afburða tækni og kunnáttu á barokkselló, en hefur úti í París, þar sem hún stundaði nám og býr, sérhæft sig í tónsöng, sléttusöng, mið- aldakirkjunnar rómversku. Hún hóf upp raust sína með smekk- lega flúruðu tóni í þremur messuþáttum, þar sem blæfalleg, eilítið barnsleg, rödd- in fylgdi manni á vit hins óræða. Og í þessu andlega baði hljómaði sellósvítan nr. 2 með flauelsmjúkri áferð tóna og sannfærandi sterkt dregnum línum í túlkun. Á undan flutningi svítunnar fóru fjór- ir messuþættir og tókst Steinunni í senn að tengja leik og söng í sannfærandi heild, en varpa um leið ljósi á hið sér- staka, eins og tignarlega áferð sara- bönduþáttanna og flekkleysi englanna. Í efnisskránni er prýðilega gerð grein fyrir einröddun sem bæði forföður og af- komanda fjölröddunar. Með flúri og söngmáta í messu- söngnum sprakk blóm eintónsins út í marga tóna með flutningi sem báru mann inn í fortíð og nútíð í senn. Í sellósvítunum markaði Steinunn fal- lega í túlkun sinni þá gerð fjölröddunar þar sem litur, lengd og styrkur ein- stakra tóna laglínunnar þurfa að ríma við tóna á öðrum stöðum og mynda með þeim sjálfstæða röddun. Svona nálægt jólunum er líking við skrautperlufesti við hæfi. Steinunni tókst að búa til í tónum og orðum hátíðaperlufesti, þar sem hver perla, hver tónn, fékk sitt skin og lit en sterkur þráður hélt saman festinni, tón- leikunum, sem urðu sannfærandi heild. Kjarni tóna í Ketilhúsi TÓNLIST Ketilhúsinu á Akureyri Sellósvítur nr. 1 og 2 eftir J.S.Bach leikn- ar og þættir úr messusöng miðaldakirkju sungnir. Flytjandi: Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir barokkselló og söngur. Tónlistarfélag Akureyrar, miðvikudaginn 9. janúar 2008 kl. 20.30. Tónleikarbbbbb Jón Hlöðver Áskelsson ÞÖKK sé m.a. samstarfi við franska sendiráðið og Alliance française gátu húsráðendur Sal- arins í Kópavogi enn flíkað erlend- um úrvalstónlistarmönnum á mið- vikudag, og sem betur fór var aðsóknin góð. Það er auðvitað engin spurning um viðmiðunar- og hvatningargildi slíkra gesta, ekki sízt fyrir núverandi stærsta hóp frambærilegra hljómlistarmanna í sögu lýðveldisins, og vonandi ber væntanlegt tónleikahús við höfn- ina gæfu til að auka það með framkomu alþjóðlegra sinfón- íuhljómsveita í fyllingu tímans. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og hófst á yndislegri fyrri fiðlusónötu Schumanns í a Op. 105 frá 1851. Árið fannst reyndar síðar við uppflettun, enda engin verkumfjöllun í tónleika- skrá, en það gerði minna til úr því viðfangsefnin voru almennt vel kunn. „Mit leidenschaftlichem Aus- druck“, fyrirsögn I. þáttar, hefði getað verið samnefnari þess sem eftir fór, því almennt sveif ástríðu- full snerpa og innsæ einlægni yfir vötnum. Syngjandi hrein fiðlutví- grip einkenndu Slavneskan dans Dvoráks nr. 2, og ólgandi skap Ungverskan dans Brahms í d. Og sjaldan hafði maður heyrt jafn- hrífandi fjör og í fimm Rúm- enskum dönsum Bartóks. Burtséð frá nærri „ESP“-kenndri fylgni hins ofurlipra norska píanista hjó ég snemma eftir sérlega fjöl- breyttum tóni franska fiðlarans, er virtist jafnvígur á barokk- upphafsstefnu (þó ekkert barokk væri í boði) og á safaríka háróm- antík. Að auki var gríðarvítt styrksvið þeirra félaga meðverk- andi til að hlaða nánast hvert ein- asta atriði fáheyrðri spennu. Í nr. 8 og 13 úr „17 norske slåt- ter“ (bændadönsum) Griegs fékk landi hans á slaghörpu einleiks- tækifæri til að sýna hríslandi létt- leika í bland við stormandi fítons- slátt. Loks, eftir fírugt djúpa túlkun dúósins á g-moll Fiðlusón- ötu Debussys komu þrjú númer eftir Ravel, Blues (úr Fiðlusónötu hans), Habanera og Tzigane, og kastaði virtúósítetið þar tólfum við að vonum mikla hrifningu. Ástríðufull snerpa, innsæ einlægni TÓNLIST Salurinn Verk eftir Schumann, Dvorák, Brahms, Bartók, Grieg, Debussy og Ravel. Laur- ent Korcia fiðla og Christian Ihle Hadland píanó. Miðvikudaginn 16. janúar kl. 20. Kammertónleikarbbbbm Ríkarður Ö. Pálsson SEINASTA skáld- saga rússneska rit- höfundarins Vla- dimirs Nabokovs liggur í svissnesku bankahólfi, ólesin og óútgefin, en skömmu áður en Nabokov lést ósk- aði hann þess að bókinni yrði eytt. Nú stendur sonur hans, og síðasti af- komandi, frammi fyrir þeirri ákvörð- un hvort hann eigi að verða við ósk föður síns eða gefa bókina út eins og bókmennta- áhugamenn um allan heim vilja. Hinn 73 ára gamli Dmitri Nabokov hefur reynt að gera upp hug sinn í mörg ár án árangurs en fregnir herma að hann hafi loks komist að nið- urstöðu, þótt ekki sé vitað hver hún er. Vladimir Nabo- kov lést árið 1977 en þekktasta bók hans er án efa hin umdeilda Lolita. Rétt fyrir andlát sitt bað hann eig- inkonu sína, Veru, að eyða sinni síð- ustu skáldsögu en vinnuheiti hennar mun vera The Original of Laura. Þegar Vera lést árið 1991 hafði hún ekki eytt handritinu og því féll það í hlut sonar þeirra hjóna að fram- fylgja verkefninu sem hefur reynst honum þrautin þyngri. Verður seinasta skáldsaga Nabokovs gefin út? Umdeildur Vladimir Nabokov. LÁTTU PENINGANA ÞÍNA VINNA! Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða í Þjónustuveri í síma 440 4000 STIGHÆKKANDI VEXTIR ÖRUGG OG GÓÐ ÁVÖXTUN HELSTU KOSTIR VAXTAÞREPS VEXTIR GREIDDIR MÁNAÐARLEGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.