Morgunblaðið - 18.01.2008, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VANDINN
Á FJÁRMÁLAMARKAÐNUM
Íumræðum um vandann á íslenzk-um fjármálamarkaði er athyglinbyrjuð að beinast að tveimur ís-
lenzku bankanna þ.e. Kaupþingi og
Glitni og þeim vandamálum og við-
fangsefnum sem þessir tveir bankar
sérstaklega standa frammi fyrir.
Í fréttaskýringu Agnesar Braga-
dóttur, blaðamanns Morgunblaðsins,
sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins
í gær var fjallað um viðleitni Glitnis
til þess að afla aukins lánsfjár á hin-
um alþjóðlega fjármálamarkaði nú að
undanförnu en bankinn ákvað í fyrra-
dag að hætta við fyrirhugað
skuldabréfaútboð á þeim markaði.
Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun er sú
að bankinn átti ekki kost á lánsfé
nema gegn svo dýru verði að lítið vit
var í því að taka slíkum boðum. Og
ljóst að Glitnir hefur efni á því að
hafna slíkum boðum alla vega eins og
staðan er hjá bankanum nú.
Vandi Glitnis er hins vegar sá að í
fjármálaheiminum í útlöndum sem er
lítill um leið og hann er stór eru
svona fréttir fljótar að berast og þær
voru á almanna vitorði meðal fjár-
málamanna á erlendum mörkuðum
fyrir síðustu helgi. Þessar fréttir af
könnunarleiðangri Glitnismanna víða
um heim á fyrstu dögum nýs árs áttu
þátt í því að svonefnt skulda-
tryggingarálag á skuldbindingar ís-
lenzku bankanna allra hækkaði mjög
í síðustu viku.
Vandi Kaupþings er annars eðlis.
Hann snýst um kaup bankans á hol-
lenzkum banka, sem tilkynnt voru á
sl. ári og efasemdir alþjóðlegra fjár-
málamarkaða um að Kaupþingi tak-
ist að efna skuldbindingar sínar
vegna kaupa á bankanum. Þessar
efasemdir voru hin meginástæðan
fyrir því að skuldatryggingarálagið
hækkaði svo mjög og var hæst á
Kaupþingi, síðan á Glitni en mun
lægra á Landsbanka, ekki sízt vegna
þess að síðastnefndi bankinn byggir
útlánastarfsemi sína í mun meira
mæli á innlánsfé en hinir bankarnir
tveir.
Á markaðnum hér hafa verið
vangaveltur um að forráðamenn
Kaupþings hafi hug á að komast út úr
þessum samningi. Það er hins vegar
nokkuð ljóst að eina leið þeirra til
þess er sú að Fjármálaeftirlitið ís-
lenzka samþykki kaupin ekki. Taki
Fjármálaeftirlitið slíka afstöðu hlýt-
ur það að byggjast á röksemdafærslu
sem gæti orðið Kaupþingi erfið.
Það fer ekki á milli mála að meg-
inforsendan fyrir því að eyða þeirri
óvissu sem nú er á fjármálamarkaðn-
um er að þessi viðfangsefni Kaup-
þings og Glitnis leysist á farsælan
hátt.
Eftir sem áður endurspeglast þau
alvarlegu vandamál, sem upp eru
komin á alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum, á markaðnum hér en þau
verða auðveldari viðureignar ef
vandamál bankanna tveggja leysast.
KOSTNAÐUR AF LYFJUM
Tillögur um aðgerðir til að afnemahvata til að selja dýr lyf voru
kynntar á fundi hjá Samtökum versl-
unar og þjónustu í gær. Tillögurnar
eru afrakstur starfs vinnuhóps lyfja-
greiðslunefndar og fulltrúa lyfsala
um smásöluverslun með lyf og snúast
eins og fram kemur í Morgunblaðinu í
dag um það hvernig lækka megi lyfja-
verð. Meðal þess, sem hópurinn legg-
ur til, er að apótek fái þjónustugjöld í
stað prósentuálagningar þannig að
það skipti ekki máli hvort þau selji
dýr lyf eða ódýr.
Það er eðlilegt að reyna að draga úr
kostnaði við lyfjakaup með einhverj-
um hætti og hér er um að ræða kostn-
aðarþátt þar sem í flestum tilfellum
ætti að vera hægt að spara án þess að
það bitni á gæðum meðferðar eða
heilsu sjúklinga.
Hins vegar má ekki gleyma hags-
munum sjúklingsins í þessu ferli.
Sjúklingur getur verið vanur því að
taka tiltekið lyf og haft trú á því. Það
getur kostað hann kvíða og óöryggi að
skipta yfir í lyf, sem hann þekkir ekki.
Vitaskuld eiga hagsmunir sjúklings-
ins að ganga fyrir og ber því að taka
tillit til slíkra óska.
En það er ekki allt sem sýnist í
lyfjamálum á Íslandi. Lyfjakostnaður
hlýst ekki aðeins af lyfjum, sem fólk
tekur, heldur einnig lyfjum, sem fólk
tekur ekki. Í Morgunblaðinu í dag er
rætt við Huldu Harðardóttur lyfja-
fræðing, sem nemur heilsuhagfræði
við Háskóla Íslands og hefur gert
könnun á fyrningu og sóun lyfja.
Rannsókn hennar leiddi í ljós að á
fyrstu tíu mánuðum liðins árs bárust
um fimm tonn af lyfjum til eyðingar
hjá Hringrás hf. og Efnamóttökunni
hf. frá apótekum einum saman. Mælst
er til þess að fólk skili lyfjum, sem
ekki nýtast í apótek, en Hulda leiðir
að því getum að það sé ekki á allra vit-
orði og stórum hluta vannýttra lyfja
sé ekki skilað, heldur fari í ruslið. Því
sé líklegt að mun meira fari í súginn á
hverju ári en fimm tonn.
Hún segir að með nákvæmari
skömmtun og meiri lyfjafræðilegri
ráðgjöf megi koma í veg fyrir mikla
sóun á lyfjum.
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er dýrt.
Þar er vitaskuld margt gott gert, en
hins vegar gerist það allt of oft að
þjónustan er ófullnægjandi. Harðar
kröfur eru uppi um sparnað í heil-
brigðiskerfinu, oft á kostnað þjónust-
unnar.
Hér er hins vegar um að ræða tvær
hliðar á sama máli, sem gefa mögu-
leika til sparnaðar án þess að þjón-
usta skerðist og gæti jafnvel bætt
hana. Ef það er hægt að gefa ódýrt
samheitalyf með sama árangri og
dýrt, upprunalegt lyf hlýtur það að
teknu tilliti til hagsmuna sjúklingsins
að vera rökréttur kostur. Ef heilu
tonnin af lyfjum fara í súginn á hverju
ári hlýtur það að kalla á aðgerðir til
úrbóta.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
„Borgin er búin
Þau eru ekki endilega sammála um hvort húsin við Laugaveg 4-6 eig
hefjast á Laugaveginum sem fyrst, það er lífsnauðsynlegt. Sigrún Á
Nýtt hús,“ segir Frank MichelLaugavegi 15, þegar hann e
huga er varðandi hin umdeildu hú
á móti hóteli þarna,“ bætir hann v
elum, sem eru beint á móti verslu
„Ótti manna um að miklar truflan
ferðar er tilhæfulaus. Rúturnar e
snemma að morgni í tvær-þrjár m
manneskjum út. Þetta er ekki ein
þrjár-fjórar stórar rútur í einu tro
og hnykkir á að hann skilji ekki af
ir hótel við Laugaveginn vera feik
„Þetta er stór viðskiptamannahóp
sem koma hérna inn allan ársins h
mönnum sem hann hafi hitt að má
Laugaveg.
„Ég sé fyrir mér hús þarna sem
í takti við Laugaveginn.“ Frank s
ný hús eru reist við Laugaveg, að
verði sett upp þar veitingahús, mo
annað, nema þá á mjög litlu svæð
Frank finnast húsin við Laugav
nóg sé af húsum, sem megi friða,
aðrar götur í nágrenninu. Frank l
irleitt fylgjandi friðun gamalla hú
að halda sér, líka við Laugaveg. „Þ
er ekkert við bjargandi. Hvar ætl
spyr Frank. „Það var fín mynd í M
Laugavegurinn var moldartroðni
um við ekki bara að fara alla leið?
bros, og hér er ekki verið að taka
skræmdar, skemmdar ljótar tenn
verðum að leyfa Laugaveginum a
Verslun Franks hefur verið við
vera þar „… á meðan mér er vært
og fer héðan.“
Franch Michelsen Frank Ú. Mi
ofarlega á óskalista hjá honum.
Afskræmd
og skemm
Gísli Úlfarsson, sölu- og markaðsstjóri á HótelFróni á Laugavegi 22a, er fylgjandi því að
húsin verði friðuð. „Svona meira og minna, ekki öll
kannski,“ segir hann. Gísli vill þó halda í gamla út-
litið og telur sögulegt verðmæti húsanna það mikið
að þess virði sé að halda í þau með einhverju móti.
„Það er ekki sama hvernig það er gert. Hug-
myndin um að halda þessu í frekar smáum stíl,
ekki að fá stórar byggingar, er góð. Þannig gefur
þetta dálítinn sjarma af sér.“
Gísli segir að hann vilji sjá verslanir í húsunum.
„Ég vil fá meira af verslunum og kaffihúsum.
Þannig að hér sé góð miðbæjarstemning.“
Hótel Frón var byggt 1998 og hefur verið í full-
um rekstri síðan. Hótelgestum finnst staðsetningin
eftirsóknarverð, að sögn Gísla. „Þeir sækja í versl-
anirnar hérna og kaffihúsin. Hér eru líka pöbbarn-
ir, stutt niður að höfn, í söfn og fleira,“ segir Gísli.
Eina truflunin er, eftir því sem hann segir, um
helgar þegar fólk er að skemmta sér. „Það er of
langur afgreiðslutími,“ segir hann. „Og það getur
skemmt fyrir gestum ef mikil skrílslæti eru á göt-
unum. Þó er þetta að batna. Lögreglan kemur nú
orðið fleiri ferðir til að fylgjast með og stoppa af
mestu lætin.“
Aðspurður segir Gísli varla þörf fyrir fleiri hótel
á svæðinu, þau séu þegar orðin það mörg. „Það er
svo sem allt í lagi að fá hótel, í sjálfu sér. Það sem
ég óttast þó mest eru háar byggingar. Þær vil ég
forðast.“
Vill ekki háar
byggingar
Árvakur/Ómar
Hótel Frón Gísli Úlfarsson rekur hótelið sem er á
Laugavegi 22a. Hann vill friða Laugaveg 4-6.
Borgin er búin að klúðra þessu,“ segir Þórir Sigurbjörnsson, eig-andi verslunarinnar Vísis á Laugavegi 1. „Aðallega þá með því að
fara ekki eftir eigin reglum. Það stóð aldrei til að byggja þarna nema
þrjár hæðir og ég sé ekki betur en núna séu þær orðnar fjórar.“
Þórir segist vera fylgjandi uppbyggingu á svæðinu. „Ég sé ekki að
það hafi neitt upp á sig að halda í þessa kofa þarna.“ Hann segir að ef
rekstur ætti að vera í húsunum friðuðum gæti hann svo að segja ein-
göngu verið í formi kaffihúss eða minjagripaverslunar. „Svona miðað
við það sem þarna var áður.“
Verslanir segir hann að væri gott að fá á jarðhæð hvað svo sem yrði
í hæðunum þar fyrir ofan. Nýtt hús megi ekki vera hærra en þrjár
hæðir, „… til að ekki verði tómt myrkur á okkur hérna megin.“
Þórir segir það smekksatriði hvað er ljótt og hvað er fallegt. „Hins
vegar er auðvitað ekki sama hvað kemur þarna. En verður maður ekki
að treysta arkitektunum til að gera eitthvað huggulegt þarna?“ spyr
hann. „Mér finnst ekkert endilega að þarna eigi að vera timburhús.“
Þórir færist undan að svara þegar hann er spurður hversu lengi
hann hafi starfrækt verslunina Vísi. „Nokkuð lengi,“ segir hann en
tekur þó undir að einhverja áratugi hafi hann verið á einmitt þessum
stað.
Hóteluppbyggingu á svæðinu segir hann hafa verið til bóta fyrir sig.
„Þetta skilar sér allt saman. Mínir viðskiptavinir skiptast í tvennt eða
þrennt; það eru þeir sem vinna hérna í nágrenninu og sækja til okkar,
svo er það fólk sem er á ferðinni um Laugaveginn, og auðvitað þeim
mun fleiri, þeim mun betra. Svo eru það náttúrlega túristarnir. Þessi
hótel hafa skilað miklum túrisma akkúrat hérna um hverfið. Ég hef
þess vegna ekkert á móti því að hér komi hótel. Svo fremi að líka komi
verslanir.“ Þórir segist hafa heyrt að ýmsir séu á móti því að fá hótel
en honum finnst illskiljanlegt hvað menn vilji fá frekar en það.
Þórir ber helst kvíðboga fyrir því að þegar framkvæmdir hefjist
verði hluti götunnar ekki virkur. „Ef það tekur langan tíma að byggja
þetta upp verður gatan hálflokuð eða stífluð í nokkra mánuði eða það-
an af lengur. Það hefur mikil áhrif á umferðina. Það höfum við upplifað
hérna þegar menn hafa verið að laga götuna. Þá er lokað hérna
kannski í fjóra til fimm mánuði yfir sumartímann, besta tímann. Það
kemur sér afar illa og tekur eitt til tvö ár að jafna sig aftur.“
Árvakur/Ómar
Vísir Þórir Sigurbjörnsson hefur rekið verslunina Vísi áratugum
saman. Hann er meðmæltur hóteli í stað núverandi húsa.
Hefur ekkert upp á
sig að halda í kofana