Morgunblaðið - 18.01.2008, Side 28

Morgunblaðið - 18.01.2008, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt einróma tillögu Samfylkingarinnar um lækkun á álagn- ingarstofnum fast- eignagjalda fyrir árið 2008. Það er ástæða til að fagna þeirri breiðu samstöðu, þrátt fyrir að ljóst sé af skrifum einstakra bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins að þeim finnst bæði ber- in súr og eiga erfitt með að skilja hvaða forsendur liggja að baki umræddri ákvörðun bæjarstjórnar. Það er stundum þannig að menn vilja án þess að skilja. Ákvörðun um þessa lækkun er tekin með vísan til þeirrar hækk- unar sem varð á fasteignamati samkvæmt ákvörðun yfirfast- eignamatsnefndar. Það mat lá ekki fyrir fyrr en eftir að fjár- hagsáætlun fyrir árið 2008 var af- greidd í bæjarstjórn hinn 18. des- ember sl. og var nokkru hærra en forsendur fjárhagsáætlunar höfðu gert ráð fyrir. Meirihluti Samfylkingar brást við þeirri hækkun fasteignamatsins með því að leggja til að álagningastofn fast- eignagjalda íbúðar- húsnæðis yrði lækk- aður um 12% sem er lækkun að raungildi miðað við sl. ár. og álagningastofn at- vinnuhúsnæðis yrði lækkaður um 5%. Jafnframt yrði álagn- ingahlutfall lóð- arleigu íbúðar- húsnæðis lækkað um nær 9% og vatnsgjald um 3,5% á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þessar tillögur Samfylking- arinnar hafa nú verið samþykktar samhljóða í bæjarstjórn en með þessari ákvörðun er tryggt að al- menn breyting á fasteignagjöld- um og þjónustugjöldum íbúðaeig- enda verður vel innan við verðlagsþróun á síðustu 12 mán- uðum. Heildartekjur bæjarfélags- ins verða sambærilegar og gengið var útfrá í áður samþykktri fjár- hagsáætlun, en þar nýtur bæj- arfélagið einnig að hluta til mag- naukningar sem tilkynnt hefur verið um af Fasteignamati rík- isins. Öðru vísu var farið með fyrri tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins þar sem lagt var til að lækka gjöldin án þess að í nokkru væri tekið á því hvernig ætti að mæta tekjutapi bæjarsjóðs. Nú liggur fyrir niðurstaða þar sem full sátt var um tillögu Samfylk- ingarinnar sem m.a. tryggir að fasteignagjöld í Hafnarfirði eru og verða sem undanfarin ár í fullu samræmi við álögð gjöld í okkar helstu nágranna- og samanburðar sveitarfélögum. Munurinn á því að vilja og skilja Lúðvík Geirsson skrifar um fasteigna- gjöldin í Hafnarfirði »Meirihluti Samfylk-ingar brást við þeirri hækkun fast- eignamatsins með því að leggja til að álagn- ingastofn fasteigna- gjalda íbúðarhúsnæðis yrði lækkaður um 12%… Lúðvík Geirsson Höfundur er bæjarstjóri. GRUNNREGLA lýðræðisins er að vera sammála um að vera ósammála. Í Morgunblaðinu 7. janúar birtir Rúnar Kristinsson trésmiður grein, þar sem hann lýsir skoðunum sín- um á grein minni um ástand og horfur í Kosovo, sem birtist í Morgunblaðinu þann 5. janúar. Í grein minni fjallaði ég m.a. um illa meðferð Serba á Albönum í Kosovo. Ætla ég ekki að fara nánar út í þá sálma. Það er greinilegt að grein mín hefur farið fyrir brjóstið á Rúnari, en ég ætla ekki að falla í sömu gryfju og hann, því mér dettur ekki í hug að gera lítið úr persónu Rúnars og trésmíðamenntun hans. Hinsvegar vil ég benda honum á nokkrar sögulegar staðreyndir: 1) Það voru Serbar, sem stjórn- uðu Alþýðuher Júgóslavíu, sem hófu átökin í landinu árið 1991, þegar þeir réðust inn í Slóveníu (en lýðveldið hafði sagt skilið við ríkjasambandið). Líka í Króatíu, sem og Bosníu, en þar létu um 200.000 manns lífið. Og það var sami her sem lét til skarar skríða í Kosovo árið 1998 og sem NATO brást við með hernaðaraðgerðum sínum. Serbar, með Slobodan Mil- osevic, í fararbroddi, báru ábyrgð á átökunum í Júgóslavíu, það voru þeir sem fyrstir gripu til vopna! Það er söguleg staðreynd. Rúnar sér einnig ástæðu til þess að tala á léttvægan hátt um hugtakið ,,þjóðernishreinsanir“ sem iðulega komu fyrir í þessum átökum. Hann segir þær ,,gamlar lumm- ur“, sem ekki eigi við lengur. Þessi afstaða finnst mér hættuleg og væri áhugavert að sjá Rúnar fella orð af þess tagi fyrir fram- an mæður og eig- inkonur þeirra 8000 múslíma, sem Bosníu- Serbar, undir her- stjórn Ratko Mladic, myrtu í bænum Srebrenica sumarið 1995. Þetta voru mestu fjöldamorð í Evrópu frá lokum seinni heims- styrjaldar. Er þetta gömul lumma, Rúnar? Hvers vegna Serbar telja sig eiga tilkall til Kosovo, skýrði ég út í grein minni og ætla ekki að gera það aftur. Albanir gera hins- vegar tilkall til Kosovo, vegna þess að þeir eru yfirgnæfandi meirihluti íbúa svæðisins. Serbar hafa hinsvegar lítið gert til þess að koma til móts við Albana og nær ekkert til þess að bæta að- stöðu íbúa héraðsins, eins og ég segi einnig frá í grein minni. Kos- ovo var fram til 1999 stjórnað Kosovo, Serb- ar og sagan Gunnar Hólmsteinn Ársælsson er ósammála Rúnari Krist- inssyni um ástandið í Kosovo Gunnar Hólmsteinn Ársælsson GUNNAR Jóhannesson prestur svaraði nýlega grein þar sem ég gagnrýndi umfjöllun hans um sið- ferði og sannleika. Ég mótmælti því að goðmögn væru nauðsynleg forsenda siðferðis. Ég vísaði líka tali um afstæðishyggju til föðurhúsanna með því að benda á að kirkjan fylgir henni sjálf, þótt hún þykist hafa meðbyr eilífs, algilds sannleika. Gunnar neitaði ekki hentistefnu kollega sinna, en spurði nokkurra ágætra spurninga, sem mér er ljúft og skylt að svara. Mælikvarðinn Gunnar segir að við getum ekki lagt siðferðilegt mat á nokkurn hlut án þess að óbreytanlegur mælikvarði sé ritaður á hjarta okkar. Ég geri ráð fyrir að hér eigi hann við að guð hafi haft hönd í bagga með þennan mæli- kvarða. Ég kannast vel við mæli- kvarðann, en sé ekki að hann tengist æðri máttarvöldum. Við höfum siðferði vegna þess að við erum félagsverur og án leikreglna mundi fljótt sjá fyrir endann á samfélaginu. Það kemur því varla á óvart að gullna reglan er sam- eiginleg flestum trúarbrögðum og mun eldri en kristni – og reyndar mun eldri en mannkynið, ef út í það er farið. Hún er eðlislæg leik- regla númer eitt hjá öllum fé- lagsverum. Sama atferli sést hjá öðrum félagsverum – simpönsum, býflugum o.s.frv. Hver ritaði mælikvarðann á hjarta þeirra? Leikreglurnar eru innbyggðar, og af eðlislægum hvötum þolum við ekki að þær séu brotnar. „Gott“ og „illt“ eru ekkert ann- að en einkunnir sem við gefum, eftir því hvernig eitthvað passar við þær. Gullna reglan gerir það til dæmis vel. Í henni er félagsleg arfleifð okkar færð í orð; hún segir okkur það sem við vitum, og okkur líkar það sem við heyrum vegna þess að við finnum hvað rímar við forskriftina sem við fæddumst með. Siðferðið kom með öðrum orðum fyrst, en sið- fræðin á eftir. Brauðfæturnir Kristileg siðfræði stendur á brauðfótum vegna þess að hún byggist á umbun og refsingu. Það eru hæpnar siðferðilegar for- sendur. Það er tvennt ólíkt að breyta rétt vegna þess að maður finni það hjá sér sjálfum eða vegna þess að guð hafi sagt manni það. Ég tel að fólk hegði sér langoftast samkvæmt því fyrrnefnda, þótt sumir trúaðir Mælikvarði siðferðisins og til- gangur tilgangsins Vésteinn Valgarðsson fjallar um trú og trúmál almennt Vésteinn Valgarðsson EINS og margoft hefur komið fram þá var samþykkt í bæj- arstjórn Álftaness að ganga til samninga við arkitektastofuna Gassa um að vinna deiliskipulag á grundvelli verðlaunatillögu að nýju miðbæjarskipulagi. Sjálf- stæðismenn fögnuðu sérstaklega þeirri staðreynd að tillaga Gassa var að þeirra mati nauðalík gildandi skipulagi. Bókun D-lista Hinn 20. mars var samþykkt í bæj- arstjórn, 7-0, að semja við Gassa. Fulltrúar D-lista létu þó bóka eftirfar- andi; „Nauðsynlegt er að benda á að gera verð- ur ráð fyrir því að verulegar breytingar verði gerðar á hug- myndinni í úrvinnslu. Færa þarf akstursleið á miðsvæðið frá Norðurnesvegi sunn- ar eða fella alveg nið- ur, ásamt því að skoða að lækka hæðir húsa við Norð- urnesveginn og færa fjær honum og endurskoða þarf hugmyndir um bílakjallara á svæðinu vegna mikils kostnaðar,“ svo eitthvað sé nefnt. Fleiri atriði eru tiltekin í þess- ari bókun og hvet ég alla sem tækifæri hafa til að fara inn á heimasíðu bæjarins, www.alftanes- .is og lesa þessa bókun. Því miður þá hefur forysta Á- lista ekki séð ástæðu til þess að koma til móts við neitt það sem fulltrúar D-lista hafa lagt fram. Vinnsla vinningstillögunnar hefur verið alfarið á ábyrgð bæjarstjóra með stuðningi hans samherja í bæjarstjórn. Aðkoma Skipulags- og byggingarnefndar hefur ein- ungis falist í því að samþykkja til- lögur bæjarstjóra og arkitekta. Hvort bæjarstjóri þoldi það ekki að sjálfstæðismenn sæju eitthvað líkt með vinningstillögunni og gildandi skipulagi hefur ekki verið upplýst, en miðað við viðbrögð hans og annarra fulltrúa Á-lista þar sem þeir kepptust um að gera lítið úr þessari skoðun fulltrúa D- lista og kölluðu meðal annars barnalega og misskilning, þá gæti maður ályktað að svo væri. Slegið á útrétta sáttarhönd Sú sátt sem fulltrúar D-lista buðu 20. mars 2007 var afþökkuð og því miður fyrir heill bæj- arfélagsins stöndum við nú frammi fyrir tillögu að deiliskipulagi sem er langt frá vinnings- tillögunni og er komin langt út fyrir það sem upphaflega var farið af stað með, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum og kostnaði fyrir skattgreiðendur á Álftanesi. Ábyrgðin er alfarið á herðum forystu Á-listans. Hundalógík Stærsta og áþreif- anlegasta breytingin er lokun Breiðumýrar frá Suðurnesvegi að Birkiholti sem kynnt var á íbúafundi í sept- ember 2007. Þegar formaður Skipulags- og bygg- ingarnefndar var spurður á íbúafundi í nóvember út í þessa breytingu og hvaða rök lægju þar að baki svaraði hann ,,rökin með og á móti væru nokkuð jöfn, „fiftí- fiftí“ VST hefði sagt að það væri allt í lagi að fella niður þessi gatnamót við Suðurnesveg. Gatna- mót inná Suðurnesveg væru svo mörg fyrir og síðan mundi opnast grænn ás frá miðbæ að golfvelli“. Einnig hafa Á-listamenn talað um slysahættu við þessi gatnamót og mikinn hraðakstur og lokunin mundi kannski draga úr honum. Ef þetta er ekki hundalógík, þá veit ég ekki hvað. Þegar þarna var komið sögu hafði ekki verið birt nein umferðarskýrsla af hálfu VST þar sem hún var ekki til þegar þessi ákvörðun var tekin. Samt var formaðurinn að vitna í VST! Umrædd gatnamót eru sennilega ein opnustu á öllu nesinu, gott út- sýni til allra átta og fyrir þó nokkru er búið að koma upp hraðahindrunum og þrengingum í Breiðumýri til að draga úr um- ferðarhraða og ekki vitað annað en að þær aðgerðir virki. ,,Vandamálið’’ flutt annað Lokun Breiðumýrar leysir eng- an vanda, hafi hann verið til stað- ar, heldur flytur vandan annað og býr til nýtt vandamál, við leik- skóla og grunnskóla og út á fyr- irhuguð gatnamót Skólavegar og Norðurnesvegar. Þessi gjörningur hefur í för með sér að yfir 3.000 bílar munu aka í gegnum skóla- svæðið á degi hverjum og umferð um Norðurnesveg mun fara úr 3.000 bílum í 5.700 bíla, skv. töflu VST um umferð á helstu vegum sem ekki var birt fyrr en í desem- ber 2007 í Umhverfisskýrslu Deili- skipulagstillögu (að lokinni skoð- anakönnun). Þar kemur reyndar fram að taflan sé fengin úr ann- arri skýrslu sem heitir ,,Sam- gönguskipulag –Drög“! Semsagt ekki fullbúin skýrsla og fylgir ekki með gögnum um nýtt deiliskipulag en samt nothæf til stuðnings í ,,Umhverfiskýrslu Deiliskipulag- stillögu“. Í sömu töflu er gert ráð fyrir að umferð um Suðurnesveg muni minnka, fara úr 4.100 bílum í 2.800 bíla. Hvað er hér í gangi, á að breyta bara til að breyta? Á að loka Breiðumýri einungis til að bæj- arstjóri nái því fram að stækka miðsvæðið svo hægt sé að standa við samninga sem hann er búinn að gera við verktaka um lóðir á „miðsvæði“? Álftnesingar eru ósáttir við það að grænt svæði sem skv. Að- alskipulagi á að vera útivist- arsvæði verði tekið undir bygg- ingar. Þeir eru ósáttir við fjölfarna umferðargötu í bakgarða við Suðurtún og Skólatún. Þeir eru ósáttir við að umferð um skólasvæðið stóraukist. Ég tek undir með þeim fjöl- mörgu Álftnesingum sem hafna al- farið að hagsmunum íbúanna sé fórnað á þennan hátt. Lokun Breiðumýrar mun stór- auka slysahættu við leikskóla og grunnskóla, fyrir utan það að auka umferð í grennd við og í gegnum nýjan miðbæ sem ég fæ ekki séð að sé neinum til hagsbóta. Vér mótmælum öll! Björgum Breiðumýri Elías Bjarnason fjallar um skipulagsmál á Álftanesi » Andstaða viðnýja deili- skipulagstillögu og breytingar á aðalskipulagi Álftaness Elías Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri og íbúi á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.