Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 31
áttu Bjarna í minn garð og fjölskyldu
minnar geymi ég í hlýjum huga og
fyrir þennan trausta vin vil ég þakka.
Ég bið Bjarna allrar blessunar á
nýjum vettvangi sem við báðir vorum
sannfærðir um að tæki við að loknu
jarðlífi. Ég veit að sá sem öllu ræður
verndar hann áfram. Guð blessi góð-
an dreng. Ástvinum Bjarna votta ég
einlæga samúð.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
Listamaður af Guðs náð, glæsileg-
ur með fas grísku guðanna, sagna-
maður og talaði mannamál bæði í
orðum og myndum. Hann var einn af
bestu teiknurum íslensku þjóðarinn-
ar og teiknaði og málaði hluta af sögu
þjóðarinnar, til að mynda sögu ára-
skipanna sem nú er til í tugum mál-
verka í Þjóðminjasafni Íslands þótt
ekki sé enn til salur að sýna þessar
gersemar. Bjarni Jónsson listmálari
og teiknari með eindæmum hefur
myndskreytt tugi bóka og rita með
snilld sinni auk þess að leggja rækt
við að festa í mynd arfinn og hefð-
irnar sem tengdu Ísland við nú-
tímann á miðri síðustu öld, stemmn-
ingu sveitanna, lífið við sjóinn,
saltfiskvinnslu á stakkstæðum, ár af
afli við hlunn, bólgna hnúa, pilsfalda á
túni og hrífur á lofti, úfinn sjó, æv-
intýri og þjóðsögur, landið og miðin
og allt þar á milli. Bjarni var ótrúlega
afkastamikill listamaður og svo ná-
kvæmur og flinkur í handverkinu að
hann naut takmarkaðra vinsælda hjá
þeim sem eru oft í hlutverki gagnrýn-
anda í okkar þjóðfélagi og vilja sjálfir
túlka verk listamanna. Það þurfti
enga túlka á verk Bjarna Jónssonar,
þau sögðu alla söguna á máli brjóst-
vitsins. Á sinn hátt var hann þó alltaf
einfari á samleið með listagyðjunni.
Það voru ævintýralegar kennslu-
stundir hjá Bjarna og Páli Stein-
grímssyni kvikmyndasnillingi og list-
málara í Myndlistarskóla
Vestmannaeyja fyrir hart nær hálfri
öld. Hver einasti aukvisi í tímum
trúði því að hann væri listamaður og
mikið leið okkur vel. Við dáðumst að
verkunum sem við vorum látin vinna í
vatnslitum, leir og olíu. Þetta var svo
gaman og gefandi og kennararnir
blésu okkur bárufalda af gleði í
brjóst. Svo fjaraði þetta auðvitað út
þegar tímarnir voru búnir og hvers-
dagsleikinn blasti við, en þessi
kennsla, þessi hvatning, kveikti á
perunni svo bjarmaði á listagyðjuna
og hefur skipt máli alla tíð síðan. Það
þarf nokkuð til. Vinur minn RAX
ljósmyndari sagði mér einhvern tíma
að mynd Bjarna af landpóstunum
hefði vakið sinn áhuga á listum. Þar
hefur uppskeran orðið ríkuleg.
Stundarkorni áður en Bjarni
kvaddi þetta líf átti ég samtal við
hann í síma og við ráðgerðum bíltúr
og spjall þegar hann væri búinn að
mæta til læknis síns til þess að taka
naglana úr fæti eftir beinbrot við fall
síðastliðið haust, fall sem kippti lík-
lega meira af leið en menn áttuðu sig
á. Hann var hress í samtalinu, hlakk-
aði til að losna úr viðjum meiðsla,
hlakkaði til að halda sínum takti og
baráttugleðin leyndi sér ekki.
Bjarni Jónsson var fæddur sjarm-
ör, frábær listamaður og íslensk þjóð
hefur misst mikið. Slíkar náttúru-
perlur eru sjaldgæfar. En nú liggur
blýanturinn á borðinu án fimra
fingra, pensilhárin svigna ekki leng-
ur en minningin lifir um frábæran
dreng sem bar fegurð íslenskrar
menningar í brjósti sér og fangaði
hana í verkum sínum fyrir framtíð-
ina. Minning sem er hvatning og
Guðs gjöf.
Megi vinir og vandamenn Bjarna
eiga styrk og von, megi almættinu
nýtast vel að fá til liðs listamann af
Guðs náð.
Árni Johnsen.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar
Góður félagi okkar í Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar, Bjarni Jónsson list-
málari, lést þriðjudaginn 8. janúar sl.
Það er ótrúlegt að hann skuli vera
farinn frá okkur svona skyndilega.
Hann mætti á rótarýfund eins og
venjulega fimmtudaginn 3 janúar sl.
Bjarni gekk í Rótarýklúbb Hafn-
arfjarðar 22. júní 1962 og var í honum
til dauðadags að frátöldum tólf árum
á sjöunda og áttunda áratugnum er
hann tók sér frí frá rótarýstörfum.
Bjarni var áhugasamur og aðgætinn
félagi sem mætti 100% á alla fundi, ef
hann gat ekki mætt hjá okkur var
hann duglegur að sækja fundi í öðr-
um rótarýklúbbum, það eru ekki
margir sem geta státað af slíkri mæt-
ingu. Félagar virtu hann mikils fyrir
þetta.
Bjarni mætti alltaf snemma á
fundi, helst hálftíma fyrr og hafði
gaman að því að hitta aðra félaga sem
mættu snemma til að ræða ýmis mál-
efni sem efst voru á baugi á hverjum
tíma. Þessi hópur er kallaður „bar-
hópurinn“ því þeir settust í hæginda-
stóla við barinn áður en gengið var í
fundarsalinn Það hefur örugglega
verði mikið rætt á þessum forfund-
um.
Bjarni var einlægur rótarýmaður
sem vildi Rótarýhreyfingunni allt hið
besta. Hann var ósérhlífinn og fórn-
fús að leggja fram vinnu í þágu
klúbbsins í sinni listgrein og teiknaði
meðal annars myndir af öllum fé-
lögum klúbbsins.
Bjarni var ávallt reiðubúinn að
leggja sitt af mörkum sem kæmi sér
vel fyrir klúbbinn og þegar ákveðið
var að hefja fjáröflun með því að búa
til jólamerki þá lét Bjarni sitt ekki
eftir liggja. Hann teiknað jólamerki
27 sinnum. Jólamerkið 2007 teiknaði
Bjarni. Bjarni teiknaði líka borðfána
fyrir klúbbinn. Fyrir alla þessa vinnu
erum við félagarnir ávallt þakklát.
Bjarni gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir klúbbinn. Hann var
stallari 1963-1964, ritari 1994-1995 og
forseti klúbbsins 1997-1998. Hann
var lipur og vinsæll stjórnandi og
undir hans stjórn voru meðal annars
fyrstu konurnar teknar inn 1998 sem
var töluvert umdeilt þá og alls ekki
auðvelt viðureignar.
Bjarni var gerður að Paul Harris-
félaga árið 1996 í virðingarskyni fyrir
ómetanleg störf sín í þágu klúbbsins.
Bjarni Jónsson var ákaflega fé-
lagslyndur maður og þægilegur í allri
framkomu við félagarnir í Rótarý-
klúbbi Hafnarfjarðar munum sakna
hans og minnast hans með hlýhug og
virðingu.
Félagar í Rótarýklúbbi Hafnar-
fjarðar senda aðstandendum Bjarna
innilegar samúðarkveðjur.
Gunnhildur Sigurð-
ardóttir forseti.
Kveðja frá Víkinni –
Sjóminjasafninu í Reykjavík
Í dag er til moldar borinn Bjarni
Jónsson listmálari. Þar er genginn
einstakur hæfileika- og heiðursmað-
ur. Hann var kennari að aðalstarfi
framan af ævi en það sem lengst mun
halda nafni hans á lofti er myndlist
hans, einkum tengd sjávarútvegi og
sjómennsku. Hann teiknaði skýring-
armyndir við stórvirki þeirra Lúð-
víks Kristjánssonar „Íslenskir sjáv-
arhættir“ sem er 5 binda verk og
ómetanleg heimild um þennan und-
irstöðuatvinnuveg okkar. Þá málaði
hann meðal annars 60 málverk sem
varðveita sögu áraskipanna og eru í
eigu Þjóðminjasafnsins. Happdrætti
Háskóla Íslands gaf út í tilefni af 70
ára afmæli þeirra árið 2004 „Sjávar-
spilin“, með teikningum Bjarna um
forna sjávarhætti og útgerð á Íslandi.
Þegar Sjóminjasafnið Víkin tók til
starfa á Grandagarði 8, sýndi Bjarni
safninu mikinn hlýhug og áhuga.
Hann varð næstum daglegur gestur í
safninu, óþreytandi að fræða og upp-
örva okkur starfsmenn. Safnið naut
góðs af list hans og strax á fyrsta
starfsári þess stóð þar sölusýning á
verkum hans „Sjósókn fyrrum“ þar
sem hann hafði m.a. teiknað beinin í
þorskhausnum af miklum næmleik.
Þá var veturinn 2007 sýningin „Á
Flyðruvelli“ og var hún einnig tengd
árabátaútgerðinni. Báðar þessar sýn-
ingar og þau 12 verk sem Bjarni
færði safninu að gjöf voru mikill
fengur en þó var vinátta hans og góð-
vild safninu og okkur sem þar
vinnum miklu dýrmætari.
Nú söknum við vinar í stað. Við
kveðjum þennan ágæta mann með
virðingu og þökk og vottum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Sigrún Magnúsdóttir,
forstöðumaður.
✝ Ágúst Bjarna-son bifreiða-
stjóri fæddist á
Grund á Kjalarnesi
10. ágúst 1924.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Víð-
inesi 1. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Ágústs voru hjónin
Bjarni Árnason sjó-
maður, f. 21. nóv-
ember 1883, d. 7.
febrúar 1925, og
kona hans Helga
Finnsdóttir, f. 25.
desember 1891, d. 11. mars 1967,
sem þá voru búsett á Grund á Kjal-
arnesi. Fósturfaðir Ágústs var
Guðjón Sigurjónsson, bóndi á
Grund, f. 14.9. 1888, d. 2.8. 1972.
Alsystkini Ágústs í aldursröð eru
þessi, Ásta Friðmey, f. 30.12. 1912,
d. 30.3. 1913, Sigurður Árni, f.
15.12. 1913, d. 17.9. 1992, Guð-
ríður, f. 19.9. 1914, d. sama dag,
Stefán, f. 18.10. 1915, d. 18.6. 1977,
Margrét Fanney, f. 27.7. 1917, d.
28.3. 1989, Sigríður, f. 1.7. 1919, d.
4.4. 1998, Fjóla, f. 9.3. 1921, og
Ólafur, f. 13.5. 1923, d. 7.11. 2004.
Sammæðra systir er Bjarney Guð-
jónsdóttir, f. 28.2. 1933.
Ágúst kvæntist 24.10. 1947
Hrefnu Pétursdóttur, f. í Tungu-
Ágústs og Hrefnu eru sex.
Sambýliskona Ágústs Bjarna-
sonar til margra ára var Dagbjört
Elíasdóttir, f. á Ísafirði 16.9. 1929,
d. 8.11. 2005. Börn hennar eru: 1)
Margrét Sigmundsdóttir, f. 23.4.
1951, börn hennar eru Eygló
Dröfn, f. 31.5. 1968, Vera Björk, f.
25.9. 1969, og Anna Margrét f,
12.3. 1977. 2) Anna Alexía Sig-
mundsdóttir, f. 3.5. 1953, d. 9.7.
1997, börn hennar eru Lúðvík
Sveinn, f. 30.12. 1972, Guðmundur
Ragnar, f. 9.10. 1975, og Snorri
Valur, f. 5.2. 1980. 3) Lúðvík
Sveinn Sigmundsson, f. 1.1. 1955,
d. 17.5. 1970. 4) Sigrún Jónína Sig-
mundsdóttir, f. 10.1. 1961, í sam-
búð með Einari Sveinssyni, f. 20.1.
1965, sonur hennar er Friðrik Örn,
f. 30.9. 1980. 5) Sigmundur Örn
Sigmundsson, f. 4.9. 1963, börn
hans eru Oddur Andri, f. 12.12.
1983, og Charlotta Rós, f. 16.11.
1990. 6) Dagbjört Erna Sigmunds-
dóttir, f. 29.6. 1966, maki Jóhann
Grétarsson, f. 4.6. 1961, börn
þeirra eru Róbert Andri, f. 3.11.
1997, og Birta Marín, f. 30.8. 2001.
Dóttir Ernu er Íris Tara, f. 28.3.
1987.
Ágúst starfaði við hin ýmsu
störf en lengst af var hann bif-
reiðastjóri en aðalstarf hans var að
aka leigubíl sem hann gerði í rúm
40 ár.
Útför Ágústs fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
koti á Vatnsnesi 28.2.
1926, d. 31.5. 1982.
Foreldrar hennar
voru hjónin Pétur
Theodór Jónsson,
bóndi í Tungukoti á
Vatnsnesi, f.
6.3.1892, d. 21.9.
1941, og Kristín Jóns-
dóttir, f. 12.7.1891, d.
31.7. 1961. Börn
Ágústs og Hrefnu
eru: 1) Pétur, f. 8.5.
1949, d. 29.10. 1992,
maki Þórdís Rann-
veig Guðmunds-
dóttir, f. 26.6. 1949, d.
25.11. 1988, börn þeirra eru Rann-
veig Lilja, f. 4.6. 1970, og Magnús,
f. 17.12. 1974. 2) Guðjón, f. 24.4.
1952, maki Selma Dóra Þorsteins-
dóttir, f. 27.6. 1953, d. 27.3. 1993,
börn þeirra eru Þorsteinn Pétur, f
.9.11. 1976, og Hrefna Ýr, f. 13.5.
1983. Sambýliskona Guðjóns er
Hrönn Valentínusdóttir, f. 30.9.
1957. 3) Bjarni, f. 16.6. 1958, maki
Ingibjörg Hafsteinsdóttir, f. 2.4.
1958, börn þeirra eru Hildur Ósk,
f. 23.6. 1983, Davíð Örn, f. 5.9.
1984, og Atli Már, f. 24.2. 1991. 4)
Hrönn, f. 11.11. 1964, maki Ágúst
Eiríksson, f. 29.6. 1962, börn
þeirra eru Jóhanna Sæunn, f.
23.10. 1985, og Ágúst Hrafn, f.
19.6. 1987. Barnabarnabörn
Í dag verður til moldar borinn
elskulegur faðir minn Ágúst
Bjarnason. Hann lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðinesi þar sem hann
hafði dvalið í u.þ.b. ár. Pabbi var
stór og mikill maður með gott
hjartalag. Hann var hress en svo-
lítið hávær. Minningar mínar
tengdar honum og mömmu frá
mínum æskuárum eru ferðalögin
sem við fórum í á sumrin um land-
ið. Pabbi var með mikla veiðidellu
og mamma var mikill náttúruunn-
andi sem þurfti mikið að skoða sig
um hvar sem stoppað var.
Áhugi pabba á bílum er eitt af
því sem stendur uppúr, hann var
mjög laghentur maður. Oftar en
einu sinni fann maður hann liggj-
andi undir bílum við viðgerðir.
Mamma og pabbi höfðu mikinn
áhuga á garðrækt og ræktuðu þau
sínar eigin kartöflur alla tíð, þori
ég að fullyrða. Þau voru alltaf með
kartöflurækt á hinum ýmsu stöð-
um, svo bættust við rófur, gulræt-
ur, blómkál og fleira. En það var
alltaf hægt að koma kartöflum til
vina og vandamanna, það var ekki
málið. Þessi áhugi var óþrjótandi
og þurfti pabbi jafnvel að skríða á
hnjánum til að tína upp síðustu
kartöflurnar þegar bakið hlýddi
ekki lengur. Ég gæti haldið enda-
laust áfram að rifja upp hinar ýmsu
minningar, en læt staðar numið hér
og kveð pabba með þessum fallega
sálmi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku pabbi, megi englar Guðs
vera með þér, hvíl í friði.
Þín dóttir,
Hrönn.
Nú er hann fallinn frá, hann
Ágúst. Ég kynnist honum fyrir
rúmlega tuttugu árum þegar hann
og móðir mín Dagbjört rugluðu
saman reytum sínum. Okkur systk-
inunum fannst það hálf fyndið að
sjá þau saman, hún lítil og grönn
og hann þessi stórvaxni maður, það
var allt stórt við þennan mann og
hann hafði einnig stórt hjarta.
Fljótlega eftir að hann og móðir
mín tóku saman lögðust þau í
ferðalög um landið á leigubíl sem
hann átti en Ágúst hafði verið
leigubílstjóri til margra ára.
Seinna eignuðust þau lítið hús í
Skammadal og var hafist við að
breyta skúr í höll. Þar voru þau
mörg sumur við kartöflurækt og að
smíða og laga. Öllum börnum í fjöl-
skyldunni fannst æðislegt að heim-
sækja ömmu og Ágúst upp í
Skammadal. Ágúst var alltaf að
smíða og ég get alveg séð hann fyr-
ir mér sólbrenndan og sællegan
með hamar í annarri hendi og sög í
hinni. Seinna þegar heilsunni fór
að hraka létu þau af búskapnum í
Skammadal. Þegar móðir mín Dag-
björt lést árið 2005 var Ágúst einn-
ig farinn að missa heilsuna og átti
erfitt. Hann fór á dvalarheimili og
virtist líða ágætlega það til hann
lést.
Hvíli hann í friði
Margrét Sigmundsdóttir
og fjölskylda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
viðskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Með þessum orðum kveð ég
Ágúst Bjarnason sem var sam-
býlismaður móður minnar í tæp 24
ár. Megi Guð blessa minningu þína
og styrkja aðstandendur þína á
sorgarstundu.
Kveðja,
Erna Sigmundsdóttur.
Elsku afi, okkur systkinin langar
að kveðja þig með nokkrum orðum.
Okkur er minnisstæðast úr
bernskunni þegar við fengum að
koma til þín og Dagbjartar og gista
hjá ykkur. Þú hafðir gaman af því
að fara með okkur út í gönguferðir
og eða í bíltúr. Það var þá stundum
farið upp í sveit og þá var dreginn
upp ferðabrjóstsykurinn sem vakti
mikla lukku.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín afabörn
Jóhanna Sæunn og
Ágúst Hrafn.
Ég var svo heppin að eiga afa og
ömmu sem ég var mikið hjá þegar
ég var yngri. Þegar ég rifja upp
þann tíma er margt sem kemur
upp í hugann.
Alltaf þegar ég kom til afa og
ömmu sagði afi. Jæja, er heima-
sætan komin. Reyndar kallaði
hann mig alltaf heimasætuna sem
mér þótti vænt um nema smátíma
á unglingsárunum sem mér fannst
það hallærislegt. Ég fékk oft að
gista hjá afa og ömmu. Þá mátti ég
vaka lengi og horfa á bíómyndir í
sjónvarpinu og afi útskýrði alla
myndina fyrir mér en amma var
ekki eins ánægð með það og ég.
Ég man eftir leigubílnum hans
afa og stundum fékk heimasætan
að fara með í bíltúr að kaupa got-
terí eins og afi kallaði það, og ef
amma var ekki með fékk ég að sitja
í framsætinu sem var mjög merki-
legt fyrir litla stelpu.
Ég man eftir öllum skemmtilegu
stundunum í Skammadal þegar afi
tók sér pásu frá smíðunum til að
koma í kaffiboð til mín í Dallas,
þegar ég fór með ömmu og afa að
taka upp kartöflur en það var ár-
legur viðburður hjá fjölskyldunni
og
allir mættu, þá var oft mikið fjör.
Jarðarförin sem ég fékk að halda í
garðinum hjá afa þegar hamstur-
inn minn dó er fyndin minning. Ég
tók þetta mjög alvarlega,
bauð allri fjölskyldunni. Amma
sá um að baka vöfflur og afi bjó til
gröf með fallegum krossi í garð-
inum. Þar stóð öll fjölskyldan og
söng Ó Jesú bróðir besti en það
heyrðist nú ekki í neinum nema
mér og afa þar sem allir aðrir voru
að halda niðri í sér hlátrinum yfir
dramatíkinni. Elsku afi, nú ert þú
kominn til
ömmu og ég mun halda fast í all-
ar góðu minningarnar um þig.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja
Þín,
Íris Tara.
Ágúst Bjarnason