Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jónína ÁgústaBjarnadóttir,
kölluð Nína, fæddist
í Reykjavík 17.10.
1940. Hún lést á
Landspítalanum
10.1. síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hulda Guð-
mundsdóttir, f. 21.9.
1919, d. 16.7. 1979
og Bjarni Þorvarð-
arson, f. 1.7. 1916, d.
29.6. 1941. Hálf-
systkini Jónínu sam-
mæðra eru María
Magnúsdóttir, f. 30.4. 1936, d.
20.12. 1996 og Elías Bjarni Jó-
hannsson, f. 20.9. 1948.
Eiginmaður Jónínu er Áki Jóns-
son, fv. framkvæmdastjóri, f. 4.6.
1938. Börn þeirra eru: a) Bjarni
Þorvarður Ákason, f. 30.12. 1961,
í sambúð með Evu Dögg Sig-
urgeirsdóttur, fyrir átti Bjarni
þrjár dætur, þær
Áróru Huld, f. 21.7.
1992, Sædísi, f. 30.4.
1994 og Heklu, f.
30.11. 1994. b) Jón
G. Ákason, f. 26.3.
1966, kvæntur Fa-
ribu Salemi Seifedd-
in, sem er frá Íran.
Börn Jóns úr fyrri
sambúð eru Berg-
ljót Busk Jónsdóttir,
f. 26.12. 1994 og
Baldur Busk Jóns-
son, f. 18.4. 2002. c)
Andri Ákason, f.
16.7. 1980.
Jónína bjó alla tíð í Reykjavík
og síðast í Garðabæ. Hún starfaði
við ýmis skrifstofustörf, jafnhliða
því að stýra heimili og ala upp
börn.
Jónína verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku hetjan mín, mikið var nú
gaman að fá þann heiður að alast upp
hjá þér.
Það er bara til ein svona „Nína“.
Þú hafðir svo margt sem aðrir þrá að
hafa, þitt mikla baráttuþrek á engan
sinn líka, ef íþróttamenn hefðu þetta
magn af baráttuþreki sem þú hafðir
þá væru þeir stöðugt meistarar.
Ef fólk hefði þennan kærleik sem
einkenndi þig þá væri friður á öllum
heimilum.
Þú varst eitthvað svo góð í gegn,
það dáðu þig allir sem kynntust þér.
Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra, það
var einhvern veginn það hlutverk
sem þú ætlaðir þér í þessu lífi.
Drengirnir þínir fengu svo kær-
leiksríkt uppeldi, alltaf varstu til
staðar fyrir þá bæði í sigrum og
ósigrum, sama hvaða axarskaft kom
upp þá stóðstu með þínum.
Ekki misstu barnabörnin af þess-
um kærleik þínum því ávallt varstu til
staðar fyrir þau.
Þú varst nú ekki mikið fyrir það að
barma þér þó einhver veikindi væru á
ferðinni, varst meira að vorkenna
þeim sem voru með kvefið.
Aldrei lagðistu í það að tala illa um
annað fólk, sást alltaf fallegu hliðina á
öllum.
Mikið varstu nú falleg og sæt þeg-
ar þú komst frá Spáni núna rétt fyrir
jólin, brún og brosandi og maður fékk
það á tilfinninguna að þú hefðir unnið
einn sigurinn enn. Sjúkdómurinn
lagði þig snarlega og maður fær það á
tilfinninguna að guðina hafi vantað
verulega góðan engil í sína þjónustu,
því þú varst engill í lifanda lífi.
Ég held þú hafir ákveðið að svindla
smá til að sjá litla drenginn sem þú
beiðst eftir og farið aðeins fyrr til að
sjá hann á undan okkur hinum.
Minningin er svo sterk og heim-
urinn er allur annar án þín en við sem
eftir sitjum getum vonandi nýtt okk-
ur þá þekkingu hvernig gott fólk hag-
ar sínu lífi.
Mín kæra, takk fyrir allt, takk fyrir
öll þau góðu gildi sem þú kenndir mér
og mínum.
Bjarni Ákason.
Elsku amma mín, vaknaði á
fimmtudaginn og ákvað að þetta yrði
góður dagur, jafnvel sá besti, það var
ekkert mál fyrir mig að vakna. Svo
var ég búin að ákveða að ég ætlaði að
hitta þig í dag, svo fékk ég þær fréttir
að þú værir farin og þá breyttist sá
besti í þann versta. En eitt get ég
sagt sem er gott, að nú líður þér bet-
ur og þú þarft ekki að þjást lengur, og
þá líður mér betur. Þetta á eftir að
vera erfitt, því nú get ég ekki komið
til þín að fá kanilsnúða og kakó, fer
aldrei með þér að kaupa jólagjafir og
þú færð ekki að sjá litla bróður sem
fer að koma í heiminn. En ég veit að
þú átt eftir að fylgjast með mér og
vera viðstödd þegar ég þarf þig og ég
veit að þú hjálpar pabba og Evu í
gegnum líf barnsins. Ég vildi að þú
hefðir getað séð fyrsta kærastann,
fyrsta barnið, fyrsta húsið, fyrsta bíl-
inn, mætt í útskriftina, brúðkaupið,
ferminguna. Ég hefði viljað margt,
en ég hugsa til þín í öllu þessu. Ég bið
þig amma að vera með okkur þegar
við förum upp í sumó og til útlanda og
alltaf.
Þú varst svo góð amma. Alltaf
hugsaðirðu um aðra frekar en þig
sjálfa. Manstu eitt skiptið þegar ég
átti afmæli og þá fannst þér svo leið-
inlegt að hafa ekki getað bakað fyrir
mig að þú fórst með mér í bakaríið og
keyptir 18 kleinuhringi fyrir allan
fimleikahópinn minn. Það verður erf-
itt að venjast því að ég get bara hugs-
að til þín, ekki hitt þig. Ég ætla að
halda áfram að vera dugleg í fimleik-
um og dansi, því það varst alltaf þú
sem studdir mig, að ég gæti æft
svona mikið, þótt það væri frekar
ómögulegt, þegar ég ætlaði að æfa 3
íþróttir, öllum fannst það út í hött en
ekki þér. Ég veit það ekki, en alla-
vega sýndir þú það ekki eins og aðrir,
þú vildir ekki særa mig.
Ég var alltaf svo viss um að þú yrð-
ir með mér alveg þangað til ég yrði
tvítug. Ég verð samt að segja að þú
ert búin að vera svo sterk að berjast
við allt sem hefur komið í veg fyrir
góða heilsu og alltaf sigrast á því og
núna ætla ég að sleppa þér. Þú verð-
ur hjá mér alltaf, ekki bara að tví-
tugsaldri. Ég hugsa til þín hvar sem
er og hvenær sem er, bara alltaf
þangað til við hittumst á ný uppi í
himnaríki. Þú munt leiða mig, systur
mína og litla bróður í gegnum lífið svo
við endum alveg eins og þú, góðhjört-
uð og best í heiminum. Amma, þú ert
fyrirmynd mín.
Ég elska þig og sakna þín. Hafðu
það gott uppi í himnaríki, amma.
Þetta er ekki allt, ég bið til þín á
hverjum degi og þá er ég að bæta við
þennan texta. Viltu hlusta á bænir
mínar til þín? Bænin sem ég samdi
fyrir þig amma, verndarengilinn
minn, er svona:
Elsku amma, þú ert lítill verndarengill, sem
verndar alla nema þig, hver verndar þig?
Þú verndar alla sem þú elskar, en hver fær
það hlutverk að vernda þig?
Mér þykir það leiðinlegt að hafa ekki
verndað þig nóg.
Afi stóð sig vel, nú söknum við þín, en einn
dag verður fjölskylduboð með öllum, líka
þér. Það verður haldið á himnum þegar við
höfum öll sameinast þar. Bíddu, amma mín.
Á meðan þú bíður eftir okkur hinum, haltu
áfram að vernda okkur því annars föllum við
eins og þrífættur stóll sem missir einn fótinn.
Við elskum þig og við sjáumst í himnaríki.
Amma, ég kveð að þessu sinni.
Sædís B.
Ung og bjartsýn sextán eignalítil
hjón tóku sig saman 1963 um að
byggja í samvinnu blokkina Fells-
múla 17-19. þar sem allir lögðu sitt af
mörkum.
Út frá þessu varð náið samfélag,
húsið fylltist brátt af börnum og í
þessu nokkurra ára samfélagi styrkt-
ust vinabönd sem hafa mörg haldið til
dagsins í dag.
Ótímabær fráföll hafa vissulega
sett sín mörk og nú er Nína fallin frá.
Við þrenn hjón höfum hlúð að okk-
ar samskiptum reglulega, hist hver
hjá öðrum undir heitinu „matar-
klúbbur“ eldað saman og átt góðar
stundir heima hjá hvert öðru og á
Þingvöllum, Hjalteyri og Hnaus.
Við höfum einnig farið saman í
leikhús og gert okkur glaðan dag á
jólaföstunni.
Því er okkur vinkonunum nú
brugðið þótt ljóst væri fyrir nokkru
að hverju stefndi.
Æðruleysi Nínu hefur vakið að-
dáun okkar og umhyggja Áka hefur
snert okkur djúpt.
Við kveðjum nú á þessum tímamót-
um, vottum Áka og fjölskyldu samúð
okkar og fjölskyldna okkar.
Tilveran er vissulega eitt undar-
legt ferðalag!
Lena og Kolbrún.
Í dag er mæt kona kvödd í hinsta
sinn. Jónína Bjarnadóttir, hefur um
langt árabil átt við alvarleg veikindi
að stríða, af ýmsum toga, en að end-
ingu var það krabbamein sem varð
henni að aldurtila. Hún tókst á við
þessa erfiðu lífsreynslu af ótrúlegu
æðruleysi og dugnaði og var maður
hennar, Áki Jónsson, styrk stoð
hennar alla tíð, sem og synirnir þrír.
Heimilið og fjölskyldan hefur verið
hennar starfsvettvangur síðastliðin
25 ár eða lengur og þar var ekki sleg-
ið slöku við. Elskulegt viðmót þeirra
hjóna, viðurgerningur allur og heim-
ilið sjálft bar henni fagurt vitni, fag-
urkeri sem hún var og myndarskapur
ríkjandi í hvívetna. Barnabörnin, sem
þegar eru orðin fimm voru henni afar
kær og meðan heilsan leyfði prjónaði
hún af miklu listfengi glæsilegan
fatnað, kjóla, peysur og annað handa
þeim og held ég að fátt hafi veitt
henni meiri gleði. Því miður auðnað-
ist henni ekki að sjá ófætt barn elsta
sonarins sem væntanlegt var í heim-
inn um það leyti sem hún andaðist.
Það var raunalegt að fylgjast með
hvernig bágt líkamsástand hennar
dvínaði smám saman, en aldrei kvart-
aði hún eða fylltist vorkunnsemi
vegna örlaga sinna. Hún átti góðan
mann og þrjá góða syni og þannig
hefur hún sjálfsagt metið stöðu sína
nokkuð góða, enda greind kona og
skemmtileg, víðlesin og fróðleiksfús.
Við biðjum góðan Guð að styrkja Áka
og synina Bjarna, Jón og Andra og
þeirra fjölskyldur og þökkum Jónínu
góða viðkynningu.
Hvíl í friði, góða vinkona.
Gunnar og Ásdís.
Nínu hitti ég fyrst þegar við Vaddi
giftum okkur árið 1981, en það var
ekki fyrr en 10 árum síðar, að með
okkur tókst vinskapur, en það var
þegar við báðar stunduðum nám í
Ferðamálaskóla Verslunarskóla Ís-
lands. Vinskapur okkar hélst alla tíð
síðan þó svo að oft liði langt á milli
funda okkar. Elsku Nína, ég á marg-
ar góðar minningar um þig, þú hafðir
svo gaman af lífinu. Þú hafðir mikla
ánægju af því að ferðast, sérstaklega
man ég eftir skemmtilegum frásögn-
um þínum um Flórida. Frábærar eru
minningar okkar um heimsóknir til
ykkar hjóna bæði í sumarbústaðinn á
Þingvöllum og einnig í sumarhús
ykkar á Hjalteyri. Heimili ykkar Áka
ber þess merki hversu mikill fagur-
keri þú varst og einnig allt það sem
þú vannst í höndunum, allar fallegu
peysurnar og kjólarnir sem þú prjón-
aðir á litlu barnabörnin þín. Ég get
stolt sagt frá því að það varst þú sem
vaktir upp löngun mína til að prjóna,
ég hafði lagt þá iðju á hilluna, en mig
fór að klæja í puttana þegar ég sá all-
ar fallegu flíkurnar hjá þér.
Það er mismikið lagt á fólk í lífinu,
veikindi þín voru löng og ströng. Það
er aðdáunarvert og til eftirbreytni
hversu vel þú barst þig þrátt fyrir
alla þína erfiðleika. Nú ert þú farin í
þitt hinsta ferðalag, þar sem þú ert
laus við allar þínar þrautir.
Að leiðarlokum viljum við þakka
þér fyrir þær samverustundir sem
við áttum með þér.
Kæri Áki, missir þinn og sona
þinna er mikill, megi guð gefa þér
styrk í sorg þinni.
Minningin um góða konu mun lifa
áfram í hjörtum okkar.
Þórlaug og Þorvarður.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við eigum margar góðar minning-
ar úr ferðalögum með Áka og Nínu
og yndislegar samverustundir í
gegnum árin. Við þökkum þó sér-
staklega fyrir þann tíma sem við
fengum með Nínu núna í desember
og áttum góða daga með þeim hjón-
um á Kanarí.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðju til Áka, Bjarna, Jóns
Gunnars og Andra og fjölskyldna og
biðjum guð að blessa ykkur á þessum
erfiðum tímum.
Erla og Örn.
Okkur systrum varð mikið um þeg-
ar við fréttum að Nína væri dáin.
Minningarnar brutust út og við vor-
um harmi slegnar yfir þeirri stað-
reynd að samverustundir okkar með
Nínu yrðu ekki fleiri. Veikindi þín
síðustu ár barst þú ótrúlega vel og
aldrei heyrðum við þig kvarta.
Við rifjuðum upp hvað okkur
fannst gaman að passa strákana ykk-
ar Áka þegar þið bjugguð í Fellsmúl-
anum en þú bakaðir alltaf þá bestu
súkkulaðiköku sem við fengum.
Þú varðst sönn vinkona þegar önn-
ur okkar var ófrísk á sama tíma og þú
en þá gekkst þú með Andra og þegar
þú komst og prjónaðir kjóla á barna-
börnin þín. Þá var ekki komið að tóm-
um kofanum í spjalli og ráðlegging-
um. Allt sem þú tókst þér fyrir
hendur var einstaklega vel gert og
heimilið þitt sýndi það svo sannar-
lega.
Nína horfði á björtu hliðarnar og
gladdist yfir því sem varpaði ljósi á líf
hennar. Og þar veittu strákarnir
hennar og barnabörnin henni mikla
gleði. Þeirra og Áka er harmurinn
mestur. Við sendum þeim samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð um að
gefa þeim styrk.
Kristín og Kristjana
Arnardætur.
Jónína Á. Bjarnadóttir
✝ Klara Guð-mundsdóttir
fæddist í Fífilgerði í
Öngulstaðahreppi í
Eyjafirði hinn 28.
ágúst 1920. Hún lést
á heimili sínu að
Hjúkrunarheimilinu
Hlíð hinn 7. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar Klöru voru
Guðmundur Rögn-
valdsson, f. í Fjósa-
tungu í Fnjóskadal
1891, d. 1966 og
Kristín Björg Ein-
arsdóttir, f. á Brautarhóli í Svarf-
aðardal 1894, d. 1981. Fóst-
urbróðir Klöru er Hreinn
Gunnlaugsson, f. 1931.
Árið 1964 giftist Klara Katli
Péturssyni frá Ófeigsfirði á
Ströndum, f. 1912, d. 1975. For-
eldrar hans voru Pétur Guð-
mundsson, f. í Ófeigsfirði 1890, d.
1974 og Ingibjörg Ketilsdóttir, f. á
Ísafirði 1889, d. 1976. Klara og
Ketill eignuðust
einn son, Kristin, f.
1965. Fyrir átti
Klara Guðmund
Sigurbjörnsson, f.
1949, d. 1998. Ekkja
hans er Bjarney Sig-
valdadóttir, f. 1951,
börn þeirra eru:
Einar Már, Bjarni
Freyr og Klara.
Uppvaxtarár sín
öll bjó Klara í ná-
grenni Akureyrar,
lengst af á Hrafns-
stöðum í Lögmanns-
hlíð, uns fjölskyldan flutti í bæinn
er hún var rúmlega tvítug. Áður
en Klara fluttist á Hlíð bjó hún
tæpa tvo áratugi í Tjarnarlundi
13. Hún starfaði lengst af við ýmis
afgreiðslu- og þjónustustörf, síð-
ustu 15 árin við heimaþjónustu
hjá Akureyrarbæ.
Útför Klöru fer fram frá Höfða-
kapellu í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku amma mín, mér finnst skrít-
ið að ég skuli aldrei eftir að sjá þig
aftur. Þegar ég hugsa til þín kemur
fyrst upp í huga mínum hvað þú
varst alltaf hlý og góð við þegar ég
var stelpa. Það var svo gaman að
gista hjá þér um helgar, alltaf var
svarið já, já. Við brölluðum svo mikið
saman, þær voru nú nokkrar súkku-
laðikökurnar sem við bökuðum, sem
ég kallaði alltaf súkkuköku, þetta
var „spes“ kaka, sem þú gast bara
bakað. Það var eitt skiptið sem þú
passaðir okkur í Borgarhlíðinni, eins
og þú gerðir oft þegar mamma og
pabbi skruppu í frí, þá bökuðum við
kökuna góðu, þú fórst alltaf með
gaffal í kremið sem var sett ofan á til
að gera rákir í. Ég hef verið 6 ára og
Bjarni bróðir 10 ára, hann kominn
með smá meira vit en ég. Ég segi,
„amma þú ert eins og súkkukaka í
framan“ þá var Bjarni fljótur að
segja, „henni finnst þú svo brún í
framan“ en ég átti við hrukkurnar í
andlitinu sem voru farnar að mynd-
ast. Það er gaman að minnast góðu
tímanna, eins og þegar þú varst að
tala við blómin þin, þá hló ég stund-
um inni í mér. Það voru líka mörg
skiptin sem við tókum upp spil og
spiluðum olsen.
Elsku amma, síðustu átta árin
varstu ekki lík sjálfri þér, þú varst
orðin lasin og mikið breytt, en ég hef
þig í minningunni eins og þú varst.
Amma mín, pabbi hefur eflaust tekið
vel á móti þér og þið komið til með að
fylgjast með okkur. Hvíldu í friði,
elsku amma, og Guð geymi þig.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín,
ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Klara Guðmundsdóttir.
Klara Guðmundsdóttir
✝
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur,
RÍKHARÐUR CHAN,
Breiðagerði 33,
Reykjavik,
lést á líknardeildinni í Kópavogi þann 16. janúar.
Anna Greta Gunnarsdóttir,
Sonja Arna Chan, Haraldur Svavarson,
Gunnar Davíð Chan, Unnur Lárusdóttir,
Stefanía Chan,
Helga Chan,
Ho Thai,
Þórdís G. Magnúsdóttir, Gunnar B.H. Sigurðsson.