Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 35
✝ María KarólínaGunnþórsdóttir
fæddist á Skálateigi
á Norðfirði 20. jan-
úar 1937 en ólst upp
á Borgarfirði eystra.
Hún lést 10. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gunnþór Eiríksson,
f. 22. ágúst 1912, d.
9. jan. 1986 og Hild-
ur Halldórsdóttir, f.
5. apríl 1914, d. 3.
febr. 1966. Systkini
Maríu eru Guðrún
Jónína, f. 3. jan. 1936, d. 12. mars
1993, Guðný Ragna, f. 17. ágúst
1938, Eiríkur, f. 27. mars 1940,
Magnús, f. 15. apríl 1941, Hulda
Sigurbjörg, f. 3. maí 1945. Reynir,
f. 10. maí 1948, og Hjördís, f. 1. okt.
1951.
María giftist 12. júní 1960
8. febr. 1983, Eiður Ísak, f. 4. ágúst
1987 og Oddný Karólína, f. 20. jan.
1996. 5) Kári Haukur, f. 30. júlí
1962, d. 30. sept. 1964. 6) Erlingur
Kristinn, f. 12. sept. 1963, d. 25. okt.
1992, sonur hans Hreinn, f. 30. des.
1984. 7) Hlynur, f. 28. nóv. 1965,
sambýliskona Svanhildur Frey-
steinsdóttir, dætur þeirra Hekla
Diljá, f. 29. sept. 1994, og Guðlaug
Erla, f. 9. sept. 2001. 8) Vignir, f.
26. sept. 1967, unnusta Nína
Björnsdóttir, sonur hans Sveinn
Húni, f. 21. maí 1997. 9) Ríkarður, f.
19. apríl 1970, kvændur Ödu Su-
bocz, dóttir hans María Björk, f. 7.
ágúst 1992. 10) Hilda Karen, f. 28.
apríl 1976, dóttir hennar Maríanna
Sól Hauksdóttir, f. 6. mars 2001.
María og Garðar reistu sér bú á
Breiðdalsvík árið 1958. Þar ann-
aðist María barnmargt heimili
ásamt ýmsum öðrum störfum. Síð-
ustu starfsárin rak María ásamt
manni sínu litla en afar farsæla út-
gerð. Hún sá um bókhaldið og
beitningu en Garðar var á sjónum.
María bjó í Reykjavík síðustu árin.
Útför Maríu verður gerð frá
Heydalakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Garðari Þorgríms-
syni vélstjóra frá Sel-
nesi á Breiðdalsvík, f.
9. okt. 1932. Börn
þeirra eru: 1) Oddný
Þorgerður, f. 14. febr.
1956, gift Ingva Sig-
urgeirssyni, sonur
hennar Garðar Þor-
steinsson, f. 28. mars
1975, börn þeirra Sig-
urbjörg, f. 12. des.
1980, Kári, f. 23. maí
1987, og Erlingur
Geir, f. 23. júlí 1994,
d. 26. febr. 2000. 2)
Hilmar Gunnþór, f. 21. febr. 1957,
sambýliskona Arnhildur Arnalds-
dóttir, synir þeirra Dagur, f. 11.
febr. 1989 og Hugi 14. jan. 1994. 3)
Óskírð, f. /d. 28. febr. 1958. 4)
Björk Sigríður, f. 27. okt. 1960,
sambýlismaður Hafsteinn Sveins-
son, börn þeirra Garðar Marvin, f.
Mig langar bara að kveðja þig,
elsku mamma mín, með nokkrum
orðum. Það fyrsta sem kemur upp
í hugann er hversu dásamlega
æsku við systkinin áttum á æsku-
heimilinu í litla þorpinu okkar á
Breiðdalsvík. Á Selnesi bjugguð
þig pabbi fjölskyldunni gott heimili
og þar var allt til alls og ekki yfir
neinu að kvarta. Við lærðum það
líka fljótt af þér mamma mín að
það væri ekki leiðin til lífsins að
vera sífellt kvartandi og kveinandi.
Það kom að mestu í þinn hlut að
annast heimilið vegna þess að
pabbi var mikið að heiman vegna
útgerðar og sjómennsku og það
gerðir þú með miklum myndar-
brag.
Þú varst blíð og góð og um-
hyggjusöm móðir, ákveðin og
röggsöm sem uppalandi. Meðfram
heimilsstörfunum rakst þú svo út-
gerð og sinntir saumaskap af mikl-
um áhuga og innlifun. En önnur
eins saumakona og þú mamma er
vandfundin. Þeir voru ófáir sem
leituðu til þín og báðu þig um að
sauma á sig hversdagsföt, spariföt,
samkvæmiskjól og jafnvel brúðar-
kjól. Þú varst allt í senn heima-
vinnandi, útivinnandi, í aukavinnu
og yndisleg móðir. Og það var
sama á hverju gekk, alltaf var
stutt í brosið og alltaf var rúm fyr-
ir glettni og spaug.
Einnig vekja stundirnar sem við
eyddum á æskuheimili þínu á
Bakkastekk á Borgarfirði eystra
upp ljúfar minningar. En þangað
fórum við oft á sumrin og dvöldum
hjá Gunnþóri afa á Stekk. Það var
mikið líf og fjör á gamla Stekk
þegar allur hópurinn var þar sam-
an kominn, þú og systkini þín og
öll frændsystkinin. Þú varst stolt
af æskustöðvum þínum og það
smitaðist út í börnin þín enda lít-
um við líka á okkur sem Borgfirð-
inga.
Það var fátt sem þú kveiðst fyrir
mamma og engin þraut var svo
erfið að ekki væri hægt að yf-
irstíga hana. En í ólgusjó lífsins þá
barst þú hag barnanna þinna alltaf
fyrir brjósti. Þú hugsaðir alltaf
fyrst og fremst um velferð okkar
og svo síðar barnabarnanna. En
barnabörnum þínum reyndist þú
góð amma. Þú studdir vel við bakið
á þeim í leik og starfi og tókst
virkan þátt í því sem þau tóku sér
fyrir hendur hvort sem það var
ballett, fimleikar, fótbolti, frjálsar
íþróttir, handbolti, hestamennska
eða eitthvað annað. Alltaf voru þið
pabbi mætt til þess að styðja við
bakið á þeim. Elsku mamma mín,
þú ert það bjarg sem við byggjum
tilveru okkar á.
Góða nótt, góða nótt mamma
þetta er aldrei eins og það virðist
aldrei eins auðvelt og maður telur.
Sofðu vel, sofðu rótt
því á morgun mun ég vaka yfir þér.
Eins og stelpurnar mínar mundu
segja: „Guð geymi þig vel, amma!“
Kveðja,
Hlynur.
Þegar ég minnist Maríu tengda-
móður minnar dettur mér fyrst í
hug dugnaður, glaðværð og æðru-
leysi. Þessum kostum var hún búin
og það í ríkum mæli. Þessir eig-
inleikar hafa án efa hjálpað henni
mikið í gegnum lífið og nú undir
það síðasta í erfiðum veikindum.
Að sumu leyti var lífið henni
óvægið. Þau hjónin gengu í gegn-
um þá erfiðu lífsreynslu að missa
tvisvar ung börn, son á þrítugs-
aldri og svo síðar barnabarn. Eng-
inn veit hvernig það er nema hafa
reynt það sjálfur. Þessa lífsreynslu
ræddi hún lítið enda ekki í hennar
skapgerð að bera sorg sína á torg.
Einu sinni ræddi hún þennan missi
við mig og sagði þá: „Ég varð að
halda áfram, það voru svo margir
sem þurftu á mér að halda.“ Mér
finnst þessi orð lýsa henni vel.
María lærði að lifa með því
óbærilega og þrátt fyrir allt tel ég
að hún hafi verið ánægð með líf
sitt. Hún skilaði góðu ævistarfi
ásamt manni sínum, kom upp
myndarlegum börnum og átti stór-
an hóp af barnabörnum. Hún
ræktaði garðinn sinn vel bæði í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu
þess orðs.
Maríu fannst fátt skemmtilegra
en að hafa fólkið sitt í kringum sig
og á síðasta ári vildi svo vel til að
mörg tilefni gáfust til þess að hitt-
ast. Við sem eftir erum eigum því
margar góðar minningar um sam-
verustundir, afmæli, grillveislur,
utanlandsferðir og áramótapartí.
Veikindi Maríu ágerðust síðasta
haust en virtust þó ekki kvelja
hana mikið en sennilega hefur
henni oft liðið verr en hún lét uppi.
Hún náði að halda jólin heima með
fjölskyldunni og lét engan bilbug á
sér finna.
Í dag þakka ég Maríu samfylgd-
ina og er þakklát fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og syni mína.
Ég tel mig lánsama að hafa fengið
að kynnast henni.
Arnhildur Arnaldsdóttir.
Elsku María.
Í dag er sunnudagur og ef þú
værir ennþá hérna hjá okkur hefð-
um við kíkt í kaffi til þín. Það er
óbærilegur tómleiki sem ég finn
fyrir að fá ekki að hitta þig og
heyra glettinn húmor þinn.
Þú varst einstök kona í alla staði
og engin venjuleg manneskja á
ferðinni. Þvílíkt æðruleysi sem þú
bjóst yfir og hvað þú gafst börn-
unum þínum og barnabörnum mik-
ið. Ég dáðist alltaf að því þegar við
komum öll saman hvað þú náðir að
fylgjast vel með hvað allir voru að
gera og vera þátttakandi í því en
hópurinn er ekki lítill. Þú passaðir
vel upp á börnin þín en þau voru
þér allt. Þú gerðir þér grein fyrir
því í uppeldi þeirra að menntun
væri mikilvæg enda afburðavel
greind kona. Þú varst alltaf með á
nótunum alveg sama hvert mál-
efnið var enda varstu víðlesin.
Ekki má gleyma hvað allt lék í
höndum þér alveg sama hvað það
var og eigum við mikið til af fal-
legum fatnaði og hlutum sem þú
bjóst til.
María mín, þú varst einstaklega
skemmtileg kona og húmor þinn
einstakur. Við eigum okkur marg-
ar ógleymanlegar setningar sem
þér tókst að segja án þess að særa
neinn. Þú sagðir alltaf hlutina eins
og þeir eru og aldrei með neinum
æsingi. Eitt verð ég að minnast á í
lokin en það er handtak þitt. Þú
gerðir alltaf allt með mikilli hlýju,
rósemi og myndarskap, alveg sama
hvað það var.
Elsku Garðar minn, ég veit að
það myndast mikill tómleiki hjá
þér núna en við verðum að trúa því
að tíminn lækni öll sár. Guð gefi
þér styrk í þinni miklu sorg.
Kveðja,
Svanhildur.
Elsku amma, þegar litið er yfir
farinn veg kemur margt upp í hug-
ann. Síðustu daga hefur allt gerst
svo hratt að stundum finnst mér
þetta ekki vera raunverulegt.
Ég á margar góðar æskuminn-
ingar um þig og heimsóknir mínar
til þín og afa á Breiðdalsvík eru
ógleymanlegur þáttur í uppvexti
mínum. Það var yndislegt að leika
sér allan daginn úti í náttúrunni og
koma svo inn í hlýjuna til ykkar
afa. Ég man eftir að hafa upplifað
mig svo frjálsa þegar ég var að
leika mér í fjörunni eða vaða í
læknum. Þú tókst alltaf sallaróleg
á móti mér þegar ég kom inn þótt
ég væri oft annaðhvort rennandi
blaut eftir að vaða eða svo skítug
að það þurfti að hátta mig á pall-
inum fyrir utan húsið. Ég man að
oft var ástandið þannig að ég átti
ekki hrein föt að fara í því þau
voru öll í þvotti. Þá fórstu í skáp-
inn á ganginum og fannst á mig
gömul föt af strákunum þínum en
varst samt ekkert að reyna að tak-
marka uppátæki mín utandyra.
Enda þarf ekki að spyrja að því að
þú varst ýmsu vön eftir að hafa al-
ið upp allan krakkaskarann þinn.
Af sögunum að dæma var ansi
mikið fjör á Selnesi í þá daga og
systkinin þar skorti víst ekki uppá-
tækjasemina. Mér skilst að gang-
urinn hafi oftar en ekki verið not-
aður sem fótboltavöllur og
ýmislegt brothætt orðið fyrir bolt-
anum. En húsmóðirin alltaf jafn
yfirveguð.
Lífið var þó ekki alltaf dans á
rósum og þau voru ófá áföllin sem
þú gekkst í gegnum. Þegar ég var
að alast upp fannst mér þú alltaf
svo sterk af því að þú stóðst eins
og klettur þrátt fyrir allt sem þú
hafðir upplifað. Þess vegna fannst
mér þú alltaf vera amma dreki.
Þegar litli bróðir minn dó fann ég
ómetanlegan styrk í fyrirmynd
þinni. Þú vissir ekki hvað það var
að gefast upp þó á móti blési og
það hjálpaði mér að halda áfram á
erfiðum tímum.
Það er ekki hægt að hugsa um
þig öðruvísi en að sjá þig fyrir sér
sitjandi við saumavélina. Þú varst
algjör listakona í höndunum og ég
naut góðs af því. Ég þótti eiga sér-
staklega mikið af fínum dúkkuföt-
um þegar ég var lítil og þau saum-
aðir þú. Svo fékk ég mikið af
fallegum fötum frá þér sem þú
saumaðir á mig að ógleymdum
fermingarfötunum.
Fyrir mér varst þú engin venju-
leg kona. Þú hafðir litríkasta per-
sónuleika sem ég hef komist í
kynni við. Þú talaðir hreint út og
varst ekkert að tvínóna við hlutina.
Svo var alltaf mjög stutt í húm-
orinn hjá þér og nærveru þinni
fylgdu oft á tíðum mikil hlátra-
sköll. Enda þóttir þú svo skemmti-
leg að það fór orð af því í vinkon-
uhópnum mínum hvað ég ætti
einstaka ömmu.
Það er erfitt að ímynda sér lífið
án þín og stórt skarð höggvið í
stórfjölskylduna eftir fráfall þitt.
En við erum rík af yndislegum
minningum um þig og þær veita
okkur mikla gleði. Ég er einstak-
lega þakklát fyrir að hafa fengið að
vera samferða þér í lífinu. Nær-
vera þín hefur verið mér ómet-
anleg og minning þín verður ljós í
lífi mínu um ókomna tíð.
Elsku amma, hvíldu í friði hjá
Guði í faðmi engla og ástvina sem
farnir eru á undan þér. Þín dótt-
urdóttir,
Sigurbjörg Yngvadóttir.
María Karólína
Gunnþórsdóttir
Fleiri minningargreinar um Maríu
Karólínu Gunnþórsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
HLÍFAR INGIBJARGAR RAGNARSDÓTTUR,
Víkurbraut 26,
Hornafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Ester Þorsteinsdóttir,
Ragnhildur Þorsteinsdóttir,
Hallfríður Þorsteinsdóttir, Þór Ingólfsson,
Hlynur Wüum, Páley Sonja Wüum,
Særós Ester Leifsdóttir,
Ingibjörg Erla Þórsdóttir,
Þorsteinn Þórsson.
✝
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR,
Langholtsvegi 18,
sem jarðsett var í kyrrþey þann 9. janúar
síðastliðinn.
Jón B. Kjartansson,
Jóhann Ó. Kjartansson,
Erla S. Kjartansdóttir, Kristján Þórarinsson,
Brynja Kjartansdóttir,
Oddur Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HREFNU MAGNÚSDÓTTUR,
áður til heimilis að Rauðalæk 23,
Reykjavík.
Jónas Valdimarsson,
Valdemar Steinar Jónasson, Unnur Kristinsdóttir,
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson,
Arndís Reynisdóttir,
Hrólfur Þór Valdemarsson, Valdís Karen Smáradóttir,
Hilda Valdemarsdóttir,
Steinar Smári Hrólfsson.