Morgunblaðið - 18.01.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 18.01.2008, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðlaug Jó-hanna Sig- urjónsdóttir fæddist í Háagerði við Dal- vík 9. september 1911. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 11. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Bald- vinsson, f. 12. októ- ber 1877, d. 12. maí 1967 og Jónína Stef- anía Ingvarsdóttir, f. 27. október 1883, d. 4. nóvember 1918. Alsystkini Guðlaugar voru Guðjón, Anton, Ingunn og Þóra og hálfsystkini samfeðra voru Þórdís og Jón Stefán Brimar, öll látin. 8. apríl 1933 gekk Guðlaug að eiga Franz Jón Þorsteinsson, f. í Hólakoti á Höfðaströnd í Skaga- firði 16. október 1899, d. 15.ágúst 1958. Foreldrar hans voru Þor- steinn Þorsteinsson, f. 25.8. 1864, d. 10.11. 1915, og Sigurlína Sigríð- ur Ólafsdóttir, f. 20.11. 1871, d. 25.4. 1952. Guðlaug og Franz eign- uðust tvö börn, sem upp komust og eina dóttur sem fæddist andvana: A) Jónas Ragnar, f. 17.10. 1936, kvæntur Guðrúnu Kolbrúnu Guð- mundsdóttur, f. 24.10. 1942, búa í Keflavík. Þau eiga þrjá syni, a) Guðmundur Franz, f. 14.12. 1961, sambýliskona Ingileif Ingólfs- dóttir, f. 24.10. 1963, þau eiga þrjú börn: Franz, f. 14.11. 1989, Þor- björn, f. 25.4. 1991 og Eyrúnu Ósk, f. 10.2. 1995, b) Gísli Aðalsteinn, f. 1960, dætur þeirra eru tvær, Bríet, f. 2.9. 1999, og Þyrí Stella, f. 29.1. 2001. b) Sigurlín Huld, f. 25.8. 1965, maki Helgi Þór Bergs, f. 8.1. 1966, þau eiga þrjá syni, Hinrik, f. 14.4. 1987, Ívar Jarl, f. 12.3. 1998, og Kolbein Tuma, f. 28.8. 2000. c) Guðlaug Anna, f. 18.4. 1969, maki Stefán Pétursson, f. 1.10. 1964, þau eiga þrjú börn, Baldur, f. 20.6. 1992, Daníel Atla, f. 8.8. 1995, og Bjartey Unni, f. 2.2. 2001. d) Valdís Ösp, f. 19.9. 1972, maki Vigfús Bjarni Albertsson, f. 10.2. 1975, sonur þeirra Albert Elí, f. 4.4.2004. Dóttir Valdísar Aspar og Vern- harðs Þorleifssonar er Rannveig Íva, f. 19.9. 1997. Guðlaug ólst upp á Dalvík fyrstu ár ævinnar, þar til móðir hennar dó. Fljótlega eftir það fór hún í fóstur að Melum í Svarfaðardal, til föðursystur sinnar Soffíu Bald- vinsdóttur og Hallgríms Halldórs- sonar, sem reyndust henni sem bestu foreldrar. Guðlaug og Franz hófu sinn búskap á Dalvík og bjuggu þar til ársins 1956, er þau festu kaup á íbúð í Ránargötu 2 Akureyri og fluttu þangað. Þar bjó hún síðan, þar til í lok ársins 2005, að hún vistaðist að Dvalarheim- ilinu Hlíð, Akureyri, nokkuð þrotin að kröftum og nær blind. Guðlaug var fyrst og fremst húsmóðir, en starfaði hin ýmsu störf jafnhliða því, lengst á Fataverksmiðjunni Heklu. Hún unni mjög allri tónlist, var mikil hannyrðakona og elskaði öll blóm. Guðlaug var myndarkona og bar sig með sóma. Allatíð var hún fremur veitandi en þiggjandi og elskaði að gefa fólki góðgerðir. Hafði hún mikið yndi af allri ætt- fræði og óbilandi minni til hinstu stundar. Útför Guðlaugar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. 21.9. 1966, kvæntur Ragnheiði Garð- arsdóttur, f. 30.8. 1973. Þau eiga tvö börn, Garðar Franz, f. 15.1. 2002, og Ásu, f. 5.4.2004. c) Krist- inn Hjörtur, f. 24.5. 1973; B) dóttir fædd andvana 17.8. 1944; C) Sigrún Ásthildur, f. 6.2. 1949, gift Guð- mundi Trausta Skúlasyni, f. 21.10. 1951, búa á Stað- arbakka í Hörgárdal. Fyrri maður Sigrúnar var Þórhall- ur Pálsson, f. 16.1. 1952. Þau skildu, börn þeirra eru a) Sólveig Elín, f. 23.12. 1971, sambýlismaður Tomi Tanska, f. 27.7. 1970, þau eiga soninn Tómas Leonard, f. 5.9. 2007. b) Auður María, f. 9.11. 1976, sambýlismaður Arnar Heimir Jónsson, f. 14.11. 1973, börn þeirra eru Katrín Valdís, f. 12.8. 1997, Gauti Heimir, f. 9.9. 2000, og Ívar Franz, f. 23.2. 2005. c) Hjalti, f. 3.12. 1985. Auk barna sinna ólu Guðlaug og Franz upp fósturson- inn Ívar Baldvin frá 4 ára aldri. Foreldrar hans voru Baldur Stef- ánsson, f. 19.1. 1913, d. 20.9. 1986 og Bára Baldvinsdóttir, f. 2.10. 1916, d. 6.1. 1946. Eiginkona Ívars er Sigríður Gunnarsdóttir, f. 26.7.1942, þau búa á Akureyri. Fyrri kona Ívars var Rannveig Rögnvaldsdóttir, f. 25.12. 1944, þau skildu, dætur þeirra eru: a) Bára Denný, f. 3.4. 1964, sambýlis- maður Felix Högnason, f. 6.4. Elsku besta mamma mín í öllum heiminum! Þessi ástarorð sagði ég við þig oft og mörgum sinnum, þegar ég var lítil stelpa heima í Ránargötunni. Mér fannst þau orð að sönnu, besta og fallegasta mamman. En núna sit ég ein í stólnum þínum í stofunni þinni og minnist þín, því núna ertu mér horfin í bili. Góði Jesú okkar er núna búinn að taka þig í sinn líknandi faðm og losa þig undan öllum þjáningun- um, sem þú hefur þurft að þola svo lengi og verið í myrkrinu síðustu mánuði, vegna blindu þinnar. Ég veit líka að þú ert glöð að vera komin til pabba, mannsins þíns góða, sem fór af þessari jörð alltof fljótt og litlu stúlkunnar ykkar, sem fæddist and- vana. Ég var einungis 9 ára gömul hnáta og bræður mínir 16 og 21 árs, þegar pabbi okkar lést. Elsku mamma mín, alla tíð hefur þú staðið þig eins og hetja gegnum allt lífið, sem oft var erfitt og áföllin mikil. Alltaf svo fín og falleg og vönd að virðingu þinni, sannkölluð hefð- arkona. En lund þín var létt og oft hlógum við okkur máttlausar af litlu tilefni. Minningarnar eru óendan- lega margar, sem ég get rifjað upp, en læt þær geymast í hjarta mér um alla eilífð, því margs er að minnast. Ég veit að þú verður hjá mér alltaf, þegar þú hefur hvílt þig vel frá þrautunum. Ég er þakklát Guði fyr- ir, að ég var hjá þér síðustu and- artökin í lífi þínu, elsku mamma mín. Ég hélt í hendurnar þínar þrotnar að kröftum og reyndi að fara með bænirnar okkar við eyrað þitt, milli táranna sem hrundu niður vanga mína. Þó sorgin og söknuðurinn sé mikill, þá verður gleðin yfirsterkari að hafa fengið að njóta þín svona lengi og minnast alls, sem þú kennd- ir mér í lífinu fram á síðustu stundu. Kletturinn í lífi mínu er eiginmað- urinn minn og saman munum við takast á við allt og styrkja hvort annað á lífsins vegum. Manstu mamma mín, þú sagðir alltaf „hann er góður bílstjóri, hann Guðmund- ur“. Börnin mín þrjú nutu líka elsku þinnar og umhyggju. Margt varstu búin að kenna þeim og fræða, bæn- irnar, sönglögin öll, því þú elskaðir alla tónlist og söngst svo fallega. Mér þykir svo erfitt að kveðja þig, elsku mamma mín, og finnst núna að ég geti varla hætt að skrifa til þín, en ég verð víst að láta staðar numið núna, með trú á endurfundi í faðmi Guðs og Jesú. Jesú hefur alltaf verið þitt leiðarljós í lífinu og það kenndir þú mér. Í þeirri góðu trú kveð ég þig og bið Guð að blessa þig að eilífu, elsku besta mamma mín, í öllum heiminum. Þín elskandi dóttir, Sigrún. Nú er elsku amma mín á Akureyri dáin. Það er skrýtið til þess að hugsa að ég eigi aldrei eftir að fara niður í Ránargötu til ömmu og drekka með henni te eða panta kjúklingabita eða „sprulla í bænum“ eins og hún orðaði það, en það gerðum við oft þegar ég kom í heimsókn. En amma mín er vel að hvíldinni komin. Síðustu tvö árin dvaldi hún á Hlíð og heilsu hennar hrakaði ört og nú undir það síðasta var amma orðin alveg blind. Mínar fyrstu æskuminningar eru tengdar ömmu og Ránargötunni og kannski ekki skrýtið þar sem að hún passaði mig á sumrin þegar foreldrar mínir stunduðu sína sumarvinnu með- an við bjuggum í Svíþjóð. Við bröll- uðum margt skemmtilegt saman. Fórum oft í gönguferðir niður í fjöru þar sem ég tíndi svarta steina og skeljar. Við vorum tíðir gestir í Turn- inum og stundum keypti amma súkkulaðikúlur handa mér sem settar voru í brúnan bréfpoka. Róluvöllurinn í Ránargötunni var líka mjög vinsæll áfangastaður og þar gátum við leikið okkur tímunum saman. Við sungum líka saman. Amma hafði dálæti á fal- legum söng og klassískri tónlist og söng sjálf mjög vel. Ég man þegar ég spurði hana hvers vegna hún syngi svona „hrukkótt“ en þá söng hún með víbratói eins og alvöru söngkonur. Amma hló mikið að þessari spurn- ingu. Hún kenndi mér líka margt fal- legt og nytsamlegt eins og Faðir vor- ið, vers og bænir og sálma sem ég hef búið að alla ævi. Seinna í lífinu fór ég sjálf að læra klassískan söng og fór að syngja „hrukkótt“. Ég held að amma hafi kunnað að meta það. Amma var mikill listunnandi á öllum sviðum. Þegar ég flutti til Akureyrar til að vinna í leikhúsinu lét amma sig ekki vanta á leiksýningar þó að hún væri á níræðisaldri. Hún fylgdist ótrúlega vel með öllu sem var að gerast í lista- og menningarlífinu, ekki bara á Ak- ureyri heldur líka í Reykjavík. Elsku amma mín, ég þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gefið mér og bið góðan Guð að geyma þig. Þín Sólveig. Guðlaug Jóhanna Sigurjónsdóttir ✝ Agnar Sig-urbjörnsson fæddist í Hænuvík í Rauðasandshreppi 7. júlí 1928. Hann lést á Kanaríeyjum 4. janúar síðastlið- inn. Agnar var eitt af tíu börnum hjónanna Ólafíu Magnúsdóttur, f. 1890, d. 1972 og Sig- urbjörns Guðjóns- sonar, f. 1891, d. 1971. Systkini Agn- ars eru Aðalheiður Una, f. 1915, d. 2006, Bjarni, f. 1916, d. 1990, Sigurbjörg (Ninna), f. 1919, d. 1998, Búi, f. 1920, d. 1937, Ester, f. 1923, d. 1974, Gyða, f. 1924, d. 1937, Hulda, f. 1926, d. 1937, Björgvin, f. 1928 og Ásta, f. 1932, d. 1938. Agnar kvæntist Unu Sveins- dóttur 1954. Þau skildu. Börn Agn- ars og Unu eru: 1) Herdís, f. 1954, gift Guðfinni Pálssyni, f. 1950, þau eiga tvö börn, Grétar Má og Dag- mar Ögn. Börn Grétars eru Guð- rún Ýr og Eydís Una. 2) Sigursveinn, f. 1962, hann á fjóra syni, Viktor, Atla, Egil og Loga. Sonur Viktors er Brynjar Már. 3) Baldvin, f. 1963, kvæntur Björk Leifsdóttur, f. 1966, þau eiga tvö börn, Elínu Dögg og Há- kon. Agnar bjó sín fyrstu búskaparár í Hænuvík. Árið 1965 flutti hann með fjöl- skylduna í Tálknafjörð og stundaði þar sjó og aðra þá vinnu er til féll. 1984 fluttu þau Agnar og Una ásamt sonum sínum til Reykjavík- ur og stundaði hann vinnu í Um- búðamiðstöinni. Í Kópavogi bjó hann svo síðustu árin. Hann naut mjög þeirra utanlandsferða sem hann fór í um ævina og var hann í einni slíkri er hann lést. Útför Agnars verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það voru ekki góðar fréttir sem mér bárust á gamlársdag frá Kanarí, þar sem þú varst í fríi, þegar mér var tilkynnt að þú værir alvarlega veikur og hefðir verið fluttur á spítala. Ekki hafðir þú fengið að njóta margra daga af þessu síðasta fríi þínu þarna úti þar sem þér leið alltaf svo vel. Við eyddum mörgum stundum við eldhúsborðið í Bakkasmáranum og ræddum um daginn og veginn. Og eftir að við Baldvin keyptum búðina okkar komstu þangað til að spjalla. Þegar þú komst í Bakkasmárann var gaman að fylgjast með þegar þið Terry hittust og þú sagðir: „Ertu þarna, kvíkindis greyið?“ og alltaf var hann jafn ánægður að sjá þig. Samband okkar var mjög gott yfir þau 20 ár sem ég hef verið í fjölskyld- unni. Þú varst duglegur að hjálpa okkur þegar við vorum að byggja húsið okkar og hefur ætíð reynst mér vel í einu og öllu. Þú kunnir aldeilis að njóta lífsins og varst duglegur að sækja harmonikkuböllin í Glæsibæ þar sem ég var að vinna og vorum við ávallt samferða heim að loknu balli þótt þú þyrftir að bíða í nokkurn tíma þar til ég var búin að ganga frá. Eftir að Glæsibær var lagður niður hélstu áfram að stunda böllin uppi í Ásgarði. Við fórum saman á ættarmót síð- astliðið sumar þar sem þér leið vel og varst hrókur alls fagnaðar. Við skemmtum okkur konunglega fram eftir nóttu. Alltaf var gott að leita til þín og ávallt varstu tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Einu sinni sem oftar ræddum við um dauðann og ég spurði þig hvort ég ætti að fara með þig vestur þegar þú værir allur. Þú sagðir að þú vildir ekkert vesen eða fyrirhöfn þegar þú yfirgæfir þessa jarðvist, það ætti ekki að hafa fyrir því að flytja þig vestur til að hvíla þar. Ekki var styttri ferðin sem farin var til Kanarí til að kveðja þig. En það er bara í besta lagi. Hníg þú hóglega í hafskautið mjúka röðull rósfagur og rís að morgni frelsari, frjóvgari fagur guðs dagur blessaður, blessandi blíður röðull þýður (J.H.) Þín verður sárt saknað og hlýtt til þín hugsað. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Björk. Elsku afi minn. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann, þegar ég sit hér og skrifa til þín. Fyrsta minningin um þig er úr Tálknafirði en þá var ég aðeins lítil stelpa. En svo varstu allt í einu flutt- ur til Reykjavíkur. Ég man eftir því hvað mér fannst það skrítið að þú varst allt í einu orðinn afi í Reykjavík, en ekki lengur afi á Tálknafirði. Og þar sem ég bjó á Patreksfirði mín æskuár þá hitti ég þig ekki oft. En þegar leiðir fjölskyldunnar lágu til Reykjavíkur komum við alltaf og heimsóttum þig í vinnuna, en þá varst þú að vinna í Umbúðamiðstöð- inni. Þar laumaðir þú oft að okkur systkinunum stóra, þykka pappírn- um sem var svo gaman að teikna á. Svo þegar ég var að gera sögurit- gerðina fyrir skólann varst þú auðvit- að tilbúinn að hjálpa, enda var við- fangsefnið ekki svo fjarri þér. Ritgerðin fjallaði einmitt um björg- unarafrekið við Látrabjarg. Þú hvattir mig alltaf til þess að læra og talaðir um mikilvægi mennt- unar. Ég minnist þess einnig þegar við fórum saman í fjölskylduferð til Kanaríeyja jólin 2002. Eins og oft áð- ur. En í þetta skiptið bjuggum við tvö saman í tvær vikur. Og þó svo að ald- ursmunurinn í árum talið hafi verið þónokkur, var hann það svo sannar- lega ekki í anda. Alla tíð varst þú op- inn fyrir skoðunum annarra. Skemmtum við okkur því vel. Eftir að ég flutti í höfuðborgina áttum við svo miklu fleiri samverustundir og mun ég geyma þær stundir á góðum stað. Svo nú síðustu ár varst þú alltaf að dansa á sunnudagskvöldum, ann- að hvort á dansiballi hjá harmonikku- unnendum eða hjá félagi eldri borg- ara. Alltaf svo hress. Stundum hringdir þú í mig og baðst mig um að keyra þig á ball, sem og ég gerði með glöðu geði. Þegar við hittumst síðar mun ég ekki bara keyra þig ball, heldur mun ég dansa með þér líka. Guð geymi þig. Þín Dagmar. „Þar sem góðir fara eru guðs veg- ir“. Þetta var mín fyrsta hugsun er ég heyrði af andláti föðurbróður míns, Agnars Sigurbjörnssonar frá Hænu- vík, og þó að leiðir okkar hafi lítt legið saman í seinni tíð langar mig til að sáldra nokkrum orðum á kistuna hans. Agnar var einn þeim, sem aldurinn virtist ekki bíta á en hélt sinni reisn fram undir lokadægur. Ungur tók hann við búi föður síns og ekki skorti dugnaðinn, útsjónarsemina og hand- lagnina. En skilyrði voru erfið, land- rými lítið, tekjur lágar og efni tak- mörkuð. Hann var því einn af þeim fjölmörgu, sem þurftu að hopa úr vestfirskum sveitum um miðbik síð- ustu aldar ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir allar aldir var Agnar mættur til búverka og löngu eftir að aðrir höfðu dregið sig í hlé, sinnti hann ennþá skepnum eða tjaslaði í búvélar eða vörubíl, sem hann gerði út á þess- um árum. Þá sjaldan hann gaf sér tíma til samræðna, sást að hann var góðum gáfum gæddur. Eftirtektarvert hversu gjörhugull hann var og rök- fastur ef til kappræðna kom. Stærð- fræðigáfu hafði hann óbrigðula og var unun að sjá hann beita hugar- reikningi við hinar flóknustu þrautir. Þá lá tónlistin vel fyrir honum, því bæði var hann söngmaður og lék ágætlega á heimilisorgelið í Hænuvík á yngri árum. Hygg ég þó að þeir sem kynntust honum síðar á ævinni muni hann best fyrir frábæra samstarfseiginleika, því hann var samviskusamur og verklaginn með afbrigðum, og þó hann sæktist ekki eftir metorðum hafði hann metnað til þess að skila góðu dagsverki. Reyndar leikur grunur á að stund- um hafi hlédrægni hans komið í veg fyrir að hæfileikar nýttust til fulln- ustu. Við Agnar vorum lítið samferða eftir að vist okkar í Hænuvík lauk, eitthvað um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann flutti fyrst á Tálknafjörð, síðar til Reykjavíkur. Þau Una slitu samvistum einhvern tíma á þessum árum og börnin þeirra þrjú, Herdís, Sigursveinn og Baldvin hurfu mér um tíma, en á síðari árum hefi ég þó náð ágætum kynnum við þau öll. Agnar barðist ungur við skæðan sjúkdóm, sem merkti hann alla ævi. Hann var einn af þeim sonum bjargs og báru, sem ótrauður gekk gegn hverri þraut og virtist vaxa af baráttu við þær allar. Aldrei lét hann þó mikið af afrek- um sínum, starfið var honum leikur og nautn. Við sem kynntumst Agnari mun- um þó alltaf líta upp til hans sem góðrar fyrirmyndar. Gildir það ekki síst um eftirlifandi afkomendur, sem ég votta mína dýpstu samúð. Megi minningin um ljúfan föður og frænda lengi lifa hjá afkomendum Agnars frá Hænuvík og öðrum hans skyldmennum og venslafólki. Sigurjón Bjarnason. Agnar Sigurbjörnsson  Fleiri minningargreinar um Agn- ar Sigurbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.