Morgunblaðið - 18.01.2008, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 564 0000Sími 462 3500
Sími 551 9000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Dagbók fóstrunnar
Stórskemmtileg gamanmynd
með Scarlett Johansson
í aðalhlutverki
sem fóstra hjá ríka liðinu
í New York og lífið á toppnum
því ekki er allt sem sýnist!
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!
eee
- S.V. MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI
NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
eee
FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG
- DÓRI DNA. D.V.
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4
Alvin and the C.. enskt tal kl. 4 - 6
Duggholufólkið kl. 3:45 B.i. 7 ára
Golden Globe verðlaun
Cate Blanchett
Besta leikkonan í
aukahlutverki
„Skemmtilegasta og áhrifaríkasta
„ævisaga” frægrar rokkstjörnu
sem færð hefur verið á
hvíta tjaldið á síðustu árum!“
- S.S. MBL
eeee
- H.J. MBL
eee
- A.F.B. 24 STUNDIR
MÖGNUÐ SPENNUMYND EFTIR
FRÁBÆRRI SÖGU STEPHEN KING
ÓTTINN BREYTIR ÖLLU!
MISTRIÐ
FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI
OG LEIKSTJÓRA „THE GREEN MILE“ OG
„THE SHAWSHANK REDEMPTION“
“... trúlega besta Stephen King
mynd í tæpan áratug.”
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í REGNBOGANUM
eeee
- Ó.H.T., RÁS 2
Þetta er frumleg, úthugsuð,
vönduð og spennandi barna-
og fjölskyldumynd, besta
íslenska myndin af sínu tagi.
eeee
- B.S., FBL
„...ein besta fjölskyldu-
afþreyingin sem í boði
er á aðventunni”
eee
- S.V., MBL
„Duggholufólkið bætir
úr brýnni þörf fyrir
barnaefni”
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í REGNBOGANUM
eee
- T.S.K. 24 STUNDIR
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HILMIR SNÆR
GUÐNASON
MARGRÉT
VILHJÁLMSDÓTTIR
LAUFEY
ELÍASDÓTTIR
JÓHANN
SIGURÐARSON
ÓLAFÍA HRÖNN
JÓNSDÓTTIR
ÞRÖSTUR LEÓ
GUNNARSSON
ÓLAFUR DARRI
ÓLAFSSON
ÓLAFUR EGILL
EGILSSON
ILMUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
eee
- A.S. MBL
FRÁBÆR NÝ GAMANMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK!
LANDSLIÐ LEIKARA FER Á KOSTUM Í MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF!
Nú mætast þau aftur!
Tvö hættulegustu skrímsli kvikmyndasögunnar
í tvöfalt betri mynd!
Missið ekki af einum flottasta
spennutrylli ársins!!
Brúðguminn kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Alien vs Predator 2 kl. 8 - 10 POWERSÝNING B.i. 16 ára
The Golden Compass kl. 6 B.i. 10 ára
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS
Alien vs. Predator 2 kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16 ára
The Mist kl. 8 - 10:40 B.i.16 ára
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára
Brúðguminn kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 B.i. 7 ára
Lust, Caution kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
I´m not there ath. ótextuð kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
We own the night kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Run fat boy run kl. 5:30
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG
HÁSKÓLABÍÓI
Besta íslenska fíl-gúdd myndin
fyrr og síðar “
- .ss , X-ið FM 9.77
eeee
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
JÓN (Hilmir Snær Guðnason) er
lífsleiður og frekar ábyrgðarlaus há-
skólakennari sem stendur á kross-
götum í lífi sínu. Hann er að fara að
kvænast í annað sinn. Þá leitar hug-
urinn aftur til endaloka fyrra hjóna-
bands. Þannig hefst ný íslensk kvik-
mynd Brúðguminn. (Kannski má
velta því fyrir sér í framhjáhlaupi
hvers vegna háskólakennarar hafa
svona lélega ímynd í þjóðfélaginu?
Samanber fyrirverandi eiginmann
aðalsöguhetjunnar í sjónvarpsþátt-
unum Pressunni.)
Baltasar Kormákur og Ólafur Eg-
ill Egilsson mega eiga það að þeir
ráðast ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur. Það er ekki lélegt að
hafa Anton Tsjekov sem fyrirmynd
þegar maður skrifar handrit. Brúð-
guminn – sem er lauslega byggð á
Ivanov eftir Tsjekov – er fyrst og
fremst gamanmynd, og sem slík
heppnast hún ágætlega. Salurinn
virtist taka vel í grínið í bíó. Myndin
reynir einnig að höndla dramatík en
tekst það ekki. Höfundar ná ekki að
vekja djúpa samúð með persónum.
Tsjekov var meistari þess að blanda
saman hárfínum hlátri og gráti, hinu
ljúfsára í lífinu. Hinn mikli undir-
liggjandi tregi sem þarf að vera til
staðar í þögninni er ekki hér.
Leikhópurinn sem Baltasar stýrir
er í marga staði skemmtilega sam-
settur. Hann er um þessar mundir
að leika Ivanov í Þjóðleikshúsinu.
Það hlýtur að teljast sérstætt að
sami leikhópurinn sýni samtímis
kvikmynd og leikverk sem byggjast
á sama leikritinu. Frammistaða leik-
aranna er líka yfir línuna mjög góð.
Sérstaklega var öryggi Laufeyjar
Elíasdóttur eftirtektarvert.
Svo er það Anna (Margrét Vil-
hjálmsdóttir). Öll táknmyndin í
kringum hana er svo þreytt. Karl-
lægur skilningurinn á trufluðu lista-
konunni sem getur ekkert annað en
búið til listaverk af legi og étið pillur.
Leikkonan er líka sú eina í hópnum
sem er föst í sviðsleiknum af því hún
er á 19. öldinni í sinni tjáningu –
brjálaða konan í risherberginu – á
meðan aðrir eru alveg á 21. öldinni í
léttu gríni. Þetta er auðvitað mest
áberandi í samskiptunum við Jón.
Og hverjum datt í hug að breyta
tæringu í andlega kröm? Sinnuleysi
Jóns og þunglyndi er alveg nóg. Það
þurfti ekki að bæta meiri geðveilu
við, heldur sýna meira hugmynda-
flug þegar kom að því að færa sjúka
hefðarkonu yfir á 21. öldina og finna
henni hlutverk. Sérstaklega þegar
haft er í huga að drykkjuskapur, af-
skiptaleysi og framhjáhald er alveg
nóg til þess að fara með hjónaband.
Hvað útlit kvikmyndarinnar varð-
ar þá er hún sérlega áferðarfalleg.
Byggðin á Flatey hefur tekið gíf-
urlegum breytingum á síðustu ára-
tugum. Uppgerð húsin stilla sér hér
upp eins og krúttlegt kvikmyndasett
fyrir myndina og minna á opnu í Hús
og hýbýli. Nema kannski þar sem
leikmyndaliðið hefur búið til villta
vestrið á Íslandi með smá Wim
Wenders-ívafi. Hvers vegna þessi
þörf hrjáir suma íslenska kvik-
myndaleikstjóra meira en aðra væri
merkileg stúdía! Annars er golfvöll-
urinn skemmtilegt grín. Kvik-
myndatökuliðið missir sig aðeins í
yfirfluginu eins og í Syndir feðr-
anna, en mikið svakalega hafa þau
verið heppin með veður. Best að
taka fram að ég er ættuð úr Stykk-
ishólmi og átti mín æskusumur
þarna í kring. Svo mér finnst þarna
fegurst í heimi og er gjörsamleg
hlutdræg.
Gráa slikjan yfir endurminningum
Jóns, og „fiffið“ í kaflaskilum ramm-
ar einnig endurlitið prýðilega. Jón
sviptir sig ekki lífi eins og Ivanov.
Reynt er þó að skapa íróníu með því
að enda myndina með hann ramm-
aðan inn í glugga, ekki ósvipað og
Anna var oft sviðsett. Þessi uppsetn-
ing hefur bara svo lítinn hljómgrunn
af því að Jón hefur ætíð verið svo
hlutlaus, sérstaklega innan heimilis-
ins.
Fangi lífsins
KVIKMYND
Háskólabíó
Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar:
Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vil-
hjálmsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson,
Ilmur Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunn-
arsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill
Egilsson. 105 mín. Ísland. 2008.
Brúðguminn
bbbmn
Efnileg „Sérstaklega var öryggi Laufeyjar Elíasdóttur eftirtektarvert,“ segir um frammistöðu leikkonunnar.
Anna Sveinbjarnardóttir